Þjóðviljinn - 01.12.1966, Blaðsíða 3
Flmmtudagur 1. desember »66 — ÞJÖÐVTLJINN — SÍÐA 3
Kosygin kemur til
Frakklands í dag
Talið er víst að heimsókn hans muni bæta
enn samstarf Frakklands og Sovétríkjanna
PAE.ÍS 30/11 — Á morgun, fimmtudag, kemur Alex:ei
Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í opinbera heim-
sókn til Parísar. Hann mim dveljast átta daga í Frakk-
landi og er talið víst að dvöl hans þar og viðræður við de
Gaulle forseta muni verða til þess að samstarf og sam-
staða Frakklands og Sovétríkjanna aukist enn.
Forsætí Norðurlandaráðs og
forsætísráðherrar á fundi
Þeir Kosygin og de Gaulle
munu að sjálfsögðu ræða um
öll helztu alþjóðamál, einkum l'ó
öryggismál Evrópu og stríðið i
Vietnam, en viðhorf stjórlia
Frakklands og Sovétríkjanna fil
þessara mála eru hin sömu
öllum meginatriðum. Þá ,munu
þeir raeða samskipti landa sinna
sem mjög hafa farið vaxandi,
bæði verzlun og hverskonar
samstarf um tækni og vísindi "g
að menningarmálum.
Viðræður þeirra hefjast í Elv-
sée-höllinni stnax á morgun og
annar viðræðufundur verður f
föstudag. Síðan mun Kosygin
fara í ferðalag um Frakkland, en
ráðgert er að ljúka viðræðunurr.
þegar þann kemur aftur til Par-
ísar úr þeirri ferð.
Þessar viðræður verða í fram-
haldi af þeim sem de Gaulle
átti við Kosygin og aðra sov-
ézka leiðtoga þegar hann var í
Mo&kvu í sumar. Kosygin hefur
áður komið til Frakklands. Hann
var í för með Krústjof, þáver-
andi forsætisráðherra, þegar
harrn heimsótti Frakkland vorið
v c i t i ng ah ú s i ð
ASKUR
BÝÐUR
YÐXJB
GRILLAÐA
KJÚKLINGA
GLÓÐAR
STEIKUR
HEITAR&
KALDAR
SAMLOKUR
SMURT
BRAUÐ
& SNITTUR
ASKUR
suðurlandsbraul M
sími 38550
1960. Það var þá sem Krústjof
benti á Kosygin þegar blaðamenn
spurðu hann hver myndi verða
eftirmaður hans.
KHÖFN 30/11 — Forsæti Norð-
urlandaráðs og forsætisráðherrar
Norðurlatnda komu samah til ár-
legs fundar síns í Kaupmanna-
höfn í dag og verður þar að
ven.iu gengið frá dagskrá fund-
ar Norðurlandaráðs á næsta ári-
Allir forsætisráðherrar Norð-
urlanda voru mættir til fundar-
ins í da>g nema Borten, forsætis-
ráðherra Noregs, sem tafizt hafði
vegna óveöurs. Kastrupflugvelli
er lokað og varð hann að
fara um Hamborg og Gautaborg.
Sitgurður Bjarnason verður
forseti fundarins, þatr sem
dönsku fulltrúarnir í ráðinu eiga
ekki formlega sæti á hon.um.
Hið nýja danska þing hefur enn
ekki komið saman til að kjósa
fulltrúa Dana- Daninn Harald
Nielsen hefur verið formaður
ráðsins, en Sigurður Bjamason
var það á undan honum-
Talið er víst að á dagskrá
fundar Norðurlpnda<ráðs sem nú
verður ákveðin muni markaðs-
rhálin verða ofarlega, en einnig
loftferðasamvinna Norðurlanda.
Forsætisráðherrar allra nema Is-
lands munu ræða sérstaklega af-
stöðuna til EBE með hliðsjón af
fyrirhuguðum viðræðum EFTA-
rikjanna í London í næstu viku.
Krag, forsætisráðherra Dan-
merkur, sagði í dag að Danir
hefðu farið fram á að fjallað
yrði um breytingar á stofnskrá
ráðsins, þannig að Færeyingar
fengju sérstaka aðild að ráðinu.
