Þjóðviljinn - 09.03.1967, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 09.03.1967, Qupperneq 12
Aukasýning /, kvöld kl. 23.15 á kvöldvöku leikaranna DIODVIUINN Fimmtudagur 9. marz 1967 — 32. árgangur — 57. tölublað. Drengur í Ólafsvík ferst í bílslysi □ í fyrradag skeði það hörmulega slys í Ólafsvík, að tíu ára drengur að nafni Óskar Gunnarsson varð undir bifreið og beið bana þar af. Er þetta þriðja banaslysið á tveim árum á götum Ólafsvíkur. Fangarnir á Litla-Hrauni fá loks aðstöðu til fönduriðju — hælinu bárust nýlega að gjöf 11 verkfærakassar —<'í KVÖLD kl. 23.15 verður auka- sýning í Þjóðleikhúsinu á kvöldvöku Félags isl. leikara en Ieikararnir hafa sýnt fjór- um sinnum fyrir fullu húsi og færri komizt að en vildu. Á dagskránni eru fjölmörg skemmtiatriði og er myndin hér að ofan af einu beirra: Leikarahljómsveitinni. □ Nýlega barst vinnuhælinu að Litla-Hrauni myndar- leg gjöf, voru það 11 verkfærakassar sem ætlaðir eru til þess að fangarnir hafi við eitthvað að vera í nýlegri fönd- urstofu þar á staðnum. Munu feðgamir Guðmundur Ei- ríksson, trésmiður og Eiríkur Guðmundsson kenna föngun- um smíðar 3 tíma í viku framvegis. skorti dugnað til þess að stunda námið á eigin spýtur. í fyrrasumar hðf Vemd athug- un á því hvort ekki væri hægt að koma lítilli vinnustofu í gang í skálanum. Um svipað leyti kom ritari ungmennareglunnar Gunnar Þorláksson að máli við forsvarsmenn Verndar og færði félagasamtökunum að gjöf 10 þúsund krónur. Var þá hafizt handa um að leita tilboða hjá heildsölum hér í bæ og endaði sú leit með því að þrjú fyrirtæki í bænum gáfu samtökunum verkfæri fyrir 25 þúsund krónur. Enn vorum við með 10 þúsund krónumar í höndunum, sagði Páll, og ákváðum því að ráða kennara á vinnuhælið og feng- um við sem fyrr segir feðgana Guðmund Eiríksson og Eirík Guðmundsson til þess. Þegar svo var komið bauðst Dómsmála- ráðuneytið til að greiða þeim til- sögnina, svo Vemd situr enn uppi með peningana, en verkefnin em auðvitað næg. Þá gat Páll þess að á Litla- Hrauni væm afar lélegar aðstæð- ur, húsið hefði verið byggtl929 sem sjúkrahús, en verið notað sem vinnuhæli og væri fyrir löngu orðið ófullnægjandi. Sagði Þjóðviljinn hafði tal af Páli Gröndal, fulltrúa hjá félagasam- tökunum Vemd, en hann afhenti Markúsi Einárssyni, forstöðu- manni Litla-Hrauns og Ólafi Bjömssyni, ful'ltrúa dómsmáia- ráðuneytisins, gjöfina. Sagði Páll að aðdragandi þessarar gjafar væri sá, að Vemd hefði það m.a. á sinni stefnuskrá að mennta þessa hefði sú starfsemi verið þessa hefði þessi starfsemi verið mjög lítil þrátt fyrir brýna nauð- syn. • Árið 1963 hóf Guðmundur Jó- hannsson, þáverandi fangelsis- stjóri smíði á verksmiðjuskálum a Litla-Hrauni, sem áttu að auka f jölbreytni í atvipnuháttum þar en áður hafði aðeins verið stund- aður landbúnaður þar og oft vom fangamir iðjulausir vegna ónógra verkefna. Þó hefur Vemd séð svo um að fangamir hafa getað tekið þátt í Bréfaskóla SlS og ASl og vom þeir áhugasamir í fyrstu en Skuttogarar til Klakksvíkur HLutafélagið Stella í Klakksvík í Færeyjum hef- ur pantað þrjá skuttogara frá Sövikens skipasmiðj- unni í Noregi. Togaramir verða c.a. 1200 tonn að stærð hver og geta haldið úti 70 til 75 sólarhringa. Útbúnaður verður í skip- unum til að frysta 24 tonn af fiski á sólarhring og þeir verða búnir flökunar- vélum, sem geta afkastað 30 tonpum af hráefni á sólarhring. Hlutafélagið hefur sótt um 20% smíðastyrk til Landsstjórnarinnar og á- byrgð fyrir 7<i% af kostn- aðinum. í Noregi getur fé- lagið fengið lán tii 7% árs með 6% vöxtum og afborg- analaust fyrsta árið. Ef verður af samningum, verður fyrsta skipið afhent í mai á næsta ári, annað skipið í desember og það þriðja í júlí 1969. Litlar líkur á að hægt verði að bjarga Glófaxa Heldur litlar likur eru nú taldar á því að reynt verði að bjarga Glófaxa, flugvél Flugfé- lags íslands, sem hlekktist á í skíðaflugi til Danmarkshavn í Grænlandi þaínn 23. fyrra mán- aðar. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við Svein Sæmundsson, fulltrúa Flugfélagsins og sagði hann að björgunin yrði senni- lega of kostnaðarsöm og aðstæð- ur erfiðar til að gera við fhig- vélina, sem er talsvert mikið skemmd, á þessum útkjálka sem hún er nú á. Þó væri ekki búið að taka um þetta endantega ákvörðun og Framhald á 8. síðu. hann að stjómarvöldin hefðu allt frá árinu 1929 verið afar væru- kær um þessi mál og almenning- ur sýnt þeim lítinn skilnihg. Á Litla-Hrauni ægði samán hinum ólíkustu mönnum, þarna væru unglingar, sem væru áhrifagjarn- ir, en ekki hættulegir og' lærðu þeir ýmislegt nýtt af eldri föng- unum, sem sumir væru geðsjúkl- ingar. og aðrir drykkjusjúklingar. Mætti því kalla vinnuhælið glæpaskóla og ekkert væri gert til að bæta og mennta þetta fólk. Að lokum sagði Páll að endur- bætur í fangelsismálum þjóðar- innar hefðu verið ‘á stefnuskrá Vemdar síðan samtökin voru stofnuð 1959. Hefði samtökunum frekar lítið orðið ágengt í verki en töluvert í því að auka skiln- ing manna á' þessum málum. Væri þessi aðstaða fanganna tfl fönduriðju með tilsögn, spor í rétta átt. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvlnsson Þorgeir Steingrímsson. abcdéf gh abcdef gh HVÍTT: TR: Arínbjöm Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 11. — »6 A MYNDINNI eru taiið frá vinstri: Steindór Hjörleifsson, stjórnandi, Róbert Arnfinns- son, harmoníka, Ami Tryggva- son, munnharpa, Flosi Ölafs- son, gítar, Valdimar Helga- son, fiðla, Gísli Halldórsson, mandólín og Guðmundur Páls son, stórtromma. Þjóðviljinn náði tali í gærdag af Jóni Magnússyni, fulltrúa sýslumanns Snæfellsnessýslu. Var hann þá staddur í Ólafs- vík og hafði verið sendur þang- að sérstaklega frá embættinu í Stykkishólmi til þess að kanna tildrög slyssins. Jón kvað þá rannsókn ennþá á frumstigi. Tildrög slyssins voru þau, að nokkrir drengir á svipuðum aldri og Óskar heitinn voru á heimleið úr skólanum um hádegisleytið og hittu fyrir sorphreinsunarbifreið staðarins uppi á Grundargötu og réðust þar nokkrir drengir til uppgöngu aftan á grind bílsins og héldu sig þar á meðan bíllinn ók aftur á bak niður götuna og beygði bíllinn síðan inn á Ólafsbraut og ók alltaf aftur á bak. í þessum svifum sást til lög- reglubíls í nágrenninu og virð- ist þá fum hafa gripið drengina og þeir stokkið af bílnum til þess að forða sér á brott. Óskar heitinn var einn af Úrið er varía eldra ... , w* *»». tw, 'M í*v **>*«•*» W»* mí' I en frá sextándu öld Eins og frá hefur verið skýrt £ fréttum stendur yfir þessa dag- ana sýning á gömlum úrum í Úra- og skartgripaverzlun Jo- hannesar Norðfjörð á Hverfis- götu 49 í tilefni af afmæli verzl- unarinnar. í frétt sem birtist hér í blað- inu um sýninguna og afmælið var frá því skýrt m.a., að -elzta úrið á sýningunni væri frá ár- inu 1465 og hefði verzlunin fengið það lánað frá Sviss á- samt fleiri, gömlum úrum. Vilhelm Norðfjörð, aðaleigandi verzlunarinnar, hefur komið að máli við Þjóðviljann og beðið blaðið að geta þess, að við nán- ari athugun telji hann óhugs- andi að úrið sé svona gamalt, en aldur þess réði hann af því að á það er letruð talan 1465, hins vegar fylgdu ekki nákvæm- ar upplýsingar um aldur úrs- ins frá eigendum þess i Sviss. Segist Vilhelm hafa kynnt sér N þessi mál betur, síðan hann átti viðtalið við fréttamenn blaða og útvarps, og samkvæmt beztu heimildum, sem