Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 5
Þorsteinn Jósepsson Minningarorð Þegar gamall vinur minn, Þórsteinn Jósepsson, blaðamaS- ur ög rithöfundur, er horfinn vég allrar veraldar, vakna ýmsar minningar, sumar gaml- ar frá æsku okkar beggja uppi í Borgarfirði fyrir meira en fjörutíu árum, flestar yngri frá síðustu tuttugu til tuttugu og fimm árum. Þegar fundum okkar bar saman, var Þor- steinn að minnsta kosti heilu ári eldri en ég, og það gaf honum ekki svo lítið forskot út af fyrir sig, en einhvern veginn var hann þá þegar orð- inn stórum meiri veraldarmað- ur en ég. Ég man að hann lánaði mér verðlista um út- sölubækur Gyldendals. Var þar margt eigulegt kver fyrir mann, sem var í þann veginn að gerast stautandi á þessa tungu, sem í rauninni hefur til skamms tíma verið okkar heimsmál. En auraráð voru í ósamræmi við góðan vilja, og aldrei eignaðist ég neina af þeim fallegu og vafalaust fróð- legu bókum, sem Gyldendal bauðst svo að segja til að' gefa mér. Svo lá leið Þor- steins til útlanda, og hann átti langdvalir í Þýzkalandi og Sviss, þar sem hann mannað- ist á heimsins hátt eins og Ein- ar Benediktsson komst ein- hvern tíma að orðL Síðar, eftir að ÞorSteinn kom heim, varð þess skammt að bíða, að leiðir okkar lægju aftur saman. Það var einkum bókasöfnun Þorsteins og smá- vegis tilburðir af minni hálfu í sömu átt; sem dró hug okk- ar saman. Þorsteinn hafði mik- ið yndi af bókum og var stór- lega fróður í íslenzkri bók- fræði óg étrti um það lauk eitt- hvert bezta safn íslenzkra bóka og bóka um íslenzk efni, sem nokkru sinni hefur komizt í eigu einstaks manns. En það var ekki aðeins, að safn hans væri mikið að vöxtum, hitt bar raunar meira af, hve það var valið að gæðum, hve eintök voru fögur og af hve mikilli natni hann umgekkst bækur sínar og bjó þeim band og annan frágang. Er mér vel kunnugt, að í safni Þorsteins erú bækur, óvenju fagrar, sem jafnvel meiri háttar söfn er- lend eiga vanheil, þótt efni þeirra varði ekki síður við- komandi lönd en ísland. Hér er ekki færi á að lýsa bóka- safni Þorsteins Jósepssonar. Það er miklu stærra og fjöl- breyttara en svo, að frá því verði sagt í stuttri minning- argrein. Að koma upp slíku safni kostar ekki aðeins nokk- urt fé, heldur krefur það einn- ig og ekki síður árvekni, natni og nokkurs harðfylgis. Ég hygg að síðari árin hafi ekki önnur áhugamál átt ríkari þátt í huga Þorsteins. Hann hélt á- fram að hugsa um safn sitt og auka það, eftir að honum var orðið allra manna ljósast, að stundaglas hans var að renna í botn. Síðast þegar ég hitti Þorstein á faraldsfæti, fund- umst við á bókauppboði, þar sem hann bætti í safn sitt fá- gætri Hrappseyj arrímu. Fáum dögum síðar var hann kominn í sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Þorsteinn Jósepsson var létt- ur á fæti og íþróttamaður á yngri árum. Gerðist hann ferðagarpur mikill og áhuga- ljósmyndari, sem fór víða um fjöll og byggðir og festi svip landsins og fólksins á mynd. Birtust þær margar í innlend- um og erlendum bókum og rit- um, og er mér til efs, að aðrir ljósmyndarar íslenzkir . eigi víðar myndir en hann. Munu þær ekki hvað sízt hafa orðið fjárhagsleg undirstaða bóka- safns