Sérstakur fundur yrði haldinn í
fyrramálið til að ræða vanda-
mál sem varða flugferðir Loft-
leiða , til Norðurlanda- Forsætis-
ráðherra Finna mun ekki taka
bátt í þeim fundi.
Ráðstefna
evrópskra
kommánista?
MOSKVU 30/11 — Fréttaritari
Reuters í Moskvu segir að þar
sé talið að fyrir leiðtogum Sov-
étrikjanna vaki að kvödd verði
saman ráðstefna kommúnista-
flokkanna í Evrópu til undir-
búnings heimsþingi kommúnista-
Fulltrúi Tékka á flokksþing-
inu í Búdapest lýsti £■ dag yfir
stuðningi við tillögur um að slíkt
heimsþing yrði haldið, en júgó-
slavneski fulltrúinn minntist
ekki á það i ræðu sinni.
Skipt um stjórn í
Vestur-Þýzkalandi
Talið víst að þingflokkur SPD muni samþykkja
samstarf við CDU, en hörð andstaða gegn því
BONN 30/11 — Ludwig Erhard, forsætisráðherra Vestur-
Þýzkalands, afhenti Heinrioh Lúbke forseta í dag lausnar-
beiðni sína og mun láta af embætti á morgun, þegar ætl-
unin er að sambandsþingið komi saman til að fela Kurt
Georg Kiesinger að mynda samsteypustjóm Kristilegra
demókrata og sósíaldemókrata.
á | ir
Ungfrú Rita Faria.
Vietnamsferðalag
ungfrúarinnar er
á dagskrá
LONDON 29/11 — Menntamála-
ráðherra Indlands, M. C. Gha-
gla, sagði í gær í Nýjú Delhi
að hann fagnaði þeirri ákvörðun
ungfrú Reitu Faria, indversku
stúlkunnar sem sæmd var titlin-
um „Miss World“, að hætta við
að fara til Suður-Vietnams tilað
sýna sig bandarískum hermönn-
um. En í dag sagði ungfrúin í
Birmingham að hún væri alls
ekki hætt við- að fara. Ferðin
vætt ópólitísk með öllu og hún
væri reiðubúin að sýna sighverj-
um sem væri og hvar sem væri.
Ceausescu ræðir við Tító
BELGRAD 30/11 — Tító. forseti
Júgóslóvakíu, og Ceausescu,
leiðtogi rúmenskra kommúnista.
munu ræðast við í Belgrad
fimmtudag, föstudag og laugar-
dag £ þessari viku.
USA í S-Vietnam
Hófu stórskotahríð á „vinveitt“ þorp skammt
frá Saigon, drápu þrjá og særðu 14 þorpsbúa
SAIGON 30/11 — Bandaríska herstjórnin í Saigon viður-
kenndi í dag að hermönnum hennar hefðu enn einu sinni
orðið á þau „mistök“ að dengja sprengjum á „vinveitt“
sveitaþorp.
Þessi síðustu „mistök“ áttu
sér stað í dag um 30 km fyrir
norðan Saigon þegar bandarískir
hermenn létu rigna 105 mm fall-
byssukúlum yfir litið sveitaþorp.
Bandaríkjamenn segja að þrír
þorpsbúar hafi verið drepnir en
fjórtán hafi særzt í árásinni sem
sennilega liafi stafað af mislestri
á landakorti. Rannsókn hafi ver-
Slík „mistök“ koma fyrir hvað
eftir annað i hernaði Bandaríkja-
manna í Vietnam, þótt banda-
ríska herstjórnin vlðurkenni þau
ekki alltaf. Hún játaði 30u sept-
ember sl. að á þremur undan-
förnum mánuðum hefðu 166 ó-
breyttir borgarar verið drepnir í
ellefu árásum hermanna hennar.
Saigonstjórnin tilkynnti í dag
að hún hefði fallizt. á að gera
hlé á bardögum tvo daga um
jólin, aðra tvo um nýárið og
fjóra daga um tungláramótin 8.
til 12. febrúar. Þjóðfrelsisfylking-
in hafði boðað vopnahlé upa jöl-
in og nýárið.
Rétt áður en Erhard gekk
fur..d Lúbke forseta hafði þing-
flokkur Kristilegra endanlega
samþykkt stjómarsamstarfið við
sósíaldemókrata. Af 245 þinp
mönnum CDU/CSU greiddu aA
eins 27 atkvæði gegn stjórnar
mynduninni, en 15 sátu hjá.
