Þjóðviljinn - 11.12.1966, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.12.1966, Síða 2
I 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. desember 1966. AUGLÝSING um takmörkun á umferð í Reykja- vík 12. til 24. desember 1966 Ákveðið hefur verið að gera eftirfarandi ráðstaf- anir vegna mikillar umferðar á tímabilinu 12. til 24. desember n.k.: . I. Einstefnuakstur: " 1) Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs. 2) Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindargötu. 3) í Naustunum frá Hafnarstraeti að Tryggvagötu. 4) í Pósthússtræti frá Tryggvagötu til suðurs. n. Hægri beygja. bönnuð: 1) Úr Tryggvagötu í Kalkofnsveg, 2) Úr Snorrabraut í Laugaveg. 3) Úr Snorrabraut í Njálsgötu. IH. Bifreiðastöðubann: 1) Á Skólavörðustíg, norðan megin götunnar, frá Týsgötu að Njarðargötu. 2) Á Týsgötu, austan megin götunnar, frá Skóla- vörðustíg að Þórsgötu. IV. Bifreiðastöður takmarkaðar við Vz klst.: 1) Á eyjunum í Snorrabraut frá Hverfisgötu að Njálsgötu. 2) Á Frakkastíg milli Lindargötu og Njálsgötu. 3) Á Klapparstíg frá Lindargötu að Hverfis- götu og frá Grettisgötu að Njálsgötu. 4) Á Garðastræti, norðan Túngötu. Þessi takmörkun'gildir á almennum verzlunar- j n nr~ tíma frá mánudeginum 12. desember til hádegis laugardaginn 24. desember n.k. Frekari takmark- anir en hér eru ákveðnar verða settar um bif- reiðastöður á Njálsgötu, Laugavegi, Banka- stræti, Aðalstræti og Austurstræti ef þörf krefur. y. Ökukennsla í miðborginni er bönnuð milli 'Snorrabrautar og Garðastrætis á framangreindu tímabili. ’ VI. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Að- alstræti og Hafnarstræti, laugardaginn 17. des- ember, kl. 20,00 til 23,00, og föstudaginn 23. des- ember, kl. 20,00 til 24,00. Ennfremur verður sams- konar umferðartakmörkun á Laugavegi frá Snorrabraut og í Bankastræti á sama tíma, ef ástæður þykja til. VII. . Athygli skal vakin á takmörkun á umferð vöru- bifreiða, sem eru yfir 1 smálest að. burðarmagni, og fólksbifreiða, 10 farþega og þar yfir, annarra en strætisvagna, um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Aðalstræti. Sú takmörkun gild- | ir frá kl. 13,00 þar til almennum verzlunartíma ; lýkur alla virka daga, neipa föstudaginn 23. og , laugardaginn 24. desember, en þá gildir bannið frá kl, 10,00. Ennfremur er ferming og afferm- ing bönnuð á sömu götum á sama tíma. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist óþarfa akstur, þar sem þrengsli eru, og að þeir leggi bifreiðum sínum vel og gæti vandlega að trufla ekki eða tefja umferð. Þeim tilmælum er beipt til gangandi vegfarenda, að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með því að öruggri og skipulegri umferð. Lögreglustjórinn í ReykjaVík, 10. des. 1966 Sigurjón Sigurðsson. Halldór Pétursson: Skæruliðar og Það er langt síðan ég ætl- aði að skrifa grein um þessar tvær tegundir þjóðfélagsþegna. Þessar tegundir verða þó vart sundurgreindar, en hér á ég við barnsfeður sém ekki greiða meðlag með börnum sínum eða hirða um þau á nokkurn hátt og þá menn sem ekki erú barnsfeður en rása um landið og greiða hvorki skattá né skyldur eins og aðrir þjóðfé- lagsþegnar sem gjaldskyldir eru. Þetta er ekki skrifað vegna ástar á sköttum, en þeir eru staðreynd sem ekki verður framhjá gengið þó deilt sé um upphæð þeirra. Ég tel hvorki vit né sanngirni í því að stór hluti manna sleppi alveg við þá og hæli sér af, en þessu sé svo bætt yfir á þá sem eru að pína sig við að standa í skilum. Þetta er bara aðferð gauksins sém verpir í annarra fugla hreiður og gauksunginn spark- ar