Þjóðviljinn - 04.12.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.12.1966, Blaðsíða 12
Óeðlileg viðskipti: Fjöldi manns pantar allan sinn fatn- al gegnum verðlista frá útlöndum Sunnudagur 4. desember 1966 — 31. árgangur — 278. tölublað. Hvað segja tolla- og gjaldeyris- yfirvöldin? Fjöldi manns á íslandi virðist mikils til hættur að eiga skipti við fata- og vefnaðarvöruverzlan- ir hér á landi en kaupir þessar vörutegundir af stórverzlunum erlendis. Allir kannast við ó- hemjuleg innkaup ís- lenzkra ferðamanna í út- löndum, en sízt munu minni að magni eða verð- mæti þær vörur sem fólk pantar beint frá stórfyr- irtækjum erlendis með aðstoð verðh'sta 1 Mest er keypt á þennan hátt frá fyrirtækinu Quelle i Bajern í Vestur-Þýzkalandi. en einnig mikið frá bandarísku fyrirtækj- unum Sears and Roebuck og Montgomery Ward- Er það fólk baeði í Reykjavík og úti um allt land sem pantar fatnað og ann- að frá þessum fyrirtæ'kjum og virðist f meira lagi ósennilegt að allt þetta fólk eigi peninga erlendis, en sem kunnugt er. er stranglega bannað að senda peninga í almennu bréfi auk þess sem bannað er að senda ís- lenzka peninga úr landi. Fæstir munu fá gjaldeyris- leyfi til þessara innkaupa, en leyfilegt hefur vérið talið að fá sendar að utan án gjaldeyrisleyf- is vörur sem nemá að upphæð innan við 3000 krónur. en að sjálfsögðu. ber að borga af bess- um innflutningi fulla tolla og virðist satt að segja ólíklegt að fólk beinlfnis sparí peninga á þessum viðskiptum. Það sem mest er keypt er alls konar fatnaður á börn og full-< orðna, rúmfatnaður og hand- klæði og hefui blaðið fregnað að langflestir muni nota þá að- ferð að senda peninga til greiðslu í bréfum til fyrirtækjanna, ís- ler.zka peninga til þess þýzka, en dollara til Bandaríkjanna, hvemig sem þeir svo eru fengn- ír. Kveður svo rammt að þess- um innkaupum sumsstaðar að t. d. í þorpi einu á suðurnesjum Umræðufundur á firiðiuiia? yæsti umræðufundur um vandamál sósíalismans verð- ur haldinn á þriðjudagskvöld klukkan 8.30 í Tjamargötu 20. Fundarefni: Efnahagsmálin í sósíalisku ríkjunum. Pélagar mætið stundvíslega. Stjóm Æ- F. R- 4. spilakveld Sósíalistafél. ★ Fjórða spiiakvöld Sósíal- istafélag Reykjavíkur á þess- um vetri verður í kvöld,, sunnudag, klukkan 8-30 í Tjamargötu 20- ■k Jón frá Pálmholti Ies kafla ír bók sinni sem nú er í prentun. Sýnd verðnr stutt kvikmynd- Spilaverðlaun og veitingar- — Skemmtinefnd. Er póstmannadeilan að leysast? Seinni hluta dags i fyrradag ■ barst póstmönnum t.ilboð um samninga frá Póst- og símamálastjóminni. Verður tekið til við samningaumræður nú um helg- ina og eftirvinnustöðvun póstmanna hefur verið frestað af þessum sökum fram í næstu viku. Um 90 félagar nú í Félaai ísl. leikara hefur eina fataverzlunin sem þar var fyrir' neyðzt til að loka og póstafgreiðslumaður á staðnum hefur orðið að taka hluta af í- búð sinni til geymslu og af- greiðslu á vamingnum- Verður að borga tolla Þjóðviljinn hefur rætt þessi viðskipti við nokkra aðila, ‘ m.a- Ölaf Jónsson tollgæzlustjóra, sem sagði aið þetta færi mest gegnum póstinn og svt> framar- lega sem greiddir