Þjóðviljinn - 13.12.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. desember 1966 — ÞJÓÐVILJrNN — SlÐA
Sigurður Róbertsson:
Svipmyndir úr Kínaför
Rauðu
varðliðarn
Þriðja grein
Áður en ég fór af íslandi
hafði ég lesið og heyrt margar
hrollvekjandi frásagnir um á-
standið í Kína, og söguhetjurn-
ar í þeim reyfurum voru Rauðu
varðliðarrnr, sem áttu að> ráða
þar lögum og lofum. Menning-
arbyltingin kínverska, sem
gjaman var innan gæsalappa f
borgaralegum málgögnum, var
sögð hvorttveggja f senn, skil-
getið afkvæmi og skálkaskjól
þessa óaldarlýðs, og voru það'
sannarlega ekki ófáar ávirðing-
ar sem skrifaðar voru á reikn-
ing þessara kínversku táninga.
Gekk jafnvel svo langt að mál-
gögn afturhaldsins á íslandi
voru farin að tjá samúð sína
með Rússum vegna þeirra að-
dróttana sem á þeim dundu i
sífellu frá stóra bróður iengra
í austur. Hefði slík framvinda
jmála.til skamms tíma þótt
harla fjarstæðukennd ogspaugi-
leg forspá á fslandi að svo ætti
eftir eð ganga.
En það var ekki nóg með
það, að Rauðu varðliðarmr
sendu Rússum tóninn og héldu
fyrir þeim vöku. í heimalandi
þeirra áttu þeir í annríki við
að gera aðsúg að klaustrum og
Búddamusterum og létu þar
greipar sópa um trúarleg <;a
söguleg verðmæti og ráku gaml-
ar og örvasa nunnur og abba-
dísir út á gaddinn. Þó keyrði
um þverbak fyrir alvöru þegar
hermt, var að þeir skemmtu sér
við að raksa grafarró hvftra,
kristinna manna í einhverjum
prívat kirkjugarði vest.rænna í
Peking með því að brjóta bar
krossa og fremja önnur helgi-
spjö'll. Var sízt að furða bótt
þeir yrðu hneykslaðir oní tær.
sem styðja fastast við bakið á
Bandaríkjamönnum, svo þeim
megi' takaíjt í jesúnafni og doi!-
arans að breyta Vietnam í einn
allsherjar kirkiugarð
Efst á óskalista okkar var sú
ósk að" fá að hitta þessa ógn-
vekiandi rauðu varðliða og
spialla dálítið við þá. Stóð ekki
á bænhevrslu. svo annan daginn
eftir komu okkar lögðum við
leið okkar út f Tsfng-Húa há-
skólann. Stofnun bessi er gömuj
í hettunni og sumar byggingar
hennar komnar töluvert til ára
sinna. I þeessum skóla eru höf-
uðstöðvar Menningarbyltingar-
innar og baðan stjórnar fram-
kvæmdanefnd Rauðu varðlið-
anna skinulagi hennar og að-
gerðum. Þegar inn f háskóla-
hverfið kom var þar allstaðar
fullt af Rauðum varðliðum, sem
fögnuðu okkur með lófaklappi.
og þegar við stigum út úr bíl-
unum vorum við leiddir inn i
eina af kennslustofum háskól-
ans þar sem setzt var að te-
drvkkju. Fljótlega hófust svo
fjörugar og hispuslausar við-
ræður með aðstoð túlks. Fyrsti
framsögumaður hópsins var
ung stúlka Liú Yang-tung, verk-
fræðistúdent að menntun, virt-
ist frekar hlédræg og orðfærri
en sum stallírvstkini hennar, en
fliótlega kr/m það á daginn f
viðræðunum, að hún hafði átt,
ærinn þátt í að taka steininn
l
úr þeirri flóðgátt, sem opnaði
Menningarbyltingunni leið um
allt Kínaveldi.
