Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. april 1967 — ÞJÓÐVII*n£íN — Sfe>A J Skuldar þrjá miljarði en vísar til samninga við Mussolini Páfi er ríkari en ítalska ríkið en hann vill ekki greiða skatt Stalín spurði einhverntíma að því hvað páfinn hefði margar herdeildir. Spurningin var nokkuð út í hött — ef spurt er um veraldlegt vald páfa er rétt að orða spurninguna þannig: hvað á páfi mi'kið af peningum? Það gera margir á Ítalíu í dag og bæta við: hefur hann borgað skatt af þeim? Þetta er ekki nýtt vandamál á Ítalíu og nú er það á dagskrá í sambandi við nýtt stjórnar- frumvarp um skatt af ágóða af hlutabréfum og verðbréfum. All- ir hluthafar á Ítalíu, erlendir og innlendir, verða að borga þenn- an skatt, en Vatíkanið er und- anþegið. Enginn heldur því íram að stjórnin geri þetta af fúsum vilja. Hún hefur verið undir miklum þrýstingi frá Vatíkan- inu, sem hefur ekki greitt þennan skatt í fimm ár. Fjármálasér- fraeðingar páfaríkis hafa hótað því að selja öll ítölsk hlutabréf páfa ef stjórnin samþykkir ekki skattfrelsið. Samningurinn 1929 Vatíkanið heldur því fram, að samkvæmt samningi milli Muss- olini og páfa frá 1929 skuli ekki aðeins Vatíkanið heldur og *>11 kaþólsk samtök á ítalíu vera skattfrjáls. Kristilegir demókrat- ar og nýfasistar hafa jafnan stutt túlkun Vatíkansins á samningi þessum, en aðrir flokkar eru frumvarpinu andvígir — þótt sósíalistar í ríkisstjórn hafi lof- að að greiða því atkvæði. Fyrir . Vatíkanið er hér aðeins um „prinsípmár1 að ræða. En fyriT ítalska ríkið hefur þetta mál einnig efnahagslega þýðingu. Það sem Vatíkanið skuldar í skatt fyrir siðustu fimm ár, og það sem það hefur sloppið við að greiða áður hefur ekki svo mikla þýðingu fyrir fjárhag þess, en þessi upphæð getur orð- ið allþung á metunum hjá ít- alska ríkinu. Vatíkanið er nefni- lega allmiklu ríkara en ítalska ríkið. Hve ríkur er páfi? Það er ekki unnt að svara með neinni nákvæmni hve ríkur páfi er. Vatíkanið birtir enga reikninga. Og það fyrsta sem sá maður gerir sem valinn er til starfa í kúríunni, miðstjórn Saðgreiðslukerfi Framhald af 10. síðu. í framkvæmd og atvinnurekend- um óhagstæðara. Taldi Eðvarð að hvorutveggja væri ósannað, nú þegar séu atvinnurekendur orðnir aðalinnheimtumenn skatt- anna, og breytingin ætti ekki að íþyngja þeim. Þá væri það talið til ókosta að menn kynnu að verða ófúsari til yfirvinnu og ýta undir frekari launakröfur. Taldi Eðvarð hvor- ugt þjóðfélagslegan vanda þó drægi úr hinum óeðlilega langa vinnudegi og kaup hækkaði. Þá yrði að athuga hvort stað- greiðslukerfið ætti að ná til launþega einna. og hvort ætti að láta það ná til alls landsins í einu. Úr því sem komið væri, fyrst loforðin um framkvæmd málsins hefðu einungis reynzt orð teldi Eðvarð ekki ástæðu til annars en samþykkja tillögu stjóttiarinnar um að Alþingi feli stjórninni áframhaldandi at- huganir í málinu. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra flutti framsöguræðu um tillöguna, og kom fram í ræðu hans að ýtarleg skýrsla um störf milliþinganefndar hefði verið af- hent þingmönnum. kaþólsku kirkjunnar, er að sverja að halda því leyndu sem hann kemst að í embætti. L’Espresso, óháð vinstriblað, er eina ítalska blaðið sem hef- ur reynt að gera grein fyrir ríkidæmi páfagarðs. L’Espresso heldur því framy að Vatíkanið skuldi sem svarar þrem miljörð- um króna í skatt. Brezka hagfræðitímaritið Ee- onomist hefur tekið fjárhag Vatíkansins til athugunar og komizt að svipuðum tölum. Economist telur að Vatíkanið eigi í verðbréfum sem svarar 240.000 miljónum króna, en að- eins tíundi hluti þess fjár sé á Ítalíu sjálfri. Eða með öðrum orðum: Hluta- bréfaeign Vatíkansins ein er svipuð og samanlagður gullforði og gjaldeyrisforði franska rikis- ins. Miljónir Mussolinis Kaþólska kirkjan er auk þess mesti jarðeigandi heimsins, og er þó ekki átt við það land sem tengt er kirkjulegum stofnun- um heldur venjulegt arðbært land, einkum í Evrópu og Ame- ríku. í Róm á kirkjan heilar