Þjóðviljinn - 15.03.1967, Síða 12

Þjóðviljinn - 15.03.1967, Síða 12
/ IIHniUllÍllllMIIIIIIHinillHIIIIHHIIHIIMimiMIHMIHUIIIIIIIUIIIIimmilllllllllllllllllllHIIMHlllHIIHIIIIIIIIIUIIIIIIHIIII Vlnlandskortið og fylgirít þess \ m u m sem bókasafn Yale-háskóla í Bandaríkjunum lánar til sýhingar í Þjóðminjasafni íslands 15.—30. marz 1967 ■ Hér á eftir fer greinargerð um Vínlandskortið sem Kristján Eldjárn þjóðminjavörður hefur tekið saman og fréttamenn fengu afhenta í gær: ■ Vínlandskortið og fylgirit þess, sem bókasafn Yale- háskóla í Bandaríkjunum lánar til sýningar í Þjóðminja- safni fslands 15.—20. marz 1967 Vínlandskortið er nefnt svo, vegna þess að það er talið eina þekkta alheimskort frá miðöld- um, þar sem sýndur er og nafn- greindur nokkur hluti vesturálfu heims, þ.e. lönd þau, sem nor- rænir menn fundu í Ameríku á víkingaöld. Vestur og suðvestur af Grænlandi er sýnd aflöng ey frá norðri til suðurs, og skipta tveir Jangir firðir á austurströnd- inni henni í þrjá mikla skaga. Hægra megin við nyrzta skagann er skrifað Vinlanda Insula, eyin Vínland. Vínlandskortið og bókin Kortið er dregið með bleki á bókfell t>g er 27,8x41 sm að stærð. Það var upphaflega bundið sem tvíblöðungur fremst í bók, sem í var næst því nokkúr hluti af Speculum Historiale eða Sögu- spegli, sem er eins konar verald- arsaga frá sköpun heims til 1252, þekkt rit eftir munkinn Vincent af Beauvais (um 1190—1264), og þar fyrir affcan áður óþekkt rit, svonefnd Tartarasaga, sem er samin af munki, er tók þátt í páfalegri sendiför Fransiskusar- Vélstjóraprófum nýlokið í Rvík og á Akureyri Prófum fyrsta stigs vélstjóra- menhtunar er nýlokið í Reykja- vík og á Akureyri. Undii* prófin í Reykjavik gengu 27 nemendur en 14 á Ak- ureyri. 3 nemendur í Reykjavik stóðust ekki prófið. Af þeim 41 nemanda, sem undir prófiðgengu á béðum stöðunum hlutu 23 framhaldseinkunn og geta setzt í fyrsta bekk Vélskólans en hin- ir, sem stóðust prófið án fram- haldseinkunnar geta gengið und- ir inntökupróf í sept næstkom- andi. Námskeið þessi eni þau fyrstu er Vélskóli Islands heldur sam- kvæmt lögum frá 1. júli 1966, en samkvæmt 5. grein þeirra laga eru inntökuskilyrði á námskeið- in: a) Að umsækjandi hafi náð 17 ára aldri. b) Að umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdóxhi eða hafi líkamsgalla sem geti orðið honum til tálmunar við starf hans. c) Að umsækjandi kunni sund. Umsóknareyðublöð geta menn fengið með því að snúa sér munnlega eða bréflega til skól- ans. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. b c d e f g h I* wr'vz * '&éiM1 mm m m m lll m i inm m* mtmtm m HPIS i isi ii MrnWtm ■ i !i«i is abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjöm Guðmundsson Guðjón Jóhannsson 14. 0—0—0 munksins Jóns af Plano Carpini á fund Mongólakeisara í nánd við Karakorum í Mið-Asíu 1245- 47- Þessi tvö handrit og kortið sjálft eru öll talin rituð eftir eldri forritum af sama skrifar- anum, og hefur kortið verið gert til skýringar ritunum og bundið með þeim, þótt það sé á skinni, en ritin á pappír. Seint á 19. öld hafa kortið og Tartarasaga verið tekin úr upp- haflegu bókinni og bundin aftur saman, en Speculum er enn í upphaflega bandinu. Ormagöt á handritunum sýna