Þjóðviljinn - 10.02.1967, Síða 10

Þjóðviljinn - 10.02.1967, Síða 10
Ragnar Ólafur Brottför hersins og fltlanzhafs- bandalagið N.k. sunnudajr kl. 15.30 efna Æskulýðsfylkingin og Samband ungra Framsókn- armanna til almenns um- ræðufundar að Hótel Borg um brottför bandaríska her- námsliðsins og Atlanzhafs- bandalagið. F rummælendur verða Ragnar Arnalds alþingis- maður og Ólafur Ragnar Grímsson hagfræðingur. — Síðan verða frjálsar um- ræður. Fundur þessara aðila er haldinn að frumkv. Æsku- lýðsfylkingarinnar en á síð- asta hausti samþykkti þing- SUF ályktun þess efnis að gerð yrði fjögurra ára á- ætlun um brottför hersins og að íslendingar tækju sjálfir við gæzlu mann- virkja Nató hér á landi. í ályktuninni var aðild ís- lands að Nató hins vegar talin eðlileg að óbreyttum aðstæðum. Allt áhugafólk um utan- rikismál íslands er velkom- ið á fundinn. Oflug starfsemi Einingar á Akureyri á síðastliðnu ári Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri var hald- inn sunnudaginn 29. janúar og var stjórn Björns Jónssonar ein- róma .endurkjörin. I skýrslu for- manns kom fram, að starfsemi félagsins hefur verið mjög öfl- ug á liðnu ári og framkvæmdir hafizt í ýmsum stórmálum þess og verklýðshreyfingarinnar á Norðurlandi- Félögum hefur fjölgað verulega og fjárhagur fé- lagsins farið batnandi. Eins og jafna*n áður hafa kjaramálin orðið meginverkefni félagsins á liðnu starfsári, gerðir voru tvennir kjarasamningar og urðu helztu breytingar með þeim eftirfarandi: Stytting vinnuvikunnar úr 45 í 44 klst., hækkanir kauptaxta* um 9,1-13,6%; nætur- og helgi- dagavinnuálag hækkaði um 10% veikindadögum fastráðsins starfs- fólks fjölgaði úr 14 í 28 daga: réttindi til greiðslu fyrir frí- daga voru aukin og stofnaður var orlofssjóður með framlagi frá vinnuveitendum er nemur %% af dagvinnukaupi. Húseign Félaginu barst á árinu stór- gjöf, húseignin Þingvallastræti 14 ásamt bókasafni, en gefendur voru þau Elísabet Eiríksdóttir og Gunnlaugur Björnsson. Þá gaf Stefán E. Sigurðsson verkamað- ur félaginu vandað bókasafn Björn Jónsson. sitt auk peningagjafar í hús- byggingasjóð. Hagræðingardeild á vegum Eininga>r, Alþýðusambands Norð- urlands og Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna tók til starfa á ár- inu og var ívar Baldvinsson tæknifræðingur ráðinn fram- kvæmdastjóri hennar. Stærsta verkefni hagræðingairdeildarinn- ar á sl. ári var að hafa eftirlit með og bæta bónuskerfi í hrað- frystihúsi Útgerðarfélags Akur- eyrar. Eru miklar vonir bundn- ar við starfsemi hagræðingar- deildarinnar í framtíðinni, hún er í byrjun kostuð af ríkisfé, en á næstu árum munu verkalýðs- félögin taka hana að öllu á sín- ar herðar- Orlofsheimili Á árinu var hafinn undirbún- <5>- Merk tilgáta á fundi SHÍ í gærkvöld: Hefur Colfstraumurinn færzt til og fiskurinn með honum? ■ Hefur bolfiskurinn fært sig til í sjónum og hefur Golfstraumurinn færzt til um 200—250 mílur? Sæta báta- útvegsmenn afarkjörum frá hendi umboðsmanna um smíði fiskiskipa erlendis, umboðsmanna, sem ekkert vit hafa á sjávarútvegi? Þessum spurningum var m.a. varpað fram á fundi Stúdentafélags Háskóla íslands um sjávarútvegs- mál á Hótel Borg i gærkvöld. Jón Oddsson stud. jur. setti fundinn og stýrði honum og til- nefndi Þorstein Skúlason fund- arritara. Því næst tók til máls fyrsti frummælandi, Guðmund- ur Jörundsson útgerðarmaður í Reykjavik. Rakti hann fyrst sögu og upphaf togaraútgerðar Takmarkanirnar þýða 40% hækkuit vciðarfæraverðs Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfarandi ályktun er samþykkt var á aðalfundi Útvegsbændafé- lags Keflavíkur: „Aðalfundur Útvegsbændafé- lags Keflavikur, haldinn 4. fe- brúar 1967, mótmælir harðlega þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í þá átt að takmarka innflutning á veiðarfærum. Fundurinn telur, að í mörgum tilfellum þýði þessar ráðstafanir allt að 40 prósent hækkun á veiðarfærum. Fundurinn vill benda þeim, sem að þessum ráð- stöfunum standa á, að kynna sér vel nefndarálit það, sem fjallar um vandamál bátaflotans og Iagt var fram á Alþingi á s.l. hausti. Finnig telur fundurinn, að allar hækkanir á hendur útveginum séu ekki í samræmi við verð- stöðvunarstefnu ríkisstjórnarinn- Tvö ný Kosmos-tungl MOSKVU 9/2 — Síðustu þrjá dágá hefur tveimur nýjum gerv*- tunglum af Kosmos-gerð verið skotið á loft frá Sovétrfkjunum. á íslandi og kom síðar að þeim orsökum, sem þessi útgerð á nú við að etja. Hann lýsti sig mót- fallinn þeirri hugmynd, að tog- urunum yrði hleypt inn í land- helgina. Einnig taldi hann ekki rétt að aflinn hefði brugðizt upp á síðkastið vegna ofveiði, held- ur vegna þess að fiskurinn hefði fært sig til í sjónum. Því til sönnunar sagði hann frá því að Englepdingar og aðrar þjóð- ir væru sífellt að finna ný fiski- mið, þar sem áður hefði verið talið að þeirra væri ekki að vænta. Einnig sagðist hann hafa heyrt eftir sovézkum vísinda- mönnum, er hann var í við- skiptaerindum austur í Moskvu fyrir skömmu, að Golfstraumur- inn hefði fært sig til um 200 til 250 mílur og gæti það einnig verið skýringin á hegðun fiskj- arins. Hann sagði frá reynslu sinni af útgerð togarans Narfa, sem hefði gefizt vel og endaði mál sitt á þeim orðum, að tækist okkur að vinna bug á þeim inn- anlandserjum, sem nú þjaka þjóðfélagið, þá gætum við verið bjartsýnir á framtíð sjávarút- vegsins í landinu. Annar frummælandi, Jón Héð- inn Ármannsson útgerðarmaður, ræddi einkum um smíði fiski- skipa og rekstur þeirra. Deildi hann hart á það fyrirkomulag, sem er haft á smíði og kaupum á nýjum skipum og benti á, að útgerðarmenn hefðu þurft að greiða tugi miljóna króna til umboðsmanna, sem margir hverjir hefðu alls enga þekk- ingu á þeim hlutum, sem þeir | væru að fjalla um. Þá sagði í hann að helzta brotalömin á rekstri bátanna væri sú, að þeir hafa enga tryggingu fyrir fullri greiðslu á afla þeim, sem þeir leggja á land. Einnig nefndi hann að í bígerð væru breyt- ingar á Síldarútvegsnefnd. Þriðji frummælandi var Árni Benediktsson frá Ólafsvík og var hann nýbyrjaður ræðu sína þegar blaðið fór í prentun og verður nánari frásögn af fund- inum að bíða betri tíma. ingur að byggingu orlofsheimil- is að Illugastöðum í Fnjóska- dal og hefur Alþýðusamband Norðurlands forgöngu um það mál. Standa vonir til að fyrsta áfanga framkvæmdanna verði lokið á þessu ári og mun A.N- standa fyrir sameiginlegum framkvæmdum, en einstök verkalýðsfélög kosta og eiga byggingar sjálfra orlofshúsanna, sem ráðgert er að verði 12-16 í fyrsta áfanganum. Barnaheimili Einingar var rek- ið með líkum hætti og áður að Laugalandi á Þelamörk og dvöld- ust þar 46 börn í 2 mánuði, en forstöðukona var Vilborg Guð- jónsdóttir. Orlofsferð til útlanda var farin á vegum Einingar og annarra verkalýðsfélaga á Akur- eyri og var vel heppnuð. Sameining Að frumkvæði verkalýðsfélag- anna í Hrísey og á Dalvík er nú í athugun hvort mögulegt og heppilegt væri að sameina al- mennu verkalýðsfélögin við Eyjafjö 1 í eitt félag með deilda- skiptingu, þannig, að félagssvæði Einingar næði þá auk Akureyr- ar og Glæsibæjarhrepps eins og nú er, yfir Eyjafjarðarsýslu a*lla og Þingeyjarsýslur vestan Vaðla- heiðar. Fimm félagsmenn voru kosnir heiðursfélagar á aðalfundinum, þeir Gunnlaugur Björnsson, Stef- án E. Sigurðsson, Árni Þorgríms- son, Haraldur Þorvaldsson og Sigurjón Jóhannsson. Stjómarkjör Stjórn félagsins og trúnaðar- mannaráð vpru einróma kjörin og skipa stjórnina Björn Jóns- son formaður, Jón Ásgeir.sson varaformaður, Rósberg G. Snæ- dal ritari, Vilborg Guðjónsdóttir gjaldkeri, Björgvin Einarsson, Marta Jóhansdóttir og Ingólfur Árnason meðstjórnendur. 