Þjóðviljinn - 11.12.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.12.1966, Qupperneq 10
10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagtir IL desemfoer KWfi. LEONARD GRIBBLE 26 Ef Morrow hafði ekki verið unnusti stúlkunnar, þá voru sannanir Clintons gegn Morrow strax orðnar þýðingarminni. Hann varð að setja annan mann í hans stað — og sá maður hafði haft góðar og gildar ásiaeður til að hata Doyce. — Má ég líta á dagblaðið með fréttinni um líkskoðunina, sagði hann loks. Slade rétti honum gamla eintakið af Ryechester Crofticle. Clinton fór aftur að lesa vitnisburð Doyces. Já, hann hafði farið með stúlkuna á dans- leikinn og. hann viðurkenndi að hún hefði horfið áður en ball- ið var búið. Hann hafði leitað að henni en ekki getað fundið hana. Hann hafði hringt heim til hennar, en þar hafði enginn svarað. Hann staðhæfði, að þeim hefði ekki orðið sundurorða. Þau hefðu verið góðir vinir. Hann vissi ekki hverjum hún hafði verið trúlofuð. Hann hafði eig- inlega litið á þessa trúlofun sem grín. Hann tók það mjög nærri sér, þegar hann frétti að lík Hennar hefði' fundizt. Þetta var allt og sumt — ó- sköp venjuleg yfirlýsing vitnis undir slíkum kringumstæðum. Engar óþarfa viðurkenningar. Clinton rétti yfirmanni sín- um blaðið. — Færðu nokkuð út úr.þessu? spurði Slade. Starfsbróðir hans kinkaði kolli með semingi. — Það er margt sem kemur K® URA- OG SKARTGRIPAVERZL. KORNELÍUS JÓNSSON SKOLAVORÐUSTÍG 8 SÍMI: tB588 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 fram, en ég veit ekki hvort við erum nokkru nær. Ég sé ekki betur en Doyce hafi leikið sama leikinn og allir hinir. Hann sagði ekki allt sem hann vissi! — Til að hlífa látnu stúlkunni, stakk Slade upp á. — Má vera, rumdi Clinton. —< Eða til að hlífa sjálfum sér. Hann stendur ekki allt of vel að vígi. Hann fer með henni á dansleik — hann notaði sér vonbrigði hennar yfir þessari misheppnuðu trúlofun — og kannski átti hann sinn þátt í að uppúr slitnaði. Við vitum, að hann var býsna snjall að hagræða trúlofunum! — Sagði hann ekki eitthvað um, að hann hafi álitið þessa trúlofun eins konar grín? — Jú — það var klókt hjá honum! Með því kom hann eigin- inlega i veg fyrir frekari spurn- ingar. Og komst úr klípunni. — Clinton — þú ert óforbetr- anlegur gamall gaur! Og . þar með lauk samræðun- um og hvor um sig hallaði sér aftur í sætið og lét hugann reika. Það var farið að skyggja, þeg- ar þeir komu til London. Þeir óku á Yardinn og þar biðu skilaboð eftir Slade. Setchley hafði hringt fyrr um daginn og beðið fyrir skilaboð til Slades fulltrúa. Umslagið var merkt „áríðandi“, Setchley skýrði frá því að flaskan með Aconitíni væri horfin úr eitur- skáp hans í rannsóknarstofunni. Hvorki hann né Tompkins, að- stoðarmaður hans, víssu neitt um það hvenær hún hefði horfið eða hvað hefði orðið af henni. Hann og aðstoðarmaður hans yrðu á rannsóknarstofunni til klukkan sjö um kvöldið, ef þörf yrði fyrir aðstoð þeirra. — Víð erum nýkomnir heim frá Ryechester, sagði Slade og virti manninn fyrir sér til að aðgæta, hvernig hann tæki þeirri frétt. Setchley gerði enga tilraun til að leyna undrun sinni. — Rye- chester? Hvað í ósköpunum vor- uð þið að vilja þangað? Eruð þið að kynna ykkúr starfsemi Saxon Rovers í gamla daga? — Já, meðal annars. Ég ætl- aði líka að kynna mér, hvað komið hefði fram við líkskoðun- ina á Mary Kindilett. Nafn stúlkunnar hafði undar- leg áhrif á efnafræðinginn. Hon- um varð hverft við og hann opn- aði munninn eins og til að segja eitthvað, en sá’ sig um hönd. Hann vísaði þeim inn í litla skriístofu við endann á löngum gangi. — Ég veit ekki hvort þið get- ið fundið ykkur eitthvað að sitja á . . . Hann ýtti hlaða af /vís- indaritum niður á gólfið, svo að i eitt homið á skrifborði hans varð autt. Hann benti Clinton á lág- an skjalaskáp, setist sjálfur á skrifborðshornið og bauð Slade eina stólinn í herberginu. —- Er þörf á því að róta upp í fortíðinni? spurði hann blátt áfram. — Já, ég er hræddur um það- Þér verðið að skilja, að ég hef engan áhuga að gera þessa rann- sókn