Enn stóð yfir fundur í þing-
flokki sósíaldemókrata og hafði
á fundinum komið fram mjög
hörð andstaða gegn samstarfinu
við Kristilega- Búizt var við að
fundurinn myndi standa langt
fram eftir kvöldi og voru 25 á
mælendaskrá begar síðast frétt-
ist
Samkomulag hafði tekizt í
nótt milli samninganefnda
flokkanna um skipa<n hinnar
nýju samsteypustjómar- Búizt
var við að auk Kiesingers for-
sætisráðherra myndu 18 ráðherr-
ar eiga sæti í stjóminni, og
vrði þeim skipt jafnt á milli
flokkanna. Franz-Josef Strauss,
leiðtogi CSU, sagði í morgun að
enn væri ekki að fullu frá því
gengið hvort hann tæki sæti í
hinni nýju stjóm. Hins vegar
sagði hann að ákveðið hefði ver-
ið að Gerhard Schröder. fráfar-
andi utanrfkisráðherra. tæki við
embætti landvamaraðherra'. en
einna mestur ágreiningur mun
hafa verið um skipan í það
embætti-
Mótmæli
Það er ekki aðeins i þingflokki
sósíaldemókrata sem vart hefur
orðið harðrar andstöðu gegn
stjórnarsamvinnunni við Kristi-
lega. Ur öllum landshlutum
hafa' borizt mótmæli og úrsagn-
úr flokknum, og víða hafa
verið haldnir mótmælafundir.
Um 1.200 stúdentar og aðrir
<óku þátt í mótmælaigöngu í
vtainz í dag gegn stjómarsam-
eypunni- Stúdentar í Bonn og
■Itidelberg létu einnig í ljós
•nótmæli sín- Forystumenn sósí-
aldemókrata viðurkenna að mik-
i) ólga sé í flokknum vegna
samninganna við Kristilega.
Fundur í Hamborg
nvnazistum
HAMBORG 30/11 — Um 3.000
manns tóku í gærkvöld þátt í
fundi sem haldinn var í Ham-
borg í því skyni að mótmæla
starfsemi nýnazista sem hafa
fært sig mjög upp á skaftið í
Vestur-Þýzkalandi að undan-
fömu. eftir að flokkur þeirra,
NDP, vann mikla sigra í kosn-
ingum til fylkisþinganna í
Hessen og Bajem.
Aukatollur Breta
felldur niður
LONDON 30/11 — Á miðnætti
í nótt verður afnuminn auka-
tollur sá sem stjóm Wilsons
lagði á innfluttar íðnaðarvörur
rétt eftir að hún tók við völd-
um haustið 1964. Tollurinn var
upphaflega 15 prósent. en var
síðar lækkaður í 10.
Talið víst að Ú Þaat muni
gegna embætti sinu áfram
NEW YORK 30/11 — Ú Þant,
framkvæmdastjóri SÞ, hefði að
réttu. átt að skýra frá því í dag
hvort hann ætlaði að halda á-
fram að gegna sta<rfi sínu ffam
yfir þann lokafrest sem hann
hefur áður sett, 20. desemtíer n-
k. Af því varð þó ekki, en bú-
izt er við yfirlýsingu frá hon-
um einhvem næstu daga.
1 New York er nú talið nasrri
því víst að Ú Þant muni fallast
á að gegna starfinu áfram, a.m-
k- í ein þrjú ár. Öryggisráðið
hefur verið boðað á fund fyrir
luktum dyrum á föstudagsmorg-
un og mun þá að lfkindum sam-
þykkja að mæla með því við
allsherjarþingið að það fram-
lengi kjörtímabil Ú Þants. Má
búaet við að það geri það sam-
dægurs-
Herra- og drengjaskyrtur
Drengjabuxur, köflóttar
Kuldaúlpur á böm og fullorðna
Peysur á böm og fullorðna
Herra- og dömusloppar
Kínverskar loðhúfur og hanzkar
Herra gjafavörur í órvali
Kuldaskór
Kuldastígvél
Kvenskór ‘
Karlmannaskór
Bamaskór
Inniskór
Ath.: sérvörubéðir okkar eru opnar til kl. 16,00 laugardaginn 3. des.
Nýjar bækur daglega
BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR, Lauuaveqi 18.