Þjóðviljinn - 07.02.1967, Síða 1
Þriðjudagur 7. febrúar 1967 — 32. árgangur — 31. tölublað.
Brýn þörf nýs heildarskipulags miðbæjar Reykjavíkur
Allur jarðir landsins metnar
likt og lóðir í Aðalstræti!
□ Ríkið hefur nýlega keypt lóðir SÍS við Kirkjustræti
á um 20 miljónir. Lóðirnar í Austurstræti, tuttugu og þr'jár,
ættu með sams konar viðmiðun að kosta 327 miljónir og
átján lóðir Aðalstrætis ættu að vera 217 miljóna króna
virði. Einn aðili á sjö lóðir í miðbænum, það ættu að vera
76 miljóna verðmæti. Allar jarðir bænda á íslandi munu
hins vegar metnar á 223 miljónir, þar af í kaupstöðum á
84 miljónir. Þannig ættu allar jarðir á íslandi að vera
álika að verðmæti og lóðirnar í Aðalstræti í Réykiavík!
Einar Olgeirsson benti á þess-
ar athyglisverðu tölur í ræðu á
Alþingi í gær og ræddi áhrif
þau sem slíkt braskverð á lóð-
um hefði á skipulag og bygg-
ingarfyrirætlanir í miðbænum í
Reykjavík.
Farþegaflutningar fíugfé-
lagsins jukust um 22% sl. ár
□ í fréttatilkynningu sem Þjóðviljanum barst í gær frá
Flugfélagi íslands segir að á síðasta ári hafi farþegaflutn-
ingar milli landa með flugvélum félagsins aukizt um rúm
13%, farþegaflutningar innanlands jukust um 26%. Sam-
tals jukust farþegaflutningar félagsins á árinu um 22% og
vöru- og póstflutningar jukust einnig mikið.
Fréttatilkynning Flugfélagsins
er svohljóðandi:
Flutningar flugvéla Flugfélags
íslands jukust verulega á síð-
asta ári miðað við árið á und-
an. Mest varð aukningin í far-
þegaflutningum innanlands, svo
og í vöruflutningum innanlands
og milli landa.
Nauðsyn heildarskipulags
í framsöguræðu fyrir frum-
varpi um heildarskipulag mið-
bæjarins í Reykjavík á Alþingi
í gær taldi Einar Olgeirsson
hættu á að vegna hins gífur-
lega lóðaverðs sem orðið væri í
miðbænum kynni að verða byggt
allt of þétt og of stórar bygg-
ingar á þessu svæði, án tillits
til gamalla bygginga, sem fyrir
væru og af lítilli smekkvísi.
Hann leggur til í frumvarpi sínu
að skipuð verði nefnd sem vinni
að heildarskipulagningu miðbæj-
arins og sé bannað að reisavar-
anlegar byggingar á svæðinu
fyrr en nefndin hefur lokið
störfum.
Þjóðviljinn hefur nýlega birt
frumvarp Einar^ og greinargerð.
Einar leggur til að nefndin verði
skipuð fjórum mönnum skipuð-
um af Alþingi, einn tilnefndur
frá hverjum þingflokki, 4 mönn-
um tilnefndum af ríkisstjóm, 4
mönnum tilnefndum af borgar-
stjóm Reykjavíkur, einn frá
hverjum flokki. 4 mönnum til-
nefndum af Arkitektafélagi Is-
lands og auk þeirra eigi sæti
í nefndinni skipulagsnefndar-
menn ríkisins, borgarstjóri Rvík-
ur, þjóðminjavörður og skipu-
lagsstjóri rfkisins.
Málinu var visað til 2. umr.
og allsherjarnefndar neðri deild-
ar.
