Þjóðviljinn - 07.02.1967, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1967, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Þriðjudagur 7. febrúar 1967. Otgefandi: Samciningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Guðmúndsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.; Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust- 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Meginnauðsyn JJm þessar mundir greinir Þjóðviljinn frá ýmsum nýjungum í starfi skólamanna, fjörugri og líf- rænni starfsemi sem bendir á nýjar leiðir. Er þetta frumkvæði skólamanna þeim mun mikilvægara sem öllum kunnuguim ber saman um að við höf- um um langt skeið verið að dragast aftur úr ná- grannaþjóðum okkar á þessum sviðum, og hafa verið raktar ýmsar ískyggilegar staðreyndir í þeim samanburði. En þær nýjungar sem nú er verið að kanna eiga það sammerkt að þær eru sprottnar af áhuga skólamanna sjálfra, en því fer mjög fjarri að yfirstjórn fræðslumálanna hafi búið í haginn fyrir þvílíka starfsemi. Öllu heldur reka áhuga- samir skólamenn sig fljótlega á það að þeiim er skorinn afar þröngur stakkur vegna áhugaleysis og fyrirhyggjuskorts valdhafanna. Jil þess að unnt sé að endurvekja skólastarfið að nútímahætti þurfa yfirvöldin að uppfylla þrenn grundvallarskilyrði. Skólarnir þurfa að hafa á að skipa nægilega mörgum sérmenntuðum kennur- um, húsnæðið þarf að henta nýjum vinnubrögðum, og skólarnir þurfa að ráða yfir nútímalegum tækjakosti. Að því er kennara varðar er nú svo ástatt í gagnfræðaskólum í höfuðborginni, að þar eru aðeins rúmlega 20 kennarar sem hafa fyllstu menntun til bóknámskennslu, einn í Kópavogi og enginn í Hafnarfirði. Hefur ástandið á þessu sviði farið versnandi á síðustu árum. Ástandið er þann- ig í húsnæðismáluim að rétt hefst undan að koma upp almennum kennslustofum, en meiri hörgull er nú á sérkennslustofum til nýjunga en nokkru sinni fyrr; það hefur meira að segja orðið aftur- för í aðstöðu til leikfimikennslu hvað þá að sinnt sé nýjum þörfum til raunvísindakennslu. Sú meg- inhugsun einkennir skólabyggingar að þær þurfi að rúma bekki af stærðinni 30, enda þótt nú sé bæði talið nauðsynlegt að geta sameinað marga slíka bekki til fyrirlestrahalds og skipt þeim nið- ur í smærri hópa til einstaklingskennslu. Tækja- kostur skólanna er afar frumstæður; hér á landi eru skólabókasöfn til að mynda ekki talin nauð- syn í nýjum skólum þótt hvarvetna annarstaðar sé litið á þau sem undirstöðuatriði, og notkun nú- tímatækni til lífrænnar kennslu og skýringa er af miklum vanefnum. r' ^ þessar staðreyndir hafa skólamenn bent ár eftir ár, en eyru æðstu valdamanna hafa reynzt dauf. Alla daga síðan 1958 hafa legið hjá mennta- málaráðherra tillögur skólamálanefndar sem hélt fjölmarga fundi og rækti störf sín vel, en hvað framhaldsskólana snertir hafa þær engan árang- ur borið. Þess vegna höfum við ekki fylgzt með þeirri þróun sem verið hefur að gerast umhverf- is okkur, við höfum uim skeið jafn't og þétt verið að dragast aftur úr á því sviði sem sker úr um gengi nútímaþjóðfélags. Er sannarlega ekki seinna vænna að valdhafar menntamála taki að átta sig á verkefnum sínum, búi í haginn fyrir áhugasama skólamenn, tryggi