væru allir tollar og söluskattur væru þessi viðskipti ekki óleyfileg frá tolla- vfirvöldunum séð, og væri enda mjög hart eftir þvf gengið að bessi tollar væru borgaðir. Sagði hanr, að í byrjun hefði fólk lát- ið fyrirtækin senda vörumar sem gjafir til að losna við toll- ana, en sem kunnugt er má fólk fá tollfrjálsar gjafir frá vinum og ættingjum erlendis, séu þær ekki því verðmætari. Fvrir þessa misnotkun hefur hefur algerlega verið tekið, sagði Ólafur. Hann sagði jafnframt að tollverðimir hefðu ekki aðstæður til að fylgjast með hvemig fólk hagaði greiðslum, en þegar sama fólkið færi að panta aftur ög aftur gætu þeir gert gjaldeyris- eftirliti bankanna viðvart og það gæti aftur krafizt þess að fólk gerði grein fyrir þessu. Lögbrot án. gjaldeyrisleyfis Sigurður Jóhannesson for- stöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans sagði Þjóðviljaín- Þannig lítur verðlisti Quelle út. um að innflutningur af þessu tagi væri tvímælalaust lögbrot hefðu viðkomandi aðilar ekki fengið gjaldejrrisleyfi. Að senda íslenzka peninga úr landi væri bannað með lögum og einnig varðaði það við lög að senda peninga í almennu bréfi, þá yrði að senda í sérstökurri pen- ingabréfum, en þau væri sem- sagt baunað að senda til út- landa- Hann sagði að engir mættu fara með íslenzka peninga úr landi nema ferðamenn, og væri þá miðið við upphæðina 2500 krónur; farmenn, flugmenn og aiðrir sem atvinnu sinnar vegna fara oft til útlanda, hefðu ekki leyfi til að taka með sér íslenzka peninga. — Fái fólkið þetta á löglegan máta gegnum toll, sagði Sigurð- ur að lokum, hlýtur það líkai að að hafa fengið peninga gegn- um bankana- Við verðum því miður að ef- ast um að þessi fullyrðing hans sé rétt. Kaupmenn argir Þjóðviljkm hafði að lokum tal af Jakbbi Tryggvasyni formanni Félags vefnaðarvörukaupmanna og spurði um álit hans á þess- um viðskiptum- Sagði Jakob kaupmenn mjög arga út í öll þessi innkaup fólks erlendis og sagði að verzlunin væri meira og minna að færaist úr landi. Kaupmenn ættu í vök að verj- ast, þeir reyndu að flytja inn ódýra og góða vöru, en tollar væru svo háir að fólki fyndist hagkvæmara -að verzla erlendis en kaupa vöruna hér á þvi verði sem hún væri eftir að Iögð hefði verið á hana frakt, tollar, heild- sölu- og smásöluálagning. Sagði hann að tollar á veöiaðarvöru væru nú 90-125%. Deleríum bubonis frum- sýndur í Borgurnesi I fyrrakvöld var gamanleikur- inn Delerium biibonis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Ama- syni, frumsýndur í Borgarnesi og þótti sýningin takast mjög vcl. Jónas Árnason var leikstjóri og lék jafnframt eitt af að- alhlutverkunum. Æfingar voru ákveðnar og strangar, enda um Iangan veg að sækja fyrir leik- stjórann, sem er kennari £ Reyk- holti. Leikendur eru Hilmir Jóhanns- son (Ægir Ó Ægis), Freyja Bjamfreðsdóttir (frú Pálina Æg- is), Jónas Ámason (jafnvægis- málaráðherralhn), Þórhildúr Loftsdóttir (dóttirin Guðrún Æg- is), Geir K. Bjömsson (Leifur Róberts), Sigifðrr Héðínsdóttir (Sigga vinnukona), Friðjón Svein- bjömssoh (Unndór atómskáld), Jón Kr. Guðmundsson (Einar f Einiberjarunni) og Þórður