Þjóðviljinn - 13.12.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.12.1966, Blaðsíða 3
I Þnðjudagur 13. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 NATTURUNNAR Eftir Zacharias Topelius Þýtt hefur og lagað handa íslenzkutn bömum séra Friðrik Friðriksson. Bók náttúrunnar kemur hér út í 4. útgáfu. Fyrst var hún gefin út 1910 og aftur 1912 og í þriðja sinn 1921. Bók náttúrunnar hefur hvað eftir annað verið valin bezta barnabók, sem samin hefur verið. Auk þess eru þarna kvæði og þulur eftir séra Friðrik, sem hvergi eru prentaðar annars staðar. Einnig eru þýdd kvæði eftir séra Valdemar Briem og kvæði eftir Pál Ólafs- son og Benedikt Gröndal. Séra Friðrik Friðriksson Bók náttúrunnar er skrifuð af djúpri lotningu fyrir guðdómi sköpun- arverksins og tilverunnar og af næmum skilningi og ást til alls sem lifir á jörðinni. í Bók náttúrunnar er 100 myndir. Kostar með söluskátti kr. 193,50. ÚTGEFANDI. Jólaljós Jólaljós Litabar Ijósaperur frá Lumalampan í Svíþjóð höfum við nú fyrirliggjandi í mörgum litum og tveimur stærðum. Perurnar eru litaðar að innanverðu og halda því sínum skæra og fallega lit svo lengi sem þær endast og LUMA-perurnar endast vissulega lengi. Einnig höfum við fyrirliggjandi útiljósaperur með 10 ljósum og vatnsþéttum ljósastæð- um. Tilvaldar á svalimar. Gjörið svo vel og lítið inn. Rafbúð SÍS, Ármúla 3 Sími 38900. Happdrœtti Þjóðviljans Tekið á móti skilum í dag frá klukkan 10—19. RYMINGARSALA TIL ÞESS AÐ RÝMA FYRIR NÝRRI FRAMLEIÐSLU, SELJUM VIÐ í DAG OG NÆSTU DAGA í VERKSMIDJU OG SKINNASÖLU OKKAR ÓDÝRAR GÆRUR OG KÁLFSKINN. Á BOÐSTÓL- UM VERÐA ALLIR VERÐFLOKKAR: GÆRUR, KLIPPTAR, ÖLITAÐAR Gœrur OG LITAÐAR, HEIL SKINN OG BÚTAR í MIKLU ÚRVALI. • Kólfsskinn ÓLITAÐAR TILVALIÐ EFNI í MARGAN OG LITAÐAR FRÁ KR. 315,00 •• SKEMMTILEGAN HEIMILIS- FRÁ KR. 220,00 OG KR. 330,00 IÐNAÐ OG FÖNDUR. Sútunarverksmið;a Slóturfélags Suðurlands SKINNASALAN, LAUGAVEGI 45, SÍMI 13061 — VERKSMIÐJAN, GRENSÁSVEGI 14 NYVERZLUN! Verzlunin VALBJÖRK Laugavegi 103 Reykjavik Nýtízkuleg húsgögn frá VALBJÖRK, Akureyri, í nýrri verzlun í Reykjavík. Ýmsar nýjungar í húsgagnaframleiðslu, fyllilega samkeppnisfærar því bez*-~ í verði, útliti og gæðum. VerSstöðvunin Framhald af 1. síðu. ekki áttað sig á því til fulls, hvort rétt sé að gera verulegar ráðstafanir gégn síhækkandi verðlagi. Ríkisstj órnin virðist hika í málinu. Nú er það kunnugt, að stefna ríkisstjórnarinnar í verðlags- málum hefur verið sú, ^að sem minnst opinber afskipti ættu að koma til í þeim málum. Af þeim ástæðum hefur verðlagseftirlit verið minnkað og verðlagning undanþegin eftirliti í mörgum greinum,- Því hefur verið haldið fram, að framboð og eftirspurn ætti að tryggja réttlátt verðlag. Reynslan hefur sýnt á ótvíræð- an hátt, að þessi stefna er röng. Verzlunarfrelsið hefur leitt til hækkaðrar álagningar og aukins milliliðakostnaðar. Dýrtíðin hef- ur