Þjóðviljinn - 29.11.1966, Side 8

Þjóðviljinn - 29.11.1966, Side 8
t 2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 29. nóvember 1966. LátiS okkur jafna nú þegar misþunga á hjólbörðum yðar með fullkömnustu ballans-vél sem nú er á markaðnum. — Ónauðsynlegt að taka hjólin undan bílnum. — Gildir það jafnt um fólks- og vöru- og langferðabifreiðar. Vinnustofan er opin alla daga kl. 7,30 til 22. GÚMMÍVINNUSTOFAN hf. Skipholti 35 - Sími 31055 AUCLÝSm um umsóknir um sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum. Samkvæmt logum nr. 83/1966 um skipulag á fólks- flutningum með bifreiðum falla úr gildi hinn 1. marz 1967 öll sérleyfi til fólksflutninga með bif- reiðum, sem veitt hafa verið fyrir yfirstandandi sér- leyfistímabil, sem lýkur 1/ marz 1967. Ný sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum verða veitt frá 1. marz 1967 og skulu umsóknir urn sér- leyfi sendar til Umferðarmáladeildar pos'ts og síma í Reykjavík eigi síðar en 15. janúar 1967. f sérleyfisumsókn skal tilgreina: 1. jÞá leið eða leiðir, sem ums'ækjandi sækir um sérleyfi á. 2. Skrásetningarmerki, árgerð og sætatölu þeirra bifreiða, sem umsækjandi hyggst nota til sérleyfisferða. Upplýsingar um einstakar séTleyfisleiðir, núgild- andi fargjöld, vegalengd og ferðafjölda gefur Um- ferðarmáladeild pósts og síma, Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík, sími 19220. Póst- og símamálastjórnin, 28. nóvember 1966. Arríbassador Tékka afhendir trúnaðarbréf m Brúðkaup • Hinn nýi ambassador Tékkóslóvakíu herra Frantisek Malik, afhenti í gær forseta íslandstrún- aðarbréf sitt viS hátíðlega athöfn á Bessastöð um, að viðstöddum utanríkisráðherra og er mynd- in tekin við það tækifæri. — (Ljósm. Pétur Thomsen). . úfvaraið • Nýi Peking maðurinn • Klukkan 19.30 flytur Sfcefán Jónsson annað erindi sitt frá Kína. Erindið kallar hann „Nýja Pckingmanninn" og tal- ar um Rauðu varðliðana, skóla- æskuna, scm nú gengur fram fyrir skjöldu í kínversku pqeqningarbyltingunni. Klukk- an 22.50 er þátturinn „Á hljóð- bergi“ í umsjá Björns Th. Björnssonar. Flutt verður leik- ritið „Sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller. Leikendur eru bandarískir: Lee J. Cobb, Mildred Dunnock, Michael Tolan, Gene Williams, Dustin Hoffmann og Camila Ashland. Leikstjóri er Ulu Grosbard. 13.15 Við vinnuna. 14.40 Helga Egilson talar um föndur, jóladagatöl og jóla- gjafir- til útlanda, 15 00 Miðdegisútvarp. H. Zacharias og hljómsveit hans. Hljómsveit Millers, Manuels og Yankovic og Keely Smith syngja og leika. 16.00 Síðdegisútvarp. Svala Nielsen syngur- Smfóníu- hljómsveitin í Böston leik- ur Adagio fyrir strengja- sveit eftir Barber; C. Munch stjómar- Hátíðar- hljómsveitin í. Bath leikur Svítu nr- 2 eftir Bach; Yehudi Menuhin stjómar- 16.40 Utvarpssaga bamanna: Ingi og Edda leysa vandann. 17.05 Tónleikar. Framburðar- kennsla í esperanto og spænsku- 17.20 Þingfréttir- Tónleikar. 19- 30 Tvær flugur í einu höggi. Stefán Jónsson' flytur annað erindi sitt frá Kína. 19,50 Lög unga fólksins. Gerður Guðmundsdóttir kynnir- 20- 30 Útvarpssagan: Það gerð- ist í Nesvík- 21.30 Víðsjá: Þáttur um menn ■ og menntir- 21.45 Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal. Bjöm Óiafsson og höfundur- inn flytja. 22.00 Magar Malagasa- Andri Isakssop sálfræðingur flyt- ur síðara erindi sitt- 22-35 Sænska skemmtihljóm- sveitin leikur lög eftir' Hylin, Lundkvist, Wiklund og Hanneberg-; Per Lundkvist stjórnar. 22.55 Á hljóðbergi. Björn Th. Björnsson listfræðingur veít ur efni og kynnir: „Death of a Salesman“ (Sölumað- ur deyr), leikrit eftir Arthur Miller. Með aðalhlutverk fara: Lee J. Cobb, Mildred Dunnock, Michael Tolan, Gene Williams, Dustin Hoff- mann og Camila Ashland. Leikstjóri: Ulu Grosbard. AÆTLUN Frá Kaupmannahöfn: Frá Reykjavík: M.S. „KRONPRINS FREDERIK" 1967 18.1,1.2, 15.2, 1.3, 15.3, 1.4,15.4, 29.4, 13.5, 27.5 7.6, 17.6, 28.6, 8.7, 19.7, 29.7, 9.8, 19.8, 30.8, 9.9, 23.9, 7.10, 21.10, 4.11, 18.11, 2.12, 25.1, 8.2, 22.2, 8.3. 