Magn- ússon (Grímur leigubílstjóri, sem áður hét Gunnar Hámundarson, en nafninu hefur verið breytt til samræmis við sýningarstaðinn). Undirleik og æfingar söngvanna annaðist frú Oddný Þorkelsdótt- ir. ★ Sýningar verða frekar fáar fyrir jól, en síðan verður ;leik- urinn sýndur nokkrum sinnum í japúarmánuði. Næsta sýning á leiknum er annað kvöld, mánu- dag og er uppsett á hana, en síðan verður hann sýndmr á þriðjudagskvöldið. Körfuknattleikur- inn í kvöld Reykjavíkurmeistaramótinu í körfuknattleik verður haldið á- fram í íþróttahúsinu f Laiugar- dal í kvöld, sannudag, klulckan 20.00. Þá leika í meistaraflokki karla ÍS og KFR — einnig IR og Ármann- Staðan í meistaraflokki er nú þessi: KR 3 3 0 6 295-167 ÍR 2 2 0 4 138-64 Árm- 2 1 1 2 106-135 KFR 2 0 2 0 94-172 Is 3 03 3 0 114-209 Aðalfundur lélags íslenzkra Icikara var haldinn sl- mánudag. Tíu Ieikarar og söngvarar gerð- ust félagar á þessum aðalfundi- Nú eru félagsmenn allt um 90 og hafa aldrei áður verið iafr> margir í félnrír.n /Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru umræður um ýms kjara- og haigsmunamál leikara og söngvara. Á árinu var minnzt 25 ára afmælis félagsins og var af því tilefni boðið þangað full- trúum frá leikarasamböndum á Norðurlöndum. Formaður F- I .L. sótti fund Leikararáðs Norðurlanda í Finn- landi og var honum einnig boð- ið tfl Finnlands í tilefni af 100 ára afmæli Sænska leikhússins í Helsingfors. 1 tilefni af 25 ára afmæli F- 1- L. var fyrsti tormaður fé- lagsins, Þorsteinn ö. Stephensen, sæmdur gullmerki félagsins, svo og Valur Gíslason, sem lengst allra hefur gegnt formannsstörf- um í félaginu. Ennfremur hlutu tveir aldurs- forsetar leikara, Arndís Bjöms- dóttir og Haraldur Bjömsson, gullmerki F. í L- Vom þau einnig á þessum sama fundi kjör- in heiðursfélagar Félags • ís- lenzkra leikara. Ýmsar merkar og ágætar gjaf- ir bárust félaginu í tilefni af 25 ára afmælinu og m.a. má geta bess að frú Anna Guðmunds- dóttir gaf F. 1. L. öll íslenzk leikrit í mjög smekklegu og vönduðu bandi- Segja má að sú gjöf sé félaiginu mjög kærlcom- in, þvi að margt af þessum leik- ritum mun nú ófáanlegt. Enn- fremur gaf Vilhelm Norðfjörð og kona hans veglega fjárhæð í hús- bvggingarsjóð F. I. L. Frú Anna os Vilhelm voru bæði sæmd silfurmerkjum félagsins. Skólasundmót annað kvöld oí fimmtudag Hið fyrsta sundmót skólanna i Reykjavík og nágrenni fer fram í Sundhöll Reykjavfkur annað kvöld, mánudaginn 5. des- og fimmtudaginn 8. desember og hefst bæði kvöldin klukkan 20.00- Fyrri dagrnn keppa yngri nemendur. Tvö innbrot í fyrrinótt voru framin tvö innbrot, annað i' veitingac stofuna Brauðbæ við Óðinstorg, og hitt í mjólkurbúð á Hrísateig- I Brauðbæ var stolið 60—70 kr. í peningum, en i mjólkurbúðinni rúmlega 700 krónum og allmiklu magni af sælgæti. Þar höfðu þjófarnir gengið illa um. Kuldaskór FYRIR KARLMENN ' Háir og lágir — Ný sending SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100 Kuldaskófatnaöur FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Fjölbreytt úrval tekið upp í fvrramálið SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.