óþægilega fyrir neinn, Setchley. ín morð er nú einu sinni morð. Efnafræðingurinn horfði dap- urlega á tímaritin á gólfinu. Já, ég skil það vel. En. sjáið þér til, við allir sem þekktum Kind- ilett í gamla daga — já, það varð þegjandi samkomulag okkar á milli að hlífa tilfinningum hans- Þér skiljið það, er ekki svo? Mary var augasteinninn hans- Hún var indæl stúlka, kát og fjörug, og öllum þótti vænt um hana. — Hún var vinsæl? — Já, með afbrigðum vinsæl- Ég held að allir í liðireu. hafi verið ástfangnir af henni. Þegar lík hennar fannst eftir þennan dansleik, tókum við það mjög nærri okkur, En Kindilett — hann var alveg niðurbrotinn maður, þangað tíl hann byrjaði á nýjan leik á því að byggja Trójuliðið upp. Það var þess vegna sem hann mætti svo mikl- um skilningi hjá öllum þeim sem höfðu þekkt hann áður. Hann hafði orðið fyrir miklu áfalli og %kkur fannst ekkert sjálfsagðara Setchley var í þann veginn að fara, þegar Slade og Clinton komu til rannsóknarstofunnar í Great West Road. Eins og svo márgar rannsóknarstofur aðrar var þessi til húsa í yfirlætis- lausri og heldur hrörlegri bygg- ingu. Hún var hálffalin milli tveggja stórra verksmiðja með steinsteyptum göflum. — Ég var fgrinn að halda að þér kæmuð ekki, sagði rauðhærði efnafræð- ingurinn. en reyna að ljá honum lið- Það er ekki af neinni tilfinningasemi, — en við erum ekki tilfinninga- lausir heldur, sizt þegar þessi maður á í hlut, sem við þekkjum að öllu góðu- Það vottaði fyrir ögrun eða einhverju þvílíku í rödd hans eins t>g hann i ætti von á þvi að vera misskilinn. Hann var vísindamaður og ekki mikið fyrir að láta tilfinningar sínar í ljós — hann virtist hálfvandræða- legur yfir þessari játningu- — Þetta á sem sagt við um yður, Morrow og Doyce, sagði1 Slade. — Ekki Doyce. Hann kom ekki fyrr en miklu seinna. Ég er ekk- ert viss um að Kindilett hafi verið sérlega sólginn í að taka hann inn í félagið, þótt hann vissi vel hversu duglegur leik- maður hann var. En hann kom ekki með neinar mótbárur. Það var Morrow sem mælti gegn því — mjög kröftuglega meira að segja- Ég bar alla ábyrgðina á því að Doyce var tekinn í klúbbinn. Hann var fyrsta flokks knattspymuleikari, og það skipti mestu máli fyrir mig- Ég gat ekki séð að einkalíf hans kæmi neinum öðrum við en honum sjálfum. Ekki kom það mér við að minnsta kosti. — Þér eigið þá við, að þér og Morrow hafi stutt Kindilett, þeg- ar hann var að koma Tróju- klúbbnum á fót? — Já — en við megum ekki gleyma Raille. Án hans hefði þetta aldrei orðið neitt lið. Hann vann með Kindilett frá upphafi- — En Raille lék ekki með Saxon Rovers á dögum Kindil- etts? — Nei, en hann lék með Saxon Amateurs- Það var eins ko*ar angi af i hinu liðinu, þar sem bjálfaðar voru alls konar leik- niannasírur. Þar kynntist Ra- ille knattspyrnu og kynntist kenningum Kindiletts- — Getur hugsazt að Railie hafi hekkt Mary Kindilett? — Já, á því er enginn vafi. Allir í báðum liðunum þekktu hana. En Raille er varla sólgnari í að tala um þetta en við hinir. Hann er tryggur samherji Kind- iletts-og hefur sömu hugsjónir og hann í sambandi við Tróju. Hann á mikinn þátt í að gera liðið að einni heild- Hann vikur aldrei frá Kindilett, þegar starfs- bræður koma í heimsókn og að- stoðar við að útskýra smáatriðin. Raille gengur mjög upp í starfi sínu og dregur ekki af sér. 1 SKOTTA Ég htíiui íicio pimihu ei eirianædiKennarinn hefði ekki dregið svona mikið at£ mér fyrir aö sprengja rannsókarstofuna! @ntinental SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, meS okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó' og hálku. Nú er allra veSra von. — BíSiS ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL' hjólbarðá; -meS eða án nágla, uijdir bílinn nú þegar. -w-r- Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Jólasaga barnanna 1. Mjallhvít er önnum kafin við jóla- 2. — Hver getur verið að hringja? Það 3 undirbúninginn þegar töfraspegillinn er jólasveinninn! hennar hrmgir. Auglýsið i ÞjáðvHjanum Sími 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.