Þjóðviljinn - 15.03.1967, Side 5

Þjóðviljinn - 15.03.1967, Side 5
I Midvífeudagwr 15. marz 1S67 — ÞJÖÐtmsmm ~ SiÐ&r g v' v ‘Sj-.'.'S:' &SrÍW*K Frá leik sovézkra og: Vestur-Þjé ðverja í heimsmeistarakeppninni Kvikmynd um heimsmeistam- keppnina í knattspyrnu 1966 Stjörnubíó sýnir þessa dag- ana kvikmynd frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu sem fram fór í Englandi s.l. sumar. Keppni þessi var einn af aðal- viðburðum ársins í íþróttum, og voru margir langt að komn- ir sem sátu á áhorfendapöllum þéirra 7 íþróttavalla sem úr- slitaleikirnir fóru fram á. Sjónvarpið sýndi nokkrar myndir frá einstökum leikjum þar sem sýndir voru allir léik- irnir. og allt sem fram fór i þeim, þ.e. fullur leiktími sem margir höfðu gaman af, enda var þar um leiki þeirra liða að ræða sem lengst komust. Mynd sú sem hér er sýnd, verður að sjálfsögðu meira yf- irlitsmynd, þar sem íram eru dregin ýmis atvik sem eftir- minnilegust voru, eins .og t.d. aðdragandi að ýmsum mörkum sem skoruð voru. Mörg þau atvik eru skemmtileg og leynir sér ekki að þar standa snill- ingar á bak við. i>ó eru það ef til vill ekki þessi atvik, sem eftirminnilegust verða, heldur ’hitt - sem gerist í kring um þessa keppni,, eða knatt- spyrnuhátíð sem fer fram í sjálfu föðurlandi knattspyrn- unnar — Engíandi — sém til viðbótar varð þeirrar ánaegju aðnjótandi að hljóta í fyrsta sinn heimsmeistaratitil, á þeim 103 árum sem knattspyrna héf- ur verið skipulega iðkuð þar í landi. Þarna er brugðið upp svip- myndum af þjáningum áhorf- andáns og gléði, söng hinna brézku áhorfenda á áhorfenda- pöllum. Þarna er einnig brugð- ið upp svipmyndum af sálará- standi sjálfra keppendanna, vonbrigði þeirra og sigurgleði kemur fram í hinum ýmsu myndum og tjáningum. Það er farið með áhorfandann inn í bjórstofurnar, þar sem hinn bjórþyrsti Breti 'horfir á sjón- varp, og fylgist þaðan með þvi sem fram fer á hinum ýmsu völlum. Þar speglast áhuginn í hverju andliti og ekki vantár rökraéður um það sém fram fér. Umhverfinu við aðalhá- tíðasvæðið — Wembley — er og lýst og sýnt í ýmsum blæ- brigðum, þar sem fjöldinn rennur í stríðum straumi að inngöngudyrum, og þar inná milli láta einstaklingarnir ljós sitt skína í gerfi sölumannsins sem vill eiga kaupskap við á- horfandann. Yfir þessu öllu hvílir þó viss stemmning, sem kvikmyndin nær furðuvel fram, og gerir mann að nokkurskon- ar þátttakanda, þótt þetta ger- ist aðeins á tjaldinu. Sém kunnugt er var Lund- únabúum ekki svefnsamt nótt- ina eftir sigurinn gegn Þjóð- verjum, og er brugðið upp svipmyndum af því þegar hin- ir glöðu Bretar fá sér bað í tjörnum og gosbrunnum á Trafalgar-torgi. Fyrir þá,sem hafa gaman að skemmtilegum atvikum í knatt- spyrnu, þar sem fram koma snillingar aðeins, og þar sem aðalívafið er það sem gerist í kringum leikina og keppnina, er þétta skémmtileg mynd, og verður ekki annað sagt en að Bretunum hafi vel tekizt með mjmd þessa. Frímann. Anatolí Akentéf kom á óvart með því að sigra í 15 km. göngu. Á Holmenkollenmóti árið 1967 Skyldi nokkurn óra fyrír því hve mikla þýðingu Holmen- kollenmótin hafa haft fyrir Noreg. hve heilladrjúg áhrif þeirra hafa verið á norskt þjóðaruppeldi. Saga Holmen- kollenmótanna er saga norskr- ar skiðaíþróttar síðastliðin 75 til 100 ár. Og þótt það sé ef- laust satt, sem Poul Prip And- ersen íþróttaritstjóri B. T. í Kaupmannahöfn segir, að norsku börnin séu nþ raunar ekki faedd með skíðin á fótun- um, en eignist þau ekki fyrr en um það bil ársgömul, þá er fljótséð, að skíðaíþróttin er einn sterkasti þátturinn í öllu áhuga- og frístundastarfi norsks æskulýðs. Og þá ætti hver og einn að-geta sagt sér sjálfur, hve mikils virði það er jafnt fyrir líkamlegt og mór- alskt uppeldi þjóðarinnar. Og þótt Holmenkollenbakkinn sé ekki stærsta stökkbraut í Nor- egi. þá er hann sú frægasta og ef til vill sú erfiðasta, og