hans. Þorsteinn hafði glöggt auga fyrir sérkennum í landslagi og markverðum svip- ‘brigðum mannlífsins, enda hygg ég, að myndasafn hans sé harla merkilegt. Á yngri árum fékkst Þor- steinn töluvert við skáldskap og ritaði sögur og leikþætti. Varla mun hann hafa náð þeim árangri, er hann vænti sér á því sviði, enda lagði hann þau ritstörf að miklu leyti á hilluna síðari árín. Hann hefur og ritað fjölda frá- söguþátta, ekki sízt frá ferðum sínum erlendis. Er hann þar léttur í máli og segir skemmti- lega frá, einkum ef spaugileg atvik bar að höndum eins og stundum vill verða á ferðalög- um. Agreiningur kominn upp á milli ráðherrunnu í Bonn Skömmu áður éh Þörsteinn kenndi banameins síns í fyrra- vetur hafði hann tékizt á hend- ur að rita staðfræðilégt upp- sláttarrit um ísland, sém síð- ar hlaut nafnið Landið þitt. Hann hafði ferðazt um landið þvert og endilangt og komið í flestar byggðir þess og var áreiðanlega í hópi þeirra manna, sem þekktu það bezt, en að auki fróður vel um sögu lands og þjóðar. Tók Þorsteinn til óspilltra málanna við verk sitt, en varð stuttu síðar að ganga undir hættulegan upp- skurð* sem gerði honum ljóst að hverju stefndi og vonir tak- markaðar um árangur aðgerð- arinnar. Það var í sjálfu sér afrek að leggja ekki árar í bát, þegar svo var komið, en halda verkinu áfram'af æðruleysi og karlmennsku. Vann hann að bók sinni fársjúkur og í kapp- hlaupi við dauðann og tókst að ljúka handritinu áður en hanh varð að fara aftur í sjúkra- hús til skurðaðgerðar, og var þá starfsferli hans lokið, þótt fótavist hefði hann enn um fárra vikna skeið. Vafalaustmá eitthvað finna að bókinni eins og öðrum mannanna vérkum, en mig grunar, að Landið þitt verði alltaf talið til merkis- bóka, sem eigi fyrir höndum langt líf með þjóðinni í nýjum og endurskoðuðum útgáfum, þar sem því verður ekki gleymt, sem Þorsteinn lagði- í undirstöðurnar, Að Þorsteini Jósepssyni stóðu sundurleitar ættir: Fornbýlir, grónir góðbændur og fróðléiks- fflénn í Borgarfirði á aðra hlið, en á hina l okkru lauslyndari sveimhugar norðan heiða. Þor- steinn bar einkenni beggja í góðu samræmi, var ævintýra- maður í hófi framan af ævi, en gerð.' fastlyndari og sett- ist að 'mastu leyti um kyrrt og safnaði bókum í stað maura, er hann tók að reskjast. Bjó hann sér vistlegt og hlýlegt heimili, þar sem honum þótti gott að sitja á kvöldum í vina- hópi, ræða bókasöfnun og önn- ur áhugamál sín og miðla fróð- leik og veitingum af örlátri rausn. Var hann híbýlaprúður svo af bar og manna glaðastur heim að sækja. Á heimili Þor- steins átti ég marga ánægju- stund, sem ég þakka að sam- ferðalokum, um leið og við hjónin sendum konu hans, frú Edith, Ástríði, dóttur hans, og öðrum vandamönnum samúð- arkveðju. Haraldur Sigurðsson. BÖNN 2/2 — Komizt hefur upp um ágreining innan vesturþýzku Stjórnarinnar. Fyrir nokkrum dögum sagði sósíaldemókratinn Herbert Wehner sem fer með alþýzk málefni í Bonnstjórninni í viðtali við bandarískan blaða- mann að halda ætti ráðstefnu A- Þýzkalands, V-Þýzkalands, Bret- lands, Bandaríkjanna, Frakk- lands og Sovétríkjanna i því Skyni að draga úr viðsjám í Evrópu. Þessi ummæli Wéhners WASHINGTON 2/2 — Banda- ríski flugherinn