Þjóðviljinn - 22.02.1967, Blaðsíða 8
g SfiBA— MóEWELJíiMEi — MáðuikudegMr 22. Mmaáat 1Ö60.
T
var eins og kvíði mrnn hefði
hjaðnað að mun. Með röskleika
og djörfung átti þetta að geta
tekizt.
Mariowe andvarpaði og lét
fallast í annan djúpa stólinn hjá
aminum og síðan þerraði hann
sveitt ennið með vasaklútnum.
Báðdr áheyrendur hans drógu
andann djúpt.
— Alli annað vitið þið, sagði
hann. Hann tók sígarettu úr
öskju á borðinu og kveikti í
henni. Trent tók eftir því að
hönd hans titraði lítið eitt ogum
leið sá hann að hendur hans
sjálfs vora ekki aiveg lausarvið
skjálfta.
— Það voru skómir sem ljóstr-
uðu upp um mig við yður, hélt
Marlowe áfram eftir nokkra
þögn. — Þeir meiddu 'mig með-
an ég var í þeim, en mér datt
ékki í hug að þeir hefðu rifnað
neins staðar. Ég vissi að ég
mátti hvergi skilja eftir fótspor
mín í mjúkum jarðveginum
í kringum líkið eða milli- þessog
hússins, og þessvegna færði ég
hann úr skónum og tróð mér í
þá strax ög ég var kominn inn
um hliðið. Ég skildi eftir skóna
mína ásamt jakkanum og frakk-
anum skammt frá Iíkinu og setl-
aði að nálgast það- síðar, Það
var skelfilegt að færa líkið
úr ytri fötunum og klæða það
seinna í brúnu fötin og skóna og
setja smádótið í vasana og enn
verra var að taka tennumar út
úr honum. Höfuðið — en það
er ekki vert að tala um það. Ég
fann ekki svo mjög til þess þá.
Ég var að bjarga mínu eigin
höfði úr snörunni, sfciljið þið.
Ég vildi að ég hefði haft hugsun
á að draga skyrtulíningamar
niður Pg binda skóreimarnar
snyrtilegar. Og það vora mistök
að setja úrið í skakkan vasa. En
þetta varð allt að gerast í svo
miklum flýti-
— En yður skjátlaðist þó um
whiskýið. Ég fékk mér einn væn-
an drykk en ekki meira; en ég
hellti í pela sem var í skápnym
og stakk honum í vasann. Ég átti
framundan skelfingamótt og ég
vissi ekki hvernig ég gæti afbor-
ið hana- Ég varð að fá mér
hressingu meðan á hinni löngu
ökuferð stóð. Þér tailið um tím-
ann sem það tæki að aka til
Southampton í skýrslunni yðar.
Þér segið að til þess að komast
á leiðarenda klukkan hálfsjö að
morgni í þessum bíl, yrði mað-
ur að leggjai af stað frá Marl-
stone ekki seinna en á miðnætti,
jafnvel þótt hann æki eins og
óður maður. Ég var ekki bú-
inn að hafa fataskipti á líkinu,
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
lagfæra hálsbindið og allt það
fyrr en klukkan tiu mínútur yf-
ir tólf Og þá átti ég eftir að
fara að bílnum og ræsa hann.
En ég geri naumast ráð fyrir að
nokkur annar maður hefði teflt
á þær hættur sem ég gerði í
bílnum þessa nótt án framljósa.
Það fer hrollur um mig þegar,
ég hugsa um það núna.
— Það er ekki mikið um at-
hafnir mínar í húsinu að
segja. Eftir að Martin' fór út, í-
hugaði ég vandlega hvað gera
skyldi, og ég tæmdi skotin úr
byssunni og hreinsaði hana
vandlega og notaði vasaklútinn
minn og pennahylki á skrifborð-
inu. Ég setti einnig seðlabúntin,
veskið og demantana í skrif-
borðsskúffuna sem ég opnaði og
læsti aftur með lykli Mander-
Bons- Það var dálítið taugastríð
að fara upp á loftið, því að þótt
ég væri kominn úr augsýn Mart-
ins sem sat niðri í búrinu, var
ekki óhugsandi að éinhver væri
á ferli á efri hæðinni. Stundum
hafði ég rekizt á frönsku bem-
una þegar allir aðrir voru
gengnir til náða- Ég vissi að
Bunner svaf fast. Mér hafði skil-
izt að frú Manderson væri yfir-
leitt sofnuð klukkan ellefu; mér
hafði stundum dottið í hug að
hæfileiki hennar til að njóta
svefns hefði gert sitt til að við-
halda fegurð hennar og yndis-
"þokka þrátt fyrir hjónaband
sem við vissum allir að var van-
saelt. En samt var það erfitt að
ganga upp stigann og vera reiðu-
búinn að hörfa aftur niður í
bókastofuna við minnsta hljóð
að ofan- En ekkert gerðist.
