Þjóðviljinn - 20.01.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.01.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 20. janúar 1967 — 32. árgangur— 16. tölublað. Þoirafagnaður fyrir börn n.k. sunnudag Sósíalistafélag Reykjavíkur efnir til Þorrafagnaðar fyrir böm félagsmanna á aldrinum 1—10 ára n.k. sunnudag í Tjamargötu 20 og hefst hann kl. 3. Margt verður til skemmtunar svo sem söngur, hljóðfæraleikur og dans. Farið verður í leiki, sagðar sögur og sýnd kvikmynd. Að síðustu kemur Þorri karl í heimsókn. — Veitingar eru innifald- ar í aðgöngumiðanum sem hægt er að panta á skrifstofu félagsins Tjamar- götu 20 í síma 17510 eða í síma 36922. Borgarstjórnarfuncliir í gœrkvöld: Catnahreinsunin í borginni er orðin algjörlega ó viðunandi Gera verSur raunhœft áfak til urbóta I þessum málum ö Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síð- degis í gær og gærkvöld urðu allmiklar umræður um ásigkomulag gatna og gatnahreinsun í borg- mni. Tílefni umræðnanna var fyr- irspurn Framsóknarmanna um ásigkomulag malbikaðra gatna o.fl. og tillaga Alþýðubandalags- manna um gatnahreinsunina. Tillagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn telur, að ekki verði unað lengur við það á- stand, sem ríkjandi er í gatna- hreinsun borgarinnar, bæði að sumri til og vetrarlagi. Borgar- stjómin bendir á, að götur borg- arinnar og gangstéttir eru yfir- leitt að sumri til þaktar rusli og óhreinindum, og að snjóhreinsun að vetrarlagi er einnig í mesta ólestri. Þetta setur sóðalegan brag á borgina að sumarlagi og veldtir töfum og slysahættu í umferðinni að vetrarlagi, bæði fyrir akandi og fótgangandi fólk. Borgarstjórninni er ljóst, að ásigkomulag gatnahreinsunarinn ar er eitt af grundvallaratriðum þess, að hreinlætis- og heil- brigðishættir í borginni séu í lagi, og álítur því að gera verði raunhæft átak til að koma þess- um málum í viðunandi horf. Til þess að svo megi verða telur borgarstjórnin m.a. nauðsynlegt: a) að gatnahreinsun horgarinn- ar verffi sem fyrst og á skipulegan hátt tryggð næg Stefnir rikisstjórnin nú að því að leggja íslenzkan sjávarút- veg í rúst? Sjá grein Kristi- áns Gunnarssonar. skipstjóra, á blaðsíðu 4. nýtízku tæki til starfsemi sinnar og hún skipulögð bet- ur en nú er b) að húseigendum og umráða- mönnum húseigna verði gert skylt að hreinsa fullfrá- gengnar gangstéttir framan við hús sín og gildi það bæffi að sumri og vetri. Borgarstjómin felur borgar- ráði og borgarstjóm að vinna að framkvæmd þessara atriða og annarra, er að gagni megi koma í því skyni að koma gatnahreinsun borgarinnar í sem bezt horf.“ Þessi tillaga borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins var ellefta málið á dagskrá borgarstjórnar- fundarins í gær og var því liðið fram á kvöld, þegar hún kom til umræðu. Af þeim sökum verður frásögn af umræðunum um gatnahreinsunina — og gatnamálin í heild — og af- greiðslu tillögunnar að bíða, svo og frásögn af öðrum tillög- um Alþýðubandalagsins sem til umræðu voru í borgarstjórninni í gærkvöld, tillögum um skatt- friðindi til handa þeim aðilum er byggja eða kaupa íbúðir til eigin nota og tillögunni um end- urskoðun reglna um útsvarsá- lagningu á þessu ári. Báðar þessar tillögur Alþýðubanda- lagsins voru birtar í Þjóðvilj- anum í gær. Snjóruðningur á gangstétt við eina af götum borgarinnar. Utanríkisráðherra Þjóðfrelsishreyfingarinnar í viðtali: Erum reioubúnir til samningavið- ræðna við Bandaríkin án skilmála Manntjón Bandaríkjahers varð aldrei meira en í fyrri viku LONDON, SAIGON 19/1 — Utanríkisráðherra Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar í Suður-Vietnam, prófessor Nguyen Van Hieu, segir í viðtali við brezka tímaritið New Statesman, að hreyfingin sé reiðubúin til samningaviðræðna við