Þjóðviljinn - 07.02.1967, Side 8
3 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. febrúar 1967.
LAG
25
að hann hafi haft meðferðis
svörtu buxur Mandersons, vesti
hans og bíljakka, lausa góminn
úr munni Mandersöns og vopnið
sem hann hafði verið myrtur
með; að hann hafi falið þetta,
hringt eftir kjallarameistaranum
og setzt við símann með hattinn
á höfðinu og með bakið að dyr-
unum; að hann hafi verið önnum
kafinn við símtal allan tím-
ann sem Martin var inni í her-
berginu; að á leiðinni upp á efri
hasðina hafi hann læðzt hljóð-
lega inn í herbergi Marlowes
og sett byssuna, sem morðið
hafði verið framið með —
skammbyssu Marlowes, — £
hylkið á arinhillunni, sem hún
hafði verið tekin úr; að hann
hafi síðan farið inn í herbergi
Mandersons fyrir utan dyrnar
fleygt fötum Mandersons á stól.
sett lausa góminn í skál hjá
rúminu og valið föt, skó og
bindi úr skápnum í svefnher-
berginu-
Hér hætti ég í svip lýsingunni
á athöfnum þessa manns og ber
fram spumingu, sem nú er fylli-
lega tímabær:
Hver var þessi falski Mander-
son?
Með hliðsjón af því sem ég vissi
eða gat gizkað á með nokkurri
vissu um viðkemandi mann, gat
ég dregið eftirfarandi ályktanir:
I 1. Hann hafði staðið í nánu
sjimbandi við hinn látna. Hann
Ihafði ekki gert nein mistök í
leik sínum við Martin eða þegar
hann tadaði við frú Manderson.
I ' 2. Hann var ekki óáþekkur
Manderson á vöxt að minnsta
Jícsti hvað snerti hæð og axla-
breidd, en ræður baksvipnum á
feitjandi manni, þegar hann er
með höfuðfat og í víðum jakka,
|En hann var fótstærri en Mand-
,erson, þótt ekki munaði miklu.
i 3. Hann hafði mikla hermigáfu
iOg leikhæfileika — sennilega
reynslu líka-
4. Hann hafði nákvæma þekk-
ingu á heimilishaldi Mander-
sons.
5. Honum var það lífsnauðsyn
að allir álitu að Manderson væri
á lífi og innandyra þangað til
eftir miðnætti á sunnudagsnótt-
ina-
Þetta taldi ég ýmist öruggt
eða allt að því. Og þetta reyndist
duga.
Síðan taldi ég upp í sömu röð
þær staðreyndir sem ég hafði
fengið að vita um John Marlowe,
frá hönum sjálfum eða eftir öðr-
um léiðum:
1- Hann hafði verið einkarit-
ari Mandersons og honum mjög
nákominn í næstum fjögur ár.
EFNI
SMÁVÖRUR
J " TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMJ 33-968
I 2. Mennirnir tveir voru álíka
háir, báðir voru þreklega vaxnir
og herðabreiðir. Marlowe, sem
var tuttugu árum yngri. var
heldur grennri á vöxt, þótt
Manderson væri vel á sig kom-
inn líkamlega. Skór Marlowes
(sem ég athugaði gaumgæfilega)
reyndust um það bil númeri
stærri og bréiðari en skór Mand-
ersons.
3. Síðdegis fyrsta verudag minn
hér, hafandi dregið þessar álykt-
anir, sendi ég símskeyti til per-
sónulegs vinar míns. kennara við
háskóla í Oxford, sem ég vissi
að hafði áhuga á leikstarfsemi,
svohljóðandi:
Sendu mér skýrslu um afskipti
Johns Marlowe af leikmálum í
Oxford einhvem tíma á undan-
förnum áratug. Mjög áríðandi
trúnaðarmál.
Vinur minn svaraði með eftir-
farandi skeyti, sem ég fékk í
hendur næsta morgun (daiginn
sem líkskoðunin var haldin):
Marlowe var félagi í O.U.D-S.
