Þjóðviljinn - 30.12.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.12.1966, Blaðsíða 10
.•íx i-v' oíí? m . ÍXffáíM i:é: ^ - ■ •• - .. * HáskölahverfiS gð mesfu reisf fyrir happdrœttisfé Enn bíða stór verkefni úrlausnar í húsnæiismálum Háskóla fslands ■ Forráðamenn Happdrættis Háskóla íslands buðu frétta- mönnum blaða, útvarps og sjónvarps til kvöldverðar í fyrrakvöld og ræddi Ármann Snævarr hásk^laxektor og formaður stjómar happdrættisins þar um rekstur happ- drættisins og byggingamál Háskólans en segja má að háskólahverfið hafi verið reist fyrir happdrættisfé að mest- um hluta og enn bíða stór verkefni úrlausnar því húsnæð- iskreppa hamlar mjög, allri starfsemi Háskólans, bæði kennslu og þó einkum rannsóknarstarfsemi, sagði rektor. Er næsta verkefnið sem happdrættisfénu verður varið til bygging húss sem Háskólinn og Handritastofnunin standa að sameiginlega og byrjað vepður að reisa í vor. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri fyrir árið 1966 voru seld- ir hlutamiðar í Happdrætti Há- skóla íslands fyrir um 110 milj- ónir króna og voru miðar í happdrættinu nær uppseldir, á árinu og raðir með öllu ófáan- legar. Greiðir happdrættið 70% af veltunni í vinninga sem er hærra hlutfall en hjá nokkru öðru happdrætti hér á landi. Á það að sjálfsögðu sinn þátt í vinsældum happdræ'ttisins ásamt því að allir vinningar þess eru greiddir t peningum. Þá færist það og mjög í vöxt að menn stofni til félagsskapar um kaup á miðum í happdrættinu, t.d. 54 áramótabrennur haldnar í Reykjavik Áramótabrennur í Reykjavík verða að þessu sinni alls 54 eða talsvert fleiri en í fyrra en bá voru þær tæplega 40. Stærst verður borgarbrennan svokallaða á Miklatúni og verður kvcikt í henni kl. 11,15 um kvöldið. Um hinar brennumar sjá strákar, hverjir i sínu hverfi, og hefur verið talsverð keppni milli hóp- anna um hverjum tækist að hlaða stærsta bálköstinn. Myndimar hér að ofan tók Ijósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason í gær og er sú efri af bálkesti og eigendum hans i vinnufélagar, ýmsir smáklúbb- ar og fleiri hópar. Á næsta ári verður verð miða óbreytt frá því sem var í áb og upphæðir vinninga sömuleiðis. Vinningar eru alls 30 þúsund að tölu og heildarfjárhæð þeirra 90 miljónir 720 þúsund krónur. Eru hæstu vinningarnir tveir miljón krónur hvor. Endurnýjun miða fyrir 1. flokk 1967 þarf að vera lokið fyrir 7. janúar n.k. f ræðu sinni benti rektor á nauðsyn þess að þjóðin efldi Há- skólann og um leið alla vísinda- starfsemi sem mest á næstu ár- um, annars hlyti hún að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Sagði hann að árangurinn af starfi Happdrættis Háskóla íslands sæ- ist ekki aðeins í byggingum Há- skólans heldur rynni sífellt meira og meira af happdrættisfénu til kaupa á kennslu- og rannsókna- tækjum handa hinum ýmsu stofnunum Háskólans, þær væru naumast hálfgerðar þótt bygging- ar þeirra risu af grunni því gíf- urlegt fé þyrfti til öflunar nauð- synlegra tækja og annars bún- aðar til starfsemi þeirra. Síðasta stórframkvæmd á veg- um Háskóla íslands er bygging Raunvísindastofnunar Háskóla Framhald , á 7. síðu. Föstudagur 30. desember 1966 — 31. árgangur — 298. tolubLað. Mikið um slys í hálkunni Mjög mikið var um slys £ gær og flest hálkunni að kenna. Kona datt á hálku við Breiða- gerðisskóla og vildi þá svo illa til að drengur kom þar brun- andi á sleða og ók á höfuð kon- unnar. Var hún flutt á Slysa- varðstofuna og þaðan g Landa- kotsspítalann. Níu ára drengur, Gunnlaugur Kristjánsson féll á Laugavegin- um og kvartaði um þrautir í höfði. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna. Kona féll i námunda við Kópavogshælið. Hún var flutt á Slysavarðstofuna, en meiðsli ó- kunn. : Maður féll á hálkunni við Barmahlíð 49 og var fluttur á Slysavarðstofuna. Loks féll, mað- ur úr Jandgangi varðskips o>g wir fluttur á Slysavarðstofuna. Einn- ig þar voru meiðsli ókunn. 