Þjóðviljinn - 29.11.1966, Síða 5
Þriðjudagur 29. nóvember 1966 — ÞJÓÐVXLJINN — SÍÐA g
Handkn atfleikur:
Fjárskortw háir
starfsemi F.R.I.
Landsleikirnir við V-Þjóð—
verja í kvöld og á morgun
19. ársþing Frjálsíþróttasam-
bands Islands fór fram í Rvik
helgina 12. og 13. nóv. s.I.
Ingi Þorsteinsson formaður
FRl setti þingið, og bauð þing-
fulltrúa velkomna.
Minntist; Ingi þriggja látinna
forystumanna í íþróttamálum/
þeirra Ólafs Sveinssonar, Er-
lings Pálssonar og Benedikts G.
Waage. '
Eftirtöldum mönnum voru
veitt heiðursverðlaun FRl á
þinginu: GulLmerki: Höskuldur
Goði Karlsson, Bifröst, Baldur
Möller, Rvík, Jón F. Hjartar,
Borgarnesi. Silfurmerki: Sveinn
Sveinsson, Selfossi, Kristján
Ingólfsscn, Eskifirði, Sigurður^
Bjömsson, Rvík og Sigurður Júl-
íusson Rvík. Eirmerki: Karl
Hólm, Rvík, Guðbjagtur Gunn-
arsson, Snæfellsnesi, Sigurður
Sigurbjörnsson og Arngrímur
Geirsson, Þingeyjarsýslu, Páíl
Halldórss., Egilsstöðum, Sveinn
Jónsson, Eyjafirði, og Tónjas
Jónsson, Selfossi.
Mörg mál voru rædd á þing-
inu, og bar þar fjármálin mest
á góma, en fjárskortur hefur
verið tilfinnaníegur hjá sam-
bandinu, og reksturskostnaður
aukizt. Einnig var ákveðin nið-
urröðun móta fyrir næsta
keppnistímabil. Islendingar
munu m.a. taka þátt í Evrópn-
bikarkeppni gegn Belgíu,.. fr-
landi, og Luxemborg í Dublin
í Iok juní.
Ingi Þorsteinsson lýsti því
yfir að hann gæfi ekki kost á
sér til endurkjörs í formanns-
sæti. Einnig baðst Sigurður
Júlíusson undan endurkjöri í
stjórninni.
Formaður FRÍ var einróma
kjörinn Björn Vilmundarson.
Samvinnu-
hjúkrunar-
kvennaþing
12. þing „Samvinnu hjúkrunar-
kvenna á Norðurlöndum“ var
haldið í Stokkhólmi 19.—21. sept.
s.l. Umræðuefni þingsins var:
hjúkrunarkonan í heilbrigðis-
málum framtíðarinnar.
Næsta þing félagsins verður
að forfallalausu haldið 1970 á
íslandi, en þá eru liðin 50 ár
síðan „Samvinna hjúkrunar-
kvenna á Norðurlöndum“ var
stofnuð.
Þátttakendur voru að þessu
sinni 633, þaraf 38 frá íslandi
og er það stærsti hópur sem
hingað til hefur sótt þing. SSN
út fyrir landsteinana. — Að
þi^ginu loknu var haldinn 3ja
daga fulltrúafundur á hinu sögu-
fræga Skokloster, sem er
um 70 km f norðvestur af Stokk-
hólmi. 49 konur frá Norðurlönö-
unum f.imm’imættu á þeim fundi,
þaraf 7 ísienzkar konur, en
þær voru María Pétursdóttir,
. Margrét Jóhannesdóttir, Elin
Eggerz Stefánsson, Ingibjörg Ö!-
afsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir,
Maria Firiiisdóttir og Vigdís
Magnúsdóttíú
Næsta vca'kefni SSN er það,
að dajtana 4.—17. des. n.k. verð-
ur í Kaupmannahöfn, með að-
stoð Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar, haldið námskeið
Aðrir í stjóminni em: Öm
Eiðsson, vanaform., Svavar
Markússon, gjaldkeri, Snæbj.
Jónsson, fúndarritari, og Ingvar
Hallsteinsson, bréfritari. Form.
útbreiðslunefndar Sig. Helga-
son, varaform. Jóhannes Sæ-
mundsson; formaður laganefnd-
ar Sigurður Bjarnason, vara-
form. Eiríkur Pálsson. 1 vara-
stjórn vom kjörnir Pálmi Gunn-
arsson, Jóh M. Guðmundsson
og Ingi Þorsteinsson. í * frjálsí-
þróttadómstól Tómas Ámason,
formaður, Jón M. Guðmundsson
og Jón ö. Þormóðsson.