í þrjú ár og forseti 19 —‘
lék í Bardolph Cleon og Mer-
cutiö, frábær í skapgerðarhlut-
verkum og hermilist, eftirsóttur
hjá klúbbum og félögum-
Mér hafði dottið í hug að
senda þetta skeyti. sem svarað
var á svo jákvæðan hátt, vegna
þess að ég hafði á arinhillunni
hjá Marlowe séð mynd af sjálf-
um honum og tveim öðrum í
búningurh fylgisveina Falstafis
með áletrun frá „Kátu konun-
um“ og á myndinni var stimpill
.frá Ijósmyndara í Oxford.
4. Meðan Marlowe starfaði
með Manderson var hann með-
höndlaður eins og einn úr fjöl-
skyldunni- Enginn annar, að
undanskildu þ.jónustufólkinu,
hafði eins góð skilyrði til að
kynnast í smáatriðum heimilis-
lífi Mandersons.
5. Ég gekk úr skugga um, með
öruggri vissu. að Marlowe hefði
komið á gistihús í Southampton
á mánudagsmorgun klukkan 6.30
og þar hefði hann síðan fram-
kvæmt það sem til var ætlazt af
honum, samkvæmt eigin frásögn
og þvf sem hinn falski Mander-
son sagði frú Manderson í svefn-
herberginu- Hann hafði síðan
komið til baka til Marlstone í
bílnum, þar sem hann hafði látið
í ljós mikla undrun og skelfingu
yfir fréttinni af mörðinu.
Þetta eru staðreyndirnar um
Marlowe sem vitað er um- Nú
verðum við að athuga staðreynd
númer 5 (eins og hún er sett
fram hér að ofan) í Ijósi stað-
reyndar númer fimm um hinn
falska Manderson-
Fyrst vil ég beina athyglinni
að mikilvægri staðreynd. Hinn
eini sem hafði heyrt Manderson
minnast á Southampton yfirleitt,
var Marlowe sjálfur. Frásögn
hans — sem að nokkru var stað-
fest af því sem kjallarameistar-
inn heyrði — var á þá lund að
ferðalagið hefði verið ákveðið í
einkasamtali, áður en þeir lögðu
af stað, og hann gat ekkert sagt
um það, þegair ég spurði hann,
hvers vegna Manderson hefði
átt að draga fjöður yfir fyrirætl-
anir sínar með því að gefa í
skyn að hann ætlaði í tungl-
skinsökuferð með Marlowe. Þetta
vakti þó engair grunsemdir- Mar-
lowe hafði alveg örugga fjarvist-
arsönnun með kömu sinni til
Southampton klukkan hálfsjö;
enginn hugsaði um hann í sam-
bandi Við morð sem hlaut að
hafa verið framið eftir klukkan
þálfeitt — þegar Martin, kjall-
arameistarinn hafði farið í rúm-
ið. En það var sá Manderson
- sem kom heim úr ökuferðinni
sem gætti þess að nefna Sout-
hampton við tvær persónur.
Hann gekk meira að segja svo
langt að hringja í hótel í Sout-
hampton og spyrja spurninga
sem staðfestu frásögn Marlowes
og erindi hans. Það var símtalið
sem hann var niður.sökkinn í
meðan Martin var inni í bóka-
stofunni.