— Hið fyrsta sem ég gerði
þegar upp í ganginn kom, vanr
að fara inn í herbergi mitt og
setja skammbyssuna og skot-
hylkin í kassann aftur. Þá
slökkti ég ljósið og læddist 'inn
í herbergi Mandersons.
— Þið vitið hvað ég þurfti
að gera þa<r. Ég varð að fara
úr skónum og setja þá út fyrir
dymar, skilja eftir jakka Mand-
ersons, vesti, buxur og svarta
slifsið, tæma vasana, velja föt
og bindi og skó harnda líkinu og
setja lausa góminn í skálina,
sem ég færði frá vaskinum og
að náttborðinu og skildi þá eft-
ir þessi fingraför. Förin á skúff-
una hef ég trúlega sett þegar ég
lokaði henni eftir að ég var bú-
inn að ná í slifsið. Þá varð ég aö
leggjast í rúmið og bæla það.
Þið vitið allt um þetta — allt
nema hugarástand mitt, sem þið
getið ekki gert ykkur í hugar-
lund og ég get ekki lýst-
— Verst af ööu var, þegar
ég var nýbyrjaður >og frú Mand-
erson talaði til mín innanúr her-
bergi sínu, þar sem ég hélt að
hún væri í fastasvefni. Ég hafði
tekið þann möguleika með, —
það vair hugsanlegt að þetta
gerðist; en samt munaði ekki
miklu að ég tapaði mér- Samt..
— Jó, ég get sagt ykkur
þetta; ef svo óliklega vildi til
að frú Manderson væri vakandi
og gerði mér þannig ókleift sA
komast út um gluggann á her-
þergi hennar, hafði ég ætlað mér
að vera um kyrrt í nokkra tíma,
hraða mér síðan útúr húsinu án
þess að tala við hana, og fara
útum aðaldymar. Þá væri Mart-
in kominn í rúmið. Það kynni
að heyrast til mín en enginn
myndi sjá mig. Ég hefði getað
gert það við lfkið sem ég ætlaði
mér og fflýtt mér síðam sem
mest ég mátti til Southampton.
Munurinn hefði aðeins verið sá,
að ég hefði ekki haft ótvíræða
fjarvistarsönmm með því að
mæta á gistihúsinu klukkan
hálfsjö. Ég hefði getað bætt bað
upp með því að aka beint niður
að h^n og gera fyrisEspumir
mínan- þar á áberandi háitt Ég"
gæti alla vega verið kominn
þangað löngu áður en báturinn
færi á hádegi. Ég gat ekki séð
að neinn gæti gtunað mig um
gl^epinn hvort sem væri, en þótt
svo væri og ég hefði ekki komið
í áfangástað fyrr en Múkkan tíu,
þá hefði ég reyndar ekki getað
sagt: — Það er ógerningur að
komast alla leið til Southampton
á svona skömmum tíma. Ég hefði
einfaldlega orðið að segja, að ég
hefði tafizt vegna bilunar á bíln-
um eftir að ég skildi við Mand-
erson klukkan hálfellefu og
skorað á viðkomandi að sanna
að ég hefði átt hlutdeild i
glæpnum. Það hefði ekki verið
hægt. Byssan lá í herberginu
mínu og hver sem var hefði get-
að notað hana, jafnvel ef hægt
hefði verið að sanna að einmitt
sú byssa hefði verið morðvopn-
ið. Enginn gæti með sanngirni
setf mig í samband við morðið,.
svo framarlega sem álitið var að
það hefði verið Manderspn sem
kom heim síðar um kvöldið- Ég
var sannfærður um að engum
dytti slík fjarstæða í hug. Samt
sem áður vildi ég reyna að
tryggja mér næstum pottþétta
fjarvistarsönnun; ég vissi að þá
yrði ég tíu sinnum öraggari um
minn hag- Og þegar ég heyrði af
andardrættinum að frú Mander-
son var sofnuð aftur, læddist ég
í skyndi yfir herbergið hennar
á sokkaleistunum og var kominn
niður á grasfflötina með pinkil-
inn minn innan tíu sekúndna.
Ég held ég hafi ekki gert hin
minnsta háva^a. Gluggatjaldið
var úr mjúku, þykku efni sem
ekki skrjáfaði í, og þegar ég
opnaði glerhurðina ögn meira,
heyrðist ekki neitt.
