Þjóðviljinn - 22.01.1967, Blaðsíða 14
SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1967.
12
minn. Martin hneigði sig og gekk
hljóðlega út.
Trent fleygði sér niður í arm-
stólinn og andvarpaði. — Martin
er stórkostlegur. sagði hann. —
Hann er miklu, miklu betri en
persóna á leiksviði- Hann á ekki
sinn lika og enginn kemur í hans
stað þegar dagar hans eru taldir.
Og heiðarlegur er hj^ui líka, sak-
leysið einbert blessaður karlinn.
Veiztu það, Murch, að það er
rangt af þér að gruna þennan
mann.
— Ég hef ekki minnzt á það
einu orði að ég grunaði hann.
Fulltrúinn varð alveg hvumsa.
— Þér ættuð að vita það, herra
Trent, hann hefði aldrei sagt
sögu sína á þennan hátt, ef harnn
hefði haldið að ég grunaði hann.
— Sjálfsagt heldur hann það
ekki- Hann er stórkostleg mann-
vera, óviðjafnanlegur listamaður,
en þrátt fyrir það er hann ekki
sérlega tilfinninganæmur. Hon-
um flaug það aldrei í hug, að
þér, Murch. gætuð grunað hann,
Martin, hinn fullkomna- En ég
veit það. Þér verðið að skilja það,
fulltrúi að ég hef gert nákvæm-
ar sálrænar athuganir á vörðum
laganna. Sú fræðigrein hefur
verið sorglega vamrækt. Þeir eru
miklu meira spennandi en glæpa-
mennimir bg mun erfiðari við-
fangs. Allan timann meðan ég
var að yfirheyra hann, sá ég
handjárn í augunum á yður. Var-
limar á yður mynduðu þögul orð:
— Það er skylda mín að aðvara
yður um, að allt sem þér segið
Tiú verður skráð og notað gegn
yður. — Framkoma yðar hefði
blekkt flesta menn, en ekki mig.
Herra Murch skellihló. Blaðrið
í Trent hafði aldrei nein áhrif á
hann. en hann tók það sem við-
urkenningarvott, sem það var í
rs<un og veru; og því hafði hann
gaman af því. — Jaeja, herra
Trent, sagði hann. — Þér hafið
fullkomlega rétt fyrir yður. Það
er tilgangslaust að neita því —
ég hef illan bifur á honum- Ekki
svo að skilja að ég hafi neitt
fyrir mér í því, en þér vitið eins
vel og ég hversu oft þjónar eru
flæktir í mál af þessu tagi, og
þessi náungi er svt> slípaður. Þér
munið eftir þjóni Williams Russ-
els lávarðar sem fór eins og
vanalega inn í svefnherbergi
húsbónda síns um morguninn til
að draga gluggatjöldin frá, hljóð-
lega og stillilega, nokkrum
stundum eftir að hann hafði
myrt hann í rúminu- Ég er bú-
inn að tala við allt kvenfólkið
hér í húsinu, og ég held þær
séu allar meinlausar. En Martin
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
er ekki eins fljótafgreiddur. Mér
líkar ekki framkoma hans; ég
held hann levni einhverju. Og
ef svo er, þá skal ég komast
að því.
— Uss, uss! sagði Trent- —
Ekki misnota hinar beizku hrak-
spár. Snúum okkur aftur að
staðreyndunum- Hafið þér nokk-
uð sem mælir gegn sögu Martins,
eins og hann sagði okkur hana?
— Ekki neitt að svt> stöddu.
Og hvað snertir þá tilgátu hans
að Manderson hafi komið inn um
gluggann þegar hann skildi við
Marlowe í bílnum, þá er hún
trúlega rétt. Ég spurði þjónustu-
stúlkuna, sem tók til í herberg-
inu næsta morgun, og hún segir
mér að það hafi verið möl á
gólfinu í nánd við gluggainn, á
teppislausu ræmunni út við
vegginn. Og það er fótspor í
mjúku, nýju mölinni þama fyr-
ir utan. Fulltrúinn tók tommu-
stokk úr vasa sínum og benti
með honum á útlínurnar. —
Annar skórinn sem Manderson
var í um kvöldið fellur nákvæm-
lega í þetta spor. Þeir em á efstu
hillunni í svefnherberginu, rétt
við gluggann, einu rúskinns-
skórni'r í röðinni. Stúlkan sem
hreinsaði þá í morgun benti mér
á þá.
