Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. febrúar — 1967 — 32. árgangur -— 29. tölublað. Umræður um ráðhúsmá/ið vur frestuð Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag bar Bárður Daníelsson fram tillögu um að borgarráði yrði falið að láta framkvæma nýja athugun á * 1 ráðhúsmálinu í bví skyni að kanna', „hvort ekki muni hag- kvæmara að byggja tiltölulega lítið ráðhús í gamla miðbænum, sem sé aðallega ætlað fyrir I starfsemi borgar.stjórnarinnar. borgairráðs, skrifstofur borgar- stjóra, gestamóttöku o.s.frv., en þörf borgarinnar fyrir skrif- 6tofuhúsnæði verði leyst með bví ■ að byggja skrifstofuhús í hinum fyrirhugaða nýja miðbæ, austan | Kringlumýrarbrautar". Umræðu um tillöguna var frestað, bar eð borgarstjóri upplýsti að ráðhús- nefnd hefði á fundi milli jóla og nýárs samþykkt að kveðja borg- arstjórn bráðlega til fundar um ráðhúsmálið, þar sem fyrir mymdu liggja teikningar og út- boðslýsingap og aðra<r upplýsing- Engir sovézkir liðsflutningar? VARSJÁ 3/2 — Haft er eftir vesturlenzkum sendimönnum í Varsjá að þeir efist um að fótur sé fyrir fregnum um að Sovét- ríkin hafi kvatt herafla úr Au,st- ur-Evrópu en flutt hann til lsmdamæra Kína. Þeir eru sagðir telja að liðsflutningum Sovétríkj- anna frá Austur-Evrópu hafi lokið í haust eftir hinar miklu sameiginlegu heræfingar þeirra- Austur-Þjóðverja, Tékkóslóvaka og Ungverja. Þá hafi þegar ver- ið ákveðið sð kalla heim 20-000 menn frá Austur-Evrópu og leysa þá úr herþjónustu. Alþýðubanda- lagsfólk í Kópavogi Alþýðubandalagið í Kópa- vogi heldur fræðslufund á morgun, sunnudaginn 5. febrúar, í Þinghól og hefst hann kl. 2 síðdegis. Jón Baldvin Hannibals- son hagfræðingur flytur erindi: Skipulagshyggja og frjálshyggja í efnahags- málum. ÆFR Kvikmyndin „Hlæjandi maðurinn“ verður sýnd í Tjarnargötu 20, niðri kl. 9 annað kvöld. Á undan verður sýnd stutt, tékknesk teiknimynd, „Framtak ein- staklings og ungarnir fjórir“. Akranes — þorrablót Þorrablót Alþýðubanda- lasgins og sósíalista er í kvöld kl. 8.30 að Rein. Nokkrir óseldir aðgöngu- miðar seldir milli kl. 3—4 í dag. Upplýsingar í sím- um 1948, 1861 og 1630. Hverjir skipa nú Þingvallanefnd og náttúruverndarráð Náttúruverndarmál og lóða- I úthlutun á Þingvöllum eru nú mjög til umraeðu manna á með- al eftir umræðufund Stúdenta- félags Háskólans um þessi efni. í þessu samhandi hafa Þjóðvilj- inum borizt allmargar fyrir- spurnir um það hvaða menn skipi nú Þingvallanefnd og nátt- úruverndarráð og eftir hvaða reglum menn séu valdir þar til starfa. Traustasta heimild um 'ietta efni er að sjálfsögðu Rík- 'shandbók íslands og fara hér á eftir þær upplýsingar, sem hún hefur að geyma, ásamt breytingum sem orðið hafa á skipun þessara nefnda frá því síðasta útgáfa Rik’shandbókar- innar kom út árið 1965 og | menntamálaráðuneytið hefur góðfúslega látið blaðinu í té. Þingvallanefnd tíermann Jónasson Emil Cuf borgurstjórukeðju ú 50 úru ufmælinu í gær, á 50 ára afmælisdegi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, afhenti