Þjóðviljinn - 04.04.1967, Blaðsíða 6
g SfÐA — ÞJdÐVrLJtWN — ÞriSjudagur 4. aprfl M67.
HORNAKÓRALLINN
— mystiskur skemmtunarleikur um mannlega náttúru
Galdra-Lofts tema
— Nafnið á söngleiknum,
H'nmakórallinn, er nýtilkomiö,
sagði Oddur, og er kannski
vissara að taka fram að með orð-
inu kórall er í þessu sambandi
átt við sérstaka tegund tónlist-
ar — sálma — en ekki eyju útí
Kyrrahafi. Áður en nafnið var
valið köfðum við einskonar
undirtitil á söngleiknum og
kölluðum hann einfaldlega
klínk-kómedíuna. Homakórall-
inn fjallar með öðrum orðum
um peninga.
— Myndi hann flokkast undir
ádeiluverk?
— Ja, skrifa menn uppá ann-
að? Að minnsta kosti ekki
skemmtunarleikrit eins og Lax-
ness kallar þá: það verður að
standa eitthvað á bak við grín-
ið. En við höfum lagt okkur
fram um að koma með leik-
húsverk þar sem menn geta
fengið ósvikna skemmtun, enda
tilgangslítið að vera leiðinlegur
í leikhúsi!
— Þú vilt náttúrlega ekki
láta mikið uppi um efni leiks-
ins?
— Nei, aetli það væri rétt. En
ég get sagt þér að fyrrverandi
engill gegnir þar miklu hlut-
verki! Hornakórailinn fjallar
um mannlega náttúru með svo-
Xítið yfirnáttúrlegum hætti og
hann er innspíreraður af al-
þekktri bjóðsögu, Galdra-Lofti,
sem farið er um mjög frjáls-
legum höndum-
Tónlist Leifs kemur
fólki á óvart
— Við Iveifur Þórarinsson
höfum verið að velta þessu
efni fyrir okkur í um það bil
tvö ár, tónlistin er mikill þátt-
ur í leiknum og var mikil sam-
vinna okkar Leifs því nauðsyn-
leg. líka um hugmyndir. Ég
hefði getað skrifað tvö leikrit
á þessum tíma. bætir Oddur
við.
— I Hornakóralnum eru milli
20 og 30 söngv&r og mikil tón-
list þar fyrir utan. Mér er ó-
hætt að fullyrða að þeir sem
hafa heyrt melódíumar eru
mjög hrifnir af þeim. Tónlistin
er að sjálfsögðu stíluð uppá að
vera spiluð í leikhúsi og hljóm-
sveitin notar hina margvísleg-
ustu effekta enda þótt þetta sé
ekki elektrónisk tónlist. Eg
gæti bezt trúað að hún ætti
eftir að koma ýmsum á óvart.
— Það er ekki á hverjum
degi sem okkur gefst kostur á
að sjá innlenda söngleiki.
Hornakórallinn heitir söngleikur sem er í uppsiglingu í
Þjóðleikhúsinu. Höfundurinn er Oddur Björnsson, en tón-
listin er eftir Leif Þórarinsson og söngtextana gerði Kristj-
án Árnason.
Söngleikurinn er í tveimur þáttum en hingað til hafa
eingöngu verið fluttir á sviði einþáttungar eftir Odd Björns-
son. Gríma sýndi fjóra einþáttunga hans, en þeir voru:
Köngulóin, Partí, Framhaldssaga og Amalía. Jóðlíf var
sýnt í Lidnarbæ, fyrst á Menningarvöku hernámsandstæð-
inga en síðan á vegum Þjóðleikhússins. Þá sýndi Leikhús
æskunnar Einkennilegur maður, í Reykjavík og út um land,
sömuleiðis var það flutt í Ríkisútvarpinu enda upphaflega
samið sem útvarpsleikrit. Einþáttungur Odds: Kirkjnferð
eða Heima er bezt var einnig flutt í útvarpinu.
Nýverið náði Þjóðviljinn tali af Oddi til að foj'vitnast
lítillega um söngleik þeirra þremenninga.
