Þjóðviljinn - 01.12.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur L desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g
Rœft við umboðsmann Flugfélags Islands
I Bergen, GYLFA ADOLFSSON
Landkynning er annar
aðalþáttur starfsins
★ í siðustu viku var haldinn hér í Reykja-
vik fundur umboðsmanna Flugfélags ís-
lands en slíkir fundir eru haldnir trisvar
á ári, á haustin eða fyrri hluta vetrar hér
í Reykjavik og á vorin erlendis á flugaf-
greiðsl usrtöðunum til skiptis. Eru á þessum
fundum rædd ýmis mál i sambandi vfð
flugáætlanir félagsins. sölu o- s. frv.
★ Þjóðviljinn átti tal við einn af fundar-
mönnum, Gylfa Adolfsson, sem er umboðs-
maður Flugfélags ísiands í Bergen og raeddi
við hann stuttlega um starfsemi Flugfélags-
ins þar. Gylfi er ungur maður og hefur
starfað hjá flugfélaginu í fjögur ár, fyrst í
Hamborg, síðan í Osló og frá þvi í septeim-
ber 1963 hefur hann verið umboðsmaður
þess í Bergen. Er hann fjölskyldumaður og
býr rétt utan við sjálfa borgina en skrif-
stofa félagsins er að sjálfsögðu inni í borg-
inni.
— Hvenær opnaði Fiugfélagið
skrifstofu í Bergen?
— Hún var opnuð 1962 ura
leið og Flugfélagið byrjaði að
flúga þangað. Að jafnaði hefur
verið flogið einu sinni í viku
til Bergen nema á tímabilinu
frá því í janúar og fram í
maí er flugferðir um Bergen
hafa legið niðri. 1 fyrstu var
flogið beint frá Reykjavík til
Bergen en eftir að Faereyja-
flugið hófst í sumar varð á
þessu sú breyting að flogið var
um Færeyjar til Bergen á
þriðjudögum og síðan til Kaup-
mannahafnar. Frá Kaupmanna-
höfn er aftur flogið til Bergen
á miðvikudögum og áfram t i
Færeyja þar sem farþegar t:i
Isiands þurfa að biða í fimm og,
hálfan tíma meðan flugvélin fer
til Glasgow! Þessi stanz í Fær-
eyjum hefur orðið til þess að
mérgir kjósa heldur að fljúga
frá Osló til Reykjavíkur beint,.
Á meðan farþegamir bíða í
Vágar er farið með þá tU næsta
þorps og snætt í Sandvogi. Hafa
þessar ferðir verið mjög vin-
sælar.
— Hefur ekki Færeyjaflugið
gengið vel?
— Jú, það hefur gengið ágæt-
lega og farþegafjöldinn til og
frá Bergen aukizt mikið síðan
það hófst. 1 sumar varð stund-
um að senda aukaflugvél á
jressa leið vegna þess hve far-
þegaf jöldi var mikill. Er að þess-
um ferðum mikil samgöngubót
fyrir Færeyinga. Mikil þörf
væri á því að auka ferðafjöld-
ann og hefur þegar verið sótt
um leyfi hjá Dönum til þess aC
bæta við annarri ferð á viku og
gerum við okkur vonir um að
það leyfi fáist svo hægt verði
að fjölga ferðunum næsta vor
en i vetur verður flogið reglu-
Iega einu sinni í viku á þess-
ari leið.
— Eru miklir vöruflutningar
á þessari flugleið?
— Nei, þeir hafa ekki verið
miklir enda hefur efcki verið
pláss fyrir nema mjög takmark-
að af vörum í vélunum.
— Eru mikil við&kipti milli
Færeyja og Noregs?