formaður félagsins, Ing- ólfur Finnbogason, Geir Hallgrímssyni borgarstjóra borgarstjórakeðju að gjöf frá félaginu. Er þetta forlátagripur sem Leifur Kaldal gullsmiður hefur gert. Er keðjan skreytt táknum tíu þátta borgarlífsins auk skjaldarmerkis borgarinnar. Eru táknin fyrir iðju og iðnað, verzlun, verkamanna- vinnu, sjósókn, jarðyrkju, bókmenntir, leiklist, læknavísindi, lögspeki og trúarbrögð. Myridin ér tek- in í gær við afhendinguna og sýnir borgarstjóra með keðjuna ásarnt Ingólfi Finnbogasyni og Leifi Kaldal. — (Ljósm. Kristján Magnússon). Barnaheimili Reykjavíkurborgar: Rekstrarhallinn 111 þúsund krónur á ári á hvert barn □ Það var upplýst á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, að rekstrarhalli á barnaheimilum, vist- heimilum, Reykjavíkurborgar nemur allt að 111 þúsund krónum á hvert barn yfir árið. Með þessa staðreynd i huga beindi Sigurjón Björnsson, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, eftirfarandi fyrirspumum til Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra: 1. Hafa verið gerðar ráð- stafanir til að kanna orsakir þessa mikla rekstrarhalla, og sé svo, hverjar eru þá helztu skýringar á honum? 2. Er nú þegar unnið að til- Iögum um hagkvæmari rekst- ur heimilanna, og sé svo, Afgreiðsla Loftleiða flutt ú Vesturgötu 2 I dag kl. 9 f.h. opna Löftleið- ir h.f. nýjan afgreiðslusal að Vesturgötu 2 en sem kunnugt er hefur farmiðasala félagsins í Reykjavík undanfarin ár verið í Lækjargötu 2, nú síðast Aust- urstrætismegin. í gær var fréttamönnum boð- ið að skoða nýja afgreiðslusal- inn sem er í húsi er Loftleiðir keyptu af Verzlunarbankanum í- desember s.l. og var Raforkan þar áður til húsa. Sigurður Magnússon, fulltrúi, skýrði svo frá að 7. jan. s.l. hefði verið byrjað að breyta húsnæðinu og hefur Ólafur Júl- íusson arkitekt gert teikningar að breytingum. Yfirumsjón með framkvæmd verksins hefur Þor- valdur Daníelsson haft með höndum. Húsgögnin í nýja saln- Urm er x frá Helga Einarssyni og teppi frá Vefaranum en glugga- skreytingar gerði Ásgerður Höskuldsdóttir og eru þær mjög smekklegar. Nýja húsnæðið á neðri hæð- inni er rúmlega 80 fermetrar að stærð en eins og fyrr segir eiga Loftleiðir allt húsið. Lóð- in er 1399 fermetrar og sam- kvæmt skipulagi Reykjavíkur- borgar á að rísa þar stórhýsi í framtíðinni. Starfsmenn nýju afgreiðslunn- ar eru þrír: Gylfi Sigurlinnason, Þórir Björnsson og Sigríður Gestsdóttir sem • hefúr starfað lengst hjá Loftleiðum. um skeið sem flugfreyja. Aðspurðir sögðu forráðamenn Loftleiða að félagið hefði ekki ákveðið þotukaup á næstunni en hinsvegar yrði tímabært að kaupa þotu um 1970. hvenær má þá vænta þeirra tillagna eða ráðstafana til lag- færingar á rekstrinum? Borgarstjóri, gaf ekki önnur svör við fyrirspurnunum en þau, að þessi mál væru nú í athugun hjá fræðslustjóra, oorgarhag- fræðingi og hagsýslus-jóra og g.'einargerðair þeirra að vænta innan skamms- Einn’g benti brrgarstjóri á að langhæsti út- gja'daliður á rekstrar/eikningi barnaheimilanna