Banda- ríkjamenn án skilyrða. Mörg ummæli ráðherrans stríða mjög gegn þeirri staðhæfingu Bandarík'jamanna að Þjóð- frelsishreyfingin sé ekki annað en útibú frá stjórninni í Hanoi. Þessi afstaöa Thien Van Hieu stingur mjög í stúf við þá kröfu N-Vietnamstjórnar, að Banda- ríkjamenn verði að uppfylla viss skilyrði óður en setzt verði að samningaborði- Blaðakona frá New Statesman, Gloria Stewart, hefur átt viðtal við prófess'or Hieu einhversstaðar í óshólmium Mekong og sagði hann þá, sem fyrr segir, að Þjóðfrelsishreyfing- in setti engin fyrirfram skilyrði fyrir viðræðum við Bandaríkja- menn. Við viijum, sagði Hieu enn- fremur, að Vietnam sé hlutlaust ríki, en Norður-Vietnam er tengt hinni kommúnistísku ríkjasam- steypu föstum böndum. Við vilj- um efnah-agslíf sem byggir bæði | á opinberu framtaki og einka- framtaiki, en ekki algjöra þjóð- nýtingu eins og er í Norður- Vietnam. Hann sagði ennfremur, að Þjóðfrelsisfylkingin væri ! reiðubúin til að taka þátt í sam- 1 steypustjóm í Saigon, en sú | Árshátíð Alþýðubandalags- \ ins í Reykjavík í kvöld □ Kl. 20.30 í kvöld verður árshátíð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík sett í samkomuhúsinu Lidó og eru samkomugestir sérstaklega beðnir að mæta stundvís- lega svo dagskrá kvöldsins geti hafizt á réttum tíma en hún er mjög fjölbreytt og vönduð. ! ! I Magnús Torli Erlingur Karl Dagskráin hefst með því að Magnús Torfi Ólafsson formaður Alþýðubanda- Iagsins í Reykjavik Bytur ávarp. ★ Þá verður frumflutt leik- ritið Herrkráning eftir Gclr Kristjánsson. — Erlingur Gíslason leikari fer með aðalhlutverkið. ★ Næst á dagskránni eru „mótmælasöngvar“ eftir Toan Baez og Pete Seeger. Textana hafa Jónas Árna- son og Þorsteinn Valdi- marsson gert en Arnmund- ur Bachmann, Friffrik G. Þorleifsson og EinarGúst- afsson syngja. -* *r Fjórða atriði dagskrárinn- ar er upplestur, Ingimar Erlendur Sigurðsson rit- höfundur les frumsamið ævintýri. ★ Þá flytur Karl Einarsson gamanþátt og að lokum verður stiginn dans. — Hljómsveit Ólafs Gauks leikur. ★ Kynnir dagskráratriða er Bryndís Schram. Aðgöngumiðar fást í skrif- stofu Alþýðubandalagsins í Reykjavík kl. 1—6 síðdegis í dag og við innganginn ef eitt- hvað verður þá eftir óselt. Þeir sem þess óska geta pantað kvöldverð ef þeir snúa sér til skrifstofunnar í Lindarbæ íyrir kl. 5 í dag. Alþýðubandalagsmenn, fjöl- mennið og takið með ykkur gesti! Nguyen Van Hieu stjórn yrði að byggja á frjáls- lyndum öflum og alls ekki lúta forystu núverandi forsætisráð- herra, Nguyens Gao Kys. Þegar ég segi að við æskjum Framhald á 3. síðu. Smábáta- eigendur mótmœla í gær barst Þjóðviljan- um eftirfarandi mótmæla- samþykkt frá Báru, félagi smábátaeigenda í Hafnar- firði: „Affalfundur Báru, félags smáhátaeigenda í Hafnar- firffi, haldinn hinn 8. janú- ar 1967 mótmælir fram- komnum kröfum um aukn- ar heimildir til togveiffa innan landhelgi. Telur félagiff, aff slíkar ráffstafanir samrýmist ekki kröfum, sem íslendingar hljóta óhjákvæmilega aff gera um sérstakar affgerffir til þess aff koma í veg fyr- ir þær smáfiskveiffar, sem nú eiga sér staff utan land- helginnar. Minnkandi afli á fiski, öðrum en síld, hlýtur aff kalla á auknar friffunar- ráffstafanir á uppeldis- stöffvum fisksins, og sér- staklega varhugavert væri aff auka togveiðar inni í fjörffum og flóum. ftrekar félagiff fyrri kröfur um, aff dragnóta- veiffar verffi bannaffar í Faxaflóa.“ Verkfallinu á Stokkseyri lokið Sjómennirnir knúBu fram kjarabætur □ Verkfalli sjómanna á Stokkseyri sem staðið hefur frá því um helgina lauk í gær með því að Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi náði samn- ingum við útvegsmenn á staðnum og fengu sjó- rnenn nokkrar kjarabætur. — Frh. á 3 síðu. i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.