I þinglok vom Inga Þorsteins-
syni þökkuð vel unnin störf í
þágu frjálsíþrótta og ‘FRÍ.
□ Það er í kvöld, þriðjudag, kl. 8,15 sem fyrri
landsleikur íslendinga og Vestur-Þjóðverja í
handknattleik hefst í Laugardalshöllinni. Síðari
leikurinn fer fram annað kvöld á sama tíma og
sama stað.
Þjóðverjarnir vom væntanleg-
ir til Keflavíkurflugvallar með
Loftleiðavél frá Lúxemborg í
nótt. Þeir munu gista að Hótel
Sögu, þiggja* boð menntamála-
ráðuneytisins að loknum leikn-
um í kvöld, fara í kynnisferð
um Reykjavík og vera við mót-
töku vestur-þýzka sendiherrans
í sendiráðinu.
Kunnur sænskur dómari
Áður en landsleikimir hefj-
ast í kvöld og annað kvöld
fara fram forleikir, þar sem
unglingalandsliðið mun koma
fram. Leikir þessir hefjast kl.
7.30 bæði kvöldin.
Verð aðgöngumiða er 125 kr.
fyrir fullorðna og 50 kr. fyrir
börn.
Dómari verður Torild Jern-
erstam frá Svíþjóð en marka-
dómarar þeir Magnús Péturssen
og Valur Benediktsson.
íslenzka liðið
Sigurður einvaldur HSÍ Jóns-
son valdi þegar á föstudaginn
9 leikmenn til þess að mæta
Vestur-Þjóðverjunum í kvöld.
Þeir em þessir:
Birgir Bjömsson F.H.
Geir Hallsteinsson F.H.'
Guðjón Jónsson FRAM
Gunnlaugur Hjálmarss., FRAM
fyrirliði
Hermann Gunnarsson VAL
Ingólfur Óskarsson, FRAM
Jón Hj. Magnússon VlKING
Sigurður Einarsson, FRAM
öm Hallsteinsson, F.H.
Markverðina tvo valdi hann
hinsvegar að loknum æfinga-
leik á laugardaginn og em þeir
þessir:
Þorsteinn Bjömsson, FRAM
Kristófer Magnússon, F.H.
-<8>
Stðrf Körfuknattleikssam-
bands Íslands aldrei meiri
sem fjallar ym rannsóknir í þágu
hjúkrunar' og heilsuverndar.
Sjötta ársþing Körfuknatt-
leikssambands Islands var hald-
ið Iaugardaginn 19. nóv. s.l. í
félagsheimili Vals.
Formaður KKl, Bogi Þor-
steinsson, setti þingið. 1 upp-
hafi minntist hann tveggja lát-
inna íþróttafrömuða, Erlings
Pálssonar, förmanns Sundssam-
bands Islands og Benedikt G.
Waage, heiðursforseta ISI, en
hann var ævifélagi KKl og að-
alhvatamaður að stofnun sam-
bandsins. Vottuðu þingfulltrúar
hinum látnu virðingu sína með
því að rísa úr sætum.
Forseti þingsins var kjörinn
Gunnar Torfason, formaður KK
RR.
Forseti Isl, Gísli Halldórsson t
sat þingið, og flutti hann körfu-
knattleíksmönnum kveðju ISl
og árnaðaróskir. Þakkaði hann
stjórn KKl fyrir mikil og giftu-
rík störf.
Bogi Þorsteinsson flutti ítar-
lega skýrslu um störf Körfu-
knattleikssambandsins, sem
hann kvað aldrei -hafa verið
meiri.en á liðnu starfsári. Hefðu
m.a. verið leiknir 8 landsleikir,
og auk þess hefðu 3 bandarísk
skólalið keppt hér heima við
úrvalslið KKl.
Mörg mál komu fram á þing-
inu, og meðal tillagna sem voru
samþykktar voru eftirfarandi:
„Ársþing KKl telur að rétt sé
að leikir í Islandsmóti 1967
fari fram í IþróttahöIIinnl í
Laugardal, þ.e.
leikir I. deildar og II. deildar
leikir II. fl. karla, svo og úr-
slitaleikir annarra #lokka.“
„Ársþing KKl ~telur æskllegt
að úrslitaleikir Bikarkeppni
KKl 1967 fari fram á Akureyri,
ef ástæður leyfa.“
Þá var samþykkt tillaga þess
efnis að liðum skuli fjölgað í
I. deild úr 5 í 6. Einnig var
samþykkt' að það lið, sem féll
niður úr I. deild á íslandsmóti
1966 og liðið, sem varð annað í
röðinni í II. deild á sama móti,
skuli leika saman til úrslita un
sæti í I. deild á Islandsmóti
1967.
