Þjóðviljinn - 29.11.1966, Side 7
Þriðjudagur 29. nóvember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Lukkuriddarinn
Söngvaleikur byggður á leikriti eftir
JOHN MILLINGTON SYNGE
Leikstjóri: Kevin Palmer
Þýðandi: Jónas Árnason
Ég hef haft langvinnar mset-
ur á stórskáldinu írska John
Millington Synge og leikritum
hans öllum, þótt ég hafi vart
átt þess kost að sjá þau flutt
á sviði, enda var Synge það
skáld sem hóf Abbeyleikhúsið
og írska leikritun til alþjóða-
frægðar, orðstírs sem hefur
ekki fölnað síðan. Það mun
næstum einróma álit að „The
playboy of the Western
World“, leikurinn um hinn
gráthlægilega vesturírska
kappa sé meistaraverk hans,
enda fá leikskáld samið eins
safamikinn og snjallan gam-
anleik á okkar öld, verk sem
glitrar og skín í ótal Ijósbrot-
um. Synge dvaldi um skeið á
meðal frumstæðra bænda
Vesturírlands, nam tungutak
þeirra og hóf í veldi dýrlegs
skáldskapar, birti þá uppruna-
legu lífsgleði sem þeir áttu til
þrátt fyrir sára fátækt, mennt-
unarskort og einangrun —
gleði sem visnar og deyr í
stórborgum og þéttbýli nútím-
ans. „The playboy" er þrung-
inn gróskumikilum gáska og
skopi, en þar er alvara að
baki 1 eins og skáldið sjálft
benti á hvað eftir annað;
Synge stendur traustum fótum
á grunni veruleikans, þó hann
ýki og stækki líf þessa sér-
stæða fólks þegar svo ber und-
ir. Allur er leikurinn búinn ó-
mótstæðilegu tvísæju háði —
skáldið unni írskum bændum,
en sagði þeim vægðarlaust til
syndanna um leið, enginn
skildi írska þjóðarsál betur en
hann. Þeir eru ramkaþólskir á
sína vísu, en eldfljótir að
skipta um skoðun, og kunna
vart greinarmun á .réttu og1
röngu, staðreyndum og lygi.
Synge segir margan beizkan
sannleika um mannlegt eðli,
verk hans eiga erindi til allra
þjóða og tima.
Þótt undarlegt kunni að
virðast liggur raunverulegur
atburður að baki sögunnar um
Christy Mahon. Það gerðist
einhverju sinni á Araneyjum
að íbúarnir allir tóku málstað
ungs föðurmorðingja, földu
hann fyrir lögreglunni og
komu til Ameríku; að öðru
leyti er efnið allt skapað af
skáldinu sjálfu, en hér verður
aðeins drepið mjög lauslega á
meginuppistöðu leiksins.
Það er á myrku haustkvöldi
að ókunnan gest ber að garði
á fátæklegri sveitakrá, það er
ungur maður og væskilslegur,
örþreyttur og illa á sig kom-
inn, Christy Mahon að nafni.
Fólkið tekur þegar að spyrja
hann spjörunum úr, og það
kemur brátt upp úr dúrnum
að hann hefur myrt föður
sinn, þann grimmilega liarð-
stjóra með því að reka skóflu
í höfuð honum og er á flótta
undan réttvísinni. Og viti
menn: Christy verður óðar
hetja dagsins og sannur ævin-
týraprins í augum hinna frum-
stæðu bænda, stúlkurnar berj-
ast um hylli þessa óframfærna
unglings sem aldrei hefur á-
rætt að tala við konu á æv-
inni og sjálf Pegeen Mike, hin
fagra og aðsópsmikla dóttir
veitingamannsins gefur honum
hönd sína óg hjarta. En gæfan
er fallvölt og dýrðin skamm-
vinn, þegar minnst varir birt-
ist kárl faðir hans ljóslifandi
með reifaðan skallann, bölvar
og ragnar og tekur heldur en
ekki óþyrmilega í lurginn á
stráknum. Christy stendur
uppi berstrípaður sem ótíndur
lygalaupur og gortari, en reyn-
ir að vinna sína fyrri frægð
með því að bana karlinum á
nýjan leik. En þá snýst blaðið
við, allir fyllast hryllingi og
viðbjóði og búast'til að færa
ódæðismanninn í gálgann —
það er fjarlægðin ein sem ger-
ir fjöllin blá. „Þeirri hetjudáð
sem skærast ljómar í sögu-
sögnum breytir raunveruleik-
inn óðar í blóðugt ódæði", segir
Pegeen Mike. Loks kemur fað-
irinn inn að nýju, tilræðið
tókst ekki heldur í þetta sinn.
