Þjóðviljinn - 22.03.1967, Qupperneq 6
V
moving van
3 ,BlÐA — ÞJÖÐVIUINN — Miðvikudagur 22. marz 1967.
Mjólkurfélag Reykjavíkur 50 ára
Þann ~u. þessa manaðar
verður Mjólkurfélag Reykja-
víkur 50 ára. Fyrsti félagsráðs-
fundur MR var haldinn þann
dag 1917. Ýmis undirbúningur
hafði farið fram áður en þessi
dagur mun teljast stofndagur
félagsins.
Starfsemi Mjólkurfélagsins
er nú rekin í byggingum þess
Sundmót
Framhaid af 5. síðu.
100 m bringusund kvenna:
Kristín Sðlvadóttir SH 1:31,2
Guðrún Einarsdóttir SH f:39,2
Gyða Einarsdóttir SH 1:42,0
Géstir:
Matthildur Guðmsd. Á. 1:27,5
Ellen Ingvadóttir Á. 1:29.6
Elín B. Guðmundsd. Á. 1:29,9
50 m bringusund karla:
Árni Þ. Kristjánsson SH 35,3
Gestur Jónsson SH 36.0
Erling Georg.sson SH 36,2
Gestir:
Leiknir Jónsson Á. 34,7
Guðmundur Gíslason Á. 35,0
Erlingur Jóhannsson KR 38,5
Ölafur Einarsson Æ. 36,5.
við Laugaveg 164 og Brautar-
holt. Verzlana- og skrifstofu-
byggingin að Laugavegi 164
var byggð á árunum 1952—’55.
Nýjar fóðurblöndunarvélar
voru settar þar upp 1952 'og
störfuðu þær til 1964, en þá
var hafin bygging á nýju vöru-
geymslu- og verksmiðjuhúsi á
lóðinni Brautarholtsmegin og
eru nú teknar þar til starfa
aðrar og nýjar vélasamstæður
sem og kornmylla, allt sam-
kvæmt nýjustu tækni á þessu
sviði. Hefur MR lagt 18 milj-
ónir króna í þetta nýja verk-
smiðjuhús. Var fréttamönnum
boðið að skoða verksmiðju-
húsið í gær og sagði forstjóri
MR, Leifur Guðmundsson
nokkuð frá starfsemi félagsins
við það tækifæri.
Upphaflegur tilgangur fé
lagsins v.ar að hafa með hönd-
um dreifingu og sölu mjólkur
fyrir framleiðendur í Reykja-
vík og nágrenni en nú hefur
félagssvæðið stækkað verulega.
Fyrsti framkvæmdastjóri fé-
lagsins var Jón Kristjánsson,
lagaprófessor en hann andaðiat
1918. Varð þá framkvæmda-
stjóri Eyjólfur Jóhannsson og
gegndi hann því starfi til 1945
að Oddur Jónsson tók við, sem
var framkvæmdastjóri til 1965
en síðan hefur Leifur Guð-
mundsson verið framkvæmda-
stjóri félagsins. Fuíltrúi fé-
lagsins er Ingvi Jóhannesson.
Mjólkurfélag Reykjavíkur
var fyrsta mjólkursamlag á ís-
landi. Árið 1920 kom það á
fót mjólkurstöð á Lindargötu
14 og aðra fullkomnari mjólk-
urstöð byggði félagið við
Hringbraut (nú Snorrabraut) i
Reykjavík 1930. Einnig byggði
það á árunum 1929—1930 stórt
verzlunarhús við Hafnarstræti
5 f Rvík og kom þar upp fóð-
urblöndunarvélum og korn-
myllu.
Vegna mjólkurlaganna 1934
hætti MR mjólkurstöðvar-
rekstri 1936 og hfefur síðan
starfað sem verzlunarfélag og
framleiðandi á fóðurvörum.