hann hafi und- ir höndum, séu ekki til, svo vitað sé með vissu, úr frá þess- um tíma, þótt úrsmíði hæfist löngu fyrir 1465. AUt bendir hins vegar til að bæði þetta úr BlADADRCItlHC Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi: Laofásveg — Skipholt — Hverfisgötu II. Grettisgötu — Vesturgötu — Hö-fðahverfi. og e.t.v. fleiri sem á sýning- unni eru séu frá 16. öld, þótt ekki sé hægt að segja til um aldur þeirra með vissu. þessum drengjum og virðist hann hafa misst fótanna af grindinni og dottið niður á göt- una og lent undir vinstra aft- urhjóli bílsins áður en hann stöðvaðist. Héraðslæknirinn kom fljótlega á vettvang, en drengurinn lézt skömmu síðar. Faðir Óskars heitins ók bif- reiðinni. Brotnar Bjarmi II í spón í dag? Þjóðviljinn hafði samband við Ólaf Gunnarsson, bónda á Baugs- stöðum, í gærkvöld og spurði hann tíðinda um björgun Bjarma II. út af Baugsósi skammt aust- an við Stokkseyri. Freista átti þess að ná bátn- um út á flóðinu í dag og reynd- ist flóðmagnið ekki nógu mikið til þess að ná bátnum á flot enda er ekki stórstraumur fyrr en á láugardag. Unnið var í aH- an dag að því að koma vírum um borð í bátinn og björgunar- skipið Goði er þegar kominn á vettvang og bíður fyrir utan til þess að toga í bátinn, — er þar að kemur. Þá var unnið að því að dæla úr bátnum í dag og virðist hann I Framhald á 3. síðu. Framkvæmdastjóri A/þýÖufl. fer til Hafnar útaf CIA REYKJAVÍK í gærkvöld — I gærkvöld var haldinn stjórnar- fundur Æskulýðssambands ís- lands og samþykkt þar að senda formann sambandsins, Örlyg Geirsson, framkvæmdastjóra Al- þýðuflokksins til Kaupmanna- hafnar til þess að sitja þar ráð- stefnu æskulýðssamtaka frá Norðurlöndum. Mun ráðstefnan fjalla um mútustarfsemi banda- rísku leyniþjónustunnar CIA inn- an WAY, heimssambands æsk- unnar, en fjögur Norðurland- anna eru aðilar að þvi sam- bandi. — Þessi ráðstefna hefst á morgun og mun örlygur fljúga út í dag. Á heimsþingi æskunnar, sem haldið var í Tokíó í sumar leið, léku bandarísku fulltrúarnir þann leik að kaupa upp atkvæði margra þjóða og ryðja þannig fulltrúum Norðurlanda úr stjórn- um og ráðum á vegum WAY. Fullyrt er í dönskum blöðum, að þróunarlöndin muni segja sig úr samtökúnum, ef fjárveiting- ar CIA hafa við rök að styðj- ast og er talið, að Norðurlöndin muni fylgja á eftir og segja sig úr samtökunum. Ráðstefnan er haldin á vegum Dansk ungdoms fællesrád og verður þar tekin afstaða til þessarar úrsagnar. Þjóðviljinn hafði samband við Örlyg Geirsson í gærkvöld og staðfesti hann utanför sína í fyrramálið til þess að sitja áð- urnefnda ráðstefnu. Örlygur kvaðst vera nestaður með spurningar héðan að heim- an til þess að fá ljósari skýr- ingar á þessum málum, en neit- aði að gefa upp hugsanlega af- stöðu íslenzkra æskumanna til þessara mála. Málflutningi í Jésafatsibáli lauk í gærdag Flutningi á svonefndu Jósa- fatsmáli lauk fyrir Hæstarétti í gærdag og er búizt við dómi öðru hvoru megin við helgina. Á sínum tíma áfrýjuðu tveir málsaðilar að Jósafatsmálinu dómi undirréttar til Hæstaréttar, — þeir Jósafat Arngrímsson, kaupmaður, og Þórður Halldórs- son, fyrrverandi póstmeistari á Keflavíkurflugvelli. Málflutningur hófst kl. 10 á mánudagsmorgun og reifaði mál- ið Valdemar Stefánsson, sak- sóknari ríkisins, og talaði allan þann dag og lauk ekki máli sínu fyrr en um miðjan dag á þriðju- dag. Þá stóð upp Áki Jakobsson, hrl., verjandi Jósafats og lét gamminn geisa til kvölds og lauk þá ræðu sinni/ í gærmorgun flutti svo Guð- mundur Ingvi varnarræðu sína fyrir Þórð Halldórsson og lauk málflutningi um hádegi í gær- dag og vay málið þá tekið til dóms.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.