nútímaaðferðum framgang og útvegi það fjármagn sem til þarf. — m. vel NÚ ER líklega bezt' fyrir forsæt- isráðherra Kúbu að fara heim og leggja sig, og kommún'istana að hætta að gorta af rrtælsku hans. Castro er stirðmæltur . vesalingur og bögubósi samanborið við fjár- málaráðherra Islands, — Magnús Jónsson frá Mel ’flutti níu ræður á einum og hálfum degi fyrir norð- an um daginn (Vísir 3. febrúar) hverja annarri skörulegri og betri, og var fyrst að komast í stuðið í hinni -mundu og síðustu. Það er ekki gott að vita’hvar þetta hefði endað ef ráðherrann hefði ekki þurft að skutlast suður til að berja á Bólgunni. Þetta lofar góðu. enn eru margir mánuðir til kosn- inga, og verður nú vonandi líf í tuskunum þegar kemur fram á vor- ið. En nú ríður á að glopra ekki niður þessu tækifæri til að gera kosningahríðina reglulega spenn- andi og skemmtilega, — það eru 4 ár þar til okkur stendur til boða annað eins. Ég legg til að nú þepar verði skipuð undírbúningsnefrid Islandsmótsins í mælskulist, rétt til þátttöku í keppninni hafi allir frambjóðendur við næstu Albingis- kosningar, og auðvi'tað verður þetta ■ deildakeppni. I I. deild keppa ál'l- ir þeir sem nú sitja á þingi og' léta tilleiðast að gefa kost á sér aftur, í II. deild fyrrverandi falln- ,ir þingmenn sem. aeila. að reyna á ný, svo og þeir sem áður hafa boðið sig fram en alltaf fallið, en í III. deild nýju stjórnmálaskörung- arnir, forustumenn framtíðarinnar. sem nú ganga í fyrsta sinn á fund kjósenda. Bezt er að keppnin hefj-.. ist sem fyrst, t.d. 15. þessa mán- aðar. enda verði þá búið að skina mótsstjórn sem fylgist nákvæmlega með öllum funda- og ræðuhöldum fram að kjördegi, og skipi trúnað- armenn á þeim stöðum sem hún nær ekki að anna sjálf. Einnig skal þess gætt að hafa nægar birgðir varamanna um land allt, sem hlaupi þegar í skarðið, ef aðalmenn gefa upp andann, fyrirfara sér, eða burtkallast á annan hátt meðan á keppni stendur. ÞÁ ER ÞAÐ tilhögun keppninnar. Sjálfsagt er að hafa þetta í formi norrænnar þríkeppni: Ræðulengd, ræðufjöldi og ræðusnilld. í ræðu- lengdarkeppnínni telst það ræða sem nær 20 mínútum minnst, bannað er að teygja úr ræðum með mál- hvíldum, ræskingum og umhugs- un, dregst og frá tímalengdinni allt tafs og mismæli. Má víta keppanda gf mikil >brögð eru að slíku, en láti hann sér ekki segj- ast ber að vísa honum burt úr fæðustól um stundarsakir. og skal þá sú ræða eða ræðustúfur sem þegar hefur framgengið af hans munni ekki reiknast með til úr- slita/ í ræðufjöldakepnni ■ gilda sömu-reglur, og er þá miðað við að fundur hefjist kl. 18.00 að kvöldi, en frá miðnætti til kl. 6 að morgni mega ræður vera ívið styttri, allt niður í 12 mínútur, en eftir þann tíriria' og þar til :ýfir:’ lýkur aftur lengri gerðin. HeimiÚ er að flyjjtjac sömu ræðuna tvisvar á sama fundi komist menn í rök.