Síldveiðisjómenn um land
allt stofna hagsmunasamtök
□ Síldveiðisjómenn luku
stofnun „Samtaka síldveiði-
sjómanna“ á framhaldsstofn-
fundi sl. sunnudag í húsi
Slysavarnafél. á Granda-
garði. Þetta eru landssamtök.
hagsmunasamtök starfandi
íslenzkra síldveiðisjómanna
Hafa samtökin sett sér það
mark að vernda og bæta k'jör
síldveiðisjómanna almennt
og vinna að bættum aðbún-
aði þeirra og öryggi á sjón-
um, og ennfremur að stuðla
að tæknilegum framförum
við síldveiðarnar og vinna
að aukinni hagræðingu í
vinnslu síldarafurðanna og
dreifingu þeirra og sölu á
erlendum markaði. Fundur-
inn samþykkt.i einróma löe
samtakanna og kaus þeim
fyrstu stjórn
Frá fundi síldveiðisjómanna. Frá vinstri: Halldór Þórbergsson luunanitari, Kristjáu Jónsson fund-
arstjóri, Páll Guðmundsson flytur framsöguræðu.
Reyðarfjarðarfundur síldveiði-
sjómanna í nóvember kaus und-
irbúningsnefnd til að semja lög
samtakanna og undirbúa fram-
haldsstofnfund. Formaður henn-
ar, Jón Tímótheusson, setti
fundinn á sunnudaginn og til-
nefndi Kristján Jónsson form.
Sjómannafélags Hafnarf jarðar
fundarstjóra og Halldór Þor-
bergsson vélstjóra fundarritara.
Hafði Jón framsögu um lög
samtakanna og voru þau sam-
þykkt samhljóða. Nafn þeirra
er „Samtök síldveiðisjómanna"
Páll Guðmundsson, skipstjóri
★ íslenzkir handknattleiks-
menn stóðu I stórræðum
um helgina. 1 Laugardals-
höllinni kepptu beztu leik-
menn Rvíkur við úrvals-
lið Kaupmannahafnar —
og scgir Frimann Hclgason
gerði grein fyrir starfi undir-
búningsnefndarinnar og tillögum,
og ítrekaði fundurinn m.a. að
allar samþykktir Reyðarfjarðar-
fundarins væru í fuliu gildi.
★ Fyrsta stjórn samtakanna.
Samkvæmt lögum samtakanna
skal kjósa sjö manna stjórn og
tjóra til vara og skiptir étjórn-
ir sjálf með sér verkum. I
fyrstu stjóm „Samtaka síld-
veiðisjómanna" voru þessir kosn-
ir:
Páll Guðmundsson, skipstjóri,
Reykjavík.
nánar frá þeim leikjum á
íþróttasíðu — 2. síðu.
★ í Búdapest kepptu ís-
Iandsmeistarar FH við
ungversku meistarana Hon-
ved. Hefur Þjóðviljinn ekki
aðrar fréttir af þessum
Jón Tímótheusson háseti, Rvík.
Hrólfur Gunnarsson, skipstjóri,
Reykjavík.
Kristján Jónsson stýrimaður
Hafnarfirði;
Ilalldór Þorbergsson, vélstjóóri,
Reyk-javfk.
Jón Magnúss. skipstj. Patreks-
firði.
Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri,
Akureyri.
1 varastjórn voru kosnir:
Guðmundur Halldórsson, stýri-
maðúr, Bolungavík.
Trausti .pestsson, skipstjóri,
Akureyri.
helgina
leik en þær að þetta var
hörkuleikur sem lauk með
sigri Ungverja 20 mörkum
gegn 13. — Á sunnudaginn
munu þessi lið keppa aft-
ur, og þá f Laugardalshöll-
inni.
Guðjón Pálsson, skipstjóri, Vest-
mannaeyjum. ,
Halldór Brynjólfsson, skipstjóri
Keflavík.
í fulltrúaráði .samtakanna voru
þessir kosnir:
Haukur Bergmann, Keflavík;
Jens Eyjólfsson, Hafnarfirði;
Hannibal Einarsson, Akranesi;
Tryggvi Jónsson, Ólafsvik; Há-
varður Olgeirsson, Bolungarvík;
Bragi Einarsson, ísafirði; Axel
Schiöth, Siglufirði; Sigurður Har-
aldsson, Dalvík; Kristján Helga-
son, Húsavík; Víðir Friðgeirsson,
Stöðvarfirði; Ingvar Gunnarsson,
Eskifirði; Högni Jónasson, Nes-
kaupstað; Stefán Stefánsson, Vest-
mannaeyjum; Páll Guðjónsson,
Vestmannaeyjum; Vilmundur
Ingimarsson, Grindavík.
