Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.03.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. marz 1967 Toyota Crown TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA Japanska bifreiðasalan hf. 1 Ármúla 7 — Sími 34470. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að gera götur og leggja leiðslur i nýtt raðhúsahverfi ásamt hluta af fjölbýlishúsa hverfi í Breiðholti hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. apríl 1967. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 ViBskiptaskráin 1967 Undirbúningur að prentun Viðskiptaskrár- iinnar 1967 er nú langt á veg kominn. —, Þó er enn tími til að láta skrá sig. ☆ ☆ ☆ Starfandi fyrirtæki og einstaklingar, sem reka viðskipti í einhverri mynd, og ekki eru þegar skráð- í bókinni, geta enn látið skrá sig. Langflest starfandi fyrirtæki eru skráð í Viðskiptaskránni. — Það er því tvímæla- laust akkur í því að hafa nafn sitt skráð þar. ☆ ☆ ☆ Forsvarsmenn félaga og stofnana, sem ekki eru skráð í bókinni, geta einnig látið skrá þau enn. ☆ ☆ ☆ Óskum um skráningu er veitt viðtaka í síma 17016 þessa og næstu viku. ViBskiptaskráin 1967 Tjarnargötu 4 — Sími 17016 — Reykjavík. BifreiB til sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er til sýnis og sölu Volvo Amazon bifreið, árgerð 1963, 4 dyra. — Upplýsingar á staðnum. Tilboðúm sé skilað til Skúla Sveinssonar, aðal- varðstjóra, fyrir 25. þ.m. 16. marz 1967. Lögreglustjórinn í Reykjávík, AuglýsiB / ÞjöSvHjanum Sími 17500 Um 1000 manns eru i Hinu íslenzka náttárufræðafélagi Aðalfundur Hins íslenzka náttúrufræðifélags 1967, var haldinn 25. febrúar sl. , Tala félagsmanna er nú um 1000. Stjórn félagsins síðastaár skipuðu: Þorleifur . Einarsson jarðfræðingur formaður, Einar B. Pálsson verkfræðingur, vara- formaður, Bergþór Jóhannsson mosafræðingur ritari,. Gunnar Ámason búfræðingur, gjaldkeri, Jón Jónsson fiskifræðingur, meðstjómandi. Sú breyting varð á stjóminni, að Ólafur B., Guðmundsson lyfjafræðingur, var kosinn varafcrmaður og Gunnar Jónsson, fiskifræðingur meðstjórnandi í stað þeirra Einars og Jóns, sem báðust undan endurkjöri. Starfsemi félagsins var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Haldnar voru 5 samkomur á árinu og á þeim öllum flutt er- indi náttúrufræðilegs efnis og skuggamyndir sýndar til skýr- inga, og síðan voru frjálsar umræður um efni þeirra. Fund- arsókn var að meðaltali um 140 manns. Ræðumenn og ræðuefni á þessum samkomum var sem hér segir: Jakob Jakobsson talaði um síldarstofna og síldveiðar. Þorleifur Einarsson flutti þætti frá Alaska og gerði sam- anburð á ísaldarjarðfræði Tjör- ness og Beringslands. Agnar Ingólfsson ræddi um íslenzka máva og fæðuöflun þeirra. Guðmundur Kjartansson tal- aði um móbergsstapa og Surts- ey. Ingólfur Davíðsson sagði frá slæðingum f íslenzku gróður- ríki. Guðmundur E. Sigvaldason ræddi um áhrif vatns á gerð gcsefna. Famar voru fjórar fræðslu- ferðir á árinu undir leiðsögn náttúrufræðinga. Lengsta ferð- in vár þriggja daga ferð um Snæfellsnes. Þátttaka var mjög góð. Félagið veitti að venju bóka- verðlaun fyrir beztu úrlausn í náttúrufræði á landsprófi mið- skóla og hlaut þau að þessu s,inni Sigurjón Páll ísaksson, nemandi í Gagnfræðaskóla Austurþæjar í Reykjavik. öllum er heimill innganga í félagið. Félagsgjald er nú 150 kr. á ári og er rit félagsins, Náttúrufræðingurinn, innifalið í félagsgjaldinu. POLARPANE „Gagn- sæ blekking“ Dr. Friðrik Einarsson yfir- læknir hins væntanlega Borg- arspítala birtir í gær í Morgunblaðinu athugasemd um heilbrigðismál og segir sér þó ekki sársaukalaust að verða 'að gagnrýna skoðanir og athafnir „samherja míns um mörg ár, Jóhanns Haf- steins heilbrigðismálaráð- herra”. Minnir Friðrik á að Jóhann hafi talið sér til