Þjóðviljinn - 10.02.1967, Page 1

Þjóðviljinn - 10.02.1967, Page 1
Föstudagur 10. fabrúar 1967 — 32. árgangur — 34. tölublað. Brecht leikþættir og Ijóð flutt á mánud. ' Utflutningur frá Neskaupstað; Tvöfaldaðist nær- fellt á síðasta ári ■ Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Þjóðviljans á Neskaupstað jókst útflutningur frá kaupstaðnum um nær því helming á árinu sem leið, miðað við árið næst á und- an. Útflutningurinn varð samtals 50.774 tonn á móti 26.792,5 tonnum árið 1965. Hér fer á eftir nákvæmari sundurliðun á útflutningnum: Útflutningur afurða frá Nes- kaupstað varð sem hér segir tal- ið í lestum og tölur frá árinu á undan í svigum á eftir: Freð- fiskur 485,9 (480.5) tonn. freð- síld 2337,2 (2106,6) tonn, síldar- og fiskim.iöl 20.816 (10.386) tonn, lýsi 19.041 (6700) tonn. saltsíld 49.646 (43.213) tunnur eða 8092 (7043) tonn. Alls voru fluttar inn til Nes- kaupstaðar 18.496,7 (16-291,6) smálestir af vörum. Þar af 13.614 tonn af brennsluolíu (10.831,9 j árið 1965). 19.071 ferfét af timbri og 42-274 tómar tunnur. Samkvæmt upplýsingum hafn- arstjórans í Neskaupstað voru skipakomur til staðarins sem hér Framhald á 7. síðu. Verklýðsfélög í Hufnurfirði hulda fund um atvinnumálin Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hefst listavaka Samtaka hernáms- andstæðinga næstk. sunnu- dag og verður nánar sagt fra tilhögun hennar allri hér í blaðinu á sunnudaginn. Einn ’ þáttur vökunnar verð- ur flutningur á þrem leikþátt- um og tveimur alllöngum kvæðum eftir Bertolt Brecht, > Leikþættirnir eru úr verkinu Ótti og eymd Þriðja ríkisins, en það er safn 24 sjálfstæðra leikþátta er fjalla um lífið í Þýzkalandi á valdatíma Hitlers og er ákveðnum þátt- um þjóðlífsins lýst í hverjum þætti fyrir sig. Samdi Brecht þetta verk á árunum 1935 — 1938. Þættirnir þrír sem hér verða fluttir eru Gyðinga- konan, Spæjarinn og Þjóðar- atkvæði, en í upphafi og á milli þáttanna munu Erling- ur Gíslason og Helga Kristín Hjörvar flytja kvæðin Lof- gjörð um efann og Glataður orðstír. Erlingur E. Halldórs- son þýddi síðara kvæðið en Sigfús Daðason það fyrra. Leikþættina alla þýddi Þor- steinn Þorsteinsson. Frumsýning á verkum þess- um verður í Lindarbæ n.k. mánudag. Leikstjóri er Erling- ur E. Halldórsson en leik- myndir hefur Sigurjón Jó- hannsson gert eftir modelbók frá Berliner Ensemble. Leikendur í Gyðingakon- unni eru tveir: Konuna leik- ur Bríet Héðinsdóttir, en manninn Erlingur Gíslason. 1 Spæjaranum eru fjögur hlutverk. Konan: Bríet Héð- insdóttir. maðurinn Erlingur Gíslason, vinnukonan: Helga Kristín Hjörvar og drengur- inn Jens Einarsson. Er mynd- in hér að ofan úr Spæjar- anum. — Myndina tók ljós- myndari Þjóðviljans, Ari Kárason. — í Þjóðaratkvæði eru þrír leikendur. Erlingur Gfslason leikur eldri verka- manninn, Sigurður Karlsson yngri verkamanninn og Brí- et Héðinsdóttir konuna. Vcrkamannal'élagið Hlíf i j Hafnarfirði hefur haft það fyrir venju nokkur undanfarin ár að helga fyrsta félagsfund á ári hverju atvinnumálum og at- vinnuástandi í Hafnarfirði og jafnan boðið bæjarstjórn og bæjarstjóra til fundarins. Nú í ár hefur það orðið að ráði að Sjómannafélag Hafnarfj. og Verkakvennafélagið Framtíð- in munu einnig standa að þess- um fundi með Hlíf og verður hann haldinn n.k. sunnudag kl. 2 e.h. í Góðtemplarahúsinu. Aðalmál fundarins verður eins ög áður atvinnumál og atvinnu- ástand