Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 1

Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 1
Sunnudagur 22. janúar 1967 — 32. árgangur — 18. tölublað Borgar- sjúkrahúsið enn á dagskrá borgarstjórnar Enn gefur Geir yfirlýsingar, ailt í óvissu um framkvæmdir \ * Á borgarstjórnar- fundinum sl. fimmtu- dag gaf Geir Hall- grímsson borgarstjóri rétt eina yfirlýsinguna um borgarsjúkrahús- ið: Hinar ýmsu deildir spítalans munu taka til starfa, sagði hann, 4—10 mánuðum eftir að framkvæmdir hefj- ast að nýju við bygg- inguna svo fremi samningar takist við ríkísstjórnina um að ríkissjóður standi skil á ógreiddum lögboðn- um framlögum sínum til byggingarinnar (milli 35 og 40 milj. króna). * Ekkert hefur nú verið unnið við smíði borgar- sjúkrahússins síðan í septem- bermánuði í haust, er aðal- verktakinn, Byggingarfélagið Brú, komst í greiðsluþrot. Hefur enn ekki verið gengið frá fullnaðaruppgjöri við byggingarfélag þetta og samningar heldur ekki gerðir við nýja verktaka, þannig að með öllu er óvíst hve- nær byggingarframkvæmd- irnar geta hafizt í Fossvogi að nýju. * Borgarsjúkrahúsið kom ti! umræðu í borgarstjórninni á fimmtudaginn vegna fyrir- spurna Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, fulltrúa Alþýðuflokksins. Svaraði borgarstjóri fyrirspurnum þessum og gaf þá yfirlýsingu sem að framan var getið. * Guðmundur Vigfússon borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins minnti á fyrri yfir- lýsingar og loforð borgar- stjóra í sambandi við smíði borgarsjúkrahússins og efnd- ir þeirra; gat m.a. margitrek- aðra yfirlýsinga fyrir borg- arstjórnarkosningarnar á sl. vori um að hver sjúkradeild- in af annarri myndi opnuð eftir að röntgendeildin tækj til starfa. Röntgendeildin var opnuð með viðhöfn skömmv fyrir kosningar — en síða’’ ekki söguna meir. * í framhaldi af þessu ífutt; Guðmundur tillögu frá borg- arfulltrúum Alþýðubanda- lagsins, þar sem gert var ráð fyrir að ráðstafanir væru nú þegar gerðar til að vinna gæti hafizt aff nýju við smíði sjúkrahússins, jafnframt því scm skorað var á ríkis- stjórnina að standa skil á þcim 35—40 milj. kr. sem ríkissjóður skuldar af lög- boðnu framlagi til spítala- byggingarinnar. * Geir borgarstjóri sagði að ,,markvisst“(!!) væri unnið að þeim atriðum sem í til- lögu Alþýðubandalagsins greindi og þess vegna engin ástæða til að samþykkja hana! Lagði -hann , til að til- lögunni væri vísaff til borg- arráðs og samþykktu íhalds- fulltrúarnir átta þá málsmeð- ferð gegn atkvæðum minni- hlutafulltrúanna 7. íhalds- fulltrúarnir sem ■ greiddu þannig atkvæði í borgarsjúkra- liússmálinu voru: Auður Auð- uns, Geir Hallgrímsson, Úlfar Þórðarson, Bragi Hannesson. Bir.gir Isl. Gunnarsson, Styrmir Gunnarsson, Gunnar (frá Hlíðarenda) Helgason. Gísli Halldórsson. Arshátíð Alþýðii- bandalagsins var mjög ★ Föstudagskvöldið var haldin í samkomuhúsinu Lídó fyrsta árshátið Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Var hátíðin fjöl- sótt og vel til dagskrárinnar vandað. ★ Hófst hún með ávarpi Magn- úsar Torfa Ölafssonar. for- manns Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Því næst var flutt- ur einþáttungur eftir Geir Kristjánsson, Herskráning og fór Erlingur Gíslason með að- alhlutverkið. Þá las Ingimar Erlendur Sigurðsson, rithöf- undur nýtt frumsamið ævin- týr og þrír ungir menn sungu mótmælasöngva, þeir Aro- mundur Bachmann, Einar Gústafsson og Friðrik Þór- leifsson. Var gerður góður í’ómur að söng þeirra og þeir sungu nokkur aukalög. ★ Dagskránni lauk með því að Karl Einarsson hermdi eftir nokkrum þjóðfrægum mönn- um og siðan var stiginn dans til kl. 2. Hljómsveit Ólafs Gauks lék fyrir dansi ogsöng- kona var Svanhildur Jakobs- dóttir. Kynnir dagskráratriða var Bryndís Schram. FLOKKURINN Deildarfundir (aðalfundir) í Tjarnargötu 20. 14. deild mánu- dagskvöld 23. þ.m. kl. 8,30. 