Þjóðviljinn - 04.04.1967, Qupperneq 2
2 SIÐA — Þ.TÖÐVILJINN — Þriöjudaem- 4. aprfl 1967.
■4
Kári B. Helgason sakar
borgarfógeta um afglöp
Herra ritstjóri; vegna fréttar
í blaði yðar 1. apríl síðastlið-
inn um uppboð það er halda
étti að Njálsgötu 49. óska ég
eftir að taka eftirfarandi fram:
Uppboð það sem haldið var
á eignarhluta mínum i Njáls-
götu 49, föstudaginn 31. marz
kl. 2, byrjaði þannig:
Fógeti kom nokkrum mínút-
um fyrir tímann ósamt öðrum
fógeta og starfsmönnum emb-
aettisins, og sá ég þá strax,
að fógeti var mikið undir á-
hrifum áfengis. Fógeti gekk til
mín, ávarpaði mig og sagði að
nú „ætti að ganga enn betur
að mér en áður, því nú skyldi
húsið fara“. Ég sagði við fóg-
eta: — Það er hart að sjá upp
á þær aðfarir, sem þú hefur
beitt mig og bú mitt í þínum
embættisstörfum, og ég get eng-
um vörnum við komið. Þú
neyddir mig í nóvembermán-
uði 1965, til að lýsa yfir gjald-
þroti Almennu bifreiðaleigunn-
ar h/f, með þvi að heimila
bifreiðaumboði hér í bænum
að taka út 15. nóvember 1965
fimm hundruð þúsund krónur
af opinberri skrifstofu hér í
bænum og fastsetja hundruð
þúsunda króna, sem ég átti
sjálfur í vændum að fá og not-
ast áttu til að bjarga mínum
lausaskuldum, og í desember-
mánuði sama árs þegar ég kom
til landsins eftir dvöl mína í
Chicago, en þar hafði ég verið
með sjúkan dreng minn til
lækninga, varst þú, fógeti, bú-
inn að umturna öllum fjárhag
Afskræming
á stjórnmálum
Hitaveitan í gamla bænum
brást að vanda í kuldakast-
inu um páskana; menn urðu að
bjargast við rafmagnsofna eða
flýja heimili sin; sumir komu
hraktir og hrjáðir af fjöllum
á annan páskadag en reynd-
ust þá eiga eftir erfiðustu
þrengingarnar á heimilum
sínum.
Þegar blaðamaður Þjóð-
viljans sneri sér til hitaveit-
unnar eftir páska og spurðist
fyrir um þetta ástand og or-
sakir þess, varð þeim starfs-
manni sem svaraði fyrst fyrir
að spyrja hvort þetta væri
pólitísk spuming. Þau við-
brögð eru afar táknræn og
varpa raunar ljósi á mjög 6-
eðlilegt ástand í þjóðlífi okk-
ar íslendinga. Hér er allt tal-
ið vera pólitískt. Forstöðu-
menn fyrirtækja eru venju-
legast félagar í einhverjum
stjómmálaflokki og ætlast bá
til að flokkurinn og málgögn
hans taki ábyrgð á fyrirtæk-
inu og starfsemi þess. Gagn-
rýni á slfk fyrirtæki fæst síð-
an yfirleitt ekki birt nema í
málgögnum andstæðinga, hún
er þá kölluð pólitísk árás, og
flokkur forstjórans tekur að
sér vömina, einnig á pólitísk-
um forsendum. í skjóli þess-
ara annarlegu viðhorfa dafn-
ar að sjálfsögðu hverskonar
dugleysi og trassaskapur; hví
skyldu menn leggja sig fram
þegar þeir vita að þeir eiga
vísa pólitíska vemd, hvemig
svo sem þeir hegða sér? I
samræmi við þetta hafa þau
mínum, þú neitaðir mér öllum
fresti á uppboði á þeim bifreið-
um sem Almenna bifreiðaleig-
an átti, selja um 40 bifreiðar
fyrir brot af því sem hægt
var að fá fyrir þá á frjálsum
markaði, og ráðast að fjárhag
mínum og tæta allan í sundur
án þess að ég gæti nokkurri
vörn við komið.
Fógeti svaraði með þessum
orðum: „Hvers vegna á maður
að hafa mannlegar tilfinning-
ar?“ Þetta voru hans eigin orð.
Ég gekk þá frá honum.