sem stjórnar undirbúningnum að mannaðri geimferð til tunglsins tilkynnti í dag að hætt hefði verið, a.m.k. um Sinn við allar tilraunir með geimfarslikön sem fyllt væru ó- menguðu súrefni. Þessi ákvörðun var tekin eftir slysið , San Antonio í Texas í fyrradag, þegar tveir flugmenn létu lííið. Eldur kom upp í geim- farslíkaninu og munu eldsupp- I voru birt í „Washington Post“ í gær. í dag sagði talsmaður Kie- singers forsætisráðhérra í Bonn að þótt þessi hugmynd Wehners væri athyglisverð, væri ekki tímabært að halda slíka ráð- stefnu. Wehner sagði sjálfur í dag að hann hefði alls ekki ætlazt til þess að þessi ummæli hans væru birt og sakaði blaða- manninn um trúnaðarbrot. tökin hafa orðið með svipuðum hætti og þegar kviknaði í Ap- ollofarinu á Kénnedyhöfða á föstudaginn var, en þá brunnu þrír bandarískir geimfarar inni. Búizt er við að rannsókn á brunanum í San Antonio muni taka einar þrjár vikur. Rann- sókn á brunanum á Kennedy- höfða stendur enn yfir og hefur enn ekkert verið látið uppi um I niðurstöður hennar. Fundum okkar Þorsteins Jósepssonar bar fyrst saman fyrir aldarfjórðungi, þegar Skúli Skúlason hafði hrundið því í framkvæmd að endur- vekja Blaðamannafélag íslands til starfa. Við vorum þá ásamt þriðja manni settir í kvöld- vökunefnd félagsins. Á kvöld- vökum þessum, sem voru öll- um opnar, skyldi sameina fræðslu og skemmtun. Ég véit ég móðga ekki þriðja manninn í nefndinni þótt ég segi frá því hér að Þorsteinn var okkar drjúgvirkastur í þeirri nefnd. Áður þekkti ég raunar rit- höfundinn Þorstein Jósepsson af bókum hans, en persónuleg kynni leiddu í ljós að maður- inn bak við bækurnar var ann- ar og meiri en ráða mátti af bókunum. Slíkt er sjaldgæfari reynsla en margur heldur. Þorsteinn Jósepsson var maður óþarflega hlédrægur, en þó fylginn sér. í mátulega stórum hópi var hann glaðvær og gat verið manna skemmti- legastur. Höfðingi héim að sækja og hvergi ánægjulegra með honum að vera en í bóka- safni hans. Landið, þjóðin, sag- an og bækur fornar voru hugðarefni hans. Og í fari hans sameinaðist með skemmtileg- Ekki frekuri tilruunir með líkön með ómenguðu súrefni Laugardagur 4. íebrúar 1967 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA g Þorsteinn .Tósépsson um hætti gáski förusveinsins og festa og íhygli fræðaþuls- ins. Allir vita að hann tók af- bragðs myndir á férðum sínum um landið; hitt mun eiga eftir að koma betur í ljós hve dýr- mætur fjársjóður heimilda um land og þjóð á fyrri hluta þessarar aldar er fólginn í myndasafni hans. Þegar kveðja skal að ævi- lokum vérða orðin léttvæg; en gott er við yl minninganna um hinn drengilégasta stéttarbróð- ur. Og minning Þorsteins Jóseps- sonar mun lifa með þjóðinni í verkum hans, brautryðjanda- starfinu er hann vann með síð- ustu bók sinni: Landið þitt og heimildunum um land og þjóð sém hann eftirlét þjóð- inni í myndum sínum. Þökk fyrir samfylgdai-stund- irnar, Þorsteinn. J. B. Einhvern tíma á útmánuðum árið 1954 var ég staddur í Fornbókaverzlun . Kristjáns Kristjánssonar og var að skoða gömul íslenzk fornrit. Ég fann þarna einar tvær bækur sem mig vantaði í ákveðna útgáfu.