Síðan halda feðgarnir á brott,
en við sjáum ljóslega að
Christy hefur vaxið til mann-
dóms á þessum eina degi,
meðlætið og hetjudýrkunin
hafa gjörbreytt honum; en
Pegeen stendur eftir vonsvikin
og óvægilegu aðkasti ófárra
íslendinga á sínum tíma, þó
nú séu þau skrif að fullu
gleymd. Laxness hlýddi á tal
íslenzkra bænda og hóf í æðra
veldi, en um mál Synge er
það skemmst að segj-a að það
er bæði sérkennilegt og gætt
furðulegu seiðmagni og lætur
sem fögur tónlist í eyrum,
sameinar háttbundna hrynj-
andi ljóðsins og mergjað
tungutak alþýðu.
Það verður að taka skýrt
fram að „The playboy" og
„Lukkuriddarinn" sem Þjóð-
leikhúsið flytur eru tvö verk
og ærið ólík úm margt, þótt
söm séu að stofni. „Lukku-
riddarinn" er söngvaleikur og
heitir á ensku „The heart’s
wonder“, þar er ýmsum orð-
svörum sleppt og söngvar sett-
ir í staðinn, öðrum breytt eða
Helga Valtýsdóttir, Jón Sigurb.jömsson, Klemcnz Jónsson og Valdimar Lárusson í hlutverkum sín-
um í ,,Lukkuriddaranum‘\
Bessi Bjarnason og Kristbjörg Kjcld í hlutvcrkum sínum.
og grátandi: „Hann er mér
glataður, ævintýrariddarinn
cinn einasti eini og sanni.“
„The playboy óf the West-
ern World“ hlaut mjög ómild-
ar viðtökur hjá írum þegar
hann var frumsýndur árið
1907, þeir gerðu aðsúg að leik-
húsinu, töldu leikinn svívirð-
ingar einar um þjóðina og
ekki sízt írskar meyjar, þótt
nú sé af öllum talinn á meðal
skærustu gersema írskra bók-
mennta. Mér hefur alltaf þótt
sumar skáldsögur Halldórs
Laxness eðlisskyldar verkum
Synge að vissu leyti, einkum
„Sjálfstætt fólk“, en sú mikla
saga olli fullkomnu hneyksli
aukin; það sem lesa verður á
milli línanna hjá Synge er á®
stundum sagt nokkuð gróf-
gerðum og óþvegnum orðum.
Það gefur auga leið að með-
ferð þessi rýfur óaðfinnanlega
byggingu leiksins, og sá há-
leiti skáldskapur og ljóðræna
sem meðal annars einkenna
„The playboy" fara mjög í
súginn; um raunsæi skáldsins
er sama að segja. í leikskránni
eru einungis birt nöfn þeirrá
sem útsett hafa tónlist og
söngva, en hverjir hafa breytt
textanum og hvar og hvenær
„Lukkuriddarinn" hefur verið
sýndur — um það fáum við
ekkert að vita. Ég get þrátt
fyrir allt ekki hneykslazt á því
að Þjóðleikhúsið skuli flytja
þetta söngvagaman, enda efast
ég um að það sé fært um að
sýna „The playbov" með nógu
listrænum hætti eins og nú er
komið málum. Og „Lukkuridd-
arinn“ er ýmsurn kostum bú-
inn: þjóðlögin írsku láta vel
í eyrum, leikurinn er fjörmikill
og skemmtilegur og minnir dá-
lítið á „Gísl“ sællar minning-
ar, þótt ærið margt beri á
milli.
Þýðing Jónasar Árnasonar
hlýtur að vekja athygli og
jafnvel aðdáun þeirra sem á
hlýða. Hún er gerð af mikilli
hugkvæmni, samin á rammís-
lenzku og þróttmiklu máli,
orðsvörin mergjuð og framar
öllu bráðfyndin. Jónas notar
allmikið tilvitnanir i islenzk
þjóðkvæði, orðskviði og ljóð-
línur skálda og gengur full-
langt í þeim efnum að minum
dómi, þótt tilgangur hans sé®.
auðsær og um þau mál megi
lengi deila. Jónas Árnason er
löngu orðinn þjóðfrægur- fyrir
snjall^ söngtexta, frumsamda,
stælda og þýdda, og eykur enn
við hroður sinn. Vísurnar í
„Lukkuriddaranum" bera vitni
um auðuga kímnigáfu og rika
hagmæláku, og þar er svo
eðlilega og ljóst greint frá
gangi mála að ekki getur farið
fram hjá neinum; helzt hefði
átt að birta textana alla í leik-
skránni.
Leikstjórn Kevins Palmers
sýnir glögglega að hann skilur
rétt eðli söngvaleiksins, fjör
og hraða skorir hvergi, né ó-
svikið glens og gáska, lang-
dregin eða daufleg atriði er
hvergi að finna. Hann notar
sviðið mjög skemmtilega,
framsviðið og hljómsveitar-
gryfjan eiga miklu og góðu
hlutverki að gegna; og Palmer
sýnir enn að hann er atorku-
samur og úrræðagóður leik-
stjóri. Krána frægu teiknaði
Una Collins, einfalda og þó
raunsæja sviðsmynd er hæfir
efninu sem bezt má verða. Um
búningateikningar hennar er
yfirleitt svipað að segja, þótt
sumt mætti ef til vill betur
fara. Það hlýtur að minnsta
kosti að vera lýðum ljóst að
Christy er allt of þokkalega
búinn í upphafi, hann á að
vera óhreinn frá hvirfli til ilja
og vinnuföt hans gauðrifin, og
breytast j annan mann þegar
hann skrýðist sparifötum með-
biðils síns.