Trent laut niður og virti fyrir
sér dauft sporið. — Ágætt, sagði
hann. — Þér hafið sannarlega
komið miklu í verk, Murch. Þetfca
var glæsilegt með whiskýið; þér
hittuð beint í mark- Mig langaði
mest til að hrópa ,,Bravó“. Það
þarf-ég -að íhuga nánar- • - i- i
— Ég hélt kannski að þér vær-
uð búnir að finna skýringu á
því, sagði herra Murch. —
Svonai, herra Trent, við emm
rétt að byrja rannsóknirnar, en
hvernig ILst yður á þessa kenn-
ingu svona til bráðabirgða:
Nokkrir menn hafa gert áætl-
un um innbrot með aðstoð
Martins. Þeir vita hvar silfrið er
og helztu dýrgripimir í setustof-
unni og annars staöar. Þeir gefa
húsinu gætur, sjá Manderson
fara upp til að hátta; Martin
kemur inn að loka gluggunum
og skilur hann eftir ókræktan,
vijjandi. Þeir bíða þar til Mart-
in fer í rúmið klukkam hálf-
eitt, síðan ganga þeir beint inn
í bókaherbergið og byrja á því
að bragða á whiskýinu- En setj-
um nú svo að Manderson sé ekki
sofandi og setjum svo að þeir
hafi gert örlítinn hávaða þegar
þeir opnuðu gluggamn. Hann
heyrir til þeirra, fer að hugsa
um innbrot; fer hljóðlega á fæt-
ur til að aðgæta hvort nokkuð
sé að; kemur þeim að óvömm,
þegar þeir em að búa sig undir
að hefjast handa. Þeir flýja, og
hlaupa; hann eltir þá niður að
skúrnum og nær í einn; það
verða átök, einn þeirra missir
stjórn á sér og kálar honum.
Jæja, herra Trent, tætið nú
þessa kenningu sundur.
— Gott og vel, sagði Trent, —
svona rétt til að gera yður
til geðs-, Murch, einkum og sér í
lagi þar sem þér trúið ekki orði
af þessu. I fyrsta lagi: engin
merki. eftir innbrotsþjófinn yðar
eða þjófana og glugginn lokað-
ur að morgni sa>mkvæmt orðum
Martins- Það er auðvitað engin
sönnun, það viðurkcnni ég. I
öðm lagi: enginn í húsinu heyr-
ir þetta fótaspark gegnum bóka-
stofuna né heldur nein hróp í
Manderson inni eða úti. í þriðja
lagi: Mamderson fer niður án
þess að tala við neinn, þótt bæði
Bunner og Martin séu við hönd-
ina. I fjórða lagi: Hafið þér
nokkurn tíma vitað til þess að
húsbóndi færi niður til sð
kljást við innbrotsþjófa, en
klæddí slg fyrst í allt sem við á,
nærfatnað, skyrtu. flibba og
bindi, buxur vesti brók og skó;
og fínpússaði allt saman á eftir
með því að greiða sér vandlega
og setja úrið sitt í vasann með
festi og öllu saiman? Ég myndi
segja að maðurinn væri með
fatadellu. Eina skrautfjöðrin sem
hann virðist hafa gleymt, em
tennurnar-
Fulltrúinn hallaði sér áfram,
hugsi á svip og spennti tröllsleg-
ar greipamair. — Nei, sagði hann
loks- — Aúðvitað er ekkert hald
í þessari kenningu. Ég býst við
að við eigum langt í land áður
en við komumst að því, hvers
vegna maður fer á fætur áður
en þjónustufólkið vaknar, kUeð'r
sig að fullu og er síðan myrtur
rétt við húshomið hjá sér, svo
snemma að hann er kaldúr og
stirður klukkan tíu að morgni.
Trent hristi höfuðið. — Við
getum ekki byggt neitt á þessu
síðasta- Ég hef rætt það við
marga sem vit hafa á þessu. Það
kæmi mér ekki á óvart, bætti
hann við, — þótt úreltar skoðan-
ir um líkamshita og stirðnun
eftir dauðann hafi stundum sent
saklausan mann í gálgann eða
langleiðina þangað- Ég býst við
að Stock læknir sé uppfullur af
þessum skoðunum; flestir af
gamla skólanum hafa þær. Það
er alveg gefið mál að Stock
læknir gerir sig að fífli við Ifk-
skoðunina. Ég er búinn að skoða
gripinn. Hann segir að maðurinn
hljóti að hafa -verið látinn svo og
svo lengi vegna hitastigsins í
líkamanum og rigor mort'is. Ég
sé alveg fyrir mcr hvemig hann
snuðrar í handbókum, sem voru
orðnar úreltar um það leyti sem
hann var að læra- Heyrið mig,
Murch, ég ska'l segja yöur sitt
af hverju scm veröur yður til
mikils trafala í starfi. Það er ó-
tal margt sem kann að fiýta fyr-
ir eða tefja kólnun fíkamans.
