Þjóðviljinn - 20.01.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIL.TINN — Föstudagur 2f„ Janúar 1967. Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. \ Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Bandarískt morðæði jyjorgunblaðið hefur varið miklu rúmi og stórum fyrirsögnum í lofgjörð um stjórnarfar og menn- ingu Bandaríkjanna, allt frá því að þau áfanga- skipti urðu í lífi blaðsins að ekki þótti lengur treystandi á danskt auðvald eða brezkt auðvald og þýzki nazisminn lá gersigraður í styrjaldarlok. Linnulaust hefur Morgunblaðið boðað íslending- um þá trú að í Bandaríkjunum ætti vestræn menn- ing öflugasta vígið, stjórnendur hins volduga vest- ræna herveldis væru gegnsýrðir anda fegurstu hugsjóna vestrænnar menningar um mannhelgi og manngöfgi. Þar ættu smáþjóðir ósíngjarnan verndara, þar væri forystuþjóð lýðræðis og frels- is. Til eflingar bandaríska trúboðinu hefur afrek- um Bandaríkjamanna í stríði og friði verið hald- ið hátt á loft. Jjetta trúboðsblað Bandaríkjanna birtir tvídálka frétt á 2. síðu blaðsins í gær, með fyrirsögn sem aldrei þessu vant gerir minna úr afrekum hinna bandarísku verndara en efni standa til, rétt eins og fyrirmyndir Morgunblaðsins hefðu ofgert eitt- hvað að dómi blaðsins. Fyrirsögnin er „Bandarík- in varpa eldsprengjum á Víetnam“, og svo er birt fréttaskeyti, sem rétt þykir að vitna í orðrétt úr Morgunblaðinu. Þar segir: „Margar flugsveitir bandarískra sprengjuþota af gerðinni B-52 vörp- uðu rúmum 30 lestum af eldsprengjum á 50 fer- kílómetra svæði innan Járnþríhyrningsins og ger- eyddu þar öllu lífi í dag. Sprungu sprengjurnar í 2500 metra hæð og böðuðu allt svæðið í eldslog- um- Steig reykjarmökkurinn 5 km í loft upp og sást hann úr 160 km fjarlægð. Er þetta mesta eld- sprengjuárás sem gerð hefur verið í styrjöldinni en sprengjurnar voru af sömu gerð og þær sem brezkar og bandarískar flugvélar vörpuðu á þýzku borgina Dresden í heimsstyrjöldinni síðari og lögðu hana í rústir. Könnunarflugvélar sem flugu yfir svæðið eftir árásina sáu ekkert lífsmark, en mik- ill eldur geisaði í skóginum og stóðu 60 m há tré í björtu báli. Af hálfu bandarískra hernaðaryfir- valda var sagt að ef nauðsyn krefði yrði önnur slík árás gerð á svæðið“. EkH er líklegt að þessi hryllilega frétt um tortím- ingu alls lífs á stóru svæði muni bæta málstað Bandaríkjastjórnar í Víetnamstríðinu eða draga úr hinni almennu fordæmingu sem sá málstaður mætir nú hvarvetna um heim. Það er réttur skiln- ingur hjá ritstjórn Morgunblaðsins að þessi frétt sé ekki líkleg til að efla Bandaríkjatrúboð þess og sé því ráðlegast að birta hana með lítilli litlausri fyrirsögn. Ekki væri óeðlilegt að Asíuþjóðir spyrðu — og lesendur Morgunblaðsins — hvort morðæði sem tortímir öllu lifandi í eldslogum á stóru land- svæði sé túlkun Bandaríkjastjórnar og bandaríska hersins á vestrænum hugsjónum um mannhelgi og manngöfgi. Og hvort þetta sé meint með há- stemmdum ræðum um vernd smárra þjóða. — s. Stefnir ríkisstjórnin nú ai því að leggja íslenzkan sjávarútveg í rúst? Nýlokið er íramhaldsaðal- um okkar hagsmuni, hefur snú- Við viljum ekki alþingi. Nýlokið er framhaldsaðal- fundi L.l.Ú. Fundur sá markaði spor í sögu þessara samtaka. Þar kom það skýrt í Ijós, að allt tal og skrif stjómarvald- anna um bættan starfsgrundvöll fyrir bolfiskveiðar er meining- arlaust þvaður. Það er staðreynd, að útgerð á bát, sem ekki getur stundað síldveiðar, er rekin með veru- legu tapi. I tilviki, þar sem skipstjórinn er sjálfur eigandi og sérstaklega heppinn, hefur þetta getaö gengið með því að hann vinni tveggja manna verJr, þ.e.a.s. fái ekkert fyrir útrétt- ingar sínar fyrir bátinn í landi, sem er fullkomið meðalmanns- verk, eins og ástandið'er nú. En C1eru þessir menn orðnir tnir um fimmtugt. í öðru tilviki hafa fisk- vinnslustöðvamar getað tekið á sig verulegt tap af útgerð báts, en nú er ekki lengur um það að ræð.a. L.Í.Ú. stóð nokkuð vel í stöðu sinni, begar vinstri stjórnin Kristján Gunnarsson. var við völd, en síðan núver-ð, andi ríkisstjórn komst til valda hefur stjóm L.l.