þrot, en alls ekki. óftar nema sérstaklega standi áf-.tsd. þegar fundarmenn eru all- ■•ir á bák og burt; svo og aðrir kenn- endur, — þá er heimilt að flytja sömu ræðuna allt að 5 sinnum í rykk. Um ræðusnilld gilda sér- reglur og því rétt að Háskólaráð og Hæstiréttur velji dómnefnd úr sínum hópi til að fjalla um hana, en dómnefnd skal þó skylt að hafa í huga við úrskurði sína undir- tektir áheyrenda á fundarstað, svo og raddblæ og raddmagn kepnenda. — Til að standa straum af kostn- aði við keppnina skal starfrækja veðbanka á hver.jum fundarstað, en einnig allsherjar banka, eins- konar Landsbanka, en verði halli á rekstrinum skal hann greiddur niður úr ríkissjóði. Gróði renni aft- ur á móti í nýjan sjóð sem Verzl- unarráð íslands skai hafa undir höndum, nefnist hann Styrktarsjóð- ur heild- og smásala og verði veitt úr honum óspart illastæðum kaup- sýslumönnum sem hrekjast út í pólitík til að drýgja tekjur sínar. • • • ÚRSLIT í Mælskulistarmótinu verða birt strax að loknum kjör- fundi í Alþingiskosningunum, og fer þá fram verðlaunaafhending að viðstöddum forseta fslands og sendiherrum erlendra rík'ja. en sjón- og hljóðvarpað frá athöfn- inni, og allár segulbandsspólur og filmur sem gerðar kunna að verða fengnar Þjóðminjasafninu til varð- veizlu. Og þá er bara eftir Meist- araflokkurinn, en í honum fá ekki aðrir að keppa en ráðherrar í nú- verandi ríkisstjórn, og verður sú keppni bæði hörð og tvísýn. Kirkju- málaráðherra virðist í fljótu bragði hafa yfirburða aðstöðu með allar kirkjur og bænahús opin á gátt þegar honum býður svo við að horfa, en þá er því til að svara að menntamalaráðherra getur orðið honum ; skeinuhættur í veizlunum og kokktdlunum, — en ég ætlænú samt aci ve8ja á fjármálaráðherr- ann, — jafnvel þótt ræðurnar níu fyrir norðan um daginn verði ekki taldar með. KRUMMI. Hjálmtýr Pétursson Hægri Það vakti undrun manna fyr- ir nokkrum árum, þegar borg- arstjórn Reykjavíkur varð sammála, á einum næturfundi, um það að stinga sér í tjörn- ina, allur hópurinn, fimmtán að tölu. Þ.e.a.s. sammála um, að reisa Ráðhús í tjörninni. En almenningsálitið hefur og mun bjarga tjöminni, þó að ævin- týrið hafi kostað borgarbúa 6 miljónir fyrir teikningar, sem aldrei verða notaðar. Því er á þetta minnzt hér, að segja má að álíka glópska virðist hafa hent hið háa Al- þingi á sl. ári, er meirihluti þess (36 gegn 17) samþykkti, að tekin yrði upp hægri umferð hér á landi nú á næsta ári. Almenningsálitið hefur nú dæmt þessa ákvörðun þingsins þannig, að allir virðast vera á móti breytingunni og geta ekki komið auga á hvaða til- gangi þetta þjónar. Það er vitað, að í heimin- um í dag hafa lönd, sem telja 800 miljónir manna vinstri handar umferð og hefur ekki heyrzt, að neinar þessar þjóðir (nema Svíar) ætli að breyta umferð sinni, nema við Is- lendingar, sem teljum aðeins 200 þús. íbúa. Bretlandseyjar með sínar 50 miljónir sem eru okkar næsti nágranni munu ekki hafa hug á að breyta dl hægri, hafa víst næg verkefni örinur að glíma við. Sérstaða okkar Isléndinga er auðsæ hverju mannbarni, nema etv. meirihluta alþingismanna. Við búum hér á eylandi, „langt frá öðrum þjóðum.