25.3, 8.4, 22.4, 6.5, 20.5, 1.6, 12.6,. 22.6, 3.7, 13.7, 24.7, 3.8, 14.8, 24.8, 4.9, 16.9, 30.9, 14.10, 28.10, 11.11, 25.11/9.12. Skipið kemur við í Færeyjum á báðum leiðum. SKIPAÁ FGREIÐSLA JES ZIMSEN Símar 13025 og 23985. • Sýning á mál- verkum og munum frá Perú • 1 Templarahöllinni stendur yfir sýning á 40 málverkum eftir öldu Snæhólm og ýmsum munum frá Perú þar sem lista- konan hefur dvalizt undanfarin 5 ár ásamt manni sínum Her- mánni Einarssyni sem vinnur hjá Sameinuðu þjóðunum. I Myndirnar á sýningunni eru , flestar olíumálverk. Þó eru þar nokkrar vatnslitamyndir, tvær tréskurðamyndir og tvær mynd- ir sem málaðar eru með einni elztu aðferð sem til cr í heim- inum, egg-tcmperáT Málvcrkin eru til sölu en einnig eru sýnd þar teppi sem Indíánar í Perú hafa ofið; og leirker frá, Inka- tímabilinu. Kerin iiafa varð- veitzt í jörðu en þau eru brennd með sérstakri aðferð sem enginn kann skibá lengur. Af öðrum munum á sýningunni má nefna leður borð ogstóla, lítinn bát úr balsam-viði og forkunnar fagran spegil sem gerður er að spánskri fyrirmynd. Myndirnar eru flestar mál- aðar á síðustu tveimur árum í Lima, Róm og Reykjavík. Alda Snæhólm stundaði nám í Art Center í nokkur ár, það er bandarískur einkaslíóli í Lima. Sýningin í Templarahöllim'ú er opin daglega kl. 2 — 10 til sunnudagsins 4. des. • Enn um leið- sögumanna- námskeið • Vegna sérkennilegs skilnings fiihm ferðaskrifstofuforstjóra í Reykjavík á tilkynningu Ferða- skrifstofu ríkisins vegna a>ug- lýsingar um leiðsögumanna- námskeið fyrir nokkru ‘síðan, vill Ferðaskrifstófa ríkisins hér með taka það íram, að hún' hefur ekkert ,að athuga við framangreint námskeiðshald, og var sú afstaðá tilkynnt báð-' um forstöðumön.num nám- skeið.sins, er beir leituðu upp- lýsinga um álit Ferðaskrifstofu ríkisins á fyrirhugaðri starf-' semi þeirra 'áður, en námskeið- ið hófst. Tilkynning Ferðaskrifstofu ríkisins var eimmgis til að fyr- irbyggja allan misskilning. þar sem Förðaskrifstofa ríkisins er eini aðilinn hér ”á landi, sem ríkisvaldið hefur löggilt til að halda námskeið fyrir túlka og leiðsögumenn ferðamanna, og til að veita þeim starfsréttindi að loknu tilskildu. prófi, sbr. 20- gr. laga nr. 29/1964 um ■ferðamál. Út af hin’u- auglýsta leið- ’sögumannanámskeiði einkaað- ila bárust Ferðaákrifstofu rík- isins margar fyrirspurnir, sem sýndu, að hugmyndir fólks um námskeiðshaldið og forsvars- aðila þess voru mjög óljósar, og var því upplýsingatilkynn- ing Ferðaskrifstofu ríkisins eðlileg og sjálfsögð- Til fróðleiks forstjórum þeirra fimm ferðaskrifstofa, sem fengið hafa inngöngu í Fé- lag íslenzkra ferðaskrifstofa, og sem upp risu við upplýs- ingatilkynningu Ferðaskrifstqfu ríkisins, skal þcss hér getið að lokum, aö enda þótt Ferða- skrifstofa ríkisins hafi starfað í 24 ár, þá kom ákvæðið um námskeiöshald fyrir íeiðsögu- menn ferðamruna ckki í, lög og varð ekki beinlínis í verka- hrin.g Ferðaskrifstofu ríkisins fyrr en á árinu 1964. sbr. 20. gr. laga nr. 29 fra 1964 um ferðamál- Ferðaskrifstofa ríkis- ins hefur haldið þrjú námskeið fyrir leiðsögúmenn ferða- manna, aðrar ' ferðaskrifstofur ekkert. 23. nóvember 1966, Ferðaskrifstofa ríkisins. • 12. nóv voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Óskari Þorlákssyni un»- frú Sólrún Jónasdóttir og 0!- afur Sigurbcrgsson. Heimili þeirra er í GnoSarvogi 54. (Stúdíó Guðmundar, GarSa- stræti 8). • Þann 19. nóv. voru gefin* saman í hjónaband af séra J. Thorarensen í Neskirkju ung- frú Jóhanna Lárusdóttir og Sigfús Vilhjálmsson. Heimili þeirra er aö Brekku, Mjóa- íirði. (Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8).' • Þann 19. nóv. voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ung- frú Jónína Bjarnadóttir og Björgvin Jónsson. Heimili þeirra er á Nesvegi- 56. (Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8). Frelstið gæfunnar — Kaupið miða og vinningsvon í Happdrætti Þjóðviljans á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.