Leifur Þórarinsson.
— Nei, heldur hefur verið
lítið um þá, en þó er misjafnt
hvar fólk dregur mörkin á milli
revíu og söngleiks. Alltaf öðru
hverju koma fram revíur, en
Oddur og Kristján, myndina tók ljósmyndari Þjóðviljans A.
í Hornak óralnum.
K. er verið var að æfa sóngvana
Múla-bræðurnir voru íyrstir til
að fást við það sem kalla mætti
söngleik og ég man ekki eftir
öðrum í bili sem hafa fengizt
við þetta form hérlendis- Ég
geri ráð fyrir að söngleikimir
hafi þróazt uppúr revíunum,
adlavega tíðkast þeir mikið nú
til dags.
Raunhæf hugmynd
— Hvenær má búast við að
Homakórallinn verði frumsýnd-
ur?
— Æfingar eru nýhafnar og
þetta er svo viðamikið verk að
tveir mánuðir fara áreiðanlegai
í æfingar. I.eikendurnir eru
uppundir þrjátíu en stór hlut-
verk eru þó aðeins fimm sem
leikin eru af Þóru Friðriksdótt-
ur, Róbert Arnfinnssyni, Er-
Xingi Gíslasyni, Sigríði Þor-
valdsdótt.ur og Flosa Ólafssyni-
• Þau syngja nokkra söngva,
sem við erum nýbyrjuð að æfo,
en svo eru grúppur, eða nokk-
urs konar kórar, mikilvægar
uppistöður i söngleiknum. Þess-
ar grúppur eru mikið á svið-
inu, syngja og dansa og má
segja að hver grúppa fari með
stórt hlutverk.
Iæikstjórinn er Benedikt
Árnason og spurði blaðamaður-
inn hann hvemig honum litist
á söngleikinn.
— Það fer ekki á milli mála
að Hornakórallinn er skemmti-
legt verk, sagði Benedikt, Ég
myndi segja að söngleikurinn
væri gaga og hugmyndin raun-
hæf! Æfingamar eru nýbyrj-
aðar, beir Leifur Þórarinsson
og Carl Billich æfa söngvana
en ég stjóma söngleiknum
sviðslega. —RH
Jóhannesarpassían é íslenzku
Flutningur Jóhannesarpass-
íu Baehs núna um páskana
er merkur tónlistarviðburður,
og ber að þakka öllum, sem
hér hafa átt hlut að máli, vel
unnið verk, — stjórnanda,
einsöngvurum, kór og hljóm-
sveit. Þó er eitt, sem von-
brigðum veldur, sem sé það,
að tónverkið var ekki sungið
á íslenzku. Vér eigum, eins
og allir vita, íslenzkan texta
við Jóhannesarpassíuna, og
hér er vissulega ekki um það
að ræða, að sá texti sé ein-
hver ómerk og léleg þýðing,
er eigi væri frambærileg til
flutnings á þessu tónverki,
heldur má þetta heita eins
konar frumtexti og svo ágæt-
ur að allra dómi, sem um
hafa fjallað, að einsdæmi mun
vera.
Mörgum mun í minni, að
Jóhannesarpassían var flutt
hér í borg fjórum sinnum á
páskum árið 1943 og víst
álíka oft árið 1950. Var sá
flutningur- á vegum Tónlistar-
félagsins, en stjórnandi var
Dr. Victor Urbancic
hinnágæti og hámenntaði tón-
listarfrömuður dr. Victor Ur-
bancic, sem auðnazt hafði að
vinna tónlistarmenningu vorri
ómetanlegt gagn, áður en
hann féll frá mikils til of
snemma (hann andaðist ein-
mitt á þessum degi, 4. apríl,
1958). Victor Urbancic vildi
ekki láta sér nægja að tón-
verkið yrði flutt hér á frum-
málinu og jafnvel ekki í ís-
lenzkri þýðingu frumtextans,
heldur fór hann þá leið að
leita uppi erindi úr passíu-
sálmum Hallgríms Péturs-
sonar, er að anda og formi
samrýmdust tónlistinni, og
íella þau að laglínunum, en
íslenzka biflíutextann lét
hann koma í stað hins þýzka.
