Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. febrúar 1Q6L 23 sá ekkert lengur nema þykka, dökka hárið og líkama hennar sem engdist í kjökri, sem nísti hjarta hans. Eins og hár turn sem allt í einu hrynur til grunna, hafði hún fallið í rúst í gráti og örvæntingu. Trent reis á fætur, andlit hans var fölt og stillilegt. Með til- gangslausri smámunasemi setti hann umslagið sitt nákvæmlega á miðjuna á litla, gljáfægða borðinu. Hann gekk til dyra, lokaði þeim hljóðlaust þegar hann gekk út og andartaki síð- ar var hann að stika gegnum regnið, burt frá Hvítþiljum, á engan sérstakan áfangastað og án þess að sjá neitt, sál hans í uppnámi af þeirri áreynslu sem það kostaði hann að bæla nið- ur og fótumtroða þá áköfu löng- un sem hafði gripið hann í við- urvist smánar hennar, til að fall- ast á kné hjá henni. biðja fyrir- gefningar, úthella orðum — hann vissi ekki hvaða orðum en vissi þó að þau höfðu brunnið á vör- um hans — glatað sjálfsvirðingu sinni að eilífu og sigrast á þess- ari kennd sem næstum hafði sigrað hann, með því að líta með fyrirlitningu á eymd henn- ar, með því að tala tilgangslaus- um ástarorðum til konu. sem átti eiginmann sinn enn ógrafinn, konu sem elskaði annan mann. , Slíkir voru töfrar tára henn- ar að þeir lífguðu um stund það sem hjarta hans hafði vitað um en hann mátti ekki láta lifna. Því að Philip Trent var ungur maður, yngri að anda en að ár- um, og líf hans og starf. sem hafði miðað að því að skerpa skynfæri hans og kenndir, hafði búið hann illa undir það sem að höndum bar hjá flestum okkar snemma á þroskaaldrinum — og er ekki annað — eins og hann sagði við sjálfan sig — en próf- raun á siðferðisþrek og vilja- styrk. XI. KAFLI (Óbirtur hingað til) — Kæri Molloy: — Þetta skrifa ég, ef ske kynni að ég hitti ekki á þig á skrifstofunni. Ég hef komizt að því hver myrti Manderson, eins og kemur fram í skýrslunni hér á eftir. Það var mitt vandamál; þitt að á- kveða hvernig það skyldi hag- nýtt. Hér er ótortryggður maður ákærður fyrir að hafa haft hönd í bagga um glæpinn, allt að því sakaður um sjálft morðið, svo að ég geri ráð fyrir að þú munir Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 ekki birta þetta fyrr en hann er tekinn höndum, og ég held að ekki sé löglegt að gera það eftir á, fyrr en búið er að kalla hann fyrir rétt og dæma hann sekan. Þá kann að vera að þú ákveðir að birta það og ef til vill geturðu fyrir þann tíma notfært þér að einhverju leyti þær staðreyndir sem ég hef tínt til. Það ákveðurðu sjálfur. En viltu hafa samband við Scotland Yard og sýna þeim það sem ég hef skrifað? Ég er hættur öllum afskiptum af Manderson málinu, og ég óska þess heitt og innilega að ég hefði aldrei komið nálægt því. Hér kemur svo greinargerð- in. P. T. Marlstone, 16. júní. Ég byrja þessa frásögn, hina þriðju og sennilega hina síðustu handa Record um morðið á Manderson, með blönduðum til- finningum Ég finn til léttis, vegna þess að í tveim fyrri greinargerðum mínum var ég til- neyddur vegna málsrannsóknar- innar að halda leyndum stað- reyndum sem hefðu. ef birtar væru, getað vakið ugg hjá viss- um manni og ef til vill orðið til þess að hann kæmist undan, því að hann er bæði djarfur og ráð- snjall. Þessar staðreyndir mun ég nú festa á pappírinn. En ég‘ verð að játa að ég er ekki hrif- inn af þessum svikum og öfug- snúnu snilli sem ég verð nú að lýsa. Ég fæ óbragð í munn- inn af því, rétt eins og eitthvað rotið og ógeðfellt búi undir sjálfu leyndarmáli glæpsins, sem ég held mig