Ú. í æ ríkara mæli sofið á verðinum. Ég er ekki lögfróður maður, en ég býst við að meðferð rík- isstjórnarinnar á okkur báta- útvegsmönnum sé brot á al- mennum mannréttindum. Kunnur athafnamaður í út- gerð sagði í blaðaviðtali í haust, að króna, sem lögð væri í út- gerð, yrði að tíeyringi, en tí- eyringur, sem lagður væri í- íbúðabyggingar t.d., yrði að krónu. Er ekki þarna ráðizt á lög- verndaðan eignarétt manna og þegnum þjóðfélagsins mismun- að stórlega. Bankastjóri sagði við mig um daginn í sambandi við þessi mál, að peningarnir lytu sömu lögmálum og vatnið. Það er rétt, en mennimir hafa sem Eftir Kristján Gunnarsson skipstjorc betur fer oft beizlað vatns- orkuna, og beint vatninu í heppilegan farveg. Ríkisvaldið á og að gera það sama, beina peningaflóðinu í þann farveg. sem þjóðinni er heppilegastur. En því miður hefur raunin orðið sú, að stjórnin hefur horft á það aðgerðarlaus, að peninga-^ ílóðið. sem sjávarútvegurinn hefur framleitt, er látið renna hömlulaust í gegnum hendur braskaranna, en undirstöðuat- vinnuvegimir bókstaflega látn- ir svelta af fjárskorti. Þetta er verra en engin stjóm, og hafi verið forsenda fyrir gengislækkun þegar þessi rik- isstjórn tók við völdum, þá er hún ekki síður nú. Útgerðarmaður, sem gerir út bát, og sjómaðurinn, sem vinn- ur á bátnum og við hann í landi, skaffa þjóðinni mestali- an gjaideyri sem þarf til allra vörukaupa. Bankarnir afhenda svo öðrum aðilum, heildsölum og bröskur- um, þennan gjaldeyri, sem nú er notaður svo hömlulaust og vitlaust, að engu tali tekur. Og nú er svo komið, að þeir, sem útveg stunda eru að verða öreigar einn á eftir öðrum. Á sama tíma raka milliliðirnir að sér stórgróða beinlínis á okkar kostnað. L.I.Ú., sem á að vera vörður B/að- dreifíng Blaðburðarböm óskast I eftirtalin hverfi: Kvisthaga Vesturgötu Laufásveg Laugaveg Hverfisgötu Skipholt. HEILSUVERNDARSTÖD KÓPA VOGS er opin sem hér segir: Ungbamavernd: Mánudaga kl. 9—11 fyrir börn úr Vesturbæ. Þriðjudaga kl. 9—11 fyrir böm úr Austurbæ. Föstudaga kl. 14—15 fyrir böm úr báðum bæjar- hlutum 1 árs og eldri. Mæðravernd: Þriðjudaga kl. 16- -17. Heimilishjúkrun og heimilishjálp: Viðtalstími alla virka daga kl. 12—13. Héraðslæknir: Viðtalstími kl. 14—16 virka daga nema laugardaga kl. 11—12. — Sími 41188. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Kópavogs. um okkar hagsmuni, hefur snú- izf'í æ ríkari mæli á sveif með núverandi ríkisstjórn og gætir hennar hagsmuna. En það mega þeir vísu menn vita, að þegar uppsprettulind þeirrar velmegunar, sem alger- lega hefur farið framhjá okk- ur bátaútvegsmönnum, er þorr- in, þá fer að kreppa að hjá af- ætunum, en hætta er á því, að gróðinn verði þá kominn á þann stað þar sem ekki næst til hans, þ.e.a.s. út úr landinu. Þá er næsta úrræðið sam- kvæmt reglu þessara hákarla, að selja landsréttindi og þar með sjálfstæði landsins í hend- ur útlendingum. Það tók okkur 700 ár að fá sjálfstæðið aftur, við skulum minnast þess. Við viljum ekki alþingis- menn eins og þá, sem eru í stjórn L.I.Ú., við viljum ráða málum okkar sjálfir. Ég heiti hér með á alla sanna Islend- inga, að standa með okkur í baráttu okkar fyrir því, að hægt sé að reka útgerð á heiðarlegan hátt á Islandi og viðurkenna í verki, að sá undirstöðuat- vinnuvegur sé lífsnauðsynlegur sjálfstæði landsins. Það er dýrt að vera íslendingur, en er ekki sjálfstæði einhvers virði? Fyrst leggjum við niður tog- arana og svo bátana og ætli síldarflotinn fylgi ekki fljótlega á eftir, og í staðinn fáum við svo ál og kísilgúr; það er ef til vill allt í lagi? 17/1 1967. THkynning um útsvör i Hafnarfírði Útsvarsgjaldendum ber að greiða upp í útsvar 1967, fjárhæð 'jafnháa helmingi þess útsvars, sem honum bar að greiða árið ’66 með fimm jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga: 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Er skorað á alla útsvarsgjaldendur að inna fyrirframgreiðslur sín- ar af hendi á réttum gjalddögum, samkvæmt fram- ansögðu. Atvinnurekendum hvar sem er á landinu ber að senda bæjarskrifstofunum nöfn útsvars- gjaldenda í Hafnarfirði, sem þeir hafa í þjón- ustu sinni. Hafnarfirði, 14. jan. 1967. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Nfíðstöðvarketill óskast Olíukyntur miðstöðvarketill ca. 15 ferm. óskast til kaups. Sími 41576. @níineiital SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, meS okkar íull- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.