Þjóðviljinn - 13.12.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g Þórhalhrínn? í 20 ára afmælishófi Mímis, fé- lags. stúdenta \ íslenzkum fræðum við/ Háskóla íslands, var margt gott til skemmtunar. M.a. fetuðu lærisveinar próf. Þórhalls Vil- mundarsonar í fótspor meistarans og fjölluðu um nokkur náttúfa- nöfn með myndaskýringum. Prófessor Þórhallur^ ,. h^fði fundið Vilmund uppi í Heyk- holtsdal, en Þórhallur var enn ó- fundinn. Leituðu lærisveinar um gjörvallt Island, en urðu að lok- um að fara út fyrir landsteina. svo sem lærifaðir þeirra hefur þrásinnis gert.. Stofninn Þór merkir samkvæmt náttúrunafna- kenningunni e.k. turn, isbr. fjall- ið Þorbjörn, sem er bangsalegt, luraíegt fjall með turni. Þórhall- ur mundi því vera hallur, skakk- ur tum, og í borgmni Pisa á ít- alíu. fundu þeir einn slíkan. Hvort mundi þar ekki kominn Þórhallurinn? Sjáið þið ÞórhaJl- F IHHffiSKHSSSSH \ . Nyjar Jolabækur fra FROÐA ■ 3 konur heið- | ursfélagar MFÍK Þann 9. des. s.l. var haldið afmælishóf M.F.I.K. í Tjarnar- búð í tilefni af 25 ára afmæli sámtakanna og var það fjölsótt. Sigríður Kiriarsdóttir frá Mun- aðarnesi las upp úr Ljós í myrkri, sem hún þýddi, Helga Hjörvar las upp úr nýrri ljóða- bók Hannesar Sigfússonar Jar- teikn og Vilborg Dagbjartdóttir las úr bókinni Brennandi æska sem Þóra Vigfúsdóttir þýddi. Þrjár konur voru gerðar heið- ursfélagar Menningar- qg friðar- samtaka íslenzkra kvenna; Þóra Vigfúsdóttir, Sigríður Einars- dóttir frá Munaðarnesiog Sig- ríður Eiríksdóttir. ömferðarslys Um fimmleytið í gær varð fullorðinn maður fyrir bíl á Hringbraut, á móts við gamla Kennaraskólann. Var hann að ganga yfir götuna þegar Trabant- bíll kom á leið'suður Hringbraut. Lenti maðurinn á vélarhliðinni á bílnum, braut framrúðu og féll svo á götuna. * Hann var fiuttur á Landspitalann en ekki er vitrð hve meiðsli hans urðu rr.ikíl Kysstu konuna þína er satt að segja ohk öllum öðrum bókum. Þetta er tómstundaiðju- fræði eiginmannsins, en efnið er tekið nokkuð sérstæðum tökum og öðrum en þér búizt við. Gald- ur hennar er nefnilega sá, að kenna yður þá list, að öðlast tóm- stundagamán án þess að þurfa að stúnda nokkra tómstundaiðju. Leiðin mín Kristian Schelderup biskup er nafnkunnur maður, gáfaður og fjölmenntaður. Hann hefur víða íarið og mörgu kynnzt, eins og þessi bók sýnir., Á stríðsárunum var hann um hríð fangi á Grini og llutti fagnaðarerindi Krists meðal fanganria. Skömmu síðar varð hann biskum í Hamarsstifti. Hingað til íslands var honum boðið fyrir allmörgum árum og munu margir enn minnast glæsi- legs persónuleika hans. Bók hans Leiðin mín, er andleg saga hans, rituð af hreinskilni og sannleiks- ást. BÓKAÚTGÁFAN FRÖÐI Tvær tunglskinsnætur er ævisaga sveitapilts á fyrri- hluta þessarar aldar. Það var ekki sök Jóns Sigurðssonar þó sú kona yrði á vegi hans, sem réði honum örlög að sið fornra val- kyrja. — Hann réði því ekki hve mikið vald þessi kona hafði yfir lífi hans, fremur en hann réði hvemig hann sjálfur kom utan úr myrkrinu og kuldanum.inn í þennan heim. Þetta er spennandi saga frá byrj- un til enda Bjarni í Firði er höfundarnafn Bjarna Þorsteinssonar kennara. Hann er fæddur í Hrútatungu í Hrútafir.ði. 1892. Bjarni fékk snemma áhuga á bókmenntum og hefir samið nokkrar smásögur, sem birzt hafa á prenti. Ást í meinum er fyrsta sjráldsaga Bjarna, sem birtist i bókarformi, hún er í senn átaka- mikil og viðburðarík. svo les- andinn lætur hana ógjaman frá sér fyrr en henni er að fullu lokið. Frú Jeane Dixon hefur vakið feikna athygli vegna dulhæfileika sinna. Undanfarið hafa forspár hennar birzt árlega í blöðum Bandaríkjanna og þótt rætast svo rækilega, að undrum sætir. Meðal annars sá hún fyrir morð Kennedys forseta og gerði ítrek- aðar tilraunir til þess að koma í. veg fyrir hina örlagaríku ferð hans til Dallas. í þessari bók segir blaðakonan Ruth Montgomery ítarlega frá vitrunum og forspám frú Dixon. Bókin er skemmtileg. en um leið merkilegt ihugunarefni. Ast í meinum Þessi saga mun hlióta vinsaeld- ir allra þeirra, sem hana lesa. Hún er einkum ætluð bömum og unglingum frá 10—14 ára. Breiðfirzkar sagnir III. Hér birtist þriðja bindi Breið- firzkra sagna ásamt nafnaskrá yfir þau bindi sem út eru komin. Líklegast er, að þetta verði síð- asta bindið í þessu ritsafni. Fyrsta og annað bindi eru nær uppseld hjá forlaginu, og því ráð- legast fyrir þá, sem ætla sér að eignast öll bindin, áð kaupa þau sem fyrst. Unglinga- og barnabækur Hug- rúnar eru með því bezta af þeim bókmenntum sem út hafa komið efur íslenzka höfunda. Það er einhver heiðríkja yfir öllu sem hún skrifar. Hún stælir engan. en fer sínar eigin leiðir, hvað sem hver segir. Lotta er orðin fimm ára. Einn morgun vaknar hún í vondu skapi. Þess vegua var hún reið við alla. Hún var svo reið. að hún strauk að heiman., Þessi skemmtilega bók er eink- um fyrir yngstu lesondurna. . ■ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.