Þjóðviljinn - 10.02.1967, Side 2

Þjóðviljinn - 10.02.1967, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 10. febrúar 1967. kvikmyndir Þetta hefur þýzk kvik- myndagerð komizt lægst I □ Laugarásbíó hefur nú sýnt kvikmyndina um Sigurð Fáfnisbana síðan á jólum eða í um það bil 6 vikur. Sitthvað hefur verið um þessa mynd rætt og ritað — og ekki allt lofsaimlegt. Kunnur danskur gagnrýnandi, Henrik Ringsted, var til dæmis lítið hrifinn, er hann gat kvik- myndarinnar í einu Kaupmannahafnarblaðanna. Þó að nokkuð sé um liðið síðan greinin birtist þykir Þjóðviljanum rétt að endurprenta hana hér í heild. í mynd þessari, háttvirtu les- endur, eru saman komnir 24 leikarar, og einnig 260 tækni- fræðingar, 8000 statistar, sem hafa 250 hesta, 1500 sverð, 2000 boga, og „meira en“ 15.000 örvar. Ennfremur 6000 gervi- skegg, fimm hundruð hárkoll- ur, og 40 kg. af andlitsfarða. 12.000 herklæði, 250 kjóla, 1800 einkennisklæðnaði og 4000 pör af skóm. Ein víggirt borg, 130 metrar á lengd og 100 á breidd. Súl- urnar í hásætissalnum eru 15 metrar á hæð, borðin að með- altali 30 m á lengd. Varðturn- arnir eru „meiri um sig en þúsund ára gamlar eikur, og hærri en ljósastaurar umhverf- is knattspyrnuvöll." Við þetta má bæta því að myndin kostaði 8 miljónir j DM,'' og hetjan er 1,91 m á hæð. Mein I.iebchen, was willst du mehr? "“Svo segir páfi nútíma kyik-' myndagerðar í Þýzkalandi, en til samanburðar við hann mætti kalla prófessor Tribuni menningarpáfa. Sá sem séð hefur hið mikla söguljóð hans frá Worms snemma á miðöld- um í Þýzkalandi, minnist manns sem þar átti heima löngu seinna og orti þetta: — Þó kóngar fylgdust allir aö með auð og valdstign hárri þeir megnuðu ei hið minnsta blað að mynda á netlu smárri. Nú er það líklega runnið upp fyrir lesandanum, að þessi myrki og duli inngangur sé inngangur að „stærsta fram- lagi í þýzkri kvikmyndagerð fram að þessu“, — kvikmyrid- in af „Nibelungenlied“, en fyrsta hluta hennar er fyrir stuttu farið að sýna í kvik- myndahúsum. Það gerist sjaldan að ég skrifi um slæmar kvikmyndir eða leiksýningar, sem ég sé utan lands — ég tel það ekki vera mitt hlutverk — mér er miklu tamara að kynna lönd- um mínum ágæt verk og ef til vill hefur mér stundum tekizt að koma þeim í kynni við sumt af þessu. Það er ástæðulaust að kynna ruslið fyrirfram. En nú ætla ég að brjóta þessa reglu. , ; Vonandi verður hún horfin úr minni mínu eftir tvo daga Herra Arthur Brauner hefur ekki skirrzt við (auk þessar- ar romsu sem tilfærð var hér að framan), að setja í boðs- bréfin og myndaskrárnar þá yfirlýsingu sína, að hann viti nú raunar að maður að nafni Fritz Lang hafi einnig gert mynd um þetta sama efni á þriðja tugi aldarinnar, þegar myndir voru þöglar, en svo kemur þessi dómadags lygi: ... honum var ólíkt hægara nm vik. Hann eat stílíserað og hann var Iaus við allt tal og tóna, lit^ og „cinemascope“ ... en þetta állt verður að hafa í nútíma kvikmyndum. En það torveldar stílíseringuna. Nú er mér spurn: hvorum var hægara um vik?: Ætli ekki dr. Harald Reinl, sem fram að þessu hefur ekki látið sjá eftir sig neitt teljandi ann- að erv Edgar Wallace- og Karl May-kvikmyndir, og ræður yf- ir tali og tónum, litum og stærðar-sýningartjöldum auk Þar fyrir hefur hann ekki fram að færa annað en bjálfalegt bros... þessara .8 milj, DM, sem hann hafði til umráða? Varla hefur það verið Fritz Lang, sem ekki hafði annað en smáskák af tjaldi og þögl- ar, gráar myndir, en samt tókst honum að gera kvikmynd, sem líklega var ekki sem allra bezt, en samt svo góð, að eftir 40 ár man maður eftir ýmsum áhrifamiklum atriðum, og það þó að í þetta væri vafinn nokk- uð vafasamur blendingur af ,,jugendstíl“ og expressión- isma, þá er nú samt svo, að eftir nærri hálfa öld fá ung- ir kvikmyndagerðarnemendur mynd þessa sem námsefni til athugunar, og eldri kvikmynda- fræðingar þyrpast um hana þegar hún er sýnd í kvik- myndasöfnum. En nú verð ég að flýta mér að skrifa