þangað mæna augu allra fram- gjarnra skíðamanna. Bara að hafa keppt á „Kollen“ er upp- hefð. sem mikið er leggjandi í sölurnar fyrir, lika fyrir þá. sem aftarlega eru í röðinni. Þótt nú séu ekki nema 75 ár síðan fyrst var keppt á Holm- enkollen, nær þó forsaga Holm- enkollenmótanna 25 ártrm iengra aftur í tímar “ Fyrsta iandsmót skíðamanna í Noregi var haldið á Ivérs- lökken hjá Osló -+ þáverandi Kristjaníá — árið 1867, og síðan hafa þessi landsmót vérið haldin að undanteknum striðs- árunum 1941—1945. Mótið var flutt til Husebybakken 1879 og til Holmenkollen 1892. En það var árið 1868, sem Sondre Nor- heim frá Þelamörk mætti með fastar viðjubindingar, sem náðu aftur fyrir hælínn, svó að nú gat skiðamaðurinn haft vald á skíðunum, en áður höfðu skíð- in að mestu ráðið ferðinni. Þar með var nútímaskíðatækni orðin til, og hér eftir varð þróunin ör. Félög voru stofnuð til framgangs skíðaíþróttínni. .Merkast og frægast þeirra var Foreningen til Ski-Idrettens Fremme, stofnað 1883, sem alltaf síðan hefur séð um þessi mót. Og nu er Holmenkollenmótið byrjað. Það er fljótséð á ung- lingunum, að það er hátíð. Augun ljóma af ánægju og allt er á ferð og flugi. Þetta minnir mig á lýsingu Matthíasar, þeg- ar „Fólkið þusti „heim að Hól- um“, hjörtun brunnu sem á jólum. Aldrei dýrri dagur rann“. Hér er þjóðhátíð. Ve- sæll íslendingur, sem aldrei hefur unnið stærri afrek á skíðum en að detta á rassinn hlýtur að hrífast með, það er “kki hægt annað en að fyigj- ast með straumnum. Við neð- anjarðarbrautina er troðning- urinn svo mikill, að ég missti af samferðarfólkinu, og það er aðeins með harðfylgi, að mér tekst að hanga í konu minni, sem méð einhverjum ó- skiljanlegum hætti hafði tek- ist að smjúga gegnum þvöguna, og inn í vagninn komst ég. Og þá er allt í einu tekið í frakka- lafið mitt. Þrjár elskulegar ,,jentur“ 16—17 ára gamlar eru staðnar upp og bjóða okkur sætin sín. Svipað atvik gerðist reyndar í vagninum til baka. Ungur Norðmaður tók stúlk- una sína í fangið til þess að bjóða mér sætið hennar. Svona verða menn elskulegir, þegar þeir eru í hátíðarskapi. Uppi á Kollen er líf og fjör, þó enn séu stökkin ekki byrj- uð. Hér er hægt að fá alls kyns góðgæti í svanginn, sem getur komið sér vel. Svo þarf nú Mammon karlinn líka að hafa sitt. Einstaka maður hef- ur blótað Bakkus, þó það sé alls ekki áberandi, og við hlið- ina á mér stendur ungt par í faðmlögum og kyssist, svo að Eros hefur sýnilega ekki alveg lagt niður völd, sem einu gild- ir. En það eru veðurguðimir, sem eru ekki beinlínis hliðholl- ir þessa stundina. Þokan er verri en nokkur Austfjarða- þoka. Hún er svo myrk, að þaðan sem við stöndum sést ekki nema upp í miðja brekk- una, og þegar skíðamennimir koma' niður, ér engu líkara en að þéir komi svífandi úr skýj- um himinsins. Allt fer þó fram eftir áætlun. Holmenkollen- mótið hefur verið alþjóðlegt mót 'í meira en hálfa öld, þar sem allir beztu skíðamenn heims koma og keppa. Enn þá má þó segja að Norðmenn haldi forustunni, að minnsta kosti „í samanburði við fólks- fjölda". Það mun láta nærri, að þeir haldi velli, þótt þátt- takendum ''állra annarra þjóða væri teflt gegn þeim. Það sem mest kom á óvart á þessu móti, var sigur Rússans Akentjeffs í 15 km göngu. Svo óvænt kom það, að það ætlaði bókstaflega enginn að trúa sínum eigin skilningarvitum. Á síðustu 5 km fór hann fram úr öllum sínum keppinautum. „Ég var á góðum skíðum og vel upplagð- ur, ástæðan til»að Akentjeff fór fram úr mér, var einfald- lega sú, að hann gekjc hraðar“, sagði Finninn Mántyranta,, sem talinn var sigurstranglegastur. Og nú hugleiða menn, hvort hér sé um nýja‘göngutækni að ræða, sem eigi eftir að valda nýrri framþróun í þeirri í- þrótt. * Hámarki nær hátíðin kl. 13,15 á sunnudag, þegar aðal- stökkkeppnin byrjar. Konungs- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.