með vissu, hvemig þau voru bundin sam- an í öndverðu og mynduðu eina> heild, enda eru þau öll jafnstóf í broti. Fyrir tilviljun komu bindin tvö í hendur sama manns árið 1958, og 1964 voru þau gef- in Yale-háskóla. Aldur Vínlandskortsins Sérfræðingar telja, að pappír- inn í Speculum Historiale og Tartarasögunni geti ekki verið búinn til síðar en 1439 eftir vatns- merkjum að dæma. Þar sem rit- in og kortið eiga saman bg eru öll rituð með sömu hendi, er þetta mikilvæg bending um ald- ur kortsins. Enda kemur það heim, að rithöndin er hönd æfðs skrifai’a, sem sennilega hefur unnið í ritstofu einhvers klaust- urs, og er stafagerðin það af- brigði af „kúrsíf“, sem nefnist „Efrirínar-bastarda’’ og notuð var i suðvestanverðu Þýzka- landi á öðrúm fjórðungi 15. ald- ar. Þá kemur og upphaflega bandið vel heim við tímann um 1440-50 og getur naumast verið öllu yngra. Þannig ber margt að sama brunni, og má að lokum benda á, að það er táknrænt fyrir þann tíma þegar bókfellið er að víkja fyrir pappímum, að hér skiptast á skinn og pappír í sömu bókinni. Að öllu athuguðu er niðurstaða fræðimanna sú, að Vínlandskort- ið hafi verið gert nálægt 1440, í hæsta lagi um það bil ári fyrr eða nökkrum árum seinna. Aðal- fyrirmynd þess hefur verið hið kringlótta alheimskort, sem An- drea Bianco gerði í Féneyjum ár- ið 1436. Breytingar og viðbætur á Vínlsndskortinu sýna, að sá sem það hefur gert, hefur haft sérstakan áhuga á útjöðrum hins þekkta heims. Þannig er austur- hluti kortsins afbrigðilegur frá fyrirmyndum sínum að því leyti, að þar er sýnt Tartarahaifið mikla og eyjarnar umhverfis þáð án þess að fræðimenn hafi enn getað áttað sig á við hvaða heim- ildir þetta styðst. Á Vínlandskortinu er Græn- land sýnt sem ey, og uppdrátt- urinn er svo eftirtakanlega nærri lagi, að hann hlýtur að styðjast við raunverulega þekkingu á landinu. Lögun Vínlands er aft- ur á móti úr Istusu lofti gripin, Miðvikudagur 15. marz 1967 — 32. árgangur — 62. tölublað en skagarnir þrír munu eiga að minna á löndin þrjú, Helluland, Markland og Vínland- Þannig eiga þessir uppdrættir rætur að rekja til Norðurlanda, líklega helzt Islands, og mættu þeir vel vera eina dæmið, sem nú er þekkt um nörræna ' kortagerð á miðöldum,- Áletrunin á kortinu Fyrir ofan uppdráttinn af Vínlandi er þetta skrifað á latínu: „Að vilja guðs, og eftir langa ferð frá eynni Grænlandi í suð- ur til fjarlægustu hluta vestur- hafs, sigldu þeir félagar Bjarni og Leifur Eiríksson til suðurátt- ar gegnum ísa og fundu nýtt land, ákaflega frjósamt og jafn- vel vaxið vínviði, og nefndu það eyna Vínland. Eiríkur, sendimað- Ur postullegs sætis og biskup Grænlands og grannlanda þess, kom til þessa víðáttumikla og auðuga lands, í nafni almáttugs •guðs. á síðasta ári vt>rs blessaða föður Pascals, og dvaldist þar langa hríð bæði vefcur og sumar, en sneri aftur norðaustur til Grænlands og hélt síðan för sinni áfram (til Evrópu?) í auð-, mjúkri hlýðni við viljai yfirboð- ara sinna“. Hér er vikið að ferðum Bjama (Herjólfssonar) og Leifs heppna Eiríkssonar frá Grænlandi skömmu fyrir eða um 1000, og ferð Eiríks biskups (ufsa Gnúps- sonar) til Vínlamds árið 1117 (í íslenzkum annálum er þessi ferð talin árið 1121). Milcil ófærð