— Já þau eru talsverð, eink-
um milli vesturstrandarinnar og
Færeyja, og má búast við að
þau aukist með bættum sam-
göngum. Þá er ferðamanna-
straumur til Færeyja alltaf að
aukast. Færeyjar hafa upp á
margt skemmtilegt að bjóða
sem ferðamannaland' og má bú-
ast við mikilli aukningu ferða-
mannastraums þangað ef flug-
ferðunum yrði fjölgað í tvær
á viku. T.d. myndi það henta
vel íslendingum sem eru sð
fara til hinna Norðurlandanna
að stanza 3—1 daga í annarri
hvorri leiðinni. Hins vegar
fínnst mönnum það of langur
tími að þurfa að bíða í Færeyj-
um i viku á milli ferða eins
og nú er.
— Er mikið um það að ís-
lenzkir ferðamannahópar leggi
leið ti'l Bergen?
— Já, það er talsvert um það.
Hópar sem íara héöan í Norð-
urlandaferð hafa gjaman fyrstu
viðkomu í Bergen enda er borg-
in skcmmtileg og margt for-
vitnilegt þar að sjá. T.d. voru
í Bergen eins og kunnugt er
aðalstöðvar Hansakaupmanna á
miðöldum og margar sögulegar
minjar um það í gamla bænum.
Bergen telur nú um 120 þúsund
íbúa en í ráði er að sameina
nágrannabyggðarlögin borginni
og er farið að tala um Stór-
Bergen eins og við tölum um
Stór-Reykjavík. Hækkar íbúa-
tala borgarinnar upp í um 200
þúsund ef af þessari samein-
ingu verður og nær borgin þá
orðið vfir stórt svæði.
— Viltu ekki að lokum segja
eithvað um starf þitt og starf-
semi skrifstofunnar í Bergen?
Gylfi Adólfsson.
— Verður nokkur breyting á
þessari flugleið við tilkomu
þotunnar?
— Þotan veldur að sjálfsögðu
byltingu í fluginu hjá F.l. og
mun auka mjög farþegafjöldann
hjá félaginu. Hins vegar verð-
ur hún ekki notuð á þessari
flugleið þar sem hún getur ekki
lent í Færeyjum. Hitt er svo
annað mál að það veldur félag-
inum miklum aukakostnaði og
erfiðleikum að þurfa að láta
hana lenda á Keflavíkurflug-
velli en ekki í Reykjavík.
— Er ekki ferðamanna-
straumurinn til Islands stöðugt
að aukast?
— Jú, en það háir þó mikið
aukinni sölu á farmiðum hing-
að til lands hve verðlag hér er
hátt, það er mesta hindrunin.
Annars er áhugi útlendinga
fyrir ferðum hingað alltaf að
aukast. Hér er margt að sjá sem
ekki er kostur á að skoða
annars staðar. Og að sjálfsögðu
er það mest fólk sem hefur
áhuga á hvers konar náttúru-
skoðun sem leggur leið sína
hingað, ekki fólk sem kýs helzt
að liggja á baðströndum og búa
á fínum hótelum. í sambandi
við verðlagið hér er rétt að
minna á að það er spor í rétta
átt að verðlag á hótelum og
ýmsri annarri þjónustu við
ferðamenn skuli haldast óbreytt
næsta sumar. Það auðveldar
mikið sölu farmiða hingað.
En svo er annað sem veldur
áhyggjum í sambandi við fast
óætlunarflug og það er aukið
leiguflug til og frá Islandi. Að
— Ég er eini starfsmaðurinn
á skrifstofunni og auk þess sem
ég vinn þar fer ég alltaf út á
flugvöll þá daga sem flogið er
til eða frá Bergen. Fjölgi ferð-
um í Færeyjaflugi næsta ár
verður að auka starfsliðið eitt-
hvað. Nú, auk þess að annast
farmiðapantanir, afgreiðslu flug-
véla og þess háttar veitir skrif-
stofan Islendingum sem þangað
koma alla þá þjónustu og fyr-
irgreiðslu sem hægt er að láta
í té og sama er að segja irm
útlendinga, sem leita til skrif-
stofunnar um upplýsingar um
Island og ferðir hingað. Þá hef-
ur skrifstofan. samband við aM-
ar ferðaskrifstofur í Noregi og
vinnur að því að auka óhuga á
Islandi og íslandsferðum eftir
föngum. Þannig má segja að
ýmis konar Iandkynningarstarf
sé asnnar aðalþáttur í starfsemi
skrifstofunnar, og sama er að
sjálfsögðu að segja rnn aflar
aðrar skrifstofur Flugfélagsins
eriendis.
