Þjóðviljinn - 29.11.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.11.1966, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. nóvember 1966. IQDVIUIMN Skipting miðanna og skipulögo veioi Otgeíandi: Samelnlngarfloktoui aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- 6öluverð kr. 7.00. Mismunandi mnt npíminn 'telur það árásarefni á sósíalista í alþýðu- samtökunum að þeir beiti sér fyrir samstöðu og samvinnu innan verklýðshreyfingarinnar án tillits til stjómmálaágreinings. Svo fáfróðir eru Tímamenn um verklýðsmál að þeir virðast ekki gera sér ljóst að þessi hefur ævinlega verið stefna sósíalista, enda hlýtur þetta að vera afstaða þeirra sem líta á alþýðusamtökin sem sjálfstætt úrslita- afl í þjóðfélaginu en ekki einvörðungu sem spegil- mynd af starfsemi stjórnmálaflokkanna. Allir mik- ilvægustu sigrar verklýðshreyfingarinnar hafa fengizt með slíkri samstöðu. En því miður hafa stjórnmálaflokkarnir ævinlega haft sendla sína innan verklýðshreyfingarinnar, menn sem hafa viljað gera alþýðusamtökin að undirdeild flokk- anna og tekið fyrirmæli flokkaleiðtoga fram yfir nauðsyn verklýðshreyfingarinnar. Sú afstaða birt- ist enn einusinni í framkomu sumra forustumanna Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í sambandi við stjórnarkjör á 30asta þingi Alþýðusambandsins, og hún birtist ekki sízt í framkomu og áróðri sumra Framsóknarmanna sem auðsjáanlega hafa engan skilning á sjálfstæðu hlutverki alþýðusamtakanna og koma þar einvörðungu fram sem flokksagentar. Á stasða er til að minna Tímann á að það eru til fleiri stéttarsamtök á íslandi en verklýðssam- tökin. Hér starfa öflug bændasamtök, og þar er svo ástatt að Framsóknarflokkurinn getur ráðið lögum og lofum. En þar hefur Framsóknarflokkurinn allt aðra afstöðu en þá sem boðuð er í fávíslegum skrif- um um verklýðsmál. Framsóknarmenn hefja þar Sjálfstæðisflokksmenn til forustu við hlið sína og láta sér ekki nægja að kjósa þá tit æðstu trúnaðar- starfa, heldur reyna þeir ævinlega að tryggja fulla samstöðu Sjálfstæðisflokksmanna og Framsóknar- manna ef stórmál ber á góma og hliðra þá stundum svo stórlega til að furðu hefur vakið. Hugsunin á bak við þá framkomu er að sjálfsögðu sú, að innan bændasamtakanna sé um að ræða sameiginlega hagsmuni sem séu svo stórfelldir og áugljósir að um þá eigi að geta tekizt og þurfi að takast samstaða þrátt fyrir flokkaágreining. Og Framsóknarflokk- urinn ber þá virðingu fyrir bændasamtökunum að hann telur að þau séu sjálfstætt afl í þjóðfélaginu, Framsóknarmenn innan þeirra eigi að vera raun- verulegir bændafulltrúar en ekki flokksagentar. JJin gerólíka afstaða Tímans til verklýðssamtak- anna og bændasamtakanna stafar af því að Framsóknarforustan hefur aldrei haft neinn áhuga á vexti og viðgangi alþýðusamtakanna. Þegar Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn reynast odd- vitar hans ævinlega flestum öðrum erfiðari og þröngsýnni í skiptum við verklýðssamtökin; þegar Framsóknarflokkurinn er í stjómarandstöðu reyn- ir hann fyrst og frernst að nota verklýðshreyfing una í pólitískum tilgangi. Leiðtogum Framsókna i flokksins og málgagni hans ætlar seint að skiljas að verklýðshréyfingin er ekkert verkfæri fyrii valdastreitumenn, heldur