Fóðurblöndunarstöð þess í
Hafnarstræti 5 tók til starfa
1930 en auk þess seldi félagið
þá og síðan venjulegar korn-
vörur, girðingarefni, sáðvörur
o. fl. Frá 1931 rak það einnig
stóra smásöluverzlun í Hafnar-
stræti 1 og frá 1957 MR-búðina
á Laugavegi 164. ,
Af nýjungum á sviði kjarn-
fóðuriðnaðarins, sem MR hef-
ur haft forgöngu um hér á
landi, má nefna kögglun á
kjamfóðri sem ryður sér æ
meir til rúms. Er kögglapress-
an sem og flestar fóðurvélar
félagsins smíðuð af Búhler í
Sviss.
í sambandi við innflutning
á heilu fóðurkorni og mplun á
því hér, sem íslenzkir kjarn-
fóðurframleiðendur eru nú
byrjaðir á má geta þess að
MR hefur orðið fyrst til að
hefja innflutning á milokorni
hingað til lands. Að fóðurgildi
er það talið jafnt maís, en hef-
ur auk þess vissa kosti og er
oft nokkru ódýrara en maís.
Aðspurður sagði Leifur Guð-
mundsson að SÍS hefði með
höndum um helming fóður-
vöruverzlunarinnar, en MR
einn fjórða.
Að endingu sagði Leifur að
víst værí hentugra að reka
slíka starfsemi niður við höfn-
ina en þess yrði ekki kostur
fyrr en með tilkomu Sunda-
hafnarinnar.
★
Þess má að lokum geta að
formaður félagsstjórnarinnar
er Ólafur Björnsson, Brautar-
holti, aðrir stjórnarmenn eru
Jónas* Magnússorr, Stardal, Er-
lendur Magnússon, Kálfatjörn,
Ólafur Andrésson, Sogni og
Sigsteinn Pálsson, Blikastöð-
um.
Hér eru kojur hver í framhaldi
af annarri hentugar fyrir syst-
kin á Iíkum aldri. Rúmgóðir
skápar fyrir leikföng eru undir
þeirri efri og f jórar skúffur eru
undir hvorri koju. Stiginn er
úr tveim reipum með hnútum
og nokkrum sverum pinnum
með götum á endunum.
Þó að systkinunum komi vei
saman, er oft ráðlegt að láta þau
fá hvort sitt yfirráðasvæði i
herberginu. Það má gera t.d.
eins og hér með skáp sem
gengur út frá veggnum og
skiptast þá hiilurnar á milii
barnanna. Á auðu fletlna má
vel mála svarta töflu til að
teikna á.
Málshöfðun gegn Clay Shaw
Dómstóll í New Orleans hefur komizt að þeirri niðurstöðu að máls-
höfðun Garrisons saksóknara þar í borg gegn „kaupsýslumannin-
um“ Clay Shaw — sem einnig hefur verið sagður gamall erindreki
CIA — hafi við rök að styðjast, en mál vjir höfðað á hann fyrir
að hafa haustið 1963 tekið þátt í samsæri um að ráða Kennedy
forseta af dögum. Þessi niðurstaða er athyglisverð ekkl sízt fyrir
þá sök að þetta er fyrsta málshöfðunin gegn meintum morðingjum
eða ráðbönum Kennedys. Lee Harvey Oswald vár sem kunnugt er
aldrei leiddur fyrir rétt og séð var fyrir því að um mál hans var
áldrei fjallað af dómstólum. — MYNDIN er af Clay Shaw í
fylgd með lögreglumannl á leið í réttarsalinn í Now Orleans.
□ Flestir eru víst sammála um að eina leið-
in til að skapa leikpláss á barnmörgum heimil-
um sé að láta börnin sofa í kojum. En kojur þurfa
ekki endilega að vera með gamla laginu, þannig
að þær séu hver upp af annarri, oft fæst betri
nýting á gólfplássinu með því að láta þær standa
t.d. í hom og koma þá fyrir skápum og skúffum
undir þeirri efri.