undanfömu hefur það fasrzt
mjög í vöxt að ferðaskrifstofur
taki á leigu flugvélar fyrir far-
þegahópa sem ferðast á þeirra
vegum. Þetta er að sjálfsögðu
mjög óæskileg þróun og háir
mikið áætlunarfluginu þar sem
það dregur farþega frá því.
WWAAW\AAWA\AAAA\A^A\AWA\A\WWA\A\W\WWAAA\AA/V^AAAAAAAAAAAAAAAAA^í\AMAAAAA^W\f,OWW\A\AAAAAAAA^AAWj\W\AAAAAAAAAAA'VW\A\W\AWW\W\AA^\\A\AAM\MAA/\AAA\\WW\\\\\\l\AW\AAA\kAAAAAAMWA%A)W\AAAAAAAA/\/\/\/\AAAAA*/\A)\AAAA/\AAA/WSAMAAAAAAtiM
Harkaleg framkoma á Litla-Hrauni
samningar væm í heióri hafði'r.
i Hr. ráðuneytisstjóri!
Eins og yður er kunnugt hóf
ég störf sem yfirmatreiðslumað-
ur á Lítla-Hrauni 31. maí si.
Fljótlega fór að bera á sund-
urlyndi og ósamstöðu milli miu
og forstjóra hælisins, hr. Mark-
úsar Einarssonar. I fyrstu var
það ósamkomulag um matar-
kaup og nýtingu, sem yfirmal-
reiðslumaður á eðlilega að sjá
um og eingöngu hann- Síðar
skarst f odda með okkur um
kaupgreiðslu og fleira. Snemma
í júnímánuði kvartaði ég und-
an því við Markús Einarsson
að miðstöðvarketill í húsi b-H
á Eyrarbakka sem mér var
fengið til íbúðar til bráðabirgða.
væri sprunginn og því hitalaust
f húsinu. Markús kvaðst myndi
athuga málið, og var það svo
útrætt í það sinn. Ekki bólaði
á viðgerðarmanni næstu vikut,
svo ég itrekaði þetta við Mark-
ús, en fékk sömu svör og áð-
ur. Snemma í ágústmánuði
snéri ég mér íil annars ?f
tveim verkstasðum á Eyrar-
þakka, og bað um að gert yrði
við ketilinn. Var það mál auð-
sött og kom viðgerðamaður
samdægurs. Hann tilkynnti mér
að ekki væri hægt að gera við
ketilinn svo vel væri nema taka
hann frá og fara með hann a
verkstasði. En það væri tima-
frekt og gæti tekið nokkra
daga. Bað ég hann því að fram-
kvæma skyndiviðgerð á katlin-
um ef það væri hægt, þar sem
ég þjóst við að flytja úr þessu
húsi í Hvol þá og þegar. En
hita varð ég að fá í húsið þar
eð voru veikindi í bömum mín-
um, auk þess að húsgögn lágu
nmdir skemm-'u’-n v«-na hí-ns
raka lofts er þar var, sérstak-
lega í austanátt með rigningj,
þá þurftum við að fara í atíg-
vél til að komast í svefnher-
bergi og það. og má nærri geta
hve heppilegt það er í íbúðar-
húsum. Gerði þessi heiðursmað
ur síðan við ketilinn eftir þvi
sem tök voru á og aðstæður
Því miður reyndist þessi viðge’-ð
ekki nema gálgafrestur, fljót-
lega sótti í sama horf og viku
seinna var húsið orðið hitalaust
aftur.
