Þjóðviljinn - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1966, Blaðsíða 10
| Einþáttungur Magnusar Jónssonar á B-listahátíð í dag I ! ! I Táknrænn heimsendir og eftirspil með guðsorði Stúdentar sem stóðu að B- lista við kosningar í Stúdenta- félagi Háskólans efna til hófs í dag, fyrsta desember í Þjóð- leikhúskjallaranum og stend- ur það frá kl. 4,30 til 7. Þar verða flutt ávörp, Hjörtur Pálsson og Böðvar Guðmundsson, báðir' stúd. mag. lesa úr ljóðum sínum og Heimir Pálsson og Krist- inn Jóhannesson úr sömu deild syngja Glúnta o.fl. Síð- an verður frumfluttur einþátt- ungur eftir Magnús Jónsson stud. philol. sem nefnist „Ég er afi minn“ — og 'hefur blaðið átt svofellt viðtal við höfundinn í því tilefni. — Af hverju heitir einþátt- ungurinn þessu nafni? — Það er líklega bara til að trekkja — svo menn haldi að hér sé á ferðinni merkilegt framúrstefnuleikrit. Framúr- stéfna er reyndar ákaflega þaegilegt tízkufyrirbæri; mig grunar að með góðum vinnu- skilyrðum og átta stunda vinnudegi vaeri haegt að skila, svosem einu framúrleikriti á viku. Ég er reyndar svo illa að mér í þessum göfugum fræð- um að ég treysti mér ekki til að draga „afa minn“ í á- kveðinn dilk. Leikritið er nán- ast natúralísk lýsing á al- þekktu ástandi, sem er svo afskræmilegt í sjálfu sér, að flestir geta tekið það sem sjálfsagðan hlut. Þarna 6egir í stuttu máli frá fjölskyldu, sem er í erfiðleikum, en fær óumbeðið óvænta og afdrifa- ríka aðstoð til lausnar á vanda sínum. Svo kemur symbólískur heimsendir, sem er að líkindum ómeðvituð á- þrif frá Prjónastofunni Sólin. Að lokum er eftirspil með guðsorði. Gríma er að æfa þennan þátt og verður hann sýndur eftir áramót með öðrum nýj- um einþáttungi. Hann er þvi kominn tiltölulega stutt núna, ög verður í dag lesinn með Magnús Jónsson. grímum og þeim sviðsbúnaði sem við verður komið í Þjóð- leikhúskjallara. — Hvernig líkuðu þér und- irtektirnar sem fyrsta leikrit þitt um frjálst framtak Stein- ars Ólafssonar fékk? :— Ég var stóránægður með þær undirtektir, sem flutning- ur Grímu fékk. Gagnrýnend- | ur tókru þessu allsæmilega, og w fólk kom að horfa á meðan ^ við gátum sýnt það. Hitt var h öllu lakara að þjóðleikhúsráð ^ skyldi verða til þess að koma k í veg fyrir að það yrði sýnt J lengur, þótt þjóðléikhússtjóri I sýndi áhuga á því. Og ég var J ekki ánægður með það, hve I lítið mér fannst ég geta lært J á þessu tiltæki; það er eins I og maður sé í hálfgerðu tóma- k rúmi hér á þessu góða landi. ^ — Afi þinn verður fluttur k á B-listahátíð; var þetta merk- \ ur listí? k — Já, aldrei fór það svo að Jl B-listi yrði ekki merkur; í I kosningum í Stúdentafélaginu J var þetta listabókstafur há- ■ skólastúdenta, sem lögðu fram J allróttæka stefnuskrá, þar H sem höfuðáherzla var lögð á k skyldur stúdenta sem þjóðfé- ^ lagsþegna. Og hann sigraði, jk merkilegt nokk. — Hvað getur þú sem stjórnarmaður í Félagi rót- tækra stúdenta sagt í fréttum ^ af Rauðku gömlu? — Ég held það sé óhætt að ■ segja að starf þess félags sé J meira og lofi meiru en oft áð- I ur. Þrír umræðuklúbbar eru . starfándi á. vegum félagsins I — um sósíalisma, leiklist og w samtímabókmenntir. Starf I þeirra er ekki að fullu mót- k að, en áhugafólkið er brenn- \ andi í andanum og væntan- k lega kemst íast form á þessa H starfsemi áður en langt um ■ líður. Og Nýja stúdentablað- J ið er að koma út í dag. A. B. J Fimmtudagur 1. desember 1966 — 31. árgangur — 275. tölublað- Landsleikurinn: \ f meðal- afíi ó bót í fyrrinótt Næstliðinn sólarhringur var einn sá albezti á sildveiðunum fyrir austan. Að magni til mun hann hafa verið sá þriðji í röð- inni, en sá bezti miðað við skiþa- fjölda. 