Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 5

Þjóðviljinn - 22.01.1967, Page 5
Sunnudagur 22. janúar 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Nær 2800 félagar í Knatt- spymufélagi Reykjavíkur Atta af tíu stigahæstu Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur var haldinn í í- þróttasal féla-gsins 8. des. s. 1. Einar Sæmundsson, formaður KR, setti fundinn og bauð fé- laga velkomna. Síðan minntist hann tveggja látinna félaga: Guðmundar Lofts Jónssonar frá Hóli og Bcnedikt G. Waage, heiðursforseta ÍSÍ. Fundarstjóri var kjörinn Þór- ir Jónsson og fundarritari Gunn- ar Felixson. Gunnar Sigurðsson las skýrslu aðalstjórnar, ása:nt ágripi af skýrslum deilda. Starf- andi voru 2 fastancfndi}' áveg- um aðalstjórnar, rekstrarnefnd skíðaskála og skíðalyftu og hússtjóm félagsheimilis. Gefið var út myndarlegt KR-blað á árínu og árshátíð haldin að vanda. Sumarbúðir voru tek;n- ar í Skálafelli af mestu prýði, eins og undanfarin ár. KR veitti deildum sínum ríflega kennslu- styrki á árinu, hærri en ber- ast frá ríki og bæ, en þaðmun einsdæmi meðal íþróttafélaga. í bikarkeppni sérsambandanna vann KR 100% sigur, b-e. í bikarkeppni KSÍ, KKl, og FRt. Frjálsíþróttadeild Árangur var mjög góður á árinu. Hlaut KR t.d. 16 meist- arastig af 22 á Meistaramóti Is- lands og 12 af 19 á Unglinga- meistaramóti Islands. I Reykja- víkurmeistaramótinu sigraði KR með yfirburðum, svo og í Bik- arkeppni FRl. Ólafur Guð- mundsson varð Norðurlanda- meistari í tugþraut unglinga. Deildin stofnaði til svonefndrar sexþrautarkeppni í KR-húsinu, sem 80 ungmenni tóku þátt 1. og tókst nýjung þessi mjögve1. Knattspyrnudeild Árangur knattspyrnumanna var lakari en oftast áður. Þó sigraði KR í 6 mótum af 33, og ber þar hæst glæsilegan sigur í Bikarkeppni KSl. Félagið tók þátt í Evrópubikarkeppni meistaraliða, þar sem móther.i- ar urðu Frakklandsmeistararn- ir, F. C. Nantes. 3 KR-ingar dvöldust við æfingar hjá Cov- entry F. C. um þriggja mán- aða skeið á kostnað velunnara KR. Handknattleiksdeild Deildin varð fyrir því áfalli, að meistaraflokkur karla féll niður í 2. deild á árinu. Árang- ur annarra flokka var heldur góður, en nú lítur út fyrir að allir flokkar félagsins séu á upp- leið, ef dæma má eftir fyi'stu leikjum haustsins. Meistara- flokkur karla og meistara- og 2. fl. kvenna fóru til Akureyr- ar í sumar og léku þar nokkra leiki. Sunddeild Æft var fyrri hluta ársins í Sundhöllinni, en hinn síðari í Sundlaug Vesturbæjar. Voru æfingar vel sóttar af yngri með- limum deildarinnar, sem bind- ur miklar vonir við frammi- stöðu þeirra í framtíðinni. Sund- knattleiksmenn tóku þátt í öllum mótum, sem haldin voru. en tókst ekki enn að sigra Ár- menninga. Skíðadeild KR-ingar tóku þátt í þeim mótum, sem fóru fram í ná- grenni Rvíkur, svo og Skíða- móti Islands á Isafirði, Her- mannsmóti á Akureyri og Skarðsmóti á Siglufirði. Ár- angur var mjög sæmilegur. Enn- fremur tóku KR-ingar þátt i sumarmóti Skíðaskólans í Kerl- ingarfjöllum. Tveir skíðamenn fóru til Austurríkis til þjálf- unar á starfsárinu og dvöld- ust þar í mánaðartíma. Fimleikadeild Æft var í þremur flokkum á árinu, þ.e. frúar-, öldunga- og sýningarflokki. Sýningarflokk- ur KR sýndi 17. júní þæði í R- vík og Hafnarfirði við góðar undirtektir. Á árinu dvöldust 4 menn úr flokknum i Horten i Noregi við æfingar, ásamt mörgum úrvalsflokkum frá Norðurlöndum. Körfuknattleiksdeild Keppnisárangur deildarinnar hefur aldrei verið jafngóður og á sl. ári. Félagið varð íslands- meistari í 1. deild karla, svoog 1. og 3. flokki karla. KR sigr- aði í Bikarkeppni KKl, og tók þátt í Evrópuþikarkeppninni, þar sem leikið var við Evrópu- meistarana frá Italíu, Simm- enthal. KR-ingar urðu Reykja- víkurmeistarar 1966 og áttu kjamann í landsliðinu, sem vann 4 af 8 leikjum ársins. Glímudeild Fjórar kappglímur voru háð- ar á árinu. Tóku KR-ingar þátt í þeim öllum með góðum árangri. 