verð- leika tillögur um sjúkrahús á Suðurlandi og heldur áfram: „Má ég minna heilbrigðis- málaráðherra á, að nú eru í byggingu tvö sjúkrahús á Suðurlandi, sem sé Land- spítalinn og Borgarspítalinn í Reykjavík. Framkvæmdir við a. m. k. þann síðarnefnda hafa nú verið svo til engar í marga mánuði. Það vérður því að skoðast sem mjög gagnsæ blekking, ef nú á að byrja á byggingu þriðja spít- alans á Suðurlandi, án þess i að hafa fyrst lokið hinum tveimur. — Við sátum sam- an í bæjarstjóm Reykjavík- ur fyrir 18-20 árum. Þú varst aðalmaður, ég varamaður. Þá var samþykkt, að reisa skyldi, og þyrfti, um 320 rúma Bæj- arspítala, sem síðar var á- kveðið að skyldi verða um 400 rúma Borgarspítali. En nú, um 18 árum síðar, eruð þið að velta vöngum yfir því, að því er manni skilst, hvort nokk- ur þörf .sé á að ljúka bygg- ingu yfir þau 200 sjúkrarúm, sem nú er að verða lokið, og sem ekki myndi taka nema nokkra manuði að fullgera, ef fé væri fyrir hendi . . . Það er komið að elleftu stund að kippa þessu í lag. Svo rni'kil óánægja ríkir nú um þessi •’ mál.” ,,Við erum þessi þjóð“ Dr. Friðrik Einarsson víkur einnig að grein sem dr. ’ Gunnar Schram birti í Morg- unblaðdnu nýlega þess efnis að við, þriðja tekjuhæsta þjóð í heimi, ættum að veita van- þróuðum þjóðum aðstoð, Og Friðrik heldur áfram: „Mér datt strax í hug, hvad við ættum að gera. Jú, við eigum að reisa handa þeim spítala! Því ég veit ekki neitt, sem er öruggara einkenni á van- þróuðu landi, fyrir utan það að hafa ekki nóg að borða, heldur en að hafa ekki spít- alapláss handa þeim sem veikir eru, eða hjúkrunairrúm handa þeim, sem eru í aftur- bata eftir alvarleg veikindi, eða pláss fyrir aldraða og vesæla, sem aðhlynningar þarfnast, en sem heimili þeirra eiga ómögulegt með að annast. Sú þjóð, sem þetta skortir, er vissulega illa stödcl, jafnvel þótt hún þykist þriðja tekjuhæsta þjóð heimsins. Við erum þessi þjóð.” í þessu mati yfirlæknisins birtist ómengað félagslegt við- horf; það er engin krónutala sem sker úr. um þróunarstig þjóðfélags heldur hitt hvemig ríkið rækir félags- legar skyldur sínar. En þama er dr. Friðrik ósammála Sjálf- stæðisflokknum í grundvall- aratriðum. Sú er kenning Sjálfstæðisflokksins og hefur verið, sett á oddinn með við- reisninni, að gróðinn eigi að skera úr um allar athafnir í þjóðfélaginu, eh félagsleg sjónarmið sem miðist við'* nauðsyn og sameiginlega hagsmuni þegnaqna séu ó- frelsi og höft; þess vegna rísa bankahallir, verzlunar- musteri og Loftleiðahótel á mettíma, en ekkert fé er til- tækt til að fullgera sjúkra- hús þrátt fyrir neyðarástand. Sjálfstæðisflokkurinn boðar meira að segja að hann ætli að heyja kosningabaráttuna í sumar undir því merki að hann taki frelsi gróðans fram yfir öll félagsleg sjónarmið. Það er sannarlega tímabært að fleiri Sjálfstæðisflokks- menn en dr. Friðrik Eínans- son taki að hugleiða í alvöru hvað i slfkri stefnu felst. . — Anstri. MARS TRADIIMG I.AUGAVEG 103 SIMI 17373 AÐALFUmUR Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Báru- götu.ll, sunnudaginn 19. marz 1967 kl. 14:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir ábyrgðarmönnum, eða umboðsmönnum þeirra föstud. 17. marz kl. 13.00 til 16.00 og laugardaginn 18. marz kl. 10 til 12. Stjórnin. ELECTRA rerfmognsperur 15 wött 25 — — 6,5Ö — 6,55 60 — ... — fiRR 70 —■ — 7 Rfi 100 — . — 10 80 ggjg K Ódýrt - Góð kaup 1 Rýmingarsala Vegna breytinga verða eftirtaldar vörur seldar á mjög lágu verði fram að helgi: Ýmiss konar leik- föng, barna- og ’kvenúlpur, kven- og barnapeysur, tvískiptir prjóbakjólar og margt fleira. S Ó LB RÁ Laugavegi 83. — Sími 16525. V ÚTILOKAR SLÆMAN ÞEF • HINDRAR AÐ MATUR Þ0RNI • VINNU- 0G SKÓLANESTI ALLTAF SEM NÝTT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.