Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.02.1967, Blaðsíða 2
BORGAKEPPNI I HANDKNATTL EIK í dag kl. 17. Verð miðá 125,00. Fyrir börn 50*00. H. K. R R. REYKJAVÍK-KAUPMANNAHÖFN Dómari: Hannes Þ. Sigurðs- son. — Forleikur: Unglinga- landslið karla, A og B. H. K. R. R. 2 SlÐA — í>JÖÐVILJINN — Lraugardagur 4. febrúar 1967. Sonur okkar. GUÐBJARTUR ÓUAFSSON, andaðist í Borgársjúkrahúsinu fimmtudáginn 2. febrúar Dóra Guðbjartsdóttir. Ólafur Jóhannesson. Þökkum öllum þeim er auðsýndu samúð við andlát og jarðarför. HJARTAR EUÍASSONAR, fyrrv. verkstjóra. Þökkum ennfremur herbergisfélögum hans að Vífilsstöð- um, starfsfólki og læknum. F.h. aðstandenda: Gyða Erlingsdóttir. Svavar Gests. Leika í Búdapest á morgun Á morgun, sunnudag, fer fram í Búdapest leikur í Evrópu- keppni meistaraliða í liandknattleik. Eigast þar við íslandsmeist- arar FH úr Háfnarfirði og ungversku meistaramir Honved. Síðari leikur liðanna verður háður í Uaugardalshöllinni annan sunnudag. — Myndin var tekin á Keflavíkurflugvelli á dögun- um, er FH-ingarnir voru að leggja upp í hina Iöngu ferð með flugvél Pan American félagsins bandaríska. Stjóm HKRR 1966—67. Frá vinstri: Karl H. Sigurðsson (Val) blaðafulltrúi, Birgir Uúðvíksson (Fram) ritari, Haukur Þorvaldsson (Þróttur)varaformaður, Jón Magnússon (KR) formaður, Birg- ir Magnússon (ÍR) fundarritari, Davíð Jónsson (Á) spjaldskrárritari, Ámi Ámason (Vík.) gjaldk. HKRR orðið 25 ára Handknattleikur nú ein vin- sælasta íþróttin hér á landi — var litinn ■ Nú eru liðin 25 ár síðan Handknattleiksráð Reykjavík- ur var stofnað og er þeirra tírtiamóta minnzt í dag með borgakeppni milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar og á morgun keppir Kaupmannahafnárúrvalið við Reykja- víkurmeistara Fram. ■ HKRR var stofnað 29. janúar 1942 og það var ekki svo ýkja löngu fyrr sem handknattleikur varð almennur hér á landi eða á árunum 1930—-’40, endá er hann til- tölulega ung íþrótt. Handknattleikur er talinn eiga raetur sínar að rekja til Danmerkur og Þýzkalands um síðustu aldamót og var í upp- hafi leikinn sem 11 manna handknattleikur á knattspyrnu- völlum, en um 1911 byrjuðu Svíar og Danir að leika hann innanhúss og þá með 7 manna líð, eins óg nú er algengast. Hingað til lands mun leik- urinn hafa borizt. með Valdi- mar Sveinbj örnssyni íþrótta- kennara, sem hafði kynnzt hornauga í fyrstu honum við nám í Danmörku, og reyndi hann fyrst í Barna- skólanum í Reykjavík haustið 1921. Þegar Valdimar byrjaði síðan leikfimikennslu við Menntaskólann í Reykjavík 1928 kenndi hann nemendum þar handknattleik sem varð strax mjög vinsæll þar. íþróttafélögin í Reykjavík gáfu leiknum illt auga í.fyrstu^ og hugðu, að hann; myndi draga úr áhuga á leikfimi, sem þá var efst á baugi. íþróttafélag Hafnarfjarðar varð fyrst allra íþrottaféíagá tii að taka- upp leikinn og eins hafa Haukar í Hafnarfirði lagt' íjtund. á hann allt frá stofnun félagsfns 1931. Reykjavíkurfélögin sáu þó brátt að við leiknum og við- gangi hans varð ekki spornað og tók Valur að iðka hann 1931 og stúlkur í KR um svip- að leyti. Piltar í KR fóru að æfa leikinn 1936 og drengja- flokkur úr ÍR 1938, en kvenna- flokkur ÍR varð til 1940. Hjá kvennaflokki Ármanns hefjast reglúlegar æfingar 1937, en karlaflokkur þar kom ekki til sögunnar fyrr en 1940. Víking- ar höfðu ekki fástar æfirigar innan félags síns, eh héldu vel saman í Menntaskölanum og Háskólanum og áttu - þár’ sterk iið. í F'rám var býrjað áð iðfta handknattleik 1940'. . Fyrstu handknattleikreglurn- ar voru gefnar út af ÍSÍ árið 1934 og sá Benedikt Jakobsson um þá útgáfu, en næstii íeglur komu út 1940, skömmu