^ Ég hefi líklega spurt Friðjón heitinn Guðmundsson, sem af- greiddi þá í verzluninni, hvort hann gæti útvegað mér fleiri bækur, sem mig vantaði í þessa útgáfu. Svar hans man ég ekki lengur, en þá vék sér að mér maður, sem hlýtt hafði á tal okkar og ég þekkti ekki, og kvaðst mundi geta látið mig hafa tvær í viðbót, ef ég kæmi heim til sín. Hann kynnti sig síðan og kvaðst heita Þorsteinn Jósepsson. Á tilsettum tíma kom ég heim til hans að Bollagötu 9 og sótti bækurnar, sem gaman var að eignast. Hitt var þó meira gaman, að fyrir þessa tilviljun hófust við hann kynni, sem áttu eftir að verða að vináttu og hefur hún enzt til þess dags, er hann lézt nú í vikunni, langt fyrir aldur fram. Líklega eru fáir íslendingar, sem fleirum verða harmdauði en Þorsteinn, slíkur sem hann var í drengskap, höfðingslund og ljúfu skapi, því hann var óvénjulega vin- margur. Sumarið eftir að kynni okk- ar hófust, kom hann austur í Hallormsstað og þá fór ég méð honum um Fljótsdalshérað Og kynntist þá nýrri hlið á hon- um: Ferðalangnum og ljós- myndaranum. Síðan bar hann að garði hjá mér flést sufflur — oftast þó í alltof stuttan svip — og ég kom til hans á hverjum vetri. Það var alltaf eitt mesta tilhlökkunarefni mitt við að koma til höfuð- staðarins að koma á heimli hans, sem átti fáa sína líka, ekki bara fyrir hið einstæða bókasafn hans, sem alltaf var jafn ævintýralegt að fá að sjá, heldur og ekki síður fyrir þá -óvenjulegu hjartahlýju og fá- gæta höfðingsskap, sem þar ríkti ætíð. Þótt Þorsteinn væri víðförull og heímsborgari, sem dvald* léngi erléndis, lifði alltaf hjá honum hinn íslenzki sveita- maður og var ákaflega gildur þáttur í eðli hans. Hann birtist skýrast í höfðingsskapnum, um sem ég hef h.já fáum mönnum kynnzt meiri. Enda heyrði ég hann oft dást að hinni sérstæðu íslenzku sveita- menningu, sem nú er óðum að hverfa. Skapferli Þorsteins var slíkt, ag hann átti ákaflega létt með að umgangast hinar ólíkustu manngerðir. Hann var svo inni- lega laus við áleitni Og ég heyrði hann aldrei reyna að troða sínum skoðunum upp á aðra. En hann hafði gaman af að hlýða á skoðanir annarra og hinn glaði félagi, sém hann var, kunni alltaf vél að meta hvers kyns spaug. Þorsteinn Jósepsson gérðist snemma blaðamaður og það var hið borgaraléga starf hans nær hálfa ævina. Yfir þétta starf hans mun sjálfsagt fyrn- ast eins og margra starfs- bræðra hans, sem skrifa nafn- lausar fréttir í dagblöðin. En með tómstundaiðju sinni í lík- lega 30—40 ár hefur hann skil- ið éftir sig þau spor, sém seint mun fjúka í og lagt til ís- lenzkrar menningarsögu drýgri skerf en fléstir samtíðarmenn hans. Hann er einn af braut- ryðjendum okkar í töku lands- lagsljósmynda og líklega mik- ilvirkastur þeirra um langt árabil. Méð myndum sínum hefur hann meir en flestir orð- ið til þess að opinbéra samtíð- armönnum bæði heima og er- lendis töfra íslenzkrar náttúru. Bókasöfnunin varð með árun- um sú tómstundaiðja, sem hann stundaði fastast, og eitt sinn sagði hann mér, að hann tæki nú orðið myndir til þess að geta keypt bækur. Við fráfall^ hans mun bókasafn hans véra orðið a.m.k. annað af tveimur méstu í einstaks manns éigu hér á landi, éf ékki hið mesta. Og ótrúlegt þykir méf, að nökkurt sé til fallegra. Það var sérstakt við