þessa grein áður en ég verð búinn að steingleyma myndinni, að líkindum (og vonandi) eftir tvo daga. íþróttakempan dylst undir huliðshjálmi „Nibelungenlied", Niflunga- ljóð, þetta fagra, ógnþrungna og miskunnarlausa miðalda- kvæði um hetjur, hatur og hór- dóm, er nú — og það í hönd- unum á þýzkum manni — orð- íð að bandarískum „comic strip“ þar sem persónurnar tala samarj með þessum hérna loftbólum. sem við þekkjum allt of vel. Auk þess er hún vönuð, og það svo að sex ára gömlum börnum er ekki bann- að að sjá hana, hvað þá eldri börnum, og líklega verður þetta til þess að bjarga fjár- hagsútkomunni, því þó að full- orðið fólk með heilbrigða skyn- semi eigi mjög á hættu að deyja alveg úr leiðindum, þyk- ír börnum alltaf gaman að horfa á vígalega menn í her- klæðum, þar sem þeir eru að gefa hver öðrum „á hann“. Uwe Beyer heitir sá sem ieikur Sigurð, og er þetta mein- **' laifSt-UngmeWni &em hefur sett met í sleggjukasti á Ólympíu- leikjum, en annars held ég hann viti varla hvað hann á "’að gefð af síálfum 'séff'Þegar mest liggur við og hann vinn- ur hvað frækilegust afrek, eins og þegar hann gengur í það fyrir hönd Gunnars liðleskj- unnar, að þreyta keppni við Brynhildi í spjót- og sleggju- kasti (réttara mundi vera: steinkasti. Þýð.), og eins þeg- ar hann gengur í eina sæng með Brynhildi fyrir hönd Gunnars, — þá er hann ger- samlega ósýnilegur áhorfend- um, — þetta er samkvæmt því sem segir í Nibelungenlied — en til þess að gera sig ósýni- legan hefur hann huliðshjálm þann, sem hann stal af dverg- gerpinu Alberich. Þessvegna er börnum, jafnvel þó lítil séu. alveg óhætt að sjá þessa mynd — en til hvers er þá verið að hafa þennan ofurkappa, fyrst áhorfendur fá ekki að sjá hann keppa? Þar fyrir utan hefur hann ekki fram áð færa annað en feimnislegt og bjálfalegt bros. óg hann er áhorfendum til álika mikillar skapraunar og Haka (eða Högna), enda'stenzt Haki ekki mátið að endingu, og rekur hann í gegn með Sverði. Þetta finnst okkur á- horfendum vel af sér vikið og hið bezta verk, því þá er það fullvíst að hann komi ekki fram í þáttunum sem eftir eru. En honum láðist því miður að gera Grímhildi sömu skil. og losnum við ekki við þetta Ijós- hærða guðslamb í ókomnum þáttum fyrir vikið. Brynhildur er svartklædd og þessvegna eo ipso. ill. Það sjá væntanlega allir. Þessi leikkona er gift kvikmyndaleikstjóran- um og hefur verið fasta-til- hjálp í mörgum Edgar Wallace- myndum. Það er sagt að hún sé mjög glóandi kynborpba, en klæðnaður þessarar aldar, sem myndin er ' frá, leyfir ehgar sýningar líkamsparta, og hlýt- ur hún því að glóa með leynd og a.m.k. nær sú dulda glóð ekki til áhorfendanna. Með hlutverk Haka fer leik- ari að mennt og mætti, og má það kallast undantekning, en honum er gersamlega um megn að sigrast á því rígskorðaða gervi og hinum jafn rígskorð- uðu fyrirmælum um leik sinn, sem hann er háður. í þessari stórmynd stór- mynda eru samt tvö atriði þar sem haldið er á af viti; Rolf Henninger gerir virðingarverða tilraun til að leika þennan góð- viljaða en veikgeðja mann, sem Gunnar á að vera fyrst, þó hann snúist upp í svikahrapp síðar. Hann gerir allt í einu atrennu — en dr. Edgar Karl Wallace May Reinl lætur ekki að sér hæða: sú atrenna verður að engu eins og allar hinar. og þegar konungurinn snýst á sveif með Haka, er sem maður sjái loftbólu hugsunar þessar- ar stíga upp af hvirflinum: •.. (hann hugsar) ætli það væri ekki bara nokkuð gott bragð að reyna að ná í gullið hans Fáfnis? Leikkona, sem ber það nafn með réttu, kemur fram á tjaldinu í tvær mínútur Aftur bir*ir ofurlítið til þeg- ar eljur-a' tvær, Brynhildur og Grírr’' 'idur hittast á dóm- kirkju'r' unum. Þetta atriði er svo ■’1 gert af hendi hins ókunna 'röfundar frá miðöld- um, að bví er ekki auðvelt að spilla t’l fulls. Og nú nær það að skína í öllum ljóma sínum þegar fram kemur á sjónar- sviðið Hilda Weissner leik- kona, og stendur við í tvær mínútur, en þó