10. og 11. deild þriðjudagskvöld 24. þm. kl. 8,30. Afmælissýning LR Sýning sú, sem Leikfélag R- víkur efndi til í Unúhúsi í tilefni 70 ára afmælisfélagsins hefur nú verið opin í viku og aðsókn verið sæmileg. Sýningin verður opin fram á miðviku- dag; sýningartíminn kl. 14 ttl 18 og 20 — 22 daglega. Námskeið í fundarstörfum og ræðumennsku Námskeiðið heldur áfram n.k. þriðjudag kl. 21,00 í Tjarnargötu 20. Jón Böðvarsson kennir fund- arsköp og fundarreglur. Siðar á námskeiðinu leiðbeina þeir Arnar Jónsson, leikari og Ragnar Arnalds, alþingismaður, við framsögn og ræðumennsku. Stjórn ÆFR. 98% kvenna fæSa börn sín í sjúkrabásum, tæp 2% heima □ Um eða yfir 98% kvenna í Reykjavík og ná- grenni fæða börn sín í sjúkrahúsum, en innan við 2% f heimahúsum. Þetta hlutíall milli barns- fasðmga í spítölum ogheimahús- um mun vera svipað og í Svi- Margt dylst í hraðanam í dag kl. 15,20 verður útvarp- að erindi Axels Thorsteinssonar, blaðamanns, Margt dylst í hrað- anum og fjallar það um einn þátt nútíma vandamála. Axel flutti erindi þetta upphaflega s.I. haust en vegna áskorana verður það nú ílutt aftur í þætt- inum Endurtekið efni. Innbrot í verzlana- hús við Grensásv. t fyrrinótt var framið inn- brot í verzlanahús á Grensás- vegi 50 og farið þar inn í 3 verzlanir: söluturn, tómstunda- búð og skóbúð. Or skóbúðinni var stolið 100 kr. í skiptimynt, en í hinum tveim verzlununum mun engu hafa verið stolið. þjóð, þar sem heimafæðingar eru mjög fátíðar. Hinsvegar eru þær miklum mun algengari víða um lönd, t.d. i Danmörku og Englandi, þar sem allt að 25 ul 30% kvenna fæða böm sín f heimahúsum. Bíður B-dcildar Borgarsjúkra- Uússins í Fossvogi. Þessar upplýsingar komu fram á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur sl. fimmtudag, er til um- ræðu kom fyrii’spurn Sigríðar Thorlacius um byggingu fæðing- arstofnunar. Fyrirspurn frúar- ■nnar var svohljóðandi: „Bandalag kvenna í Reykja- vík sendi borgarstjórn í nóv. sl. svohljóðandi áskorun: „Fundur- inn skorar á borgarstjórn Rvíkur og heilbrígðisyfirvöld landsins að flýta fyrir byggingu fæðing- arstofnunar í borginni. Nú þegar er skortur á sjúkrarými fyrir fæðandi konur og því fyrirsjá- anlegt, að með auknum íbúa- fjölda mun skapast mikill vandi innan skamms, ef byggingfæð- ingarstofnunar dregst á langinn“. Nú er spurt: Hvaða ráðstafan- ir hyggst borgarstjórn gera of sinni hálfu til að leysa þennan vanda?“ Borgarstjóri svaraði því til, að gert væri ráð fyrir kvensjúk- dóma- og fæðingardeild í B-álmu Borgarsjúkrahússins í Fossvogi, samkvæmt áætlun sjúkrahús- nefndar (hvenær sú álma kemst upp veit engin). Játaði hann uð nauðsynlegt væri að gera ein- hverjar þær ráðstafanir, sem brúuöu bilið sem yrði þar til B-deildin kemst upp. Sigríður Thorlacius hafði það eftir forstöðumönnum fæðingar- deildar Landspítalans og fæðing- arheimilis Reykjavíkur, að það ríkti neyðarástand hér varðandi þær konur, sem liggja þurfa á spítala um meðgöngutímann. Borgarstjóri gaf þær upplýs- ingar á fundinum, að á árinu 1965 hefðu 969 konur fætt börn sín á fæðingat’heimili Reykjo- víkur, þar af 161 utanhéraðskorr., og 1330 í fæóingardeild Lan-'- spítalans, þar af 433 utanhérað— konur. Við þessar tölur má svo bæta þeim konum, sem fætt haia börn í fæðingarheimili Kópavogs, á Sólvangi í Hafnarfirði, í fæð-1 ingarstofu Guðrúnar Halldórs- dóttur og í heimahúsum. Heima- fæðingar árið 1965 munu hafa verið 35 . talsins. Wí.:. Ógnir Bandaríkjamanna í Viet- nam vekja viðbjóð manna og mótmæli um allan heim. Morðæði Bandaríkjamanna í Vietnam: Mótmælaaðgerðir æskufólks við bandariska sendiráðið ■ Þjóðviljinn hafði fregnir af því í gærmorgun, að æskufólk hér í borginni hyggðist efna til mótmælaaðgerða gegn striðinu í Viet- nam, fyrir framan bandaríska sendiráðið við Laufásveg. ■ Hér er á ferðinni sama íólkið • og skipulagði aðgerðirnar við sendiráðið á þjóðhátiðardag Bandaríkjanna 4. júlí í sumar og einnig við hersýninguna á Keflavíkurflugvelli. ■ Aðgerðirnar áttu að hefjast kl. 2 eftir hádegi og standa til klukkan 3, eða í eina klukkustund. Æskufólkið stóð undir spjöldum, sem á eru letruð mótmæli gegn gereyðingarherferð Bandaríkjanna í S-Vietnam. ■ Þar eð Þjóðviljinn fór í prentun um kl. 3 síðdegis í gær verða frekari fréttir af þessum mótmælaaðgerðum að bíða þriðjudags- blaðsins. Þorrafagnaður í dag kf. 3 ■ Muniff aff Þorrafaguaður Sósíalistafélags Reykjavikur fyrir börn félagsmanna er í dag kl. 3 síðdegis í Tjarnargötu 20. ■ Til skemmtunar verður söngur, hljóðfæraleikur og dans, fóstrur stjórna Ieikjum, Vilborg Dagbjartsdóttir segir sögur, sýnd verður kvikmynd og að lokum kemur Þorri karl í heimsókn og færir börnunum góðgæti. Graham Greene segir frá kynnum sínum af Fidel Castro - á síðu 0 í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.