útborg- ir og verðmæta hluta gamla borgarkjarnans. Á „kraftaverka- árum“ í ítölsku efnahagslífi var kirkjan eitt af stærsta bygging- arfyrirtækjum Rómar. Þegar páfi og Mussolini gerðu með sér samninginn 1929 og Vatíkanið varð sjálfstætt ríki var kirkjan þegar orðin mjög efnuð. Fasisminn blóðsaug ít- alskt efnahagslíf til að geta keypt sér þennan samning. Með því móti var traustum stoðum rennt undir efnahagslegt vald kirkjunnar. Árið 1929 gaf Ítalía kirkjunni nítján miljónir punda. Sérstök nefnd var sett til að ávaxta þetta fé og laut hún forystu snjalls fjármálamanns, Bernadiono Nog- ara, og hefur hún margfaldað þessar miljónir Mussolinis. Þægileg aðstaða Allir fjármálamenn hljóta að öfunda þau starfsskilyrði sem Vatíkanstjórnin býr við. Hún hefur fullt frelsi til að gera sem henni bezt líkar og þarf eng- um að standa reikningsskap. í , matísk forréttindi gera fjár- Vatíkaninu eru engir skattar málamönnum Vatíkansins auð- greiddir — og heldur ekki á velt um vik. Þau gefa þeim ítölsku landi. Hún getur lagt góðar upplýsingar um atburði í í hvaða fjárfestingu sem vera stjórnmála- og efnahagslífi sem skal. Og hvar sem er. Kirkjan koma að góðu haldi í fjármála- þekkir ekki landamæri, og dipló- 1 starfi þeirra um allan heim. Sendinefnd SÞ er nú farin frá Aden ADEN 7/4 — Þriggja manna í Aden en ekki þrjár vikur eins sendinefnd frá Sameinuðu þjóð- og ráð hafði verið gert fyrir. unum hefur verið í Aden til að rannsaka ástandið í Suður-Ara- bíubandalaginu svonefnda, flaug til Rómar í dag og hefur gefizt upp við verkefnið. Voru nefndar- menn harðorðir í garð brezkra nýlenduyfirvalda og sökuðu þau um skort á samstarfsvilja. Nefndarmenn voru fimm daga Loftorusta háð yfir landa- mærum Israels og Sýrlands TEL AVIV 7/4 — í dag kom til harðra átaka á landamær- um ísraels og Sýrlands. ísra- elsmenn hafa skotið niður sex flugvélar Sýrlendinga en Sýrlendingar tvær fyrir ísra- elsmönnum. f Tel Aviv er sagt, að átökin hafi byrjad á því, að Sýrlend- ingar skutu á dráttarvél skammt frá landamærunum við Genesar- etvatn. Hafi þeir lialdið uppi skothríð í fjóra tíma og sýr- lenzkar flugvélar þar að auki Líú forseti nefnd- ur pappatígrisdýr PEKING 7/4 ’ Enn voru haldnir fjöldafundir í Peking og Öðrum borgum til að krefjast þess að Líu Sjaó-sí forseta verði vikið frá. Aðalmálgagn kommún- istaflokksins, Dagblað alþýð- unnar, notar í dag fjórar síður til árásar á forsetann. Þá hefur fréttastofan Nýja Kína sent út grein þar sem forsetinn er kall- aður pappírstígrisdýr, rétt eins og bandaríska atómsprengjan. Kona Maós og Sjú En-læ for- sætisráðherra eru sögð hafa játað á sig ýmsar yfirsjónir í upphafi menningarbyltingar- innar, sem hafi orðið til þess að andstæðingar Maós náðu undirtökum í ýmsum samtökum. gei*t loítárás á samyrkjubú í ls- aðeins Vatíkanið heldur og öll rael. fsraelska flughernum haii verið skipað til árása og hefðu sex sýrlenzkar þotur af gerð- inni MIG-21 verið skotnar nið- ur. Þrjár þeirra hefðu hrapaðtil jarðar í Jórdaníu. Talsmaður Sýrlenzku stjórnar- innar sagði í Damaskus í dag, að ísraelskar flugvélar hefðu verið sendar til að þagga niður í stórskotaliði Sýrlendinga. Fyrst hefði brynvarin dráttarvél ekið inn á hlutlausa beltið milli land- anna í skjóli brynvagna, vél- byssna og stórskotaliðs. Hafi þá komið til átaka milli stórskota- liðs beggja og síðan til loftor- ustu og hefðu tvær þotur ísra- elsmanna af Mirage-gerð verið skotnar niður. Þorp í Sýrlandi hefðu orðið fyrir sprengjum en enginn látið lífið. FRBDERIKSHAVN 7/4 — Norska strandferðaskipið „Sætrevág" tók um borð þrjá m'enn af áhöfn sænsks báts sem stóð í ljósum logum skammt norður af Skag- en. Björgunarbátur frá Skagen bjargaði fjórða manninum. Barizt var lengi dags og var bardögum ekki lokið þegar síð- ast fréttist. Forsætisráðherra Sýrlands sagði i útvarpsræðu i gær að Sýrlendingar myndu halda áfram skothríðinni til að eyðileggja bækistöðvar árásar- mannanna Lögðu þeir enga dul á vonbrigði sín og gremju. Brezki sendiherr- ann í Róm var mættur á flug- vellinum og bað þá fljúga áfram til London til að ræða um málið við Brown utanríkisráðherra. Ú Þant aðalritari S.