Þar rétt á eftir setti fógeti
uppboðið. Eftir að fógeti var
búinn að tala smá stund, gekk
ég til Unnsteins Beck sem er
fulltrúi yfirborgarfógeta og bað
hann um að tala við mig og
var það ætlun mín að ganga
með honum afsíðis í verzlunar-
plássinu sem uppboðið var
haldið í og fá hann tilaðstöðva
yfirborgarfógetann í því emb-
ættisverki sem hann var byrj-
aður að vinna, sökum þess að
yfirborgarfógeti væri mjög
undir áhrifum áfengis. Unn-
steinn Beck svaraði mér engu,
stóð fastur í sínum sporum og
tók ég því það til ráðs, að ég
gekk að fógeta og krafðist þess
að hann hætti uppboðinu á
þeim forsendum, að hann væri
ekki til þess hæfur vegna ölv-
unar. Fógeti neitaði og hélt
áfram.
Gekk ég þá á dyr og læsti
útidyrahurðinni á verzlunar-
plássi því, sem uppboðið var
haldið í, og króaði ég þannig
firn getað viðgengizt ár eftir
ár að hitaveitan bregðist i
gamla bænum margsinnis á
vetri hverjum, einmitt þegar
mest þarf á henni að halda.
Helzta fréttablað landsins,
Morgunblaðið, veit aldrei af
þessum atburðum, enda þótt
það tíundi skiívfslega ef
menn skjálfa úr kulda suðurí
Rómaborg. Gagnrýni er eink-
um borin fram hér í blaðinu
og afgreidd léttilega með þvi
að hún sé pólitfsk áras, og
þau viðbrögð virðast duga
gagnvart öllum þorra þess
fólks sem býr við hina end-
emislegu þjónustu hitaveit-
unnar í gamla bænum. Kjós-
endur Sjálfstæðisflokksins
þreyja þorrann og góuna ár
eftir ár, skjálfandi f hfbýlum
sínum, og borga miklu hærri
rafmagnsreikninga en aðrir,
af einni saman flokkshollustu.
Ráðamenn hitaveitunnar eru
flokksbræður þeirra og þvf
má ekki gagnrýna þá, þótt
hin viðbrögðin væru að vísu
eðlilegri að gera hærri kröf-
ur til flokksbræðra sinna en
annarra.
Engum dettur í hug að það
sé stefna Sjálfstæðisflokksins
að láta hitaveituna breytast i
kuldaveitu hjá hluta borgar-
anna vetur eftir vetur. En
Sjáifstæðisflokkurinn ber a-
byrgð á því, að það skuli vera
látið viðgangast og varið, að
óafsakanleg þjónusta, fram-
taksleysi og trassaskapur séu
gerð að eðlilegu ástandi, Það
er afskræming á stjómmálum
að beita flokkum og málgögn-
um þeirra á þann hátt.
— Austri.
yfirborgarfógeta ásamt öðrum
fógeta, nokkrum starfsmönnum
fógetaembættisins og nokkrum
öðrum, sem þama vom við-
staddir.
Fór ég síðan á efri hæð
hússins í síma og hringdi á
lögregluna, náði sambandi við
Axel Kvaran yfirlögregluþjón
og óskaði eftir því, að lögregla
yrði strax send á staðinn, fógeti
tekinn og farið með hann til
blóðrannsóknar. Axel Kvaran
sagði, að hann skyldi senda lög-
reglu á staðinn, en hann gæti
ekki farið með yfirborgarfóget-
ann til blóðrannsóknar, nema
leyfi sinna yfirmanna væri
fengið fyrir því. Axel tjáði mér,
að það væri betra fyrir mig
að ná tali af Bjarka Elíassyni
og tjá honum vandræði mín.
Ég reyndi árangurslaust að
ná tali af Bjarka í þeim síma
sem mér var gefinn upp, en
síminn var alltaf á tali. Þegar
hér var komið, var komið til
mín og mér tjáð, að búið væri
að reisa upp stiga að norðan-
verðu við húsið og einhver
maður hefði farið niður stig-
ann. Datt mér þá í hug að ver-
ið væri að reyna að koma yfir-
borgarfógetanum undan. Fór
ég þá frá símanum og út á göt-
una aftur, en þegar ég kom
útúr húsinu kom þar að starfs-
maður embættisins, Ingólfur að
nafni, með reiddan hnefa og
krafðist af mér tafarlaust að
ég afhenti lykilinn, svo hægt
væri að hleypa fógeta út. Kom
þarna til orðaskipta milli okk-
ar, og sýndi hann sig líklegan
til að ráðast að mér, en í því
kom lögregluþjónn á vettvang
og var gengið á milli okkar.