Lagði hann í þetta óhemju-
mikla vinnu ásamt allri þeirri
alúð, er sprottin var af holl-
ustu hans og ást til íslands,
en hann hafði, eins og kunn-
ugt er, áunnið sér íslenzkan
ríkisborgararétt. Með þessu
var ísland eflaust orðið eina
landið í heimi, sem átti sér
texta að Jóhannesarpassíunni,
er að andríki gæti talizt sam-
boðinn tónlist Bachs, en um
þýzka frumtextann verður
víst naumast sagt, að svo sé.
Þess má minnast, að íslenzk
dagblöð og tímarit fluttu um
þær mundir fjölmargar grein-
ar, þar sem látin var í Ijósi
aðdáun á þessu verki og því
fagnað sem hinum merkasta
ávinningi íslenzkri menningu.
Jóhannesarpassían á eflaust
eftir að verða flutt hér mörg-
um sinnum enn á komandi ár-
um. Undirritaður vill skora
á þá, sem taka að sér flutning
hennar síðar meir, hvort sem
um verður að ræða Pólífón-
kórinn eða aðra, að viðhafa
þá íslenzka textann, fyrst
hann er til. Með því væri
báðum þeim snillingum Bach
og Hallgrími Péturssyni verð-
ugur sómi sýndur. Og með
því að Ríkisútvarpið á Jó-
hannesarpassíuna á íslenzku
í segulbanda- eða hljómplötu-
safni sínu (því henni var út-
varpað einu sinni í þeim bún-
ingi hér um árið), vil ég fast-
iega mælast til þess, að það
lofi hlustendum sínum öðru
hverju að heyra hans á vorri
tungu. Er ekki að efa, að
margir myndu verða stofnun-
inni þakklátir fyrir.
Björn Franzson.
Minni HÍP
Kvaeði það sem hér birtist er Minni Prentarafélagsins ort
af Guðmundi Magnússyni (Jóni Trausta) árið 1906 og
var sungið í afmælishófl félagsins þá. Guðmundur starf-
aði allmikið í samtökum prentara á fyrstu árunum og orti
mörg ljóð sem helguð voru félaginu og störfum þess,
Þeim er vel, sem brautir brjóta,
betri tíð og framför þrá;
hofgoð vanans hætta að blóta,
halda beint sitt takmark á;
hrokans borg í rústir róta,
roti og lyg kasta frá;
gullið láta glans síns njóta,
grafa upp pund, sem falið lá.
Þeim er vel, sem þort að byggja,
þora að reyna nýja braut;
höndum tengjast, hag sinn tryggja,
hrinda ei góðum förunaut;
ekki á sínu liði liggja,
líta ei undan hverri þraut;
einskis náð með þrælslund þiggja. —
Þeim mun v a 1 d i ð falla í skaut.
Hópur smár að stóru starfi,
stattu þétt, þótt sækist smátt;
vertu æ hinn erni, djarfi,
auk þér traust og stæl þinn mátt.
Vinn þér táp úr von og arfi,
vinn, og settu mark þitt hátt’.
Hópur smár, að stóru starfi
stefndu beint! — Þú framtíð átt.
Auk þér sjálfum gildi og gengi,
ger sem flestum kröfum skil.
Samþýð andans ýmsu strengi
eins við sterkt sem viðkvæmt spil.
Þá mun nafn þitt lofað lengi,
lengi nefnt með hugaryl —
minnst á þína mætu drengi,
meðan þessi stétt er til.
Guð vors starfs í orði og anda,
auk oss dug þá sókn er hörð,
um oss fest í fremd sem vanda
félagstraustsins megingjörð.
Lát oss fremst í fylking standa,
frelsi og heillum búinn vörð.
Lát vort dæmi eggjan anda
yfir vora fósturjörð.
G. M.
iii