1 fyrfinótt, laUst eftir mið- nætti, varð Sigurður Guðmann Sigurðsson Karlagötu 16 fyrirbíl á merktri gangbraut á mótum Hverfisgötu og Rauðarárstigs. Hann var fluttur á Slysavarð- stofuna. -----:------7--------1----- Eldur í vinnu- skúr Sogamýrinni, skammt frá Iðn- görðum, en hin er af mæðginum að flytja rusl í tunnu til að láta brenna í borgarbrennunni á Miklatúni. Skrá yfir áramótabrenpurnar i borginni eru á 2. síðu blaðsins í dag. ■yr K * ii. Sleðaferðir í bollanum Þó að ýmsum þyki nóg um vetrarhörkuna og snjóinn þetta árið eru þó aðrir sem vel kunna að meta þetta veðurfar. T.d. gerum við ekki ráð fyrir því að þessir kátu krakkar hér á myndinni bölvi snjónum eða hálkunni, en hún var tekin í gærl i bollanum á Miklatúninu, sem virðist ekki síður fallinn til sleðaferða á vetr- um en sóldýrkunar á sumrin. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Fékk stóra vinninginn en: Miljónin breytti ekki áætlun hans ■ Eins og áður hefur komið fram i fréttum var ungur bóndi í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu svo lánsam- ur að hljóta 1 miljón króna í vinning í Happdrætti Há- skóla íslands nú í desember. ■ í fyrrakvöld gafst fréttamönnum kostur á að ræða stutt- lega við þennan lánsama unga mann, Jón Helga Jóhanns- son, Víðiholti í Reykjahverfi, og kærustu hans, Unni Kára- dóttur frá Húsavík 1 gærkvöld, laust fyrir klukk- an 8 var slökkviliðið kallað að vinnuskúr við Sólarlagsbraut í Reykjavík. Þar var laus eldur og mestur við rafmagnsinntak f skúrinn. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum hans, en skemmdir urðu allnokkrar á skúmum og inni- haldi hans. sem var mest timbur. Hjón meiðast í árekstri Um kl. hálf tvö í gærdag varð árekstur á Álfhólsveginum f Kópavogi. Fólksbíll ók austur Álfhólsveginn, en jeppabifreið vestur veginn og beygði þvert yfir inn í heimkeyrsluna. Fólks- bfllinn ók á jeppabifreiðina með þeim afleiðingum að hjón sem í honum voru meiddust eitthvað og voru flutt á Slysavarðstof- una. Ekki ér vitað hve alvarleg meiðsli þeirra voru. Jón kvað mjólkurbílstjórann í sveitinni hafa orðið fyrstan til þess að segja sér fréttina um vinninginn og hefði hann lítinn trúnað lagt á þessa frétt. Daginn eftir var svo hringt til hans frá happdrættinu og þá var ekki lengur hægt að efast. Jón er eins og áður segit bóndi í Víðiholti, sem er nýbýli, og hefur hann búið þar ásamt föður sínum. Sagði hann að vinningurinn myndi í engu breyta fyrirætlunum sínum. Hann hefði ætlað að ráðast í byggingu i- búðarhúss á jörðinni næsta vor og kæmi þetta fé þar í góðar þarfir. Jón er 22ja ára að aldri og hefur unnið við búskapinn að undanskildum þremur síðustu vetrum sem hann hefur starfað hjá Jarðborunum ríkisins en nú Hrakfarir Lars- ens í Stokkhólm: STOKKHÓLMl 29/12. — Eftir þrjár umferðir er Svíinn Martin Johansson enn efstur á afmælis- móti sænska skáksambandsins. Sigraði hann Bent Larsen stór- meistara í gærkvöld, og hefur Larsen þá tapað öllum skákum sínum á mótinu. Svein Johann- esen frá Noregi hefur heldur ekki hlotið vinning enn. Næstur Johansson er nú Paul Keres frá Sovétríkjunum með 21/? vinning, næstur honum kem- ur Stálberg frá Svíþjóð er hanft ráðinn í að helga sig einvörðungu búskapnum. Kær- asta Jóns er hins vegar 19 ára að aldri. Hafa þau verið trúlof- uð í eitt ár en ekki vildu bau gefa fréttamönnum upp hvenær brúðkauþið ætti að standa Jón keypti miðann sem vinn- ingurinn kom á hjá umboðinu á Húsavík og hevir hann átthann { þrjú ár ásamt tveimur hálf- miðum og aldrei fengið neinn vinning fyrr, en það munaði líka um það þegar vinningurinn loks kom. Fylkincjin Áramóta- fagnaður Aramótafagnaður Æsku- lýðsfylkingarinnar verður haldinn i Lindarbæ á gaml- árskvöld. Reynt verður að vanda til skemmtunarinnar eftir föngum en því fleiri sem koma þeim mun meira verður fjörið. Fylkingarfélagar! Fjölmenn- ið og* takið með ykkur gesti. Nauðsynlegt er að miðar séu sóttir fyrir gamlárskvöld á skrifstofu ÆF i Tjarnargötu 20. Verða þeir afhentir bar líka á kvöldin. Salurinn er opinn í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.