Þ. er nú í Róm og hitti hann nefndar- menn í dag. Meðan á stóð dvöl nefndar- innar blossuðu upp óeirðir milli þjóðfrelsishreyfinganna tveggja, MLF og FLOSY innbyrðis og svo milli þeirra og Breta. Hreyf- ingar þessar telja að stjórn sú sem Bretar hafa komið á í land- inu sýni ekki vilja þjóðarinnar. SAIGON 7/4 Ky, forsætisráð- herra Sagionstjómar, hótaði í dag að senda herlið yfir landa- mærin til Norður-Vietnams. Segir hann að hermenn að norð- an hafi ráðizt á borg eina skammt frá landamærunum, fellt þar 126 hermenn Sagion- stjórnar og látið lausa 250 fanga, flesta skæruliða er þeir tóku fangelsi í borginni og sprengdu það í loft upp. Einkavinur Johnsons dæmd- ur fyrir svik og fjárdrátt WASHINGTON 7°4 — Bobby Baker, fyrrum náinn samstarfs- maður Johnsons forseta, var í dag dæmdur í eins til þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik og misnotkun á opinberu fé ístór- um stfl. Johnson sagði einhvemtíma um Baker að hann væri einn af á- reiðanlegustu, tryggustu og hæfustu vinum sínum. Baker hafði hlotið mjög skjót- an frama og orðið ritari John- sons er hann var foringi demó- krata í öldungadeild þingsins. Baker var fundinn sekur um öll sjö ákæruatriðin, m.a. umað hafa notað 80 þúsund dollara, sem Demókrataflokkurinn áttiog ætlaði að nota til kosningabar- áttu, til eigin þarfa. Mikið af peningunum fór til að reka mót- el, sem Baker var hluthafi í. Baker gat átt á hættu að verða dæmdur í allt að 48 ára fangelsi og 47 þúsund dollara sekt. Hann ætlar að áfrýja dómnum. Toppleysi bannað NEW YORK 7/4 Borgarstjórinn í New York, Lindsey, hefur bannað að þernur á veitinga- húsum gangi um með nakin brjóst. Mega þær vera næsta fáklæddar en er þeim þó skylt að hylja geirvörtumar. Humphrey tekið með formælinqum PARÍS 7/4 — Humphrey, vara- forseti Bandaríkjanna, hlautekki sérlega blíðar viðtöikur þegar hann kom til Parísar í dag. Margar þúsundir andstæðinga stefnu Bandaríkjanna í Vietnam höfðu uppi mótmælaaðgerðir þar sem varaforsetinn sýndi sig og hrópuðu vígorð eins og t.d. „bandarískir morðingjar", „Hum- phrey go home" og „Farið burt frá Vietnam". Til átaka kom milli lögreglu og kröfugöngumanna þegar Humphrey skyldi leggja blóm- sveif að gröf óþekkta hermanns- ins og voru 129 handteknir eft- ir hressileg slagsmál þar semum 10 til 15 manns særðust. Mót mælaaðgerðum linnti heldur ekki meðan Humphrey var við minnismerki Georgs Washing- tons. Kastað var eggjum ogplast- pokum með rauðri málningu að bíl varaforsetans. Átta af þeim ellefu stúdent- um sem handteknir voru í Ber- lín í gær, grunaðir um áformum að mjrrða Humphrey voru látn- ir lausir í morgun um leið og varaforsetinn fór frá Vestur- Berlín. Dómari kvað ekki nægar ástæður til að halda þeim leng- ur í fangelsi. Nú gefum v/ð ðoð/ð Volkswagen-bil, sem kostar 136.800,- krónur Hvers konar bíll er það? Nýr VOLKSWAGEN 1200 Hann er me5 hina viðurkenndu 1.2 lítra vél, sem er 41.5 h.a. — Sjólfvirku innsogi — Al-sam- hraðastilltur fjögurra hraða gír- kassa — Vökva-bremsur. Hann er me5: Rúðusprautu — Hitablöstur ó framrúðu ó þrem stöðum — Vindrúður, til að fyr- irbyggja dragsúg í loftræstingu — Tvaer hitalokur við fótrými að framan og tvær afturí. Hann er með: 'Oryggislæsingar á dyrum — Hurðahúna, sem eru felldir inn í hurðarklæðningu, og handgrip á hurðum. Hann er með: Stillanleg from- sæti og bök — þvoftekta leður- líkisklæðningu á sætum — Plast- klæðningu í lofti — Gúmmímott- ur á gólfi — Klæðningu á hlið- um fótrýmis að framan. Hann er með: Krómaða stuðara *— Krómaða hjólkoppa — Króm- lista ó hliðum. Þér getið fengið VW 1200 I perluhvitum, Ijósgráum, rubí-rauðum og blóum lit. Og verðið er kr. 136.800,— KOMIÐ, SKOÐIÐ OG REYNSLUAKIÐ Sími 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi v170-172

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.