Ég tjáði lögregluþjóninum,
að fógeti hefði sett uppboðs-
rétt og væri lokaður inni og
ég skyldi hleypa honum út, ef
tryggt væri að farið væri með
hann til blóðrannsóknar, svo
að ég. gæti sannað mitt mál
um, að hann væri ölvaður.
Lögregluþjónarnir vildu ekki
lofa því, en komu með mér
upp á aðra hæð hússins, og þar
var síminn í gangi milli mín
annarsvegar og lögreglustöðv-
21. maí em 40 ór liðin síöan
Lindberg fór sína frægu ferð
yfir Atlantshafið og veröur
þess minnzt í sambandi við
Flugsýninguna f París, sem fer
fram á Le Bourget flugvelli
frá 26. maí til 4. júnf.
Sýning þessi er sú 27. í röð-
inni og sú stærsta í heimi. Hún
er haldin á tveggja ára fresti
og hafa sótt hana um 60 þús.
manns úr flugvélaiðnaðinum og
frá flugfélögum. Auk þess er
reiknað með að hún verði sótt
af 2.5 miljónum annarra gesta.
Bandaríkin hafa tekið þátt i
þessari sýningu frá því sú
fyrsta var haldin árið 1909, þar
sem Wright bræðurnir sýndu
eina af sínum flugvélum. Að
þessu sinni kostar ríkisstjórn
Bandaríkjanna og þarlend fyr-
irtæki tólf sinnum meira til
sýningarinnar en gert var árið
1965, þegar hún var síðast
haldin. Hefur verið byggð sýn-
ingarhöll, sem hefur 30 þúsund
ferfeta gólfflöt.
Bandaríska sýningin verður
tvfþætt. Annarsvegar verður
sýnd þróun og afrek amerískra
flugmála á síðustu 40 ámm og
framtíðaráætlanir í geimferð-
um. Hinsvegar verður sölusýn-
ing, þar sem megináherzla er
lögð á ýmiskonar útbúnað og
arinnar, því nú var mér tjáð,
að lögreglustjóri gæti ekki gef-
ið þá fyrirskipun, að færa fóg-
eta til blóðrannsóknar, nema
fyrir lægi úrskurður Baldurs
Möllers ráðuneytisstjóra um
það að það yrði gert. Lögreglu-
þjónarnir fóru nú fram á það,
að ég afhenti lykilinn, svo hægt
væri að opna fyrir fógeta, en
ég neitaði og var staðráðinn í
því að fá að tala við ráðuneyt-
isstjóra eða ráðherra áður.
Að lokum tókst svo vel til,
að ég náði sambandi við Bald-
ur Möller ráðuneytisstjóra og
tjáði honum vandræði mín. Fór
ég fram á það við hann að
leyfi fengist til að farið yrði
með yfirborgarfógetann til
blóðrannsóknar. En því miður
endaði þetta samt.al mitt við
ráðuneytisstjóra öðruvísi c-n ég
bjóst við, og varð ég fyrir von-
brigðum.
Nú vissi ég ekki hvað ég átti
að gera. Mér fannst eins og
allar útgöngudyr væru lokaðar
til þess að ég gæti sannað mál
mitt gagnvart yfirborgarfógeta.
Ég varð fyrir vonbrigðum að
löggæzlan vildi ekki koma mér
til hjálpar og ég þekkti það
frá fyrri afskiptum mínum af
sama manni að það þorir eng-
inn að bera með mér vitni. Ég
sá að það var árangurslaust
fyrir mig að hefta för fógeta
og loka hann inni, og. svo fór
að lokum að ég afhenti lög-
regluþjónunum lykilinn, en bað
Þá jafnframt um að taka eftir
útliti yfirborgarfógeta og því
annarlega ástandi sem hann
var í.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem fógeti hefur fjallað um
bú mitt undir áhrifum áfeng-
is. Frá því að ég lenti í hönd-
um fógetaembættisins með bú
mitt hef ég orðið að horfa upp
á allharkaleg embættisafglöp
fógeta en ég hef ekki komið
neinum vörnum við og ekki
getað sannað mál mitt að ég
hefði á réttu að standa.