hina miklu söfnun hans, að hann náði í mjög márgt fágætustu bóka sinna ffá útlöndum, frábærléga fögur eintök oft og tíðum, og varð þannig til þéss að draga hing- að heim bækur — íslenzkar eða um ísland, — sem annars hefðu kannski ekki komizt heim. Þær bækur gamlar, sem þurfti að gera við og binda, lét hann aðeins hina færustu bók- bindara fara höndum um. Þótt hann gæfi út margar bækur um ævina, sögur, frá- sagnir og þætti um bækur, verður þó síðasta bók hans, Landið þitt, sú er hann samdi í kapphlaupi við sjúkdóminn, er dró hann til dauða, til þess að halda nafni hans lengst á lofti. Með henni skilaði hann bfautryðjandaverki, sem lengi bíður að. Fáir íslendingar gjör- þekktu landið betur en hann og eflaust verður þessi bók gefin út í mörgum útgáfum á ókömnum árum — auðvitað má hana endalaust bæta, en mest var um vert að koma í verk að semja frumgerðina. Mér hnykkti við fyrir um hálfum mánuði, er ég frétti, að ÞorSteinn væri aftur kominn á sjúkrahús og enn af honum dregið og grunaði þá, að skammt myndi eftir. Hann hringdi til mín s.l. aðfanga- dagsmorgun, var þá hress í bragði, fyrir nokkru kominn héim af sjúkrahúsi eftir annan uppskurðinn. Eg vonaði þá, að ég myndi hitta hann a.m.k. enn einu sinni í vetur. En nú er hann sem sé horf- inn fyrir fullt ög allt. Hann lifir samt í minningunni sem éinhver mesti drengskapar- maðuf og höfðingi, er ég hefi kynnzt. Slíkum mönnum á maður mikið að þakka, því að þeir gera líf hans auðugra. Ég votta eftirlifandi konu hans, Edith, og dóttur hans, Ástríði, innilegustu samúð mína. Sig. Blöndal. Wilson segist vera bjartsýnn búa hefðu verið fluttir af svæð- um stúdéntum ér við nám. Sér- Stjórnir Sovétríkjanna og Pól- riskir mikilli ánægju Sinni með það hve vel hún hefði gengið. Tékizt hefði að uppræta „\s.et- cong“ á þessu landsvæði. Á gamlársdag 1966 Um áramót Iíta menn gjarna yfir fárinn veg og hyggja jafnframt að framtíðinni. Féleysi og lánsfjárkreppa er eðlilega ofarlega í huga þeirra mörgu, sem standa í hús- byggingum og ekki eiga margra kosta völ. — Utan af landi hefur Þjóðviljanum borizt eftirfarandi áramóta- hugleiðing: Gamla árið kveður á hryssingslegan hátt, það hreytir í mann nðrðanstasðu kófi. Og virðist ðetla að léika alla vormenn fslands grátt, það verður ekki kátt í néinu hófi, Að spenunum á Framsókn gömlu leggur margur munn. þó markaður á skökku eyra reynist. En kaenan hennar hún er líka komin upp á grunn, í kassanum ei nokkur seðill leynist. Á árinu sem víkur, ég í éigið flutti hús og áhyggjurnar burtu virtuSt hvárfla. Og þá fannst mér sem hamingjan og ég þar drykkjum dús, ég dásamaði landsinsxokurkarla. En séinna tóku víxlarnir að falla. éinn óg éinn. ög áftur stóð ég nærri gálgatrénu. Á áramótum tauta eins og trylltur smalasveinn. Sém tapað hefur áttunum og fénu. Og rukkararnir koma og drepa fast á dyr. og dæla í mann svimaháum tölum. Um áhyggjur og héilsufarið enginn þeirrá spyr. én upp úr tösku draga hrauk af skjölum. Og fyrir öllum skuldunum þeir gera manni gréin og gæfu þeirra, er stóru lánin hljóta. Mig langar til að sofna, og lúin hvíla bein og láta allt sem vind um, eyru þjóta. e.gje.e. VÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.