Þjóðviljinn - 22.03.1967, Side 5
Miðvikudagur 22. marz 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA §
Mjög mikil þátttaka var í
þríþraut FRl og Æskunnar
27% allra skólabarna 11 —13 ára tóku þátt i
keppninni. Úrslitakeppnin fer fram í sumar
■ Útbreiðslunefnd Frjálsíþróttasambands íslands
boðaði blaðamenn á sinn fund í gær, og skýrði frá
úrslitum í undankeppni þríþrautar, sem FRÍ
efndi til í samvinnu við bamablaðið Æskuna.
Keppnin fór fram sl. haust og var keppt í þrem
greinum frjálsra íþrótta fyrir skólabörn á aldrin-
um 11, 12 og 13 ára. Stigahæstur í keppninni var
Gunnar Geirsson, Lækjarskóla í Hafnarfirði.
Norðurlandamót í handbolta:
14 stúlkur valdar í
keppnisliíið héðan
□ Dagana 31. marz til 2. apríl n.k. verður haldið í
Eidsvall í Noregi 2. Norðurlandamót stúlkna 1 handknatt-
leik. Skulu þátttakendur vera fæddir 1948 eða síðar.
Taka öll Norðurlöndin þátt í mótinu, að Finnum undan-
-’-’Mum.
Þátttaka í ' keppninni var
mjög góð, 3580 böm frá 37
skólum tóku þátt í keppninni,
og er það 27,6% allra 11 — 13
ára bama á landinu. 1 12 skó!-
um var þátttakan 100% og er
þetta mun meiri þátttaka en
forráðamenn keppninnar áttu
von á, og má miða við að Norð-
menn höfðu slíka keppni hjá
sér árið 1965, og var þátttaka
þar 18,3% af öllum börnum í
þessum aMursflokki, en fyrir-
myndin að þessari keppni sem
hér var haldin var einmittsótt
til Norðmanna.
Sex stigahaestu einstaklingar i
hverjum aldursflokki í undan-
keppninni munu keppa til úr-
slita í sumar um verðlaun sem
Flugfélag Islands veitir, flug-^
ferð til Grænlands eða Færeyja.
Keppnin mun að líkindum hald-
in í byrjun júní og hefur FRl
sótt um að fá Laugardalsvöll-
inn fyrir keppnina, en ekki
fengið svar um það enn.
Stigahæstur skólabama í
undankeppninni varð Gunnar
Geirsson, Lækjarskóla í Hafn-
arfirði, með 95,3 stig, en stiga-
hæst stúlkna varð Sigxíður
Þorsteinsdóttir, Gagnfræðaskól-
anum í Hveragerði, með 64 st.
Skrá um afrek 20 haestu kepp-
enda í hverjum aldursflokki
verður birt síðar í Þjóðviljan-
um.
Sigurður Helgason skólastjóri,
formaður útbreiðslunefndar
FRÍ, sagði að hin mikla og al-
menna þátttaka barna i þess-
ari keppni væri aðalatriðið og
megintilgangur keppninnar, en
einnig vapri með þessari keppni
verið að leita að bezta efniviði
í afreksfólk, sem gæti verið
stoð fyrir frjálsar íþróttir í
framtíðinni. Hugmyndin væri
að bjóða hinum 36 keppendum
í úrslitakeppninni til dvalar í
æfingabúðum í vor.
Sagði Sigurður að mikil vinna
hefði verið lögð í keppni þessa
í skólum um allt land og sam-
vinnan við Barnablaðið Æsk-
una hefði verið mjög mikíls
virði til að koma keppninni á
og fá svo almenna þátttöku.
Bað hann blöðin flytja þakkir
frá útbreiðslunefnd FRÍ til
allra þeirra sem stuðlað hefðu
að því að keppnin hefði tekizt
svo vel, en fyrst og fremst væri
ástæða til að flytja þakkir til
barnanna sjálfra, sem þátttóku
í keppninni. Eiga þau lof skil-
ið fyrir áhuga og árangur í
keppninni og ástæða er til að
hvetja þau að halda áfram á
sömu braut.
FjórðungsgEíma
Fjórðungsglíma Vestfirðinga-
fjórðungs verður háð í Stykkis-
hólmi sunnudaginn 2. *apríl kl.
2 e.h. Ungmennasamband ánæ-
fellinga sér um glímumótið.