á veg • r Talsverður snjór ó götum Reykjavíkur ígær I gærmorgun var kominn þó nokkur snjór á götur Reykjavíkur og reyndist mörgum óvönum bíl- stjóranum erfítt að aka um þær, þótt vafalaust myndi margur úti á landi, sem vanirr er meiri snjó, ekki bafa kippt sér upp við þetta —■ Myndin er tekin á götu hér í borginni í gær. — Mikil snjókoma og skafrenn- ingur hafa víða valdið ófærð á vegum úti. Verst hefur veðrið ver- ið norðanlands og á Vestfjörðum en einnig í Reykjavík urðu um- ferðartruflanir í gærtnorgun vegna snjóa og varð Rauðarár- stígur ófær smábílum um tíma. 32 átekstrar höfðu orðið í Reykjavík í gær þegar Þjóðvilj- inn hafði samband við lögregl- una kl. 11, io árekstrar í Hafn- arfirði og einir 5 í Kópavogi. Hvergi var þó um alvarlegar skemmdir að ræða. Vegna illviðris hafa fílugvélar ekki flogið frá Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli og í fyrradag voru allir flugvellir lokaðir nema Vestmannaey j af lugvöllur. Fært var í -gær i Borgarfjörð en síðan tók ófærðin við. Frá Reykjavík vár fært austur í Þrengsli í gærmorgun og þjóð- vegurinn hafði verið ruddur fyr- snjoa ir stóra bíla og jeppa austur í Vík í Mýrdal. Þá var fært um Skeið, Hreppa og Grímsnes. Mik- il ófærð var í nágrenni Selfoss þar voru allir vegir lokaðir nema suðurleiðin, það er vegurinn til Eyrarbakka, Stokkseyri, austur Flóann og upp Grímsnesið. SÞ. veita rann- sóknastyrki í ár Sameinuðu þjóðimar munu ■éeita á þessu ári, eins og áður, allmarga rannsóknarstyrki á sviði mannréttinda. Er umsóikn- arfrestur um styrki þessa til 17. apríl 1967. Á sfðasta ári voru 28 slíkir rannsóknarstyrkir veitt- ir umsækjendum í 19 löndum, til fræðilegra rannsókna á sviði mannréttinda. Frekari upplýsingar gefur ut- anríkisráðuneytið. Hlaut 2/a ára íang- elsi fyrír fjárdrátt Þriðjudaginn 14. marz var í sakadómi Reykjaviþur kveðinn upp dómur í máli, sem af ákæru- valdsins hálfu hefur verið höfð- að á hendur Ingólfi Jónssyni, skrifstofumanni, Álftamýri 6, hér í borg, fyrir fjárdrátt og óheimila veðsetningu á annars manns eign. Var hann fundinn sekur uip ákæruatriðin. f fyrsta lagi taldi dómurinn sönnun vera fram komna fyrir því að ákærði hafi dregið sér kr. 1.048.379,04 af umráðafé fasteignasölu Sverris Hermanns- sonar og Þorvalds Lúðvíksson- ar þegar hann var þar starfs- maður á árinu 1964. í öðru lagi var talið upplýst að ákærði hafi á árunum 1960 til 1964 dregið sér samtals um kr. 388.50Í,18 af fé, sem hann hafði til geymslu eða innheimtu fyrir 6 aðra aðila. í þriðja lagi taldi dómurinn sannað að á'kærði hafi á árun- um 196? og 1964 sett í heimild- arleysi banka að handveði fyrir yfirdrætti á reikningsláni sínu í bankanum veðskuldabréf í eigu þriggja einstaklinga sam- tals að eftirstöðvum krónur 520.833,33. Bréfin voru síðar léyst úr handveði. Atferli ákærða var talið varða við 247. gr. og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19. 