Bessi Bjarnason hefur mörg
afrek unnið um dagana og
honum er falið hið vandasarpa
og margslungna filutverk hins
einstæða lukkuriddara. En þó
að kímnigáfa hans bregðist
ekki heldur en áður er hann
ekki í öllu rétti maðurinn;
hann er blátt áfram of mynd-
arlegur og vel á sig kominn í
byrjun, tekst ekki að lýsa
nógu skýrt vanmetakennd og
vesaldómi Christy sem stafar
af langri kúgun og illri æsku;
og misskilur samt ekki hlut-
verk sitt í neinu. Christy er
gæddur eldlegri mælsku, lík-
ingar og guðsorð liggja honum
á tungu, hann er skáld í eðli
sínu, enda á stundum líkt við
Pétur Gaut. Bessi er ekki nógu
skáldlegur og ljóðrænn og
tæpast nógu ástfanginn heldur.
En í lokin þegar spilaborgin
hrynur og Christy snýst karl-
mánnlega og hraustlega gegn
óvinum sínum öðlast túlkun
Bessa sannan þrótt, innlifun
og mikla reisn, þá þekkjum
yið alkunna kosti hins snjalla
leikara. '
Pegeen Mike er falleg og
töfrandi stúlka, en skapheit og
drottnunargjörn, búin miklum
kostum og , ýmsum göllum.
Hún er falin Kristbjörgu Kjeld
og mun engum á óvart koma.
enda er lejkkonan mjög gervi-
leg, hnarreist og sköruleg í
hinu mikla hlutverki og leik-
ur jafnan af lifandi þrótti. En
hún slær um of á einn streng,
í meðförum hennar verður
Pegeen framar öllu ábilgjarn
vargur, en hún á að vera ann-
að og meira. Hljómmikil og há
rödd Kristbjargar er ekkinógu
sveigjanleg, og skortir þá ljóð-
rænu mýkt sem Pegeen á til
á sínum beztu stundum. Því
má ekki gleyma að Pegeen ber
af öðrum söguhetjum í leikn-
um, hún ein fyrirlítur eymd-
ina og óþrifin, þráir annað líf
og betra; og rómantísk þrá
hennar og heit ást koma ekki
nógu vel fram í túlkun hinnar
mikilhæfu leikkonu. En þótt
hér sé að ýmsu fundið fæ ég
ekki séð að leikhúsið eigi yfir
þeim kröftum að \ ráða sem
betur gætu túlkað hin kröfú-
hörðu hlutverk en þau Bessi
Bjarnason og Kristbjörg Kjeld.
Framhald á 9. s'íðú.
Sagnaþættir úr
Vestmannaeyjum
Bókaútgáfan Skuggsjá i
Hafnarfirði hefur scnt frá sér
nýja útgáfu af „Sögum og
sögnum úr Vestmannaeyjum",
sem Jóhann Gunnar Ólafsson,
bæjarfógeti, hefur tekið saman,
skráð og safnað.
Það var á árunum 1938 og
1939 sem út komu tvö hefti af
Sögum og sögnum úr Vest-
mannaeyjum, safni Jóhanns
Gunnars- Hafa sagnahefti þessi
verið ófáanleg um langt skeið,
og var horfið að því ráði að
prenta sagnir þessar á ný. Hin
r.ýja útgáfa er óbreytt frá 1-
útgáfu, nema hvað fellt hefur
verið niður nokkuð af kveð-
skap þeim. sem var í 2. heft-
imi. I staðinn hefur verið bætt
við nokkrum smáþáttum r><?
nafnaskrá.
Bókin er 268 síður og hefur
verið vandað til útgáfunnar-
Alþýðuprentsmiðjsii prentaði-
Jóhann Gunnar Ólafsson
\
Sagnaþættirnir í bókinni eru
fjölmargir. og frá ýmsum tím-
um.
SKAMMDEGI, NÝJASTA
MANN GUÐMUNDSSON
Fyrir helgina kom út ný
skáldsaga, „Skammdegi“ eftir
Kristmann Guðrmindsc„„
Á kápusiðu bókarinnar ef
þetta haft eftir höfundi:
„Ég hef hugsað mér að þessi
saga gerðist nú í haust- En
tími er afstætt hugtak, og þpð
sem hún fjallar um tilheyrir
jafnt fortíð sem framtíð. Lif-
andi fyrirmyndir eru ekki not-
aðar. En ef 1 einhver þykist
bekkja sjálfan sig _eða aðra í
Dersónunum. er honum það
velkomið“
Þetta er 167 síðna bók, prent-
uð í Odda Utgefandi er Bók-
fellsútgáfan- — Káouteikningu
gerði Atli Már
I