Þátttöku skal tilkynna fyrir
27. marz n.k- til Más Sigurðs-
sonar, íþróttakennara í Stykkis-
hólmi.
j_,ið íslands hefur nú verið
valið og er sem hér segir:
Edda Halldórsdóttir, Breiðabl.
Sigrún Guðmundsdóttir, Val
(fyrirliði)
Björg Guðmundsdóttir, Val
Ragnheiður Lárusdóttir, Val
Jenný Þórisdóttir, KR
Kolbrún Þormóðsdóttir, KR
Eygló Einarsdóttir, Ármanni.
Ósk Ólafsdóttir, Ármanni
Regína Magnúsdóttir, Fram
Halldóra Guðmundsd., Fram
Fríða Proppé, Fram
Guðrún Ingimundard., Fram
- Guðbjörg Hjörleifsdóttir, FH
Sesselja Guðmundsdóttir KR
Fararstjórn: Jón Ásgeirsson,
Axel Sígurðsson. Þjálfari: Þór-
arinn Eyþórsson. Dómari frá
íslandi verður Magnús V. Pét-
ursson.
Meistaramót í
frjálsíþróttam
Meistaramót íslands í frjáls-
um íþróttum 1967 fer fram
laugard. 31/3 og sunnud. 1/4
n.k. í fþróttahöllinni í Laugar-
dal.
Frjálsiþróttadeild K.R. mun
sjá um mótið.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast í -síðasta lagi 25. þ.m.
til Einars Frímannssonar c/o
Samvinnutryggingar, Ármúla 4.
Samkv. reglugerð F.R.f. verð-
ur keppt í eftirtöldum greinurri:
Karlar fyrra daginn:
Kúluvarp, Langstökk án at-
rennu. Þrístökk án atrennu. 40
m hlaup. 600 m hlaup.
Ölinni deginn:
Stangarstökk. Háátökk án at-
rennu. 40 m grindahlaup. 1000
m hlaup.
Konur fyrri daginn:
Langstökk án atrennu. 40 nr
hlaup.
Seinni deginn:
Hástökk. 40 m grindahlaup.
Stjóm Frjálsfþróttadeildar
K.R.
Kaupið
Minningarkort
Slysavarnafélags
íslands
Gáður árangur á sundmeist-
araméti Hafnarfjarðar 1967
Súndmeistaramót Hafnarfjarð-
ar 1967, v»r háð í Sundhöll
Hafnarfjarð»r, sunnudaginn 5.
marz. Til leiks vorg skráðir 62
keppendur frá 5 félögum.
Gunnar Kristjánsson setti 3
Hafnarfjarðarmet í 200 m og
300 m skriðsundi og í 50 m
flugsundi, synti á 31,8 sek. Þá
/ setti Kristín Sölvadóttir Hf.-
met, telpna í 100 m bringu-
sundi, synti á 1.31,2 mín.
Á móti þessu er keppt um
aíreksbikara í karla- og kvenna-
greinum, sem vélsmiðjan Klett-
ur hf gaf. Kariabikarinn vann
Ámi Þ. Kristjánsson fyrir 200
metra bringusund og kvenna-
bikarinn vann Kristín Sölva-
dóttir fyrir 100 m brigusund.
Á mótinu keppti sundfólk frá
Rvík og Akranesi sem gestir.
400 m skriðsund karla:
Gunnar Kristjánsson SH 5:04,7
Sveinn Jóhannsson SH 6:04,4
Einar Guðvarðarson SH 6:06,9
Gestir:
Guðm. Þ. Harðarson Æ. 4:45,5
Eiríkur Baldursson Æ. 5:21,2
Gísli Þorsteinsson Á. 5:53,6
100 m baksund kvenna:
Kristín Sölvadóttir SH 1:30,5
Ingibjörg S. Ölafsdóttir 1:36,8
Lára Sverrisdóttir SH 1:38,2
Gestir:
Matthildur Guðm.d. Á. 1:20,8
Sigrún Siggeirsdóttir Á. 1,21,1
Ellen Ingvadóttir Á. 1:31,2
200 m bringusund karla:
Ámi Þ. Kristinsson SH 2:45,8
Gestur Jónsson SH 2:47,0
Trausti Sveinbjss. SH 3:06,8
Gestir:
Leiknir Jónsson Á. 2:50,6
Ölafur Einarsson Æ. 2:54,9
Guðjón Guðmundsson fA 3:04,4
100 m skriðsund karla:
Gunnar Kristjánsson SH 1:02,6
Ármann J. fefldi
alla keppinautana
□ Eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær
sigraði Ármann J. Lárusson í landsflokkaglím-
unni 1967 sem fram fór að Hálogalandi síðastlið-
inn sunnudag. Verður hér nánar sagt frá mótinu.