“ fjögra daga sigling til Evrópu og átta til tíu daga sigling til Vestur- Heims. Um mikinn bílaflutning ferðamanna til og frá landirtu getur því aldrei orðið um að rasða. Setulið Bandaríkjahers virðist fara hér allrá sinna ferða, svo að ástæðulaust virð- ist vera að skipta um vegna þeirra, en e.t.v. hefur það ver- ið sjónarmið Alþingismanna, að verndararnir væru eins og heima hjá sér. Mikið er vitnað í Svía vegna breytingu þeirra í þægri um- ferð. Þar er bara allt annað viðhorf, þeir eru neyddir til þess að breyta. Þeir eru um- kringdir af löndum með hægri umferð. En íslands-álar eru djúpir og verða seint brúaðir. Allar umræður um steypta vegi hér á landi um næstu framtíð á langleiðum er fleipur eitt, en ágætt að ræða um' fyr- ir kosningar. Jafnvel þó allt það fé, sem tekið er af um- ferðinni færi til þess að leggja varanlega vegi kæmumst við skammt, hér verða malarvegir enn um langa framtíð. Milli R- víkur og Hafnarfjarðar eru að- eins rúmir 10 km. Á þessum gamla, mjóa vegi er bílalest frá morgni til kvölds alla daga og um helgar má vegurinn heita ófær vegna umferðar. Vegna kostnaðar á lagningu: þessa vegarspotta standa ríki og bæj- arfélögin, sem hlut eiga að máli, ráðþrótá vegriá fjárskor*s akstur (Vegurinn yfir Kópavogsháls er talinn kosta ca. 70 miljónir). Enginn veit hvénær hafizt verður , handa um að gera fjölförnustu leið landsins ak- færa. Hin mikla vegaáætlun eru svipaðir .loftkastalar og teikn- ingin af Tjarnarráðhúsinu og Engeyjarhöfnin. Við megum á næstu árum þakka fyrir, ef það tekst að gera tvöfaldan veg til Hafnarfjarðar og að halda vegakerfi landsins í akfæru á- standi. Upph'áfsmenn þessarar hægri umferðar halda því fram, að þessi breyting kosti ekki nema smáupphæð, 60-80 miljónir, og þetta eiga bifreiðaeigendur að fá að greiða. Það mun sannast, að þessi útreikningur er fjarii öllu lagi. Reykjavíkurborg ráð- gerir að . kaupa heilan flota nýrra strætisvagna, nefna sumir«S>- töluna 30 stk. Breyta þarf öll- um langferðabílum, sem kostar óhemjufé, öllum umferðar- merkjum þarf að breyta og ótal m.fl., sem allri þessari breyt- ingu fylgir. Sem sagt talan er óþekkt stærð hvað kostnaðar- hlið snertir, gæti orðið nokkur hundruð miljónir. Einhverjum mundi nú finnast að þessari upphæð væri betur i varið til þess að kcma áfram hálfbyggðum sjúkrahúsum, sem verið hafa áratugi í smíðum. 1 þeim málum er slíkt neyðar- astand, .að veikt fólk verður að senda . heim . fyrr en æskilegt I væri, til þess að rýma fyrir fársjúku fólki og slösuðu. Hvaða ávinning höfum við svo af öllu þessu brölti með umferðina? Ekkert nema slys- farir og hörmungar. Nú líður varia sá dagur, að ekki séu umferðarslys, hvað mun þá verða, þegar allri umferð hefur verið snúið við að ástæðulausu? Ég skora nú á þjóðina að stöðva þessa framkvæmd og undirbúningur að söfnun und- irskrifta þarf nú strax að heíj- ast. 1 vor eru kosningar, auðvelt er að hafa þjóðaratkvæði um málið. Einnig er það mjög lýð- ræðislegt og á hiklaust að gera, þegar um stórmál er að ræða, sem snerta hvern mann í landinu. Það er auðvelt að greiða um þetta atkvæði um leið og kosið er. Það er mannlegt að gera mis- tök, en stórmannlegt að við- urkenna þau. Vilja nú ekki 60- menningarnir við Austurvöll endurskoða afstöðu sína og taKa upp málið að nýju, fyrir það hlytu þeir þakkir alþjóðar. Iljálmtýr Pétursson. Aukin viðskipti Frakklands og Sovátríkíanna PARlS 2/2 — Sovétríkin hafa samið við Renaultverksmiðj- urnar í Frakklandi um kaup á vélum og útbúnaði í tvær verk- smiðjur til að smíða yfirvagna bifreiða. Sovétríkin hafa eirinig samið um aukin kaup á neyzlu- varningi frá Frakklandi.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.