svo hinum réttu aðilum út _úr hreiðrinu. Þessir menn hæla sér af þVi að þeir séu að „plata“ bæ og ríki, en þetta er bara afstæður sannleikur. Bæir og ríki leggja á fyrir öllum sínum greiðslum, en það sem tapast af þessu í innheimtunni verða þeir að greiða í ofanálag sem áður hafa greitt sitt, því nefndir að- ilar þurfa að standa við sinar skuldbindingar. Þar sem ég fæst dálítið við þessi mál sem snerta þessar tvær mannteg- undir, renni ég ekki alveg blint í sjóinn. Á þessu ári afskrjfaði Kópa- vogsbær útsvör frá 1963 og eldri að upphæð kr. 549 þús. og að sjálfsögðu er ekki af- skrifað það sem nokkur von er í. Stærsti hiutinn af þessu er hjá þeim flokki sem ég nefni skæruliða. en það er i allt. annarri merkingu en þegar bar- izt er fyrir frelsi og sjálfstæði. Þessir menn hafa þann hátt á að þeir afla sér heimilisfestu hér eitt ár. Sökum þess að þetta eru nýir skattgreiðend- ur er mjög erfitt að ná af þeim svonefndri fyrirfram- greiðslu en þegar útsvör koma eru þeir horfnir og náttúrlega með útsvarið sem visitölu. Þegar svo farið er að rekja slóðirta þá er sama skuldasag- an þar. Þetta eru þó oftast menn á bezta aldri og vel vinn- andi. Þeir æða svona um land- ið og skrifa sig ár og ár í stað, sumir hvergi. Aðrir skrifa sig ’í heimildarleysi. Komið hef- úr fyrir, að menn hafa skrifað sig á húsgrunna, sem byrjað er að steypa og einn skrifaði sig hér á leiðinni á letigarð- inn. Sumum húsráðendum finnst það ekki nema greiði að lofa mönnum að skrifa heimili sitt hjá sér, þó að þeir viti lítið eða engin deili á þeim. Það þyrfti að setja lög um að þeir á- byrgðust greiðslur þeirra. Vinnu sinni haga þessir menn þannig að þeir vinna sem allra stytzt á sama stað, helzt ekki lengur en viki> til mánuð, þá eru þeir horfnir. Atvinnurek- endur trassa yfirleitt að til- kynna fyrir svona stuttan tíma og þó lengri sé. Og það und- arlega er að atvinnurekendur hlifa helzt svona mönnum við því að draga af kaupi, þó að þeir taki af öðrum. Þetta er að minnsta kosti ■ mín reynsla. Náttúrlega er hægt að lækna atvinnurekendúr áf þessu með þyí að fara í skattaskrárnar árið eftir og láta þá greiða skatta þess fólks sem ekki hef- ur verið gefið upp. Sem sagt, þessir menn rása svona um landið, rífa upp pen- inga óg lifa eins og greifar, meðan aðrir sjá fyrir þeim. Ég komst fyrir' nokkru yfir einn slíkan fugl sem hafði unnið á sama stað heilt sumar, sem er óvanalegt. Þegar ég talaði við atvinnurekandann kom hann eins og álfur úr hól og hafði ekkert tekið, af manninum. Þetta skiptir ekki svo miklu máli, sagði ég, þér verður send- ur reikningur upp á útsvar, rúm ,30 þúsund. Þegar ég fór að kanna þetta í gjaldheimt- unni kom í ljós að þessi maður hafði skilið þar eftir um 100 þús. kr. skuld og ekki er ólík- legt að slóðin liggi lengra. Þá er ég kottiinn að hinum svonefndu barnsfeðrum. í árs- lok 1965 átti Kópavogsbær úti- standandi ógreidd barnsmeðlög að^upphæð 1 milj. og 920 þús. og svoná mun það vera um all- ar jarðir. Ég minnist ekki á þetta af siðgæðisástæðum. Mér eða öðrum kemur ekkert við þó að fólk eigi börn utan hjóna- bands, ef það sér fyrir þeim og kemur fram við þau eins og foreldrar almennt gera. Fólk hefur frá upphafi haft gaman af að glingra við þessa hluti og mUn ég engan dóm þar á leggja. Aftur á móti undrast ég með alla þá tækni sem nú- tíminn hefur á boðstólum að fólk skuli ekki geta glingrað við þetta án barneigna, því , sannleikurinn mun vera sá að þetta fólk langar alls ekki til að eignast börn, eins og þessir barnsfeður sanna sem ekkert hirða um börn sín, rétta þeim ekki