Þjóðviljinn - 20.01.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.01.1967, Blaðsíða 8
Stálvík hefur sótt um leyfi til smíða á fiskiskipum í„seríum" Stálvík hf. bauð í gær fréttamönnum blaða og út- varps á sinn fund, í tilefni af því að fyrirtækið hefur tekið í notkun nýtt húsnæði með fullkomnum lyftitækjum, sem gerir því mögulegt að smíða samtímis þrjú fiskiskip af stærstu gerð, sem notuð eru hér til síldveiða. I smiðum eru nú eitt 200 rúmlesta fiskiskip fyrir Braga hf. á Breiðdalsvík og tvö ca. 350 rúmlesta fiskiskip, annað fyrir E>órð Óskarsson hf. Akranesi, hitt fyrir Elding hf. í Keflavík. Standa þessi skin öll i röð hvert upp af öðru á braut frá sjónum. Það sem lengst er komið er úti en hin tvö, sem byrjað var á í haust eru bæði inni í nýja húsinu. Þilfarið lagt fyrst, kjölurin.n seinast: Allt upp í 25 tonna þungir skipshlutar hafa verið smiðaðir á hvolfi bannig -að fyrst er þilfarið smíðað og því hvolft á svokallað suðu- plan síðan eru bönd reist á þilfarið og loks kemur kjöl- ur og byrðingur. Með þessu fyrirkomulagi er stigið stórt spor, sem miðar að aukinni hagræðingu og um leið er ver- ið að styrkja samkeppnisað- stöðuna við útlönd. Nýja hús- ið er 10700 rúmmetrar, byggt úr strengjasteypu frá Stein- stólpum hf. Suðurendi þess er 1S,6 metra hár en norðurend- inn, sá er að sjónum snýr, er rúmlega 15 metra hár. Grunn- mál eru 26,6 m x 40,3 m fyrir nýja og eldra húsið. Tveir kranar ganga á brautum inni f byggingunni, annar 20 tonna hinn 5 tonna. Þeir eru báðir af gerðinni „Munch" en kranabrýmar eru báðar smíð- Hærri hlutinn af byggingunni hér á myndinni er af nýbygg- ingu Stálvíkur h.f- Þarna inni er verið að smíða tvö rúmlega 300 tonna fiskiskip og með bættri aðstöðu og aukinni vinnu- hagræðingu vonast Stálvíkurmenn til að geta stytt afgreiðslu- tímann úr einu ári i 10 mánuði- aðar í Stálvík. Með stóra krananum er auðvelt að setja aflvélar um borð í bátana. Með þessu aukna húsnæði skapazt möguleiki til þess að auka mjög afköst stöðvarinn- ar og er áætlað að hún geti nú smíðað 3 skip 350 rúmlesta á ári, þar sem starfsemin er nú ekki háð misjafnri veðr- áttu. Hjá Stálvík hf. starfa nú rúmlega 60 fastráðnir menn. Auk þess 10—15 menn verk- taka, sem sjá alveg um trá- verk og raflagnir í bátana, og vinna verk sín fyrir samnings- bundið verð. Stór hluti smíð- innar fer fram í formi ákvæð- isvinnu og virðist það lofa góðu. Þangað til nú hefur fyrir- tækið orðið að vinna töluvert undir berum himni. S.l. vetur var veðrátta nokkuð hörð og kostaði það fyrirtækið mörg hundruð þúsund krónur. í vetur hefur ekki nokkur klukkustund tapazt vegna slæms veðurs, þar sem hins nýja húsnæðis nýtur við. Til þess að standast erlenda samkeppni verður að hlynna vel að þessari ungu atvinnu- grein. Víða erlendis eru skip aðeins framleidd í seríum, þ.e. nokkur af sömu gerð. Eitt dæmið um það er smíði ís- lenzkra fiskiskipa í Austur- Þýzkalandi fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar og seðla- bankans. Með slíku móti er auðvelt að ná niður kostnaði á mörgum liðum. Gildir það bæði um vinnustundafjölda á einingu og möguleika á hag- kvæmari innkaupum, þegar keypt er til margra skipa í einu. tölublað. A thugun u rekstrí verkfræðiskrífstofu Tillaga bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði ■ í framhaldi af því sem sagt var frá í Þjóðviljanum í gær um afgreiðslu á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaup- staðar skal þess getið að bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, Hjörleifur Gunnarsson, flutti allmargar ályktunartillögur á fundinum auk breytingartillagna við fjárhagsáætlunina. Á síðasta kjörtímabili og það sem af er þessu hefur starfsliði á skrifstofu L—„..rverkfræðings verið fjölgað að miklum mun og kostnaður við skrifstofuna orðið margfaldur á við það sem áður var og er nú áætlaður 70% hærri á þessu ári en í fyrra. Á sama tíma hafa allar stærri framkvæmdir á vegum bæjarins verið boðnar út og unnar af öðr- um aðilum, jafnframt því sem þjónusta af hendi