Leysingin hófst fyrir alvöru
þegar Liu Yang-tung skrifaði
grein á síðastliðnu voru sem
var límd á vegg f háskólahverf-
inu, en í greininni gagnrýndi
hún harðlega rektor háskólans
og prófessora fyrir' gamaldags
og steinrunnar lífsskoðanir og
kennsluaðferðir og þar af leið-
andi slælega hollustu við kenn-
ingar Maós í þeim í efnum.
Greinin vakti að sjálfsögðu heil-
mikið írafár í háskólaráði og
prófessaraliði stofnunarinnar.
sem leiddi til þess að Liu
Yung-tung var rekin úr skólan-
um ásamt nokkrum stúdentum
öðrum, sem taldir voru sannir
að sök um uppsteit er ekki væri
hægt að þola f svo virðulegri
stofnun. Var brottreksturinn
réttlættur með þeirri alvarlegu
ósökun, að athæfi unglinganna
jaðraði við landráð. Þessi ð-
kvörðun háskólaráðs átti þó eft-
ir að draga þyngri dilk á eftir
sér en filestá óraði fyrir. Allur
þorri stúdenta í Tsíng-Húa há-
skólanum tók þegar upp hanzk-
’ánn fýrir þá sakfelldu og fylktu
liði gegn lærifeðrum sínun*.
svo brátt ríkti upplausnarástand
. í þessari virðulegu menntatofn-
un. Kærur og klögumál gengu
heldur eirrnig í öðrum háskói-
um landsins og menntaskólum
þar sem stúdentar og annað
námsfólk greip kærkomið tæki-
færi til að gera upp sakir við
gamla tímann. Menningarbylt-
ingin féll sannarlega ekki í
grýtta jorð í Kína. Vfst er - bó
að þessi stormsveipur hefur
skollið harkalega á mörgum, en
af yfirgnæfandi mairi hluta kin-
versku þjóðarinnar hefur hon-
um verið tekið tveim höndum
og þó álveg sérstaklega af
ungu kynslóöinni, sem hvar-
vetna fylkir sér undir merlti
Menningarbyltingarinnar.
Þetta tápmikla unga fólk> sem
sat umhverfis okkur, sagði
Menningarbyltingpna sprottna
upp úr þeirri nauðsyn að sam-
eina alla kínversku þjóðina i
öflugra átaki en nokkru' sinni
fyrr til að staðfesta sósíalism-
ann í Kínverska alþýðulýð
veldinu. I Kína væru ennbá
við lýði öfl sem væru hemill á
eðlilegri framþróun þjóðfélags-
ins og ynnu beiplínis gegn
henni. Þessi öfl, hefðu
staðið gegn nauðsynlegum end-
urbótum á skólakerfi landsins
og þeim hefði meira að segia
tekizt að hreiðra um sig f á-
hrifastöðum innan kommúnista-
flokksins og allsstaðar verið
dragbítar á framkvæmd sósfal-
Þrjár rauðar varðliður frá Nanking.
Aðspurðir svöruðu Rauðu
varðliðarnir otyíur því að á
nokkrum stöðum hefði komið til
átaka, en allar sögusagnir um
mannvíg í sambandi við Menn-
ingarbyltinguna væru uppspuni
einn. Þetta unga fólk viður-
kenndi einnig hispurslaust að
mistök hefðu átt sér stað, sem
brytu í bága við hugsjónir
tilgang byltingarinnar, en þau
hefðu átt sér stað á meðan
skipulag hennar var enn laust
í reipunum. Nú væri fyrir það
girt mcð gagnorðri reglugerð af
hálfu stjórnarvalda landsins.