1 vara- stjóm eru Gunnar Sigtryggsson, Freyja Eiríksdóttir, Björn Gunn- arsson, Björn Hermannsson og Sigurpálína Jóhannesdóttir, Trúnaðarmannaráð félagsins skipa Árni Jónsson, Loftur Mél- dai, Björn Hermannsson, Gunn- ar Sigtryggson, Freyja Eiríks- dóttir, Geir ívarsson, Gústaf Jónsson, Auður Sigurpálsdóttir, Jóhann Pálsson, Margrét Magn- úsdóttir, Ruth Björnsdóttir og Adolf Davíðsson. Vöruskiptajöfnuðurinn 1966 óhagstæður um 805,7 mi/j. Föstudagar lð, febrúar 1967 — 32. árgangur — 34. tölublað. Rausnarleg g jöf til Barnamúsikskóla Barnamúsíkskólinn í Reykjavik hefur fengið rausnarlega gjöf frá Vestur-Þýzkalandi, bækur, hljómplötusafn og samstæðu Orff ásláttarhljóðfæra, sem eru mjög mikilvæg við tónlistarkennslu barna. Það er vestur-þýzka sendiráðið hér scm haft hefur milligöngu um þcssa gjöf, en gef- andinn er menningarsjóður ut- anríkisráðuneytisins þýzka. Hljóðfærin eru þegar komin til landsins og byrjað að nota þau við kennslu í Barnamúsíkskólan- um, en notkun slíkra ásláttar- hljóðfæra myndar kjamann í hópkennslunni, að því er Stefán Edelstein skólastjóri sagði blaða- mönnum í gær. Orff ásláttar- hljóðfærin eru mjög dýr oghef- ur skólinn ekki haft bolmagn til að kaupa nema lítið af þeim. Með þessari gjöf hefur skólinn nú eignazt fullkomna samstæðu þessara hljóðfæra, en það sem hann fékk nú voru sex málm- spil og tréspil með mismunandi tónhæðum og þrjár nýtízkulegar pákur. í fyrra fékk skólinn að gjöf frá sömu aðilum mjög vandað hljómplötusafn, sérstaklega sniðið fyrir unga hlustendur og 200 binda bókasafn um tónlistar- og uppeldisfræði, sem ætlað er kennurum skólans. Kvað Stefán forráðamenn Barnamúsikskólans mjög þakk- láta fyrir þessar gjafir ogflutti Framhald á 7. síðu. Byrjuðu á að stela skóm til að nota við seinna innbrot Rétt fyrir kl. 4 í fyrrinótt náði lögreglan í tvo 15 ára gamla pilta sem voru að brjótast inn um glugga á þaki veitingahúss- ins Glaumbæjar við Fríkirkju- Þjóðviiljanum hefur borizt bráðabirgðayfirlit frá Hagstofu íslands um vöruskiptajöfnuðinn á sl- ári, en samkvæmt því varð hann í heild óhagstæður um 805,7 miljónir króna (342,1 milj. kr. árið 1965). Inn voru fluttar vörur á árinu fyrir 6852,6 milj. kr. (5901,0) en út vörur fyrir 6046,9 milj. kr. (5558,9). Á árinu 1966 voru flutt inn fiskiskip fyrir 180,4 milj krón- ur (119,0) og önnur skip fyrir 83,4 milj kr. (196,5). Þá voru fluttar inn á árinu flugvélar fyrir 291,0 milj- kr. (268,2) og bifreiðir fyrir 458,0 milj. kr. (285,9). Tala innfluttra bifreiðai á sl. ári var samtals 5558 á móti 3991 árið 1965. Er þetta algert met í bifreiðainnflutningi til landsins. Var í kaffi meðan ha ns var leitað í eldinum Slökkviliðið var í gær hvatt til að slökkva eld að Sigtúni 7, en í því húsi býr Jóhannes Kjarval Iistmálari og hefur þar einnig vinnu- stofu. Húsið er tveggja hæða steinhús og lagði mikinn reyk úr gluggum er að var komið. Nokkrir menn voru staddir fyrir utan og sögðu slökkvi- liðsmönnum að Kjarval væri í vinnustofunni á efri hæð hússins. Lögðu slökkviliðsmenn af stað upp stigann með grímur og háþrýstiúðara, og reistu einnig upp stiga við hlið húss- ins, brutu rúðu á efri hæð- inni og leituðu listamannsins, en hann