verkfræði- skrifstofunnar við húsbyggjend- ur og aðra bæjarbúa er almennt talin lakari en þegar bæjar- verkfræðingur hafði aðeins einn mann sér til aðstoðar eins og var fyrir nokkrum árum. Bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins flutti þvi tillögu á fundinum sl. þriðjudag um að bæjarráð láti fara fram sérstaka athugun á því hvort ekki muni unnt að endurskipuleggja störf verk- fræðiskrifstofunnar með því markmiði að nauðsynleg þjón- usta verði innt af hendi með minni tilkostnaði. Auk þess flutti hann tillögur um eftirfarandi mál: Hafnar verði nauðsynlegar undirbún- ingsathuganir í sambandi við byggingu nýrrar slökkvistöðvar, og athugað verði hvort ekki væri hagkvæmt að sameina gæzlu í lögreglustöð og slökkvi- stöð. Þar sem æskulýðsstarfsemi á vegum bæjarins hefur verið í molum að undanförnu, verði ráðinn sérstakur æskulýðsfull- trúi, einnig verði ráðinn, a.m.k. yfir sumarmánuðina, sérstakur íþróttafulltrúi til að leiða og örva íþróttastarfsemi æskunnar í bænum. Bæjarráði og bæjarstjóra verði falið að hrinda því í fram- kvæmd, að mi .íismerki hafn- firzkra sjómanna verði reist í samræmi við löngu gerðar sam- þykktir í bæiarstjórn. Kosin verði þriggja manna nefnd sem geri tillögur um ráð- stöfun á því fé. sem bæjarstjórn samþykkir að verja árlega til Framhald á 3. síðu. Edith Thallaug syngur hér ó vegum Tónlistarfélagsins Norska óperu- og ljóðasöng- konan Edith Thallaug kemur til Reykjavíkur n.k. sunnudag á vegum Tónlistarfélagsins. Hún ætlar að halda hér tvenna tón- leika, á mánudags- og þriðju- dagskvöld kl. 7 í Austurbæjar- bíói. Hingað kemur söngkonan frá Stokkhólmi en þar hefur hún verið fastráðin við konunglegu óperuna síðan 1964. Edith Thal- laug stundaði upphaflega jöfn- um höndum leiklistar- og söng- nám og kom fyrst fram árið 1948, þá mjög ung, sem leik- kona í Þjóðleikhúsinu í Osló Þorramatur framreiddur í Nausti í dag, fyrsta dag þorra, byrj- ar Naustið framreiðslu hins ár- lega þorramats í trogum. 1 ár eru 10 ár síðan Naustið tók upp þessa nýbreytni. Þar til þá hafði þorramaturinn verið að mestu gleymdur Islendingum um nokkurt árabil- Að vísu hafa hinir einstöku réttir alltaf feng- izt í búðum, en það var ekki fyrr en Naustið tók þennan mat upp á sína arma, að hann fékk á sig hátíðaorð. Nú þykir fínt að fara í Nsnst og éta þar súrsaða hrútspúnga, lifrarpylsu og svið, að ógleymd- um hákarlinum með ískældu brennivíni. I trogunum eru ann- ars allar tegundir þess matar, sem hægt er að kalla ,,þorra- mat“ og áratugs reynsla af þjón- ustunni í Nausti ætti ekki að fæla fólk frá að leita sér þar mar>afylli os áncngju yfir hroka- fullu trogi af þorramat. þar sem hún lék næstu árin ýms mikilsverð hlutverk. En ár- ið 1959 hélt hún fyrstu opin- beru tónleikana og hefur síðan eingöngu helgað sig söngnum. Árið 1960 réðist hún að Stora Teatern í Gautaborg og söng þar aðalhlutverk í ýmsum stærri óperum. Meðal hlutverka er hún syngur eru Carmen, Eboli i „Don Carlos“, Amneris í „Aida“ og Ascusena í „II Trovatore". Hún hefur oft sungið í Konung- lega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn m.a. Venus í Tannháuser. Á tónlistarhátíðinni 1964 var hún ráðin_ einsöngvari með dönsku Útvarpshljómsveitinni og söng á hátíðahljómleikum er haldnir voru til minningar um 100 ára afmæli Sibeliusar. Hún hefur sungið víða, bæði á tón-^, leikum og í útvarp. Eins og áður er getið, syng- ur Edith Thallaug á mánudags- og þriðjudagskvöld. Á efnis- skránni eru þrjú lög eftir Gösta Nyström, átta ungversk þjóðlög eftir Béla Bartok, þrjú lög eftir Hugo Wolff og þrjú lög eftir Schubert og loks „Haugtussa" Ijóðaflokkur eftir Grieg. Þessi lög sem eru 8 talsins eru samin við kvæði eftir Arne Garborg og munu aldrei fyrr hafa verið flutt hér í heild. Söngkonan hefur fengið sérstakt lof fyrir flutning á þessum Ijóðum. Hún söng þau á tónband fyrirsænska útvarpið, sem hefur útvarpað þeim átta sinnum og nýlega söng hún þau fyrir danska út- varpið sem þegar hefur flutt Hau tvisvar sinnum. Bjarni frá Vogi þýddi „Haug- *ussa“ á íslenzku og kallaði Huliðsheima". Með Edith Thallaug kemur ' i Tgað píanóleikarinn Jan Eyron sem annast undirleikinn. Hann er talinn í fremstu röð meðal píanóleikara í Svíþjóð. Harður árekstur við Lónsbrú Árekstur varð á þjóðveginum við Lónsbrú rétt norðan við Akureyri um kl. 4 í gærdag. Vörubifreið lenti á brúar- stólpanum og kom þar að önn- ur vörubifreið og ætlaði öku- maður hennar að draga hina bif- reiðina burtu. Var hann að und- irbúa það þegar þriðja bílinn bar að garði, Volkswagen, og lenti hann á aftari vörubílnum. Bíllinn sem ók á brúarstólp- ann var úr Kræklingahlíð en hinir tveir frá Dalvík. Skemmd- ist Volkswagenbifreiðin mikið og hlutu ökumaður hans og far- þegi sem sat í framsætinu á- verka á höfði. og voru þeir fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Farþegi sem sat í aftara sæti slapp ómeiddur. Heimsmeistaramótið í handknattleik: Danir sigruðu Sovétmenn í undanúrslitunum mei 17:12 VESTERÁS 19/1 — Þau stórtíðindi urðu í íþróttaheiminum í dag, að Danir sigruðu Sovétmenn í undanúrslitum í heimsmeistarakeppninni í handknattleik með sautján mörk- um gegn tólf og er þetta í fyrsta sinn að Danir leika til úrslita í heimsmeistarakeppni í þessari íþróttagrein. Danir höfðu nauma yfirburði eftir fyrri hálfleik 9:8, en algera í seinni hálfleik. Leika þeir til úrslita við Tékka, sem einnig komu á óvart með því að vinna Rúmena með nítj- án mörkum gegn sautján. hrif á félaga hans og þannig náðst fram allt það bezta sem í Rúmenar höfðu annars verið taldir sigurstranglegastir í þess- ari keppni, en Tékkar náðu þeg- ar í fyrri hálfleik eins marks forskoti (10:11) og tókst að auka það í hinum séinni. Danir höfðu frumkvæði og skoruðu fyrsta markið í leikn- um, en Sovétmenn jöfnuðu fljót- lega. Um tíma höfðu Sovétmenn síðan forystu í leiknum, en Danir náðu fljótlega tveim mörk- um gegn þrem og sýndu að þeir höfðu í fullu tré við andstæð- ingana. Nokkrum sekúndum fyr- ir leikhlé tókst þeim svo að skora níunda mark sitt og ná litlu forskoti fram yfir Rússa og virtist þetta mark hafa mjög örfandi áhrif á frændur vora. ! í síðari hálfleik höfðu Danir augljósa yfirburði. NTB-frétta- stofan hrósar sérstaklega mark- verði liðsins. Erik Holst, sem bjargaði hvað eftir annað snilld- arlega. Er sagt. að frammistaða hans hafi haft mjög öríandi á- WASHINGTON 19/1 — Banda- ríska kiarnorkumálastofnunin lét í dag sprengja kjarnasprengju neðanjarðar — þá fyrstu á þessu ári. þeim bjó. Sovétmönnum stoðaði það ekki að skipta um mark- vörð hvað eftir annað eftir því sem dönsku skytturnar fundu knettinum leið í netið. Sérfróðir menn telja, að Dan- ir hafi allgóða sigurmöguleika í útslitaleiknum við Tékkóslóvak- íu ef þeir sýna jafngóða frammi- stöðu og í dag. Sá leikur fer fram á laugardaginn. Af Dönum skoruðu þeir flast mörk Jurgens og Káe, fjögur hvor. — Áhorfendur voru 4100. Félugur í VR eru nú orðnir um 4000 Aðalfundu'r Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur var haldinn í Tjarnarbúð 17. jan. 1967. For- maður félagsins, Guðmundur H. Garðarsson setti fundinn og minntist í upphafi látinna fé- lagsmanna. Fyrir fundinn haföi verið auglýst eftir framboðslistum, aðeins einn listi barst og var Guðm. H. Garðarsson endur- kjörinn fonnaður og í stjóm til tveggja ára Helgi E. Guð- brandsson, Hannes Þ- Sigurðs- son og Bjarni Felixson. Fyrir í stjórn voru: Magnú9 L. Sveins- son, Halldór Friðriksson og Björn Þórhallsson- Varamenn voru kjörnir Ottar Óktósson, Richard Sigurbaldursson og Grétar Haraldsson. Ennfremur var kosið í 25 manna trúnaðar- mannaráð, sem skipað er full- trúum úr öilum helztu fyrir- tækjum á félagssvæði V.R. Formaður flutti skýrslu stjórnar, en í henni kom m-a. fram að hagur og vöxtur fé- lagsins efldist mjög á árinu 1966. Félagatalan jókst um 11% og voru félagsmenn V-R. orðn- ir 3940 í árslok 1966 Um 65% félagsmanna eru 40 óra og yngri og var um helmingur- inn konur. I byrjun ársins 1966 voru gerðir almennir kjarasamning- Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.