Þetta lík lá í háu, döggvotu grasi
skuggamegin við múrinn. Hvað
stirðnunina snertir, þá er hugs-
anlegt, ef Manderson hefur látið
lífið í átökum eða í snöggri
geðshræringu, að líkami hans
hafi stirðnað næstum samstundis;
þéss era öt'arl dæmi. Á hinn bóg-
ipn,,er. ekki víst að stirðnunin
hafi byrjað fýrr en átta eöa tíu
stundum eftir andlátið. Það er
ekki hægt að hengja neinn út á
rigor mortis nú til dags, fulltrúi,
hversu illa sem yöur líkar þess-
ar takmarkanir. Nei, við getum
aðeins sagt þetta- Ef hann hefði
verið skotinn eftir fótsiferðar-
tíma, þá heföi skotiö heyrzt og
aöfarirnar trúlega sézt líka. Við
veröum meira aö segja að ganga
út frá því, að hann hafi ekki
verið skotinn á þeim tíma sem
fólk er á ferli; þoð er ekki gert
á þessum slóðum.^Segjum aö sá
tími upphefjist um hálfojöleytið.
Manderson fór upp til sín um
ellefuleytiö og Martin var á fót-
um til klukkan hálfeilt. Ef hann
hefur farið að sofa strax og hann
gekk til náða, höfum við svo
sem sex stundir upp á aö hlaupa,
og það er drjúg stund. En hve-
nær svo sem moröiö var framið,
þá vildi ég að þér gæluö bent
mér á ástæöu til þe&s að Mand-
erson, scm virðist hafa veriö
morgunsvæfur, var kominn á
fætur og alklæddur fyrir ldukk-
an hálfsjö aö morgni; og hvers
vegna hvorki Martin, sem á bágt
mcð svefn, né Bunner, né konan
hans heyröu til hans á ferli eða
þegar hr.nn fór út úr húsinu.
I-Iann hlýlur aö hafa gengiö
mjög hljóölega um. Hann hlýtur
aö hafa læözt eins og köttur.
Finnst yöur ekki, Murch, eins og
mér, að þetta sé allt mjög kyn-
legt og anna'rlcgt?
— Þaö lítur út fyrir það, sam-
sinnti fulltrúinn.
— Ég nú, sagöi Trent og reis
á fætur. — Nú læt ég yöur ein-
an mcð íhugunum yöar ogskrepp
aö líta á svefnhcrbergin. Kannski
opinbcrast yður skýringin á öllu
saman mcöan ég er aö snuðra
þarna uppi. En, sagöi Trent loks
og geröi rödd sína örvílnaða þar
sem hann stóð í gættinni, — ef
þér getiö sagt mér hvernig í ó-
sköpunum þaö má vera, að mað-
ur sem fór í öll þessi föt,
gleymdi að setja upp í sig tenn-
urnar, þá megið þér sparka mér
beinai leið héðan og á næsta geð-
veikrahæli og skrá mig sem
brjálæðing.
V. KAFLI.
Það eru stundir í lífi okkar,
mætti halda, þegar það sem býr
hið innra með Okkur og fæst við ,
leynistarfsemi, sleppir upp í |
meðvitundina einhverju hugboði
um væntanlegt happ. Hver kann- !
ast ekki við þá óútskýranlegu
kennd, að hann eigi eitthvaö
gott í vændum? — ekki blint j
traust manna sem era í hættu
staddir né ósigrandi táimynd
bjartsýnismannsins, heldur nota-
lega kennd sem sprcttur upp í
huganum óforvarandis og gefur
til kynna velgengni í einhverju,
smáu eða stóru. Hershöfðinginn
veit allt £ einu að morgni, að
þessi da-gur mun færa honum
sigur og maðurinn á golfvellin-
úm veit óvænt að nú tekst hon-
um höggið sem hann hefur verið
að giíma við. Þegar Trent gekk
upp stigann framan við bókastof-
una, var eins og hann væri á
leið upp í einhverjar sigurhæðir.
Hersing af ágizkunum og til-
gátum leið um huga hans, í einni
bendu að því er virtist; stöku
athuganir sem hann hafði gert
bg vissi að skiptu máli, þótt þær
virtust enn alls ótengdar glæpn-
um; en á leiðinni upp var eins
og hann vissi örugglega að þetta
myndi bráðlega skýrast allt sam-
ao-
Svefnherbergin vora sitt hvor-
um megin við breiðan, teppa-
lagðan gang og við endann á
honum var hár gluggi. Hann lá
eftir endilöngu húsinu og beygði
síðan hornrétt yfir í þrengri gang
sem herbergi þjónustufólksins
lágu að- Herbergi Martins var
þó undantekning: það vissi að
litlum stigapalli, miðja vegu upp
á efri hæðina. Þegar Trent gekk
framhjá því leit hann þangað
inn. Lítið, ferhyrnt herbergi,
hreint og hversdagslegt. Á leið-
inni upp stigann forðaðist hann
allan hávaða, steig hægt niður
fótum, en þó heyrðist greinilegl;
marr í þrepunum.