einu sinni kertisstúf á jólum. Allt sem þeir leggja til íyrir utan?efnið í barnið er að láta sveitir og bæi leggja með þeim. Mæðurnar taka samkvæmt lög- um með þessum börnum úr Tryggingarstoínun ríkisins en síðan greiða viðkomandi bæir eða sveitarfélög. Tryggingar- stofnunin úrskurðar hvar fað- irinn eigi framfærslusveit, en oft gengur það seint því það, er eins og engin kannist við þessa menn og líkast því að guð hafi ekki skapað þá. Menn sem ég hef talað við og hafa kynnt sér þessi lög halda því fram að það sé skylda Trygg- ingarstofnunarinnar að gera allt sem hægt er til að inn- heimta þessi meðlög, en hennar þáttur kvað vera sá að senda feðrunum bréf með 5 kr., fri- merki, um að þeim beri að greiða. Svo gengur hún bara þegjandi og hljóðalaust að bæj- ar- og sveitarfélögunum rtieð þessar skuldir. Það þykir sjálfsagt gróf- lega mælt en ég hef stundum efazt um rétt sumra kvenna til að fjölga mannkyninu gegn því að ausa úr Try%gingunum. Ekki þar fyrir, að þjóðfélagið eyðir í margt verra en að ala upp börn. En það er önnur hlið á málinu en sú er höfðar til peninga. Fjöldi af þessum börnum fær ekki það sem kaH- ast uppeldi. Mörg eru að kalla með mæðrum sínum en þær þurfa að vinna úti sem eðlí- legt er. Sé ekki hægt að skrúfa börtt- in niður hjá afa og ömmu þá eru þau á barnaheimilum ein- hvern tíma dagsins eða annars staðar, Þegar þær koma heim, taka við húsverk og útré.ttingar og ekki er óeðlilegt að þær þurfi líka út á kvöldin annað veifið. Sem sagt, það er aHt- af verið_ að koma börnunum fyrir, þau finna aldrei að þau eigi heimili, verða á allan hátt útundan og utangátta. Þegar þeim svo vex fiskur um hrygg þá tekur ,,gatan“ oft við þeim og sagan endurtekur sig. Hlutur feðranna er þó, enn verri en mæðranna því mér finnst það hámark vesal- mennsku og mannhrakseðlis að hirða ekkert um sín eigin börn, vera verri en' dýrin sem leggj a lífið í sölurnar fyrir afkváemi sín. Þessir hreysikettir hafa sömu vinnutilhögun og skæruliðarn- ir sem ég hef áður nefnt, enda allt sama tóbakið. Endirinn verður oftast sá að þeir raun- verulega byggja sér út úr þjóð- félaginu. Ég þekki til manna sem alveg hætta að vinna þeg- ar þessar skuldir eru vaxnar þeim yfir höfuð. Þá er óttinn orðinn svo mikill um að þeir verði „nappaðir" og allt tek- ið af þeim. Margir fara þá að láta kvenfólk vinna fyTÍr sér, því kvenþyUi skortir þessa menn aldrei, en þá er ræfildóm- urinn alger. Hér þarf rapnverulega við- reisn, bæði vegna mannanna sjálfra og þjóðfélagsins. En hér dugar enginn hégómi, eins og prestur á Austurlanfli sagði þegar hann var beðinn að taka drykkjumann til bæna af stóln- um. Við þuríum sérstaka löggjöf í þessum málum sem tryggir það að menn þessir greiði barnsmeðlög sín reglulega svo þau safnist ekki fyrir og geri Framhald á 6. sfðu. \ JONAS ÞORBERGSSON: BRÉF TIL SONAR MÍNS ÆVIMINNINGAR. Jónas Þorbergsson, fyrrum ritstjóri og útvarpsstjóri, ritor í formi sendibréfa til sonar síns, frósagnir af hinni við- burðaríku œvi sinni. Hann lýsir bernsku sinni og uppvaxt- arórum og rekur smalaslóðir sínar í Þingeyjarsýslu. Hann lýsir þar bœjum og bújörðum, húsbcendum og samtíma- fólki, — sumarvist á Svalbarðseyri og nórrisórum á Akur- eyri, — sex óra dvöl í Ameríku og heimkomunni til íslands, sem varð all sögurík. BRÉF TIL SONAR MÍNS er sagp mikillar baráttu og örðugra tíma í þjóðlífi Islendinga og skráð af hinni alkunnu ritsnilld, sem Jónas er þekktur fyrir frá ritstjórnarárum sín- um við Dag á Akureyri og Tímann í Reykjavík. SKIISGSJÁ \ I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.