fannst hvergi. Kom síðar í Ijós að hann hafði brugðið sér í kaffi niður í bæ. Þiljur og málaratrönur á stigapalli hússins brunnu og allt fylltist af reyk, en fljót- lega tókst að slökkva eldinn og tjón varð ekki tiltakanlegt. Sluppu öll málverk Kjarvals sem þama voru undan eld- inum og skemmdust hvorki af reyk né vatni. veg. Kom í ljós við yfir- heyrslur í gær að þetta er engan veginn í fyrsta sinn sem þeir bera niður á þessum stað. Hafði annar þeirra brotizt þarna inn nóttina áður ásamt öðrum jafn- aldra sínum og þeir þá náð í sjö , flöskur af áfengi, en báðir höfðu þeir tekið þátt í ihnbrotí i Glaumbæ aðfaranótt 30. ja*núar með þrem kunningjum sínum og stolið 12 flöskum í það skipti- Líklega hefur verið nokkuð erfitt að komast upp á þakið í tvö fyrri skiptin, a.m.k. voru piltarnir svo fbrsjálir í fyrri- nótt að þeir brutust fyrst inn í skóbúðina Rímu í Austurstræti og stálu þar tveim pörum af skóm með gúmmísólum, sem þeir klæddust áður en þeir reyndu við Glaumbæ. Vísitala framfærslukostnaðarins og kaup- greiðsluvísitalan eru óbreyttar í febrúar Kauplagsnefnd hefur reiknaó út vísitölu framfærslukostnaðar í febrúarbyrjun og reyndist hún vera 195 stig eða hin sama og í janúarbyrjun. Á einstökum liðum vísitöl- unnar urðu þær breytingar að matvörur' lækkuðu um tvöstig eða úr 247 stigum 1. janúar sl. í 245 stig 1. febrúar. Stafar þessi lækkun af lækkun kartöflu- verðs en verð á innfluttum kartöflum sem komu á markað um miðjan janúar var lægraen a innlendum kartöflum er gengu til þurrðar um líkt leyti. Liður- inn fatnaður og álnavara hækk- aði hins vegar um eitt stig eða úr 184 stigum í 185 stig. Sama verðlagsuppbót. Kauplagsnefnd hefur einmg reiknað út kaupgreiðsluvísitölu eftir vísitölu framfærslukostnað- ar í febrúarbyrjun 1967, í sám- ræmi við ákvæði fyrri málsgr. 2. gr. laga nr. 63/1964, og reynd- ist hún vera 188 stig, eða óbreytt frá því, sem var við síðasta út- reikning, þ.e. eftir vísitölu framfærslukostnaðar 1. nóvem- ber 1966. Samkvæmt þessu skal á tíma- bilinu 1. marz til 31. maí 1967 greiða sömu verðlagsuppbót, 15,25 prósent, og greidd er á tímabil- inu 1. desember 1966 til 28. fe- bníar 1967. Verðlagsuppbót á vikulaun og , mánaðarlaun skal, samkvæmt á- kvæðum nefndarlaga reiknuð í heilum krónum, þannig að sleppt j sé broti úr krónu, sem ekki nær I hálfri krónu, en annars hækkað ' í heila krónu. SÍS-nefnd fylg- ist með viðræðum við stjórnina Dagana 7. og 8. febrúar s.I., hafa staðið yfir fundir fram- kvæmdastjóra frystihúsa á veg- um SlS til að ræða störf nefndar þeirrar er skipuð var í janúar- mánuði af ríkisstjórninni og frystihúsacigendum til að rann- saka rekstrargrundvöll frystihús- anna og gera tillögur um úr- bætur. Fjallaði fyrri fundurinn um til- lögur fulltrúa ríkisstjómarinnar í ofangreindri nefnd en þærvoru stofnun verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins og um endurskipu- lagningu hraðfrystiiðnaðarins. Voru tillögurnar ræddar fram og aftur á fundinum og töldu fundarmenn þær allsendis ó- fullnægjandi sem lausn á vanda- málunum. Kusu fundarmenn tvo fulltrúa til að ganga á fund forsætisráð- herra ásamt fulltrúum Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna dag- inn eftir, þann 8. febrúar, og frestuðu fundi þar til að þeim umræðum loknum. Var fundi síðan haldið áfram 8. febrúar og kom þá í ljós, að lítill árangur hafði orðið af við- ræðunum við forsætisráðherra nema sá, að áfram yrði starfað að lausn vandamálanna. Skipaði fundurinn þá fimm manna nefnd til að fylgjast með málunum af sinni hálfu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.