90 skip tilkynntu 14287 tonn, en það er nærri 160 tonn á hvert skip. Veður var sæmilegt á miðunum, en skipin voru eink- um að veiðum 55 milur ASA frá Dalatanga. Hér fer á eftir skrá yfir skipin og afla þeirra. Iestir Gullberg NS 110 Þorbjörn II GK 135 Pétur Sigurðsson RE 107 Sigurvon RE 150 Þorsteinn RE 200 Ól. Magnússon EA 170 Sigurpáll GK 150 Sæhrímnir KE 170 Margrét SI 180 Faxi GK • 170 Akraborg EA 150 Sólfari AK 150 Bjartur NK 200 Hálkion VE 230 Keflvíkingur KE 220 Guðrún Þorkelsd. SU 150 Viðey RE 170 Hafrún SI 200 Krossanes SU 200 Brimir KE 110 Skarðsvík SH 160 Siglfirðingur SI 200 Ól. Friðbertsson SI 160 Jón Kjartansson SU 240 Sigurbjörg ÓF 60 Björgvin EA 85 Hannes Hafstein EA 200 Grótta RE 70 Dagfari ÞH 190 Þórður Jónasson EA 225 Jón á Stapa SH 90 Gunnar SU 170 Akurey RE 200 Reykjaborg RE 200 Börkur NK 280 Snæfell ÉA 140 Helga RE 110 Héðinn ÞH 270 Pétur Thorsteinsson BA 90 Vonin KE 140 Loftur Baldvinsson EA 180 Valafell SH 55 Fagriklettur GK 120 Hamravík KE . 110 Lómur KE 140 Barði NK 160 Seley SU 200 Framhald á 2. síðu. unnu mei 26 gegn 19 Það er næstum hægt að slá því föstu að þetta stóran ósigur í kvöld má rekja fyrst og fremst til ónógrar þjálfunar íslenzka Iandsliðsins. Það hefur ekki út- hald til að leika svona hraða leiki tvö kvöld í röð. Þessi verður reynsla ' þessarar heimsóknar. Þjóðverjar tefldu fram nokkrum óþreyttum leikmönnum, að vísu, en það er ákaflega sennilegt að það liefði orðið sama upp á ten- ingnum þótt þeir hefðu notað sömu menn í kvöld einnig. Ekki verður sagt að um hreina upp- gjöf hafi verið að ræða hjá ís-( lenzka liðinu, en það var ekki svipað því eins ásækið, réði ekki yfir nauðsynlegum hraða til að rugla hina mjög traustu vörn Þjóðverjanna. Við þetta bættist að varnarleik- Datt niður um ísinn Mikill snjór var i gær á Tjöminni sem annarsstaðar og var þá jarðýtan hér á myndinni send til að ryðja smásvæði fyrir skautafólkið, en þrátt fyrir kuldann, reyndist ísínn ekki traustari en svo að Klaki, eins og jarðýtan nefnist, datt niður um hann. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Ákveðið að verja handrita- sjóðnum til listskreytingar Stúdentablað í dag, 1. des. Hátíðahöld háskólastúdenta í dag, 1. desember, hefjast með guðsþjónustu í kapellu háskól- ansárdegis, en kl. 2 síðdegis hefst samkoma í hátíðasal skólans. Þar flytur sr. Þorgrímur Sig- urðsson prófastur á Staðastað aðalræðu dagsins og nefnir hana „Andlegt frelsi“. 1 kvöld verður fullveldisfagnaður að Hót- el Sögu. Stúdentar sem stóðu að B- listanum við kosningamar í Stúdentafélagi Háskólans íhaust efna til B-Jistahófs í Þjóðleik- hússkjallaranum kl. 4,30 sd. í dag. Dagskráin er mjög fjöl- breytt. ur okkar manna var opinn, sem einnig hafði sín áhrif á mark- mennina sem áttu ekki sérlega góðan dag. Hin hröðu áhlaup Þjóðverj- anna komu jafnvel enn betur í ljós í þessum leik, og virtist sem þetta væri nokkurskonar æfing í slíkum leik, undir leikina í úr- slitunum í Svíþjóð í vetur. Það verður ekki annað sagt en að þeir hafi framkvæmt þetta með miklum ágætum, og sýnt hvað mögulegt