Stjórnarkjör fór sem hér seg-
ir:
Bogi Þorsteinsson var einróma
endurkjörinn formaður sam-
bandsins en hann hefur verið
formaður KKl frá stofnun þess.
Með honum í stjóm voru
kosnir:
Magnús Björnsson, Gunnar
Pedersen, Helgi Sigur^sson,
Þráinn Scheving, Agnar Frið-
riksson og Hallgrímur Gunn-
arsson. 1 varastjórn eru:Sigurð-
ur E. Gíslason, Þorsteinn Ólafs-
son og Ásgeir Guðmundsson.
Bogi Þorsteisson, for-
maður KKl-
Þýzka liðið
Þýzka landsliðið sem hingað
kemur er þannig skipað að því
er bezt er vitað:
Herbert LubkinÉ, 25 ára, 53
landsleikir, G. W. Dankersen.
Hansi Schmidt, 24 ára, 15
landsleikir. VFL Gummersbach.
Bernd Munk, 23 ára, 26 lands-
leikir, Eintracht Hildesheim.
Felix Schmacke, 26 ára, 17
landsleikir, Sg. Leutershausen.
Gunter Heger, 24 ára, 17 lands-
leikir, Sv. Möhringen.
Jiirgen Bede markvörður, 23
ára, 11 landsleikir.
Wemer Bartels, 27 ára, 43
landsleikir, T. G. Witten.
Helmut Duell, markvörður,
23 ára. 8 landsleikir, Muhlheim.
Dieter Rösmer, markvörður,
25 ára, 9. landsleikir, Möhringen.
J. Feldhoff, 24 ára, 6 lands-
leikir, Gummersbach.
Herbert Hönnige, 23 ára, 1.2
landsleikir, Sg. Leutershausen.
Bernd Lukas, 27. ára, 43 lands-
leikir, B.S.V. Berlin 92.
Jochen Brandt, 27 ára, 43
landsleikir, Gummersbach.
Verður Gunnlaugur, fyrirliði-
íslenika liðsins, í essinu sínu
í . kvöld og annnað kvöld?
Rudi Schwanz, 19 ára, 3 lands-
leikir, TV Oppum.
1 fararstjórn Backer varafor-
seti - vestur-þýzka handknatt-
leikssambandsins, Witting ritari,
þjálfaramir' Werner Vick og
Helmut Torka og stjómarmaður
í sambandinu Sigfried Perrcy.
Guðjón Styrkársc-ort
hæstaréttarlögmaður
AUSTURSTRÆTI
Sími 18354
I svijimymluiii
Eftir STEINUNNI S. BRIEM. Upp-
haflega varð ráð fyrir því gert, að
bókin hefði inni að halda 100 við-
töl og bæri nafnið „100 svipmynd-
ir". En þegar farið var að vinna við
hana í prentsmiðjunni, reyndist
efnið of mikið í eitt bindi, og var
þá horfið að því ráði að skifta
því í tvö bindi. Kemur hið siðara
væntanlcga á næsta ári. Fyrir þvi
er efni þessa bindis einhæfara en
til stóð og takmarkast að mestu
leyti við trúarleg og dulrœn efni
Ieiklist, dans, söng og músík.
Verð kr. 397.50.
ff.jós i myrkrinu.
Sigríður Einars frá Munaðarnesi
þýddi bókina. — Hér er sagt frá
litlum dreng, sem hrekst um
Evrópu á styrjaldarárunum. Hann
kynnist útlegðinni, hungrinu og
;kelfingum stríðsins. Hann ferðast
>m tryllta veröld striðs og hörrh-
nga, án þess að biða tjón á sálu
:nni. Hann hefur varðveitt hjarta-
ags barnsins og trúna á lífið oq
hið góða í mannssálinni.
Verð kr. 193,50.
LEIFTUR
Steinaldarþjóö heimsótt ööru sinni
Eftir Jens Bjerre.------Við fylgj-
umst með, hvernig höfundur bók-
arinnar og ástralskir varðflokks-
stjórar brjótast yfir torgeng, skógi
klædd fjöll til frumstæðra íbúa
Nýju Gineu, sem aldrei hafa hvita
menn áður augum litið. - Þetta er
bæði skemmtileg ferðabók og fög-
ur og heillandi lýsing á fyrstu
skrefum frumstæðrar þjóðar al
stigi steinaldar, rituð af reyndum
manni, sem hefur innsýn og skiln-
ing á efninú. — — I bókinni eru
56 skrautlegar myndir, prentðar •
fjórum litum. Verð kr. 349.40.