Ég reyndi að sanna með að-
stoð lögfræðinga og starfs
manna sem vinna við borgar
fógetaembættið að yfirborgar
fógeti væri undir áhrifum r
fengis við skyldustörf, en v;f
báran sem ég hef fengið hý'
þessum mönnum er þessi: A
ef þeir gerðu það að komas
upp á móti fógeta og bær
vitnisburð með mér um ástar
fógeta við skyldustörf, þá gæ
það þýtt það að þeir a»r
ekki eins aðgang að fógeta mc
sín mál sem þeir þyrftu að
leggja undir hann. Þess vegna
hef ég ekki fengið neinn í lið
Framhald é 10. síðu.
hluti í flugvélar og margs-
konar tæki til notkunar á jörðu
niðri. Meðal annars verða sýnd
mælitæki, loftskeytatæki, radar,
tæki 1 flugtuma og önnur
stjórntæki á jörðu, útbúnaður
til flutninga farangurs, tæki til
þokudreifingar, og brunavama-
tæki. Eins og nú stendur er
mikill markaður fyrir tæki af
þessu tagi í Evrópu.
Kjörorð sýningar Bandaríkj-
anna á flugsýningunni í Parfs
verður „Spirit of St. Louis“,
sem var nafn flugvélarinnar,
sem Lingberg flaug yfir Atl-
antshafið 21. maí 1927. Sú flug-
vél er nú geymd í Smithsonian
safninu í Washington. Verið er
að smíða eftirmynd af flug-
vélinni í Kaliforníu, og verður
hún flutt í flugvél til Parísar,
og lokið þar við samsetningu
hennar.
Maðurinn sem er að smíða
flugvélina, Frank Tallman,
mun fljúga henni frá nálægum
flugvelli til Le Bourget 21. maí
í vor. Er búizt við allt að
100 þúsund áhorfendum og
meðal gesta verða borgarstjór-
ar Parísar og St. Louis og fjöl-
margir þeirra, sem tóku á móti
flugvélinni fyrir 40 árum eftir
Atlantsh afsf lu gi ð.
Flugs Lindbergs minnzt á
fíugsýningu i Purís í vor
LEIKFÉLAG SELFOSS sýnir alþýðusjón-
Ieikinn
Piit og stú/ku
eftir EMIL THORODDSEN. — Leikstj.: JÓNAS
JÓNASSON.
Sýningar í Selfossbíói þriðjudaginn 4. apríl kl. 9,
fimmtudaginn 6. apríl kl. 9 og föstudaginn 7.
apríl kl. 9.
Miðapantanir í síma 1120 eftir kl. 5 alla daga.
ATH.: Vegna erfiðleika á flutningum leiktjalda,
ljósa og annars útbúnaðar, verður eingöngu sýnt
í Selfossbíói, innan Ámessýslu.
Leikfélag Selfoss.
Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur.
Auglýslng
um skírteinisauku 1967
Þessa dagana er borinn út til samlags-
manna Sjúkrasamlags Reykjavíkur skír-
teinisauki 1967. — Frá 10. apríl verður
saimlagsskírteinið því aðeins gild sönnun
fyrir réttindum í samlaginu, að skírteinis-
aukinn fylgi. — Skírteinisaukann eru sam-
lagsmenn beðnir að setja inn í plasthylkið
með skírteini sínu, þannig að skírteini og
skírteinisauki snúi bakhliðum saman.
Skírteinisaukinn er miðaður við íbúaskrá
1. desember 1966 og gerður fyrir alla, sem
fyrir áramót höfðu gert nægileg skil á
gjöldum sínum til að njóta réttinda. —
Þeir, sem flutzt hafa í bæinn eftir 1. des-
ember eða breytt um heimilisfang í bænum,
þurfa sjálfir að vitja skírteinis eða skírtein-
isauka til samlagsins. Sama gildir um þá,
sem eftir áramót hafa öðlazt réttindi með
greiðslu iðgjaldaskuldar eða náð 16 ára
aldri. — Samlagsskírteini sem framvegis
verða gefin út, verða yfirprentuð með ár-
talinu 1967, og þarf þá ekki skírteinisauki
að fylgja.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.
Frumtíðursturf
Ungur maður óskast strax til skrifstofu-
starfa við tæknideild félagsins á Reykja-
víkurflugvelli. — Góð vélritunar- og ensku-
kunnátta nauðsynleg.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstof-
um vorum sé skilað til starfsmannahalds
félagsins fyrir 7. apríl n.k.
Bluðudreifíng - Kópuvogur
Unglingar óskast til blaðburðar um Kópa-
vog (vesturbæ).
— Hringið í síma 40753.
ÞJÓÐVILJINN