er að gera í slíkum til- vikum og hvað hægt er að fá út úr því þegar rétt er að stað- ið. Þetta er nær óþekkt fyrir- bæri í okkar handknattleik, enda verður hraði, og viðbragð úti- leikmanna að vera í bezta lagi og svo auðvitað sendingamar fram, og markmenn okkar em heldur slakir hvað þetta snertir. Þennan nauðsynlega hraða virðast þeir ekki háfa, og það sem verst er að þeir eru ekki við honum búnir frá öðrum, og í þessum tvekn leikjum hafa ís- lendingarnir fengið á sig ótrúlega mörg mörk. Það verður lika reynsla þessarar heimsóknar, sem þó aðeins er hægt að not- færa sér ef menn leggja á sig meiri þjálfun. Gangur leiksins Þjóðverjarnir byrja á því að Framhald á 2. síðu. Handritasjóðurinn sem öll helztu félagasamtök í land- inu söfnuðu fyrir fjórtán ár- um og ætlaður var til hand- ritasafnsbyggingar, var í gær afhentur menntamálaráð- herra við hátíðlega athöfn í Ráðherrabústaðnum. Það var Páll Ásgeir Tryggvason ráðu^ neytisstjóri sem afhenti gjafabréfið fyrir hönd fram- kvæmdanefndar söfnunar- innar, en fé það sem safnað- ist er nú að upphæð ein milj- ón króna. í þakkarræðu gat Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra þess, að stjóm Hand- ritastofnunarinnar og gefend- ur hefðu fallizt á þá tillögu ríkisstjórnarinnar að fénu yrði varið til listskreytingar á væntanlegu húsi Handrita- ^tofnunarinnar. Viðstaddir afhendingu sjóðs- ins voru m.a. forseti fslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, stjóm Hand- ritastofnunarinnar og bygginga- neftid auk fulítrúa flestra þeirra félagssamtaka sem stóðu að söfnuninni. Páll Ásgeir Tryggvason rakti tildrög söfnunarinnar, en á út- mánuðum 1952 sendi maður sem ekki vildi láta nafns síns getið þjóðminjaverði 100 krónur með þeim ummælum að sú fjárhæð væri framlag sitt til handrita- safnsbyggingar. Gerðist síðan ekkert í því máli fyrr en um sumarið að Stúdentafélag Reykja- víkur hélt kvöldvöku í útvarp- inu og hvatti þá allá þjóðina til að leggja þessu máli lið. Það 'væri hinn almenni og eindregni þjóðarvilji sem öllu öðru frem- ur ætti að sanna heiminum síð- ferðilegan rétt okkar til hinna formi og einstæðu menningar- Framhald á 2. síðu. Stúdentar minn- ast fullveldis-. dagsins 1. des. Stúdentafélag Háskóla íslands gefur út myndarlegt Stúdenta- blað í dag, 1. des. Þar eruminn- ingargreinar um þá séra Bjama Jónsson, Kristinn Ármqnnsson, rektor og Lúðvík Guðmundsson skólastjóra. Af öðru efni ritsins má nefna grein háskólarektors, Armanns Snævarr; Handrit á heimleið; Sigur^ur A' Magnús- son skrifar greinina: Andlegt sjálfstæði, Böðvar Guðmundsson stud. mag: Efling Háskólans, Erik Simensen stud. phil.: Er- lend viðhorf, Bjöm Teitsson stud. mag: Um aðstöðu stúdenta tíl félagslífs í Ijósi nýjustu atburða, Vésteinn Ólason stud. mag: Um stofnun Sambands ísl. háskóla- stúdenta, og Eggert Hauksson stud. oeeon. skrifar athugasemd við grein Vésteins. Þá segir Jón Þ. Þór frá 13. heimsmeistara- móti stúdenta í skák. Fjölmargt annað efni er í Stúdentablaðinu. Blað- dreifíng Blaðburðarböm óskast í eftirtalin hverfi. Langholt Skipasund Sólheima Tjamargötu Laufásveg Leifsgötu Lönguhlíð. Sími 17-500. KÓPAVOGUR Blaðburðarböm óskast í vestur- bæinn. Sími 40-753. Þ J ÓÐYIL JINN KÓPAVOGUR Blaðburðarbörn óskast í Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN Sími 40753.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.