Með kojum má líka skipta
herberginu alveg i tvennt, þeg-
ar það eru t.d. systir og bróð-
ir sem eiga að vera saman <
herbergi. Við sýnum hér ýmsat
gerðir af kojum og fleiri hug-
myndir fyrir barnaherberg;.
sem fólk getur búið til sjálft
eða fengið smið til að gera fyr-
ir sig eftir myndum.
Þetta eru rúm fyrir þrjú syst-
kini í einu herbergi, tvö i
venjulegri hæð, en hið þriðja
með háum fótum með hjólum
undir til að hægt sé að renna
því til og létta þannig undir
við að búa um rúmin.
★
Eru þau tvö?
Hér koma fyrst nokkrar hug-
myndir i barnaherbergi fyrir
tvö börn. Séu systkinin tveir
bræður eða tvær systur á lík-
um aldri er venjuega ekki
þörf á að skipta herberginu.
þó gétur það verið ráðlegt, t.d.
ef annað barnið er byrjað að
ganga í skóla og þarf að hafa
næði við heimaverkefnin.
Þetta eru venjulcgar kojur eða
hlaðrúm en sé aldursmunurinn
á systkinunum mikill er hent-
ugt að hægt sé að draga fyrir
hjá því yngra eins og sýnt er
á myndinni. Körfurnar á rýn-
stokkuntim eru hentugar til að
leggja frá sér Wöð og bækur
eða lelkföng þegar farið er að
sofa og drengurinn hefur þar
að auki hengt farangursnet
fyrir ofan sltt rúm.
Hér hefur herbergi verið skipt
í tvennt milli bróður og systur
með kojum. Ehlra systkinið fær
þá herbergi með rúmi í venju-
lcgrl hæð og má gera skotið
sem myndast vegna efri rúm-
botnsins mjög notalegt, hitt
bamið verður að kllfra upp t
sitt rúm og mætti þá slá tvær
flugur í elnu höggi og setja þar
leikfimirlmla í stað stiga eins
og sýnt er á myndinni hér til
hliðar
Eða kannski þrjú?
Þegar systkinin eru orðin
þrjú og húsrýmið lítið fer mál-
ið að vandast. Þó má með
hugvitsemi og nokkurri lagni
koma fyrir þrem rúmum á litlu
gólfplássi og eru hér nokkrar
uppástungur.
Og hér eru þrjár teikning-
ar of kojum fyrir þrjú syst-
kini og reyndar eru svona koj-
ur Iíka mjög hentugar í sum-
arbústöðum og þá elnnig fyrir
fullorðna.
Á fyrstu teikningunni eru
öll rúmin í einu horni. Rúmin
eru einfaldir kassar með svamp-
dýnum og hvíla á listum á
vegg, tveim fótum C'g skiiffu-
röð.
Næsta mynd sýnir þrjár koj-
ur við endavegg í litlu her-
bergi. Þar var ekki meira rúm
en svo að með naumindum var
hægt að fá „loft“ yfir höfða-
lagið. Kojurnar eru festar á
lista á veggjunum og sterkur
stólpi í miðju styður við þær
allar. Á honum eru fótþrep eins
og á stult'um til að klifra upp
eftir.
Síðasta hugmyndin vakti mikla
athygli á húsgagnasýningu í
Danmörku fyrir mörgum árum,
en virðist hafa gleymzt aftur.
Þetta eru tvö hlaðrúm með
þriðja rúminu á milli. Auðvelt
er að draga það út á kvöldin
og renna því inn á daginn.
Þessa hvgmynd að leikfangageymslu rákumst vlð á i ensku blaði
og gátum ekki stillt okkur að taka með. Boröplata og tveir veggir
mynda borð eða bílskúr og tveir kassar eru málaðir og útbúnir
í líkingu við bíla, auðvitað meff sterkum hjólum, og í þeim rúm-
ast allt sem annars liggur eins og hráviði um allt gólf.
Systkinin hafa herbergið saman