stuttur sé tím- inn, nær hún að gera sem að engu tjald, tal, tóna, miljón- irnar 8, og annað allt. Og með því afhjúpast allur skrípaleik- urinn. Þessi er munurinn á því að kunna til verks síns og að lát- ast kunna. Allt í einu birtist mennskur maður á tjaldinu innan um þessi 6000 gerviskegg og 40 kílógrömm af andlits- farða. En því miður dregur fljótt fyrir aftur. Geysir gýs rauðu bleki Rétt er að láta þær njóta sannmælis þessar undurfögru landslagsmyndir frá íslandi. Þær eru auganu fögnuður, en samt valda þær nokkrum efa- semdum. Því miður hef ég ekki komið til íslands, svo ég get ekki borið um það af eig- in raun hvort hverirnir þar gjósi rauðu bleki sanjskonar því sem haft var til að leið- rétta stílana mína forðum, þangað til ekki sást i þá (ef ég hafði gert einhverjar villur) — af ótuktarskap hélt ég — en þetta gera þeir þarna í mynd- inni.*) í þáttunum sem teknir eru á íslandi hefur herra Reinl sett upp þrjár kvenmannsmynd- ir á kletti, sem aldrei láta af að góna með grimmilegri á- fergju og heift út í bláinn — í stað þess að gera eitthvað af viti, eins og t.d. að spinna. Það hlýtur að hafa vakað fyrir honum að þetta ættu að vera nornirnar þrjár (Urður, Verð- andi og Skuld), en þessu verð- ur ekki betur lýst en gert hefur kvikmyndagagnrýnandi „Frankfurter Zeitung“, en hann segir að sér hafi sýnzt þessar konur vera „cinna líkastar því sem væru þær þvottakonur hjá hefðarfólki, sem orðnar væru atvinnulausar í þessu eyðilega Iandi, og væru í versta skapi af þeim sökum og búnar að koma sér saman um að heimta hærra kaup." Vesaldómurinn leynir sér hvergi. Jafnvel Fáfnir dreki er afleitur dreki Rrauner og Reinl *) Hennk V Ringsted veð- ur hér villu og reyk. Það sem hann heldur vera Geysi að gjósa rauðu bleki, það er Surt- nr að cnésa p-lóandi hrauni. — Þýð sögðu i leikskránni, af gikks- skap sínum, um dreka Fritz Lang, að hann „mundi öllum sýnast hlægilegur nú orðið“. Ætluðu þeir víst að gera betur, og gerðu sér mikinn dreka sem andar og blæs, saminn af vís- endum (pneumonisk og elek- tronisk), en um hann stendur sá styr af blæstri, reyk og<S>- eldi, að hvergi sér í hann. Skástar eru á honum tærnar. Miklu hefði verið betra að fá einhvern algengan hring- ekjuhest til þess að tákna þessa skepnu, góðan Ijósmynd- ara og leikstjóra til að vinna verkið, og dálítið af hinni fyr- irlitlegu „stílíseringu". , ,Riesen-Schinken ‘ ‘ Þýzkir kvikmyndagagnrýn- endur, sem mark er takandi á, eru þegar búnir að gefa mynd- inni nafngift, sem á að duga henni. Þeir kalla hana „Riesen- Schinken" ógurlega stórt svins- læri, og verður ekki sannara um hana sagt. Það má ekki taka á þessu með silkihönzkum, því þetta hefur nútíma þýzk kvik- myndagerð komizt lægst, og framleiðendurnir eru svo heimskir að halda að hún verði mæld í miljónum, kílómetrum og kílógrömmum — með þessu ætla þeir, sér heldur en ekki að komast fram úr hinni fyrri mynd, mynd Fritz Lang, sem er sýnu betur gerð, þó hún sé hvorki jafn há og breið og þykk sem þessi. Auk þess sem þeir hafa gert úr þessu svipmikla mergj- aða miðaldakvæði eitthvað á- móta 'o'g þessar óþolandi ít- ölsku hetju-kvikmyndir um Herkúles og gladíatora, og all* það bull Brauner og Co. fá ugglaust upp í kostnaðinn og vel það, Því miður, því sex ára göm- ul börn í hvaða landi sem er, hafa fæst lesið Niflungaljóð, en hetjusögur kunna þau því- betur að meta. En þeir hafa valdið þýzkri kvikmyndagerð meiri álits- hnekki en sem nemur 8 milj- ónum þýzkra ríkismarka. Loftárásum sé hætt LONDON 7/2 — Fjórtán heims- kunnir Vestur-Evrópumenn, . af þeim fimm nóbelsverðlaunahaf- ar, skoruðu í dag á Johnson Bandaríkjaforseta að færa sér í nyt vopnahléið sem verður nú um vietnamska nýárið til að fyr- irskipa að öllum loftárásum á Norður-Vietnam skuli endanlega hætt. Blað- dreifing Blaðburðarbörn óskast i eftirtalin hverfi: Vesturgötu Laufásveg Laugaveg Hverfisgötu Skipholt. >

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.