— Segið mér, mælti Trent
þegar Mariowe þagnaði til að
kveikja sér í nýrri sígarettu, —
hvers vegna þér hættuð á að
fara gegnum herbergi frú Mand-
erson til að komast út úr hús-
inu? Ég sá reyndar fljótlega að
glugginn varð að vera þeim
megin í húsinu; annar.s var hætta
á að Martin sæi til yðar útum
gluggann sinn eða þá einhver
annar af þjónustufólkinu. En
þama vora þrjú mannauð her-
bergi; tvö gestaherbergi og
setustofa frú Manderson. Ég
hefði talið það öruggara að
loknum þessum nauðsynlegu at-
höfnum í herbergi Mandersons,
aö fara hljóðlega útúr því aftur
og komast útum einhvem af
gluggunum í þeim herbergjum..
.. Sú staðreynd að þér öárað uro;
það herbergi, bætti hann viði
þurriega, — hefði ef upp hefði
komizt getað vakið vissar grun-
semdir með ti'lliti til frúarirm-
ar sjálfrar. Ég tield þér skiljið
rnig.
Mairiowe sneri sér að honum
rjóður í andliti. — Og ég held
þér skiljið mig, herra Trent,
sag'ði hann og rödd hans skalf
lítið eitt, — þegar ég segi, að
hefði annað hvarflað að mér þá,
hefði ég fremur teflt á hvaða
hættu sem var en fara þessa
leið .... O, jæja, hélt hann á-
fram rórri í fasi. — Ég býst við
að fyrir hvem þann sem ekki
þekkti hana hefði hugmyndin
um hlutdeild í morði eiginmanns-
ins ef til vill ekki verið svo ó-
lýsanlega fjarstseðukennd. Fyrir-
gefið hvernig ég tek til orða-
Hann horfði með athygli á
sígarettuglóðina, lét sem hann
tæki ekki eftir reiðiglampanum
sem blossaði sem snöggvast upp
í augum Trent við orð hans og
hreim.
En sú geðshræring stóð að-
eins andartak. — Athugasemd
yðar hefur fullan rétt á sér,
sagði Trent með álíka rósemi.
— Ég trúi því líka mætavel að
yður hafi ekki komið annar
möguleiki til hugar þá. En burt-
séð frá þvi, hefði verið örugg-
ara að gera það sem ég minnt-
ist á; að fara útum glugga i ein-
hverju af auðu herbergjunum.
— Ha'ldið þér það? sagði Mar-
lowe- — Ég get aðeins sagt, að
ég hefði aldrei haft kjark til
þess. Ég get sagt yður, að þeg-
ar ég kom inn í herbergi Mand-
ersons, lokaði ég úti mikinn
hluta af skelfingu minni. Vand-
inn var með mér í lítillj stofu
og aðeins eitt sem gait reynzt
hættulegt: að frú Manderson
vaknaði. Þessu var næstum lok-
ið; ég þurfti aðeins að bíða þar
til hún var örugglega sofnuð
eftir að hafa rumskað amdartak.
6em ég hafði jafnvel gert ráð
fyrir að hún gerði. Leiðin var
opin ef ekkert slys kæmi fyrir.
En setjum nú svo að ég hefði
opnað dyrnar fram á ganginn,
haldandi á fötum og skóm Mand-
ersons og farið snöggklædtíur
og á sokkaleistunum eftir gang-
inum til að fara inn í eitt aí
auðu herbergjunum. Tunglskin-
ið lýsti upp ganginn gegnum
gluggann á gaflinum. Þótt ekki
sæist framan í mig, gæti eng-
inn villzt á mér og Manderson
þegar ég stóð uppréttur- Martin
hefði getað verið á gamgi um
^/fl#
frá
MjilkBrflíi Flóaiiianna
Selfnssi
Fyrst umsinnverður
flessi osluraðeins
fáanlenur í
Osla-ng smjörbúíini
Snorraflraut 54
Osta-og smjörsalan s.f.
SKOTTA
— Þarftu endilega að sitja þamai og glápa á okkur?
POLARPANE
EINKAUMBOD
MARS TRADIIVIO OO
_____LAUGAVEG 103 SIMI 17373
Póstmannafélag íslands
Framhoðsfrestur
Samkvæmt lögum P.F.Í. er ákveðdð að við!hafa
allsherjaratkvæðagreiðslu um kosnmgu stjómar og
annarra trúnaðarstarfa.
Tillögum skal skila ti'l kjörstjórnar í pósthúsinu í
Reykjavik fimmtud. 2. marz kl. 22—24 og föstud.
3. marz.Jrl. 22—24.
Tiliögur, sem síðar kunna að bera&t, verða ekki
teknar til grema.
Reykjavík, 21. 2. 1067.
Kjörstjórnin.
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
IINOAROATA * REYKJAVlK SlMI S1240 SlMNEFNI ■ SURETY