1940. Ákærði var dæmdur í tveggja ára fangelsi, en gæzluvarðhalds- vist hans í 2% mánuð var lát- in koma refsingu hans til frá- dráttar. Ennfremur var hann dæmdur til að greiða í fébætur samtals kr. 1.276.234,58. Loks var ákærða gert að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin saksóknaralaun kr. 35.000,00 og réttargæzlu- og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Sveins Snorrasonar, hæstaréttarlögm. kr. 45.000,00. Þórður Björnsson yfirsaka- dómari kvað upp dóm þennan. ísland fullgildir sáttmálann m. um afnám kynþáttamisréttis Síðasta allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna gerði ályktun þess Tveir umræðufundir Háskólastúdenta: Rætt um varnir Islands og Vietnam Síðastliðið haust voru geröar þær skipulagsbreytingar á sam- tökum Háskólastúdenta, að stúd- entaráð var gert að hreinum hagsmunasamtökúm stúdenta, en Stúdentafélag Háskólans sér um öll félagsmál. Síðan hefur mik- ið líf færst í stúdentafélagið og í vetur hefur félagið gengizt fyr- ir sjö umræðufundum, ýmist fyr- ir stúdenta eina eða allan al- menning. Síöasti almenni umræðufund- urinn var haldinn sl. ménudags- kvöld og var þar rætt um fjár- málaspillingu, félagslega upp- lausn og réttvísina á íslandi. Næsti umræðufundur verður svo í Sigtúni annað kvöld, og fjállar hann um heilbrigðismál — stjórnsýslu, framkvæmdir ogþró- un. Framsögumenn verða: Árni Björnsson, læknir, Ásmundur Brekkan, læknir og Jóhann Haf- stein, heilbrigðismálaráðherra. Fundur þessi er haldinn í sam- vinnu við Stúdentafélag Rvíkur, en Stúdentafélag Háskólans hafði fyrir tveim mánuðum á- kveðið að efna til umræðufund- ar um þetta efni og hafði samið við Árna Bjömsson, form. Lækna- félags Reykjavíkur, um að hafa •framsögu á fundinum. Skyldi fundurinn haldinn 30. marz, en « síðan urðu þessi mál mjög um- r^edd vegna banns ráðherra á þættinum Þjóðlíf þar sem þessi mál voru tekin til umræðu. Vaknaði Stúdentafélag Rvík- ur þá til lífsins og ákvað að taka þessi mál til umræðu, áður en fundur Stúdentafélags Há- skólans yrði haldinn og leitaði til sömu aðila um framsögu í mál- inu. Var þá samið vm að félög- in héldu fundinn sameiginlega. Stúdentafélag Háskólans ráð- gerir að halda a.m.k. tvo al- menna umræðufundi enn á þess- um vetri. Síðar í þessum mán- uði verður fundur um varnir Is- lands og Atlantshafsbandalagið. Frummælendur verða þeir Ás- geir Pétursson sýslumaður og Stefán Jónsson, fréttamaður. Einnig er ákveðið að halda fund um Viet Nam, og verður Jónas Árnason annar frummælandinn en ekki er endanlega ákveðið hver verður hinn frummæland- mn. efnis, að þann 21. marz. 1967 skuli baráttu Sameinuðu þjóð- anna fyrir afnámi kynþáttamis- réttis minnzt í öllum aðildar- ríkjum samtakanna. Sameinuðu þjóðimar hafa á undanfömum árum- mjög látið kynþáttamálin til sín taka og nægir þar að minnast á aðgerð- ir þeirra í máli Suður-Rhodesiu og Suð-Vestur Afríku og sam- þykkta samtakanna um Apart- heid-stefnu Suður-Afríku stjórn- ar. í desember 1965 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna alþjóðasáttmála um afnám all? kynþáttamisréttis. Samning- ur þessi var undirritaður af fs- lands hálfu í aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna þann 14; nóv- ember 1966 og fullgiltur nú f fe- brúarmánuði. Var ísland meðal þeirra ríkja sem fyrst fullgiltu samning þennan, en alls hafa átta ríki fullgilt samninginn til þessa. Hann tekur gildi er ?7 ríki hafa fullgilt hann og verður það væntanlega sfðar á þessu ári, /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.