sjálfstætt þjóðfélagsafl — m. FISKIMÁL effir Jóhann J. E. Kúld Þó íslenzka þjóðin eigi stærst- an hluta velgengni sinnar að þakka sjávarafla, þá eru það aðeins sárafáir af ráðamönnum þjóðarinnar sem nokkuð botna í útgerð fiskiskipa,- aflabrögð- um, eða nýtingu aflans. Þegar þessi sórglegi sannleikur er hafður i huga, þá verður það skiljanlegra hve mörgu er áfátt í þessum þýðingarmesta at- vinnuvegi okkar Islendinga. Það má segja að þetta ástand i þjóðmálum-okkar sé að stórum hluta sök sjómanna og útgerð- armanna sem þama hafa lálið aðra marka stefnuna fyrir sig, í stað þess að gera sjálfa sig gildandi á vettvangi þjóðmál- anna og hafa þar úrslitaáhrif á mörkun þeirrar stefnu í sjáv- arútvegsmálum sem þessum höfuðatvinnuvegi okkar hæfir á hverjum tíma. Og það er áreið- anlegt að svo lengi sem þetta ástand varir, þá mun sjávarút-®* vegúr eiga í vök að verjast og þróun hans ekki komast á þá braut sem æskilegt er, að hún komist, sem sé þá að sjó- mannastéttin marki sjálf í höf- uðdráttum stefnuna. í ljósi þessara staðreynda sem ég hef bent á hér að fram- an, verðum við að skoða á- standið í dag, bæði hvað við- kemur skiptingu miða í veiði- svæði, svo og skipulagsleysið í sjálfum veiðunum. Ennþá á því Bréf Geirs biskups góða komin í bók Bókfellsútgáfan hefur sent frá sér sjöunda bindið í rit- safninu „Isienzk sendibréf‘‘. Nefnist þéssi bók „Geir biskup góði í vinarbréfum". Finnur Sigmpndsson fyrrver- andl landsbókavörður bjó þetta bindi til prentunar eins og hin fyrri bindi bréfasafn.-,- ins. Segir hann í íormála nokkuð frá Geir Vídalín bisk- upi sem fæddur var 1761 og dáinn 1823Í og gerir .grein fyr- ir útgáfunni, m-ai. á þessa leið: „Um útgáfuna þarf ekki að fjölyrða, hún er með sama sniði og fyrri bindi þesfia safns- Þar sem hér er ekki um vís- indalegar bréfaútgáfur að ræða heldur fróðleik og að r.okkru skemmtiefni handa al- menmrm lesendum, hefur mer1 . bótt óþarft að fylgja stafsetn- ! ;ngu bréfritaranna því að þess \ '’áttar útgáfur fæla marga frá 'estri bréfanna ... Þetta mun •erða síðasta bindi í ritröðinm j ’clenzk sendibréf, sem hófst reð Skrifaranum á Stapa fyr- ;r níu árum.“ Bókin er með nafnaskrá 221 blaðsíða, prentuð.í Odda. I herrans ári 1966 er það sem framandi hugtak mörgum ls- lenzkum stjómmálamönnum að þörf sé orðin á því, að skipta miðunum í veiðisvæði á vetr- arvertíð hér við Suður- og Suð- vesturland og setja jafnframt heildarlöggjöf um hagnýtingu landhelginnar sém væri þannig úr garði gerð, að hægt væri með reglugerð að haga veiðun- um eftir þvi sem reynslan kenndi mönnum, að heppilegast væri á hverjúm tíma. Þó að gefin verði út aukin veiðiheim- ild fyrir íslenzkar togveiðar inn- an núverandi fiskveiðilögsögu, þá er það engin lausri á þessu máli og eðlilegast hefði verið að leysa það mál í sambandi við heildarlöggjöf um hagnýt- ingu landhelginnar, en ekki eitt sér, eins og nú virðist vera til- hneíging til að gera. En einmitt þetta togveiðimál varpar mjög skíru Ijósi yfir vanþekkinguna á því sem þarf að gera á þessu sviði. Svo ein- falt sem þetta togveiðimál er, þá er það búið að bögglast eins og roð fyrir brjósti ríkisstjórn- arinnar nú í mörg ár. Og það er ekki fyrr en allt er komið í eindaga og öngþveiti hefur myndazt, svo