Mótið var sett af Kjartani
Bergmann Guðjónssyni for-
manni Glímusambands íslands.
Glímustjórar voru: Guðmund-
ur Ágústsson og Skúli Þor-
leifsson. Yfirdómarar voru:
Gunnlaugur J. Briem og Ingi-
mundur Guðmundsson. Með-
dómarar: Ágúst H. Kristjáns-
son, Hafsteinn Þorvaldsson,
Kristmundur J. Sigurðsson og
Sigurður Sigurjónsson, Glím-
unni lýsti Eysteinn Þorvalds-
son og var lýsingin tekin upp
á segulband. Verðlaun afhenti
Sigurður Erlendsson varafor-
maður Glímusambandsins en
mótinu sleit Valdimar Óskars-
sop formaður Ungmennafélags-
ins Víkverja.
Ungmennafélagið Víkverji sá
um framkvæmd mótsins. GJímt
var í þrem flokkum fullorð-
inna og þremur aldursflokkum <$>■
drengja. Þátttakendur voru alls
31. Þrír efstu menn í einstök-
um flokkum urðu sem hér seg-
ir:
1. þyngdarflokkur. Vinn.
1. Ármann J. Láruss., UBK 6
2. Sveinn Guðmundss. HSH 5
3. Sigtryggur Sigurðss., KR 4
2. þyngdarflokkur.
1. Már Sigurðsson, HSK 2
2. Guðmundur Jónsson, KR |
3. Garðar Erlendsson, KR 0
3. þyngdarflokkur.
1. Valgeir Halldórsson, Á 4
2. Elías Árnason, KR 2 + 1
3. Gunnar Tómasson, UV 1
Unglingaflokkúr.
1. Hjálmar Sigurðsson UV 5
2. Rögnvaldur Ólafsson, KR 4
3. Þorsteinn Hraundal, Á 3
Drengjaflokkur.
1. Ríkharður Ö. Jónss., UBK 4
2. Árni P. Jóhannsson, HSH 3
3. Magnús Ólafsson, UV 2
Sveinaflokkur.
1. Bragi Björnsson, rKR 3%
2. Einar Gunnarsson, Á 2Vz + l
3. Jón Mikaelsson, UV 2%
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Ómar Kjartansson 1:03,7
Sveinn Jóhannsson 1:17,5
Gestir:
Guðmundur Gíslason Á. 58,6
Finnur Garðarsson lA 1:03,4
Hreggviður Þorsteinss. Æ. 1:09,2
100 m skriðsund kvenna:
Guðrún Einarsdóttir SH 1:23,5
Sæunn Strange SH 1:23,8
Erla Sölvadóttir SH 1:27,1
Gestir:
Sigrún Siggeirsd. Á. 1:16,3
Ingibjörg Haraldsd. Æ. 1:23,1
Vilborg Júlíusdóttir Æ. 1:27,4
50 m flugsund karla:
Gunnar Krístjánsson SH 31,3
Ómar Kjartansson SH 33,0
Erling Georgsson SH 33,4
Gestir:
Guðmundur Gíslason Á 29,4
Guðm. Þ. Harðarson Æ. 31,8
Ölafur Einarsson Æ. 35,6
Framhald á 9. síðu.
Toyota Corona Statíon
Traustur og ódýr
TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA.
Japanska bifreiðasalan hf.
Ármúla 7 — Simi 34470.
Unga fólkið fœr 25%
**-- afslátt allt árið1
ÚOíMV H- ----:
Flugfélagið boðar nýjung
í fargjöldum:
25% afslátt af venjulegum fargjöld-
um á Evrópuleiðum fyrir ungmenni
á aldrinum 12-22 ára.
Afslátturinn gildir allt árið frá l.apríi
1967.
Allar frekari upplýsingar og fyrir-
greiðsla hjá IATA-ferðaskrifstofunt.
um og Flugfélagi íslands.
Nú þarf enginn að sitja heima!
Fljúgið ódýrt með Flugfélaginu
-áætlunarflug með Boeinq 727
þotu hefst l.júlí.
/FZt/CFfÍAC
727
Tímamót i Islentkum
flugmálum
11301!
M AttA
1937 1967
Alþjóöasamvinna
um flugmál
TLUCFELACISLANDS
©AUGLÝ5INGAST0FAN