hafa leyst. í fyrstu frásögn minni lýsti ég hvernig málum var háttað þegar ég kom hingað snemma á þriðjudagsmorgni. Ég sagði frá hvernig líkið fannst og hvernig það var á sig komið og minnt- ist á fáeinar kenningar manna á staðnum í sambandi við það; lýsti umhverfi hins látna og kom með allnána lýsingu á athöfn- um hans kvöldið fyrir dauða hans. Ég minntist einnig á eitt, sem einhverjum kann að hafa þótt athyglisvert, — að mun meira magn en Manderson var vanur að drekka hafði horfið úr flösku í stofu hans síðan hann sást síðast á lífi. Daginn eftir, þegar líkskoðunin fór fram, sendi ég frásögn af því sem fram fór í réttarsalnum. Sá dagur er ekki enn á enda, þegar ég skrifa þessar línur. og nú hef ég lokið rannsókn. sem leitt hefur mig beint til þess manns sem hlýtur að þurfa að standa fyrir máli erson. Til viðbótar því furðulega að Manderson hafði farið óvenju sinu til að hreinsa sig af sekt í sambandi við morðið á Mand- snemma á fætur til að fara út og mæta dauða sínum, var tvennt smávægilegt í sambandi við þetta allt, sem hlýtur að hafa vakið furðu þúsunda sem lásu um málið i blöðunum og aug- Ijóst var frá því fyrsta. í fyrsta lagi var það, að þótt líkið hefði fundizt svo nærri húsinu, hafði enginn sem inni var heyrt hróp né nokkurn hávaða að utan. Manderson hafði ekki / verið keflaður; skrámurnar á úlnlið- um hans bentu til átaka við and- stæðing hans og að minnsta kosti einu skoti hafði verið hleypt af. (Ég segi að minnsta kosti einu, vegna þess að það er staðreynd að þegar morð er framið með byssu, einkum ef átök hafa átt sér stað, þá missir morðinginn af andstæðingi sín- um að minnsta kosti einu sinni). Þetta virtist enn furðulegra, þeg- ar ég komst að þvi, að Martin, kjallarameistarinn, átti bágt með svefn, heyrði afarvel, og svefn- herbergisgluggi hans var opinn, en hann sneri næstum beint að skúrnum, þar sem líkið fannst. Hitt atriðið sem mátti telja furðulegt, var að Manderson skyldi skilja gervitennur sinar eftir hjá rúminu. Hann virðist hafa farið fram úr og klætt sig að fullu, sett á sig hálsbindi, úr og festi og farið síðan út án þess að muna eftir að setja upp í sig góminn sem hann hafði bor- ið upp í sér árum sarhan og á voru allar sýnilegar tennur í efri gómi. Allir sem nota góm af þessu tagi vita vel að það verður nær ósjálfráð athöfn að setja hann upp í sig um leið og vaknað er af svefni. Hann er ó- missandi til að tala með, borða með. að ekki sé minnzt á ytra útlit. En hvorugt þetta virtist benda til neins sérstaks. Þetta vakti aðeins hjá mér grun um að þarna leyndist eitthvað und- ir niðri, eitthvað sem gerði leyndardóm morðsins á Mander- son enn dularfyllri. Og nú mun ég víkja áð því, sem kom mér fljótlega á slóðina, sem svo snilldarlega hafði verið reynt að dylja. Ég hef þegar lýst svefnher- bergi Mandersons, fábrotnum húsgögnunum sem stungu í stúf við fataeignina og skóbirgðirnar og hvernig það opnaðist inn í herbergi frú Mandersons. Á efri skóhillunni fann ég sam- kvæmt ábendingu rúskinns- skóna, sem Manderson hafði ver- ið i kvöldið áður en hann dó. Ég hafði litið yfir skóröðina, ef til vill mestmegnis vegna þess að ég hef áhuga á skófatnaði, og allir þessir skór voru frábærlega úr garði gerðir. En alhygli mín beindist fljótlega að dálitlu sér- stöku við þetta par. Þetta voru léttir reimaskór, með þunnum sóla og engum táhettum og mjög fallega unnir eins og allir hin- ir. Þessir skór voru gamlir og höfðu verið mikið n'otáðir;' en þeir höfðu verið vel burstaðir ög settir á skótré eins og allir hinir skórnir og litu mjög .