í bænum og bæjarstjóra og bæjarstjóm er boðið á fund- inn. Frummælandi verður Her- mann Guðmundsson formaður Hlífar. Bétt fyrir klukkan 20 í gær- kvöld féll maður á milli skips' og bryggju í Vestmannaeyjum. Hafnarstjóranum og fleiri nær-: stöddum tókst að ná honum heil-1 um á háfi á land aftur. Iillt' var í sjó og lágt í þegar óhappið varð. Enn rætt um raforkumál Austurlands á Alþingi í gær Bygging stórra orkuvera og dreif ing orkunnar er hlutverk ríkisins □ Þingmenn Austurlands og Austfirðingar al- mennt eru einhuga um nauðsyn þess að þegar verði hafizt handa um virkjun Lagarfoss til lausn- ar á raforkuþörf landsfjórðungsins. Hins vegar eru sveitar- og bæjarstjórnir eystra andvígar þeirri stefnubreytingu að taka raforkumálin úr höndum Rafmagnsveitna ríkisins á þann hátt sem lagt er til í frumvarpi eina Sjálfstæðisflokksþing- mannsins af Austurlandi, Jómasar Péturssonar, um Austurlandsvirkjun — enda frumvarpið flutt án samráðs við þær. Þetta kom fram í ræðum þeirra Eysteins Jónssonar og Lúðvíks Jósepssonar í neðri deild Alþingis í gær, en þá var fram haldið 1. umræðu um frum- varp Jónasar um Austurlands- virkjun. Lúðvík Jósepsson sýndi fram á í ræðu sinni að með frum- varpinu væri stefnt að því að gerbreytt yrði um stefnu í raf-. orkumálum Austurlands. Hingað til hefði verið stefnt að því að Rafmagnsveitur ríkisins eignuð- ust orkuverin og reistu og rækju þau. 1 frumvarpi Jónasar væri lagt til að byggðalögin eystra tækju raforkumál Austurlands í sínar hendur, myndi félag sem yfirtæki þær rafmagnsveitur sem fyrir eru og ráðist sameiginlega í nýjar . raforkuframkvæmdir, vi.rkjun Lagarfoss, og hafi rekst- ur hennar.með höndum. Þetta gengur þvert á yfirlýsta stefnu iim þróun raforkumála í land- inu eins og hún kemur fram í raforkulögunum. Versta veður suð vestunlands ★ Eftir hádegið í gær var kominn sunan gtormur og sumsstaðar rok og rigning á vestanverðu landinu. Olli því djúp lægð, sem á sínum tima, eða fyrir 3 sólarhringum olli snjókomunni miklu í New York riki. Sunnanáttinni fylgdu hlýindi og var mestur hitinn í Reykjavík, 8 stig. Úrfelli var mikið á sunnan- og vest- anverðu landinu. í nótt var búist við suðvestanátt, hvassviðri, eða stormi og éljagangi, síðan vestanátt í dag, rokhvassri og ofsaveðri á köflum. ~k Klukkan 6 í gær var veðrið harðast á eftirtöldum stöðum: 11 vindstig í Vestmannaeyjum, 10 vinstig á Akureyri, 10 á Kjör- vogi, 11 í Hvallátrum og 10 á Galtarvita. ★ Þessi lægð, sem um er að ræða, hefur verið óvenjulega hrað- fara. Hún er tæplega 950 millibör. +■ Varhugaverð stefnubreyting Lúðvík lýsti því yfir að hann Væri andvígur þeirri stefnubreyt- ingu, en fylgdi stefnunni sem mótuð hafi verið með setningu raforkulaganna. Samkv. þeirri stefnu væri eðlilegt að stefnt yrði að því að tengja saman orkusvæði Austurlands og Norð- urlands og svo Norðurlandssvæð- ið við Suðvesturlandið, svo fært yrði að byggja orkuverin þar sem hagkvæmast væri. Þetta yrði vart gert nema einn eigandi Væri að orkuverunum og veitun- um, rikið sjálft. Rafveitur ríkis- ins hefðu gengið allhart eftir því að eignast rafmagnsveitur einstakra staða á Austurlandi og yrði það mjög umhendis aðfara nú að taka við þeim aftur. Lúðvík kvaðst ekki efast um að Jónas Pétursson væri ásama máli og aðrir eystra um nauð- syn þess að tafarlaust væri lagt i stóra vatnsaflsvirkjun á Aust- urlandi, virkjun