1 Landsflokkaglím- unni sigraði KR í þrem flokk- urn af 6. Sigtryggur Sigurðs- son sigraði í Skialdarglímu Ár- manns og varð 2. í íslands- glímunni. KR sigraði með vf- irburðum í sveitaglímu félags- ins. Sýningarglímur voru 6 á árinu. Fadminfftondeild Þátttakendur í Reykjavíkur- mótinu voru 9. Keppt. var að- eins. í einum flokki. tvíliðaleik karla, og sigraði KR þar. 14 tóku þátt. í íslandsmótinu og sigruðu KR-ingar í tvíliðaleik karla. meistara- og 1. flokki. Deildin stóð fyrir innanfélags- móti. bar sem kennni var hörð og skemmtileg. Aðstaða til æí- inga hefur nú rnjög batnað. Þörgéir Sigurðsson las re;kn- inga KR. sem sýndu góðan fjárhag, og voru þeir samþykk'- ir einróma. Féiagar í KR eru nú nálægt 2800. I aðalstjórn KR voru einróma endui'kiörnir: Einar Sæmunds- son, form., en aðrir í stiórn: Sveinn Björnsson, Gunnar Sig- urðsson, Þorgeir Sigurðsson. Birgir Þorvaldsson og Ágúst Hafberg. Formenn deilda ei*u: Frjálsi- bróttadeild: Einar Frímannsson. Knattspyrnudeild: Sigurður Halldórsson. Handknattleiks- deild: Heinz Steinmann. Sund- deild:. Erlingur Þ. Jóhannsson. Skíðadeild: Valur Jóhannsson. Fimleikadeild: Árni Magnús- son. Körfuknattleiksd.: Helgi Ágústsson. Glímudeild: Rögn- vaídur Gunnlaugsson. Badmin- tondeild: Óskar Guðmundsson. Þorgeir Sigurdsson Ies reikninga félagsin á aðalfundi Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Knattspyrnan í Evrópu 1966: England í fyrsta sæti, Vestur-Þýika land í öðru - Island 10. í röðinni Þarna eru átta af þeim tíu íþróttamönnum, sem flest atkvæði hlutu við kjör Samtaka iþróttafréttamanna á „lþróttamanni árs- ins 1966‘‘ á dögunum. Frá vinstri eru Ölafur Guðmundsson KR (frjálsar íþróttir), Guðmundur Gíslason (sund), Gunnlaugur Hjálm- arsson (handknattleikur), Geir Hallsteinsson (handknattleikur),. Hermann Gunnarsson (handknattl- og knattspyrna), Kolbeinn Pálsson íþróttamaður ársins (körfuknattleikur), Sigu'rður Dagsson (knattspyrna) og Árdís Þórðardóttir (skíði). Unglingar óskast Piltar eða stúlkur óskast til sendistarfa. hálfan eða allan daginn. — Þurfa helzt að hafa reiðhjól. ÞJÓÐVILJINN Kuldajakkar og úlpur +■ Hið vandaða austur-þýzka íþróttabla'ð DEUTSCHES SPORTECHO birti á dögunum yfirlit um evrópska knatt- spyrnu á Iiðnu ári, m.a. Iista yfir alla Ijindslciki Evrópu- þjóða á árinu o.s.fr. ■4r Samkvæmt þessu yfirliti er England efst á blaði, næst kem- ur Vestur-Þýzkaland og síðan Sovétríkin. Getið er 32 landa í yfirlitinu og er ísland, með sinn eina jafnteflisleik við á- hugamannalið Wales, í 30. sæti, á undan Kýþur með einn tap- Icik og Lúxemborg mcð 4 tap- leiki. Töfluröð er þessi: 1. England, 2. Vestur-Þýzkaland, 3. Sovétríkin, 4. Portúgal, 5. Italía, 6. Ungverjaland. 7. A-Þýzkaland, 8. Svíþjóð, 9. Rúmenía, 10. Finnland, 11. Holland, 12. Búlgaría, 13. Júgóslavía, 14. Frakkland, 15. Pólland, 16. Norð'Ur-lrland, 17. Belgía, 18. Spánn, 19. Irland, 20. Austurríki, 21. Malta, 22. Tékkóslóvakía, 23. Skotland, 24. Tyrkland, 25. Noregur, 26. Danmörk, 27. Grikkland, 28. Wales, 29. Sviss, 30. ísland. 31. Kýpur, 32. Lúxemborg. Markhæstur einstaklinga landsleikjum Evrópuliðanna er hin skæra stjarna Portúgala: Eusebio, sem skoraði 13 mörk í tólf leikjum. I öðru sæti er Ungverjinn Farkas með 11 mörk, þriðji Portúgalinn Torr- es með 10 mörk og f jórði Eng- lendingurinn Hurst með 9 mörk. Tveir leikmenn skoruðu 8mörk: Bene Ungverjalandi og Hunt, Englandi og þrír 7 mörk:Bobbv Charlton Englandi og Vestur- Þjóðverjarnir Beckenbauer ca Haller. Alls tókst 186 leikmönnum uð skora mörk í þeim landsleikj- um sem yfirlit blaðsins nær. I i öllum stærðum Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) íM! VAl HINNA VANDIÁTU E L D H U S SIMI 3-85-S5 SuSuHonthbrotrt 10 (gegnt IþróMahöll' mskiiuua jfc 4 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.