væri vinnu- laun, sem næmu allt að-70% áf rekstrarkostnaði. Sigurjón Björnsson þakkaði borgarstjóra svörin og kvaðst vænta þess að sjá greinargerð fyrmefndra borgarstarfsmainna áður en langt um liði og þá jafnframt tillögur þeirra til úr- bóta, því að í þessu efni væri vissulega bóta þörf, rekstrar- halli barnaheimilanna gæti ekki talizt eðlilegur. Um Þingvallanefnd og skipun hennar segir svo í Ríkishand- bókinni 1965: „Þingvallanefnd, skipuð þrem alþingismönnum. skal kosin með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi i lok hvers þings eftir nýafstaðnar alþing- iskosningar, sbr. lög nr. 59/1928. um friðun Þingvalla. Kosnir í sameinuðu þingi 11. desember 1963: Sigurður Bjarna- son, ritstjóri Hermann Jónasson,^. fyrrv. dómsmálaráðherra. Emil Jónsson, ráðherra. Þjóðgarðsvörður er síra Ei~ ríkur J. Eiríksson, Þingvöllum. Húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Gjaldkeri er Þor- steinn Sveinsson hdl.“ Engar breytingar hafa' orðið á skipun nefndarinnar frá því ríkishandbókin kom út. Náttúruverndarráð Um skipun náttúruverndar- ráðs segir svo í Ríkishandbók- inni: „Skipað af menntamálaráðu- neytinu hinn 8. maí, 20. og 24. júní 1961 og 31. desember 1963, samkv. lögum nr. 48/1956, um náttúruvernd, sbr. lög nr. 77/ 1963: Birgir Kjaran, forstjóri, for- maður, skipaður án tilnefning- ar; Steingrímur Steinþórsson, fv. búnaðarmálastjóri, skipaður skv. tilnefningu Búnaðarfélags ís- lands; Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, skipaður samkv. tilnefningu Verkfræðingafélags Framhald á 3. síðu. Sigurður Bjarnason Á MORGUN er sunnudag- ur og þá verður Þjóð- viljinn 16 síður og flyt- ur mikið efni og gott, meðal annars: ★ Viðtöl við Guðmund Arnlaugsson rektor og Helga Þorláksson skóla- stjóra um skólamál, •— Bjarna Einarsson um dráttarbrautina í Njarð- víkum — og Jón Haf- liðason áttræðan. ★ Meinleg örlög nefnist smásaga eftir Padric O’Conaire. ★ Hvíldardagsgrein Austra ber fyrirsögnina And- legt uppburðarleysi. ★ Pólsk-franski blaðamað- urinn K. S. Karol skrif- ar greinina: Það sem er í rauninni að gerast í Kína. Ekki jarðýtur vegamálastjóra Mér hefur tjáð Þorleifur Eln- arsson jarðfrasðingur, að rang- lega sé eftir sér haft, að jarð- ýtur vegamálastjóra hafi staðið að afmáun Kristnitökugíga á Hellisheiði. Þar hafi aðrir aðilar sennilega verið að veiki. Þetta er mér Ijúft að leiðrétta og bið hlutaðeigendur afsökunar. En því eru mér jarðýtur vega- málastjóra svo ríkar í hugai, að ég átti leið um Geitasand í Möðrudalsf jallgarði í haust, og sá ég ekki betur en þær hefðu þar eytt, eða aflagað. eitthvert hrikafegursta landslag, sem fyrir mér varð á allri þeirri leið- Grétar Oddsson. MAlFUNDUR SOSIflllSTA í Tjarnarbúð: NYKAPITALISMI OG STÉTTABARÁTTA Sunnudaginn 5. febr- úar verður haldinn málfundur sósíalista klukkan 2.30 í Tjarn- arbúð uppi. — Jón Rafnsson flytur þar framsöguerindi: Ný- kapítalismi og stc' .a- barátta. Mætið stundvislega. Æ.F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.