aukizt. Enn hefur ríkisstjórnih ekki horfið frá þessari stefnu sinni í verðlagsmálum. Frumvarp henn- ar nú um heimild til verðstöðv- unar ber aðeins vitni um fálm og fát. Hún sér, að hin yfirlýsta stefna hennar, sem reynd hefur verið í 7 ár, fær ekki staðizt, en þó vill hún ekki taka upp skýra og ákveðna stefnu um eftirlit með verðlagningu. Með frv. þessu vill ríkis- stjórnin reyna að sanna almerm- ingi, að hún vilji verðstöðvun, en jafnframt á svo að halda því fram, að ýmsir aðrir aðilar vilji ekki verðstöðvun og komí í veg fyrir það, að hún sé framkvæm- anleg. Það er ekki nýtt, að núver- andi stjórnarflokkar haldi því fram, að þeir vilji verðstöðvun. Árið 1959 stóðu þeir saman um Alþýðuflokksstjórnina, sem með völd fór það ár. Þá boðuðu þessir flokkar mikla verðstöðv- un, um leið og þeir lækkuðu með lögum allt umsamið kaup laupafólks og bænda. Árið 1959 komu kauphækkanir ekki í veg fyrir verðstöðvunarstefnu þess- ara flokka. En hver varð reynsl- an? Jú, hún varð sú, að verð- stöðvunin gilti aðeins fram yfir tvennar alþingiskosningar sem ioknum ákváðu þessir sömu ; fram fóru á því ári. Að þeim flokkar stóríellda gengislækkun og stórkostlega hækkun alls verðlags. Síðan hafa þessir flokkar sýnt verðstöðvunará- huga sinn í verki með þeirri verðlagsþróun, sem átt hefur sgr stað s.l. 7 ár. Sumarið 1964 samdi verka- lýðshreyfingin við ríkis- stjórnina um nokkrar kjarabæt- ur, en um litlar kauphækkanir, á þeim megingrundvelli, aS unnið skyldi gegn síhækkandi verðlagi innanlands. Ríkis- stjórnin gerði engar ráðstafanir til þess að hamla gegn hækk- andi verðlagi, þvert á móti hélt hún áfram verðhækkunarstefnu sinni, hækkaði söluskatt og aðrar álögur og verðlag ríkis- stofnaira' og heimilaði enn auk- inn milliliðakostnað. Þannig hefur reynslan sýnt, að fögur orð ríkisstjómarinnar um, að hún vilji verðstöðvun, duga harla lítið, ef engar bind- andi ráðstafanir eru gerðar til að tryggja framkvæmd verð- stöðvunarstefnu. Augljóst er, að það, sem rekið hefur ríkisstjórnina til þess að flytja þetta frumvarp, er ótti hennar við komandi alþingis- kosningar. Hún veit, að dýrtið- in er orðin óbærileg og að fjöldi fyrirtækja í landinu er við það að gefast upp. Af þeim ástæðum telur ríkis- stjórnin nauðsynlegt að sýna stöðvunarfrumvarp eins og það, sem hér liggur fvrir. Hennar vandi er sá að komast yfir næstu kosningar, án þess að á- stand það í efnahagsmálum þjóðarinnar og þar með í verð- lagsmálum, sem hún ber ábyvgð á, verði gert upp til fulls. Eftir alþingiskosningarnar á næsta sumri á svo að gera þessi mál upp, og þá verður ekki ,lengur minnzt á verðstöðvun, heldur á Eengislækkun og v'. kun. Heimildarfrumvarn ríkis- stjórnarinnar er þvi úm blekk- ingar-verðstöðvun. Ef breyting- artillögur mínar yrðu sam- þykktar, væri hægt að gera frv. að raunvemleM?" verðstöðvunar- frumvaH'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.