fyrir fyrsta landsmótið í handknatt- leik og sá Aðalsteinn Hallsson um útgáfu á þeim. Þó að íþróttinni yxi mjög fiskur um hrygg hérlendis á áratugnum 1930—1940 var ekki mögulegt að hefja reglulega keppni innanhúss í því hús- næði sem þá var völ á. Við byggingu íbróttahúss Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu breyttust aðstæður og um ára- mótin 1940—41 fól stjórn ÍSÍ Val og Víking að annast fram- kvæmd íslandsmóts í hand- knattleik innanhúss. Sjö félög sendu lið til mótsins, Ármann, Fpam,’ Íþrótíafélag Háskólans, Haukar, ÍR, Valur og Vífting- ur, og þótti það takast mjög vel. Árið 1942 var svo komið að sex félög iðkuðu handknattleik í Reykjavík og því eðlilegt að sú hugmynd kæmi fram að samstarf Reykjavikurfélaganna í handknattleik yrði skipulagt á sama hátt og gefið hafði góða raun í öðrum íþróttagreinum. í ársbyrjun 1942 var því á- kveðið að stofna HKRR og var skipulag þess hið sama og var þá hjá KRR. Formaður var til- nefndur af ÍSÍ, en fulltrúar fé- laganna skyldu kosnir á árs- þingi (síðar aðalfundi) ráðsins. Frá 1951 hafa félögin sem að- ild eiga að HKRR sjálf tilnefnt fulltrúa í ráðið og er formaður síðan kosinn á aðalfundi úr þeirra hópi. Aðalverkefni HKRR hefur verið að annast framkvæmd handknattleiksmóta og hefur sú starfsemi aukizt mjög á þessum 25 árum. Þar að auki var HKRR aðalmálsvari íþrótt- arinnar þar til HSÍ var stofnað 1957. Átti HKRR mikinn þátt í að koma á fyrstu landsleikj- um í handknattleik svo og í stofnun HSÍ. Fyrsti formaður HKRR var Baldur Kristjánsson íþrótta- kennari. Aðildarfélög HKRR eru nú sjö, Ármann, Fram, ÍR KR, Valur, Víkingur og Þrótt- ur. Núverandi formaður HKRR er Jón Magnússon, KR, og með honum í ráðinu eru Árni Árna- son, Víking, Birgir Lúðviks- son, Fram, Birgir Magnússon, IR, Davíð Jónsson, Ármanni, Haukur Þorvaldsson, Þrótti, og Karl H. Sigurðsson, Val. Eins og áður segir verður í dag efnt til borgakeppni milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar, en meðal dönsku leik- mannanna eru ekki færri en sex úr landsliði Dana sem varð annað í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni. Leikur- inn verður háður í Laugardals- höllinni og hefst kl. 5, en á morgun mæta Reykjavíkur- meistararnir Dönum, og byrjar sá leikur kl. 3. útvarpið 13,00 Öskalög sjúklinga. 14.30 Vikan framundan. Baldur Pálmason og Þorkell Sigur- björnsson kynna útvarpsefni. 15,10 Veðrið í vikunni. — Páll Bergþórsson veðurfræðingur skýrir frá. 15,20 Einn á ferð. Gísli J. Ást- þórsson flytur þátt í tali og tónum. 16,05 Birgir Sveinsson kennari í Mosfellssveit velur sér hljóm- plötur. 17,05 Tómstundaþáttur barna. og unglinga — örn Arascn flytur. 17.30 0r myndabók náttúrunn- ar. Ingimar Öskarsson talar um aldur jurta og dýra. 17.50 Dóra Ingvadóttir og Pét- ur Steingrímsson kynna nýj- ar hljómplötur. 19.30 Smásaga, „Minningar“, eftir Friðjón Stefánsson. Höf. flytur. 19,55 Egill Jónsson kynnir ým- iskonar músík. 20.50 Leikrit „Rauðar rósir“, gamanleikur eftir Benedetti og Home. Þýðandi: Einar Pálsson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. 22,40 Lestur Passíusálma (12). 22.50 Danslög. 0,^-fÍAFÞÓR ÓUMUmm Skólavör&ustícf 36 s£mi 23970. INNHBIMTA CÖOMV&tSTÖtÍF « » ----------,--------• -. -------------:----$• Stýrimannafélag íslands Fyrri hluti aðalfundar verður baldínn sunnudag- inn 5. febr. kl. 15.30 að Bárugötu 11. Fundarefni: / 1. Uppstilling til stjómarkjörs. 2. Önnur m-ál. Stjórnin. TOYOTA CROWNSTATION Toyota Crown Station Traustur og ódýr StationbíII. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. ♦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.