Rauðu varðhðamir myndu virða
lög ,og reglur. Þeir mót-
Héimsóknin í Tsing-Iiúa háskólann. Liu Yang-tung lengst til vinstri.
af beggja hálfu til æðstu stjórn-
enda landsins, sem settust á
rökstóla til að fella úrskurð í
deilunni. Heimildir skortir mig
til að greina frá því hvað þar
var rætt, en svo mikið er víst
að dóm.sn iðurstaðan var á þá
lund, að Liu Y*ang-tung væti
sýknuð af öllum ákærum um
landráð ásamt öðrum sakborn-
ingum. Gagnrýni hennar bæii
vott um heiðarlcik og hollustu
við hugsun Maós og væri til
eftirbreytni öðrum ungum stúd-
entum og námsfólki. Þessi úr-
skurður var að sjálfsögðu þungt
áfall fyrir lærifeðuma, sem nú
sáu. sfna sæng út breidda, ekki
aðeins i Tsíng-Húa háskólanum
ismans í landinu. Þessum öflum
yrði ekki útrýmt nema með
nýrri þjóðlegri vakningu, og
Menningarbyltingin væri ein-
mitt slík vakning. Nauðsyn
hennar og þýöing fyrir þjóðina
væri viðurkennd og staðíest af
sjálfum Maó Tze-tung og með
hugsun hans að vopni og leiðar-
ljósi hefði verið ráðizt gegn
gömlum, úreltum venjum og
lífsskoðunúm af borgaralegum
toga. Stjómarvöld landsins
befðu gefið ölhi námsfólki í
æðri skólum sex til tólf mán-
aða frí frá námi til að skipu-
leggja Menningarbyltinguna og
leysa þau verkefni sem mest
væru aðkallandi.
mæltu því eindregið að þeir
ælu á útlendingahatri og bentu
því til sönnunar á yfirsfcrift
eina mikla á einum veggnum.
Kom brátt á daginn að þama
var um að ræða hina gömlu al-
þjóðlegu herhvöt: öreigar allra
lnnda sameinizt. Þeir sögðust
af sjálfsogðum og eðlilegum á-
stæðum vera fjandmenn banda-
rískrar heimsvaldastefnu i
hvaða mynd sem væri og hvar
sem hún bæri niður og sömu-
leiðis níssneskrar endurskoðun-
arstefnu, en allir þeir, hvaðan
úr heimi sem væri og kæmu í
heiðarlegum erindagjörðum til
Kína, væru þangað veHíomm'r
og vel séðir gestir.
Rauðu varðliðarnir neituðu
því ekki að krossarnir á leiðum
vestrænna í tilteknum kirkju-
gaiði hefðu orðið fyrir nokkru
hnjaski af hálfu Menningarbylt-
ingarinnar, en bentu okkur um
le'ð á þá staðreynd að kross-
markið hefði aldrei verið helgi-
eða heillatákn í Kína. Kín-
versku þjóðinni væri kross-
markiö tákn ofbeldis og arð-
ráns. Undir því merki hefðu
kristnir menn blóðmjólkað kín-
yersku þjóðina svo skelfilega,
að við sjálft lá að henni blæddi
út. Auk þess sæju Bandaríkja-
menn um það með hervirkjum
sfnum í Vietnam að álit þess
ætti sér ekki viðreisnarvon (
Asíulöndum.
Viðtalið tekur góðan tíma og
ber margt á góma. Rauðu
varðliðamir syngja fyrir okkur
menningarsöngva sína og and-
rúmsloftið er frjáis og óþving-
að. Þetta er allt gjörfulegt ungt
fólk og hugsjónaeldurinn logar
glatt í brjóstum þess. Andspæn-
is, því verður mér allt í einu
hugsað nokkra áratugi aftur i
tímann heima á Islandi: þegar
ungmennafélagshreyfingin stóð ,
þar í blóma æskunnar og ætlaói
sér hvorki meira né minna en
að skapa nýjan himin og nýia
jörð á íslandi. Það rifjast upp
fyrir mér nokkrir þeir menn-
ingar- og baráttusöngvar, sem
við sungum { þá tfð fagnandi
og af fullum hálsi: Vormenn
Islands yðar bíða / Sjá hin
ungborna tíð / Þú komst á tím-
um myrkra valds og voðans/
Sú kemur tíð að sárin foldar
gróa / og öxar við ána.