Hann vissi að herbergi Mand-
ersons var hið fyrsta á vinstri
hönd þegar upp kom, og hann
fór undir eins inn í það- Hann
reyndi læsinguna og athugaði
skrána, sem virtist í góðu lagi.
Síðan svipxaðist hann um í her-
berginu-
Herbergið var lítið bg furðu-
lega eyðilegt. Snyrtivörur auð-
kýfingsins voru fábreytilegar.
Allt var með ummerkjum. eins
og komið hafði verið að þvf
morguninn sem hinn ömurlegi
fundur átti sér stað utanhúss.
Rúmfölin lágu í vöðli í mjóu
trérúminu og sólin skein glatt á
þau gegnum gluggann. Hún glóði
líka í gullpörtum vandaðra smíð-
isgripanna, sem lágu í vatni í
grunnu tannglasi á litlu nátt-
borði við höfðagaflinn- Á þessu
borði st<>ð Hka kertastjaki úr
smíðajárni. Eitthvað af fötum lá
á öðrum tágastólnum. Ýmsir
hlutir lágu ofaná kommóðu, sem
notuö var sem snyrtiborð, lágu í
óreiðu eins og eigandi þeirra
hefði verið að flýta sér. Trent
virti þá íyrir sér með athygli.
Hann tók líka eftir því að her-
bergiseigandinn hafði hvorki
þvegið sér né rakað sig. Með
fingrinum velti hann við gervi-
tönnunum í glasinu Og gretti sig
enn yfir þeim undram að þær
skyldu vera þarna eftir.
Tómleikinn og óreiðan £ litla*
herberginu, fylltu Trent ein-
hverri ömurleikakennd. Imyndun
hans manaði fram mynd af
manni f uppnámi sem klæddi sig
þögull og natinn f fyrstu dag-
skímunni, leit í sífellu að dyrun-
um sem kona hans svaf á bakvið,
og það vottaði fyrir eins konar
skelfingu í augum hans.
Það fór hrollur um Trent og
til þess að bægja þessu frá sér
opnaöi hann tvo stóru vegg-
skápana sitt hvorum megin
við rúmiö. I þcim vora föt, mik-
iö úrval af þeim eina munaði
sem moöurinn scm þarna hafði
sofiö, virtist hafa leyft sér.
Hvað skó snerti hafði Mander-
son líka látiö eftir sér ríflegar
birgðir af þeim. Mikill fjöidi af
skóm, mcð skótrjám og vel hirt-
ur, stóö f tveim, löngum hillum
við vegginn. Þar voru engin stfg-
vél- Trent haföi sjálfur vel vit
á skóm og nú sneri hann sér nð
skótauinu. Það leyndi sér ekki
að Manderson hafði haft fremur
nettan og vel lagaðan fót og
verið hreykinn af. Skórnir vora
&
'IM
Ætli það sé satt að það fylgi ókeypis bílfar á næsta spítala,
.. með þessum stóra ís?
Skolastjórar og kennarar
Laugarásbíó hefur ákveðið að bjóða skólanemend-
um í Reykjavík og nágrenni á sýningu á stór-
myndinni Sigurður Fáfnisbani (Völlsungasaga,
fyrri hluti), gegn vægu verði.
Upplýsingar í aðgöngumiðasölunni frá kl. 3 e.h.
Símar 32075 og 38150.
Laugarásbíó.
A ðalbókarastaðá
Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða aðalbókara sem
fyrst. Umsækjendur leggi inn nafn ásamt upplýs-
ingum um fyrri störf og kaupkröfur merkt „Aðal-
bókari“ fyrir 4. febrúar n.k. Algerri þagmælsku
heitið.
Breyttur viðtalstimi
Viðtalstími minn á Klapparstíg 27 verður frá og
með 23. þ.m. á mánudögum frá kl. 13—15, þriðju-
dögum kl. 16—18, miðvikudögum, fimmtudögum
og föstudögum kl. 10.30—12. Laugardögum kl. 10.30
til 11.30.
Símaviðtalstími í síma 20425, klukkustund fyrir og
hálfri stund eftir stofutíma.
Vitjanabeiðnir til kl. 13 í síma 20425 eða 52142.
Ragnar Arinbjarnar læknir
rf===JBi£AlEfGAN
RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMl 22Q22
t