Enn ítrekaði ég fyrri kvörtun
til Markúsar, en fæ sömu svör
og áður, þ.e.a.s. að málið væri
í athugun. Ekki lagaðist heiisu-
far bamanna við þetta ástand
sem skapaðist a ný, og var svo
komið í byrjun september að
ekki var um nema tvennt að
ræða fyrlr mig, nð vera kyrt
f þessu húsi sjálfum mér o;>
fjölskyldu minni til stórfellds
heilsutjón, eða að öðrum kbsti
flytja brott, þar til viðgei-'
hefði farið fram, eða ég fenr'
það húsnæði er ég átti kröfu á
Eðlilega valdi ég síðari kast
inn og efast ég ekki um, aó
bæði þér og aðrir hefðuð gert
það sama í mínum sporum.
Hinn 9. september sl. afhenti ég
yður svo bréf það er hér á eft-
ir veiður vitnað £.
Eins og þér e.t.v. munið tók-
uð þér vel í þessi tilmæli mín,
þér sögðuzt ætla að boða okk-
ur Markús Einarsson á yðar
fund, eða þess manns í ráðu-
neytinu sem hefði með málefni
Litla-Hrauns að gera, Ólaís
Björnssonar, og yrði þá reynt að
ná sáttum milli okkar Markús-
ar- Þér sögðuzt ætla að reyma
að koma þessu í kring svo fljótt
sem auðið væri, en Markús
myndi sennilega þurfa nokkum
fyrirvara ti;l að komast frá sín-
um skyldustörfum á þennan
fyrirhugaða sáttafund. Siðan
sögðuzt þér afhenda mál þetta
Ólafi Bjömssyni til frekari að-
gerða.
Ég lýsti þegar yfir ánægjr
minni yfir þeirri stefnu sem
þetta mál virtist ætla að taka.
þvi frá upphafi þessa leiðinda-
máls hefur það verið mín stefnn
að það verði til lykta leitt á
friðsamlegan hátt og ón afskipla
dómstóla, en þar sem Markús
Einarsson hefur algjörlega af-
sagt að koma til móts við mig
með sættir sneri ég mér til yð-
ar ráðuneytis með ósk um milli-
göngu.
Ennfremur tilkynnti ég yður
að ekkert væri því til fyrirstöðu
að ég hæfi vinnu á ný svo
framarlega sem fyrrgreindir
Síðan beið ég í viku og ekkert
gerðist, og þegar ég hafði sam-
band við Ólaf Bjömsson kvaðst
hann þurfa að senda bréf þetta.
er ég afhenti yður, austur á
Eyrarbakka til skriflegrar um-
sagnar Markúsar Einarssonar.
Fyrst þegar sú umsögn lægi
fyrir gæti orðið af sáttafundi.
Leið þvi og beið, aldrei barst
umsögnin og aldrei varð sátta-
fundurinn. Þær eru ótaldar
símahringingamar og ferðimar
mínar niður í ráðuneyti til að
fylgjast með gangi mála. Loks
um miðjan október tilkynnti
Ólafur mér að skrifleg umsögn
Markúsar lægi enn ekki fyrir.
en sér skildist á honum að ég
væri ekki æskilegur starfsmað-
ur á Litla-Hrauni og því kæmu
cngar sáttaumleitanir til greina
okkar Markúsar á milli. Þarni-
ig fór um sjóferð þá.
Um svipað leyti gerist það að
til mín kemur starfsmaður af
Litla-Hrauni með skilaboð frá
Markúsi Einarssyni um að af-
henda sér lykla að heimili
mínu, Stað á Eyrarbakka. Ég
neitaði að láta þá af hendi þar
sem umrætt hús væri enn heim-
ili mitt og mér hefði enn ekki
verið sagt upp atvinnu eða hús-
næði. Með það varð maðurinn
að hverfa brott. Strax morgun-
inn eftir gerir Markús út aim-
an starfsmann hælisins á minin
fund, nú með þau skilaboð að
gera eigi við miðstöðvarketil-
inn og lyklana vanti svo hægt
væri að annast það verk. Ég
afhenti þessum starfsmanni
útidyralykilinn en hélt sjálfur
öllum öðrum.