★ Samþykktir fundarins.
Rætt var á fundinum um hið
i aivarlega ástand sem skapazt
hefur í sölu íslenzkra sjávaraf-
urða og kaupgjaldsmál sjómanna,
en kaup þeirra hefur verið skert
\ allverulega undanfarið.
Framhald á 3. síðu.
Handknattleikurinn um
Millilandaflug
f áætlunarflugi milli landa
fluttu flugvélar Flugfélagsins
48.604 farþega en 42.986 árið
áður. Aukning er rúmlega 13%.
Póstflutningar milli landa námu
148.5 lestum en 136,8 lestum
árið á undan. Aukning er 8,5%.
Vöruflutningar með flugvélum
félagsins milli landa jukust
verulega: Á s.l. ári námu þeir
613.6 lestum en 437,3 lerstum ár-
ið áður og er aukning 40,3%.
Innanlandsflug
í áætlunarflugferðum innan-
lands ' fluttu flugvélar félagsins
á árinu 111.052 farþega á móti
88,064 árinu á undan, og er
aukning 26%. Póstflutningar inn-
anlands námu 350,8 lestum, en
voru 176,9 árið áður. Aukning
er 98,3%. Vöruflutningar námu
1924,7 lestum en voru 1287.7
árið áður og jukust um tæp-
lega 50%.
Alls fluttu flugvélar Flugfé-
'agsins því á árinu 159.656 far-
bega í áætlunarferðum. Auk þess
fóru flugvélar félagsins allmarg-
ar leiguflugferðir og fluttu sam-
tals 7904 farþega. Samanlögð
farþegatala með flugvélum F.í.
árið 1966 er því 167.560, sem er
rúmlega 22% fleiri farþegar en
árið áður.
Fræðslu- og
skemmtikvöld
ÆFR
Pétur Pálsson.
N.k. fimmtudag hefjast
fræðslu- og skemmtikvöld
ÆFR í Tjamargötu 20 kl. 21.
Dagskrá:
1. Pétur Pálsson Ies ljóð
og raular Steflur úr nýútkom-
inni bók sinni, Herfjötri.
2. Haukur Helgason hag-
fræðingur, flytur stutt erindi
um upphaf og þróun kapital-
ískra framleiðsluhátta á ís-
landi.
ÖLLUM OPIÐ.
Salurinn er opinn í kvöld
— Stjórn Æ. F. R.
fíugvélutjón Bandaríkjunná
miklu meira en skýrt er frá
WASHINGTÓN 6/2 — Haft er
eftir heimildum í varnarmála-
ráðuneyti Bandaríkjanna að
Bandaríkjamenn tapi helmingi
fleiri flugvélum í Vietnam en
gefið er til kynna í opinberum
skýrslum.
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um hafa þeir misst 621 herflug-
vél á síðustu fimm árum, en
í raun og veru hafi þeir misst
1200 og ennfremur megi tvö-
falda opinberar tölur um þyrlu-
tap — en þar segir að 255
Konan kom fram
Aðfamótt föstudagsins var
konu hér í borg saknað aðheim-
an og var rannsóknarlögreglan
beðin aðstoðar. Var auglýst
nokkrum sinnum eftir konunni í
útvarpinu og korp hún síðan
fram á sunnudagskvöld, heil á
húfi.
þyrlur hafi verið skotnar niður
eða farizt með öðrum hætti.
í frét.tum frá Saigon segir að
bandarískar flugvélar séu nú að
dreifa eiturefnum yfir frum-
skóginn á hlutlausa beltinu milli
Norður- og Suður-Vietnam og á
þessi eyðing gróðurs að koma í
veg fyrir ferðir skæruliða um
svæðið.
Annað banaslysið
í umferðinni
Á laugardag lézt af völdum
umferðarslyss Xenía Jessen,
ekkja M. E. Jessen fyrsta skóla-
stjóra Vélskólans. Varð Xenía
fyrir bifreið á Sóleyjargötu fyrra
laugardag og komst aldrei til
meðvitundar. Hún var 73ja ára
gömul.
Þetta er annað banaslysið í
umferðinni á þessu ári.