Vissulega brann okkur þá heil-
agur hugsjónaeldur í brjósti, bó
nú sé askan ein eftir þrátt fyr-
ir ,,viðreisnarstjóm“ og „vel-
ferðarríki". Þá voru vasar okk-
ar léttir af þeim verðmætum
sem virt eru í tölum, en þrátt
fyrir það var gaman að lifa é
nteðfm framsóknarhugsjónin var
ung og óspjölluð á Islandi, og
ég hlýt að játa að það kom
vissulega dálítið flatt «pp é
gamlan ungmennafélaga og
fyrrverandi Framóknarmann úr
Þingeyjarsýslu að mæta æsku-
ást sinrri í fullu fjöri á þessum
stað.
Á vesturlöndum hafa márgir
viljað hafa það fyrir satt að
Menningarbyltingin væri upp-
reisn gegn kommúnistaflokkn-
um og framkvæmd sósfaíismans
f Kfna. Óskhyggja af því tagi
á sér þó haria litla stoð í veru-
leikanwm. Rauðu varðliðamir
ere að vfsu fæstfr, aldure vegna,
félagar f kínverska kommún-
istaflokknum, en þrátt fyrir það
bera þeir hita og þunga Menn-
ingarbyltingarinnar öðrum
fremur, og þeir • verða ekki
vændir um svik við kenningar
Marx og Lenins og enn síður
við hugsun Maós. Hlutverk
þeirra er að framkvæma und-
anbragðataust sósíalisma í fí.ína.
Vera allsstaðar þar á varðbergi
sem veikur hlekkur kann að
leynast, gagnrýna sleifarlag og
linkind, uppræta illgresið úr
bjóðfélagsakrinum hvar sem
það kann að skjóta rótum.
Þetta er stórfenglegt hlutverk í
augum kínverskrar æsku og
hún tekur það alvarlega. Gagn-
rýni hennar er tæpitungulaus,
kröfur hennar biklausar og hún
er óvægin í framsókn sinni
begar því er að skipta.
Menningarbyltingin er ekiri
eingöngu afleiöing beirra at-
burða, sem áttu sér stað í
Tsíng-Húa háskólanum og áður
hefur verið drepið á. Rætur
hennar liggja dýpra og grei.o-
ast víðar en svo að þær verði
raktar hér. Þær ná langt aftur
f fortíð kfnversku þjóðarinnar,
fortíð sem ennþá befur ekki
sætzt við nútímann. Hún er
eínnig mótleikur í erfiðri tafl-’
stöðu gegn umheiminum. Hún
er hervæðing hugarfarsins, svo
henni megi takast að riúfa
þann vítahring sem um hana
lykur. Hún er skýlaus krafa um
að henni beri full viðurkenn-
ing sem siálfstæður aðili f sam-
félagi þjóðanna.
Rauði varðliðinn gerir sér
Ijóst að honum er trúað fyrir
miklu og hann er stoltur af bvi
að axla þá bvrði sem honum
er lögð á herðar. Honum ber
að vera öðrúm fvrirmynd i
námi, i starfi, í hegðun. Oftlega
sá ég þess dæmi að þessi boð-
orð voru honum meira en orð-
in tóm. I hugsun Maós sækir
hann styrk og þekkingu til að
ieysa þau vandamál, sem vsð
er að kljást, og þau eru ærið
mörg og stór og verða ekki öll
tekin með silkihönzkum.''
Samkvæmt kenningu Maós er
byltingin ekki gestaboð, ekki
tedrykkja eða fsaumur í dÚK
heldur miklu hrjúfara fyrirþaéri.
Engu skal hér spáð um fram-
vindu Menningarbyltinearinnar
í Kína, en sú staðreynd hlýtur
að liggja í augum updí- hverj-
um þeim sem skygenir kín-
verkst þjóðlff alsiáandi augum,
að þar eru miklir atburðir f
deiglunni og ennbá stærrí fram-
undan. Kfnversk æska hugsar
ekki lengur f öldum. Hún ér
gáfuð, bjartsýn og sigurviss og
hermi liggur mi'ktð á.