Lagarfoss. Ein- mitt vegna hinnar brýnu þarfar væri óeðlilegt að gerbreyta nú um stefnu í raforkumálum Aust- urlands, og gæti það orðið til þess að skjóta framkvæmdum á frest. Það tæki áreiðanlega all- lsngan tíma að sveitarfélögin austanlands mynduðu félag til slíks, aðstaða beirra væri líka mjög misjöfn. Félagi þeirraværi ætlað að yfirtaka mannvirki sem að verðmæti væru áreiðanlega nokkuð á annað hundrað miljón- ir króna, og ráðast samtímis í stofnframkvæmd sem kostaði á- líka mikið. Slfkt hlyti að leiða ti) tafa á framikvæmdum og tjóns fyrir alla hlutaðeigendur. 4r Verkefni þjóðarhcildarinnar Það væri heldur ekki auðvelt fyrir nýtt fyrirtæki að taka að sér rekstur rafveitnanna á Aust- urlandi. Mikill hluti þeirra hafa díselstöðvar, og hafa verið rekn- ar með 16 miljóna króna halla árlega. Svo óhagkvæmar eru þær að hallinn vex næstum að sama skapi og rafmagnsnotkunin eykst! Hætt er við að sveitarfélögin austanlands hugsi sig um áður en þau yfirtaka þann rekstur. Lúðvfk sagðist álíta að hér væri um venkefni að ræða sem yrði að leysast af þjóðarheild- inni en ekki einstökum byggð- ariögum. Hins vegar ætti auð- veldlega að vera hægt að koma því þannig fyrir einnig með nú- verandi skipulagi að fulltrúar sveitarfélaganna hefðu meiri hönd í bagga með rekstrinum og yfirleitt með rafmagnsmálum landsfjórðungsins. Rafmagns- veitur ríkisins á Austurlandi gætu sem bezt haft sérstaka rekstrarstjórn og fulltrúa sveit- Framhald á 7. síðu. Vietnam-fundur á briðiudaginn ★ N.k. þriðjudagskvöld, 14. febrúar, efnir Sósíalista- félag Reykjavíkur til al- menns fundar um Viet- nammálið í samkomuhús- inu Lidó. •ár Kristinn E. Andrésson magister flytur ræðu á fundunum. — Allir eru velkomnir á fundinn. í 6 og 10 síður NÚ er illt í efni. I fyrsta lagi er pappírssendingin til blaðs- ins enn ókomin til landsins og ekki væntanleg fyrr en i kvöld með Dettifossi. I annan stað eru gömlu pappírsbirgð- irnar alveg á þrotum og eng- an pappír að fá, hæfilegan að stærð fyrir prentvél Þjóðvilj- ans fyrr en rúllurnar fástupp úr Dettifossi, væntanlega á mánudaginn. AF þcssum sökum verður óhjá- kvæmilegt að grípa til neyð- - arúrræða nú um helgina, þ.e. gefa út 6 — sex síðna blað á morgun, laugardag, og þá rétt endast Ieifar pappírsbirgðanna gömlu í 10 síðna sunnudags- blað. Þriðjudagsblað Þjóðvilj- ans kemur svo því aðeins út að takist að ná nýju pappírs- sendingunni úr Dettifossi I tíma á mánudaginn — og er ekki ástæða til annars en vona að’ svo verði. Þjófurinn hirfi aðeins lifið af verðmætinu í fyrrinótt var brotizt inn í skartgripaverzlunina á Amt- mannsstíg 2 og stolið þaðan níu hringjum og hálsmeni, samtals 13 — 14 þús. kr. virði. Virðist styggð hafa komið að þjófun- um því þarna var margt annað verðmæti sem hann hefði getað tekið líka, en skildi eftir þó. Fyrirspurnir áAlþingi um eituráhrif og öryggis- bánað alámínverksmiðju Alfreð Gíslason flytur á Alþingi þessar fyrirspurnir til iðnaðarmálaráðherra um eit- uráhrif og öryggisútbúnað fyrirhugaðrar ál- veksmiðju í Straumsvík’ a. Telja sérfræðingar íslenzku heilbrigðis- þjónustunnar nokkra hættu á flúoreitr- un frá álverksmiðjunni í Straumsvík? b. Hvers konar bræðsluker verða þar not- uð? c. Verður þess krafizt, að reykeyðingar- tækjum verði komið fyrir 1 verksmiðj- unni og þau hagnýtt frá byrjun? & i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.