En nú skulum við athuga nán-
ar þessa fjarvistarsönnun. Ef
Manderson var heima hjá sér
þessa nótt og ef hann fór ekki
út fyrr en einhvem tíma eftir
klukkan hálfeitt. hefði Marlowe
með engu móti getað átt beina
aðild að morðinu. Það er vegna
fjarlægðarinnar milli Marlstone
og Southampton- Ef hann hefði
farið frá Marlstone í bílnum á
beim tíma sem gert er ráð fyrir
— milli klukkan tíu og hálfellefu
— með skilaboð frá Manderson
— þá hefði þsð verið ógerning-
ur fyrir bílinn — 15 hestafla
fjögura strökka Northumberland
— að komast til Southampton
klukkan hálfsjö ef hann fór
seinna en um miðnætti frá
Marlstone. ökumenn sem athuga
kortið og gera viðeigandi út-
reikning eins of ég gerði í bóka-
stofu þá um daginn. hljótai
að komast að þeirri niðurstöðu,
að eins og allt lá fyrir. þá virt-
ist Marlowe hafínn yfir allan
grun,
En ef þetta var í rauninni
með öðrum hætti; ef Msnderson
var dáinn klukkan ellefu og ef
Marlöwe brá sér í gervi hans í
Hvítbiljum um það leyti; ef
Marlowe fór upp i svefnherbergi
Mandersons — hvemig er þá
hægt að koma bví heim og
saman við komu hans til Sout-
hampton næsta morgun? Hann
varð að komast út úr húsinu,
óséður og án þess að til hans
heyrðist, og leggja af stað um
miðnætti. Og Martin, hinn
heyrnargóði Martin, vakti í búri
sínu til klukkan hálfeitt með
opnar dyrnar hjá sér að bíða
eftir símhringingu. 1 rauninni
stóð hann vörð við stigann, eina
stigann sem lá ofanaf efri hæð-
inni.
Andspænis þessum vandkvæð-
um komum við að lokaþætti
rannsóknar minnar- Ég þafði í
huga allt það sem áður er nefnt,
og það sem eftir var dagsins
fyrir líkskoðunina, talaði ég við
fólk, yfirfór staðreyndir og próf-
aði þær lið fyrir lið. Ég gat
aðeins fundið einn veikan hlekk,
og hann var að Martin skyldi
hafa verið á fótum til klukkan
háUfeitt; og þar sem honum
hafði verið uppálagt að gera það,
þá var það liður í áætluninni og
átti að styrkja fjarvistarsönnun
Marlowes og því hlaut einhvers
staðar að finnast skýring. Ef ég
gæti ekki fundið þá skýringu
var kenning mín haildlaus- Ég
varð að geta sýnt fram á að
þegar Martin fór í rúmið þetta
kvöld, hlaut maðurinn sem hafði
lokað sig inni í svefnherbergi
Mandersons að vera kominn á
fleygiferð í áttina til Southamp-
tön.
Reyndar hafði ég fengið hug-
mynd um — og lesandinn sjálf-
sagt líka — hvernig hinn falski
Manderson hefði getað laumazt
burt fyrir miðnætti. En ég vildi
ekki að neinn fengi grun um
þessar vangaveltur mínar. Ef ég
hefði verið staðinn að verki,
hefði ekki verið hægt að leyna
því í hvaða átt grunsemdir mín-
ar beindust- Ég ákvað að bíða
6RUNATRYGGINGAR
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÓTU 9 - REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260
SKOTTA
— Ég vildi haía verið uppi á þessum tímum, unglingarnir hafa
greinilega aldrei þurft að fara í skólann.
<ontineiilal
SNJÓHJÓLBARÐAR
MEÐ NÖGLUM
sem settir eru í, með oldcar full-
komnu sjálfvirku neglingarvél.
veita fyllsta öryggi í snjó' 'og
hálku.
Vinnustofa vor er opin alla daga
frá kl. 7,30 til kl. 22.
Nú er allra veðra von. — Bíðið
ekki eftir óhöppum, en setjið
CONTINENTAL hjólbarðá, með
eða án nágla, undir bílinn nú
þegar. ,„un
GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f.
Skipholti 35 — Sími 3-10-55.
Kappkostum að veita góða þjón-
ustu með fullkomnustu vélum
sem völ er á.
f-ALT
4
fALT
■ C7'w
5°ensk
9°&dayarQ
EINKAUMBOD
IMARS TRADIIMG OO
LAUGAVEG 103 SIMI 17373
TRABANT EIGENDUR
V iðgerðarverkstæði
Smurstöð
Yfirförum bílinn
fvrir veturinn.
FRIÐRIK OLAFSSON, vélaverkstæði
Dueguvogi 7 Sími 30154.