Þann 20. okt. hringdi ég i
Marlcús Einarsson og bauð
honum sættir með vissum skil-
yrðum. Markús kvað sættir ekki
koma til nokkurra mála. Eg
hefði stokkið úr vinnu fyrir-
varalaust og án nokkurra á-
stæðna. Ég hefði verið þama
i ágætis íbúð og haft það gott
að öllu ööru leyti, auk þess
væri hann búinn að ráða annan
matsvein, sem að vísu væri ekki
byrjaður störf ennþá, og þar að
auki væri harm búinn að láts
bera mig út úr verbúðinni Stað
á Eyrartoakka.
Ég spurði hann hvar búslóð
mín væri niður kominn. Þvi
svaraði hann að hún væri f
geymslu hingað og þangað. Si’O
mörg voru þau orð.
Af þeirri kynningu sem ég
hef haft af Markúsi, fannst mér
vissara að biðja lögfræðing
minn að afla staðfestingar á út-
burðinum hjá réttum aðilum í
dómsmálaráðuneyti þá þegar.
En í viðtali er lögfræðingur
minn átti við Markús Einarsson.
staðfesti hann að um útburð
hefði verið að ræða. Einnig gaf
Markús upp hvar búslóð min
væri í geymslu. Reyndist það
vera í kolageymslu í Hvoli, hús-
inu sem ég átti að fá til fbúðar,
en var svikinn um af Markúsi
eins og önnttr atriði ráðningar-
samningsins frá því í var- Nú«r
búið að ná i það dót austur á
Eyrarbakka er eitt sinii var bú-
slóð, en er nú ekki annað en
spýtnarusl, jámabrak og tuskn-
hrúgur. Sú meðferð er irman-
stokksmtmir allir hafa fengið,'
virðist benda til að geðsjúk-
lingur hafi annazt útburð þerm-
an eöa niðurpökkun á verðmæt-
um öörum, svo sem myndum,
skrautmunum, borðbúnaði, pott-
um, pönnum og öðrum persónu-
legum rmmum; þar ægir ölta
saman, í sama kassanum mat-
væli, loirtau, myndir, verkfæri
og persónuleg skjöl.
Herra ráðuneytisstjóri, Baldur
Möller.
Ég hef lítillega reynt í aðal-
atriðum að skýra yður frá að-
draganda þeirra hefndaraðgerða
er ég hef orðið fyrir af hendi
Markúsar Einarssonar forstjóra
á Litla-Hrauni. Allar þær ger-
ræðislegu aðgerðir, er ég hef
mátt þola vegna þess að ég
reyndi að ná rétti mínum hjá
yfirboðurum Markúsar, eru aug-
ljóslega hefndaraðgerðir veik-
geðja manns er viil vera stór
karl, á minn kostnað að vísu.
Mér finnst engu líkara en hann
taki sér til fyrirmyndar þá
menn er honum eru fengnir t’l
gæzlu. Ég er náttúrlega ekki
dómbær á hvaða hæfileikum
menn þurfa að vera gæddir til
að geta orðið forstjórar á
Litla-Hrauni, en hafi þessi mað-
ur hæfileika til sliks, getur
ráðuneytið framvegis dubbað
hvaða lítilmenni sem er upp í
það embætti.
Ég hef eins og áður er sagt
farið þá leið er ég taldi væn-
legasta til árangurs og úrbóta
fyrir báða aðila í þessu deilu-
máli, þ-e.a.s- samningaleiðina-
En úr þvi sem komið er stend-
ur hún ekki lengur opin fyrir
Markús Einarsson. öll hans
framkoma hefur einkennzt af
Frö'tnhald á 7- síðu.
Opið bréf til ráðuneytisstjóra
dómsmálaráðuneytisins