lögleysur vaða uppi, að hlaupið er til og tii- burðir sýndir í þá átt, að settgr verði einhverjar reglur um auknar togveiðar innan fisk- veiðilögsögunnar. Hrergi hefur vottað fyrir neinum skilningi ennþá svo ég viti á þörf heiid- arlöggjafar um hagnýtingu is- lenzkra fiskimiða hjá þeim stjórnmálamönnum sem raun- verulega þera ábyrgð á þróun þessara mála. Þó er það nú svo, að almenningur er farinn að gera sér þessa þörf Ijósa og ætti þá að vera stutt í það að stjómmálamennimir öðluð- ust næmari skilníng á málinu. En sem fiskveiðiþjóð verðum við að byggja framtíðina á skipulögðum veiðisvæðum ann- arsvegar, en friðunarsvæðum hinsvegar, þar sem fiski er leyft að hrygna á afmörkuðum svæðum án allrar truflunar frá veiðarfærum, hvað svo sem þau heita og að friðaðar verði fyrir hverskonar rányrkju helztu uppeldisstöðvar okkar nytja- fiska. Sú haildarlöggjöf sem okkur vantar hún verður að geta tryggt þetta hvorttveggja, jafnhliða sem hún á að mynda heildarramma um hagnýtingu miðanna. Of einhæfár veiðar Það sem okkur Islendinga skortir tilfinnanlega er meiri fjölbreytni í okkar fiskveiðum. Það er tvennt merkilegt á þeirri tækniöld sem við lifum, að ekjd skuli örla á því að skipuleggja fiskveiðamar á neinn hátt, og stuðla þannig að aukinni fjöl- breytni í veiðum. Við verðum vitni að því ár eftir ár að skip sem sem ekki fiska fyrir út- gerðarkostnaði á síldveiðum i aflaárum þau eru send til þess- ara sömjj veiða ár eftir ár, þrátt fyrir tapreksturinn. Hér virðist í sumum tilfellum eng- in skynsemi komast að, heldur bein þrjózka við staðreyndir. Ég er ekki að tala um að taka ráðin af útgerðarmönnum þessara skipa ef þeir hafa ráð á þessum taprekstri, sem þeir ekki hafa. En ég hef hinsvegar grun um, að útgerðarmenn þessara skipa séu í fæstum til- fellum algjörlega sjálfráðir um útgerðina, þeir munu í flestum -tilfellum senda skip sín til þeirra veiða, sem auðveldast er að fá lán til í bönkum lands- ins. Og hér er komið að kjama málsins. Ég hef ekki trú á því, að íslenzkir útgerðarmenn séu úrræðalausari heldur en erlend- ir stéttarbræður þeirra í því að finna bátum sínum fjöl- breyttari starfssvið, heldur en verið hefur að undanfömu, ef þeir ættu að mæta skilningi og beinni uppörvun til þess í þeim lánastofnumim, sem þeir skipta við. Einmitt á þessu sviði geta bankárnir ráðið miklu um að gera veiðamar fjölbreyttari um leið og áhættunni er dreiít og þeir gera það víða hjá öðr- um fiskveiðiþjóðum. Á þessu þarf einnig að verða breyting hér hjá okkur. Við þurfum áð velja bátum veiðiaðferðir meira við hæfi hvers báts fyrir sig heldur en gert hefur verið og síðan þarf að leggja grundvöil að miklu fjölbreyttari veiðum nytjafiska. Þetta á ekki að vera O'kkur ofvaxið verkefni frekar en öðrum fiskveiðiþjóðum sem í námunda við okkur búa og hafa leyst þetta sama verkefni hjá sér með sæmilegum árangri. ★ En það má vel vera, að i sumum tilfellum, þar sem brjót- ast verður inn á algjörlega ó- þekkt svið fyrir okkur í fisk- veiðum, að þar verði opinber stuðningur að koma til, á með- an verið er að brjóta ísinn á því sviði. En þetta er engu að síður nauðsynlegt og þarna get- um við víða stuðst við reynslu annarra þjóða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.