þokka- lega út. Það sem athygli mína vakti var dálítil rifa í leðrinu ofan til, í vikinu, þar sem reim- uðu hlutarnir tveir risa frá yfir- leðrinu. Þar reynir á þegar ein- hver treður sér í aðskorinn skó af þessu tagi og venjulega er stangað vandlega yfir þennan viðkvæma hluta af skónum. Á báðum skónum sem ég var að skoða. hafði saumurinn brostið og leðrið undir gefið eftir. Þetta voru ekki. stórar rifur, hálfur sentímetri á hvorum skó og brúnirnar höfðu mætzt aftur þegar ekki reyndi lengur á, og varla hefði nokkur tekið eftir þessu nema sérfræðingur í skóm. Enn minna bar á því að þar sem yfirleðrið var saumað við sól- ann hafði einnig reynt á saum- förin. Við tána og utanvert á báðum skóm hafði mætt á þess- um saum, þannig að sporin sá- ust greinilega þegar aðgætt var. Þetta gat aðeins táknað eitt — einhver hafði notað þessa skó, sem hafði of stóran fót fyrir þá. Nú var það augljóst við fyrstu sýn að Manderson var dæma- laust vel búinn til fótanna og hann var jafnvel dálítið hégóm- legur í sambandi við netta og þunna fætur sína. Ekkert annað par í skósafni hans bar þessi sömu merki; hann hafði ekki troðið sér í of þrönga skó. Ein- hver annar en Manderson hafði verið í þessum skóm og verið í þeim nýlega; brúnirnar á rifun- um voru ferskar. Möguleikinn á því að einhver hefði verið í þeim eftir lát Mand- ersons var hverfandi; það voru aðeins tuttugu og sex stundir síðan líkið fannst, þegar ég skoð- aði skóna; og hver aetti svo sem að vera í þeim? Það var ekki líklegt heldur að neinn hefði tekið skó Mandersons trausta- taki og eyðilagt þá fyrir hon- um, meðan hann var á lífi. Og hann hefði ekki valið þessa skó, þegar um svo marga aðra var að velja. Auk þess var ekki um aðra karlmenn að ræða én kjall- arameistarann og ritarana tvo. En ég hugsaði ef til vill ekki S Æ N G U R Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Simi 18740. (örfá skref frá Laugavegi) veitingahúsið ASKLIR. jiÝnnu YÐUR SMUR.T BRAUÐ & SNITTUR ASICUR suðurlandsbraut Uf, sími38550 SMURSTÖÐIN Kóp a vogshálsi Sími 41991 Opin frá kl. 8—18. A föstudögum kl. 8—20. ☆ ☆ ☆ HEFUR ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar. Guðjón Styrkársson AUSTURSTRÆTJ 6 Sími 18354 bæstarettarlögmaðui SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Auglýsið í Þjóðviljanum Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir — FLJÓT AFGREIÐSLA — S Y L G J A Laufásvegi 19 (bakhús) Sími 12656. Sími 19443 Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. Smurt brauð Snittur brauð boer við Óðinstorg. Sími 20-4-90. Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. , .irr.v,r." . Góð biónusta Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B Sími 24-6-78. SÍMASTÓLL Fallegur - vandaður Húsgagnaverzlun AXELS EYJÓLFSSONAR Skipholti 7 Sími 10117 ; r... ::.v ' f ’ Sængurf atnaður — Hvítur oc mislitUT — ■’! * ÆÐARDUNSSÆNGUh GÆSADÚNSSÆNGUE DRALONSÆNGUR * SÆNGURVER LÖK KODDAVEB Skólavörðustig 21 ♦elfur Laugavegi 38 Skólavörðustíg 13 ÚTSALA * Veitum mikinn afslátt af margskonar fatnaði. # Notið tækifærið og gerið góð kaup! BRIDGESTONE HJÓLB ARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BiRIDGESTOKB veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTONE ávallt fyrirliggiandi. GÖÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 FRAMLEIÐUM ÁKLÆÐI a allat tegundir bfla. OTUR Hringbraut 121 Sími 10659 VB [R 'VúuxuTett t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.