Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 8
ÞaÓÐVELJ-INN — Lau©ande©»P «. anr* Í0G3. «■ JOHN FOWLES: SAFNARINN 31 þess að teoma við mig. Ég veit ekíki hvort þetta er eixthver kyn- feröislegmr ótti, eða við það að ég taki upp á eirthverju. Þegar hann hugsar eittnvað trm myndimar sem hann horfir á, fellst hann á allt sem ég segi- Ef ég segði að Ðavíð Michael- angeios vaeri steikarparma, myndi hann segja: — Ég skil. Hvílikt fólk. Ég hlýt að hafa staðið við bliðina á þvi í neð- anjarðarlestmni, gengið framhjá þvi á götunni, auðvitað hef ég heyrt ýmislegt af þvi sem það hefur sagt og ég vissi að það var til. En í rauninni hef ég aidrei trúað því að það vseri til. Svona gersamlega hlint. Það virtist næstum óhugsandi. Saimtal. Hann sat enn og var að horfa á bókina með listunn- endasvip (mér tii heiðurs, ekki vegna þess að hann sé honum eiginlegur)- M. Vitið þér hvað er svo und- arlegt við þetta hús? Það eru engar bækur í því. Nema þær sem þér hafíð keypt handa mér. C. Það eru nokkrar uppi. M. Um fíðrildi. C. Fleiri- M. Fáeinir ómerkilegir glæpa- reyfarar. Lesið þér aldrei al- mennilegar bækur? (Þögn). Bækur um mikilvæg efni eftir fólk sem lifir í alvöru. Ekki aðeins vasabmtsbækur til að drepa tímann í lestarferð. Bækur, skiljið þér? C. Léttar skáldsögur eru meira við mitt hæfi. (Hann minnir á einn af þessum hnefaleikamönn- um- Maður óskar þess eins að hann legðist útaf og yrði sleginn í rot). M. Þér getið hæglega lesið Hver fær sitt — og við hinir ekkert Ég er næstum búin með hana. Vitið þér að ég hef lesið hana tvisvar og ég er fimm ár- um yngri en þér? C. Ég skal lesa hana. M. Þetta er engin refeing. e. Ég leit á hana áður en ég kom hingað með hana. M. Og yður leizt ekki á hana? C. Ég skal reyna. M. Ég gæti gubbað. Aftur þögn. Mér fannst ég ai- gerlega óraunvemleg, eins og þetta væri leikrit, og ég kæmi því ekki fyrir mig hvaða hlut- verk ég ætti að leika. Og fyrr í dag spurði ég haim hvers vegna hann safnaði fíðr- ildum. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-968. C. Maður hittir svo margt viðlnmnanlegt fólk. M. Varla safnið þér þeim þess vegna. C. Það var kennari sem ég hafði. Þegar ég var lítill. Hann sýndi mér hvemig ég ætti að fara að. Hann safnaði. Var ekki sérlega fær. Setti þau upp á gamaldagshátt. (Það er eitthvað í sambandi við vængina. Nú tíðkast að hafa þá £ réttu homi). Og frændi minn. Hann hafði á- huga á náttúrunni. Hann hjálp- aði mér. M. Hann hlýtur að hafa verið notalegur- C. Fólk sem hefur áhuga á náttúrunni er alltaf notalegt. Tökum til dæmis það sem við köllum Skordýradeildina. Það er skordýradeildin í Náttúrufræði- félaginu heima. Þar er maður tekinn eins og maður er. Enginn lítur niður á mann. Það er ékki til. M. Það er ekki alltaf notalegt. (Ein þetta skildi hann ekki). C. Auðvitað eru stöku snobbar innanum. En yfirleitt er þetta srvona fólk. Notalegra fólk en ég hitti — hér áður. M. Gerðu vinir yðar ekki gys að yður? Fannst yður þér ekki kjánalegur. C. Ég átti enga vini- Það var bara fólk sem ég vann með. (Nokkru seinna sagði hann að það hefði alltaf verið með kjána- lega brandara). M. Eins og til dæmis hvað? C. Ja, bara kjánalega brand- ara. Ég hélt ekki áfram. Stundum finn ég hjá mér ómótstæðilega hvöt til að komast til botns í honum, draga ýmislegt upp úr honum sem hann vill ekki tala um. En það er slæmt. Það gæti virzt sem ég hefði áhuga á hon- um og þessu veslings innantóma gervilífi hans- Þegar maður þarf að nota orð. Gloppumar. Hvemig Caliban sit- ur, í stirðlegri hálfbeygðri stell- ingu — hvers vegna? Af feimni? Til að geta kastað sér yfir mig ef ég reyni að stinga af? Ég get teiknað það. Ég get teiknað á hbnum andlitið og svipinn, en öll orð em svo slittn, það er bú- ið að nota þau um svo margt annað, bæði hhiti og fólk. Ég skrifa „hann brosti“. Hvað táikn- ar það? Ekki meira en barna- teikning af rófu með bros eins og karlinn i tungiiiru. En ef ég teikna þetta bros...... Orð em svo gróf, svo skeifi- lega fmmstæð í samanburði við teikningu, málun og mótun- „Ég sat á rúminu og hann sat við dymar og við töluðum saman bg ég reyndi að telja hann á að nota peningana sína til að mennta sig betur og hann sagð- ist vilja það, en ég var engan veginn sarmfærð". Þetta er nú meiri þvælan. Það er eins og að reyna að teikna með brotnum blýanti. Þetta em hugsanir mínar. Ég þarf að hitta G. P. Hann myndi gefa mér upp nafnið á tíu bókum, þar sem þetta er orðað miklu betur. Míkið hata ég fáfræðSma! Fá- fræði Calibans, mína eigrn fá- frasði, fáfræði heimsins! Ó, ég gæti lært og lært og lært. Ég gæti grátið yfír þvi hvað mig langar mikið trl að læra- Kefluð og bundin. Ég ætla að láta þetta í rúmið undir dýnuna, Svo ætla ég að biðja til Guðs um að fá að læra. 22. október. 1 dag er hádfur mánuður síð- an. Ég hef meadct dagana öðm megin á skermirm alveg ekis og Eobinson Crusoe. Ég er niðurdregin- Svefnlaus. Ég verð, verð, verð að flýja. Ég er brðin svo föl. Mér liður illa, ég er máttlaus og veikburða. Þessi hræðilega þögn. Hann er svo gersamlega misk- unnarlaus. Svo óskiljanlegur. Hvað vill hann eiginlega? Hvað á eftir að gerast? Hann hlýtur að sjá að ég er að verða veik. Ég sagði við hann £ kvöld að ég yrði að fá dagsbirtu- Ég fékk hann til að líta á mig og sjá hve föl ég væri. Á morgun, á morgun. Hann segir aldrei afdráttarlaust nei. 1 dag hef ég verið að hugsa um það, að það geti vel verið að hann ætli að hafa mig héma alltaf. Það yrði ekki svo langur tími, því að ég myndi deyja. Það er fráleitt, það er djöfullegt — en það er ekki til nein und- ankomuleið. Ég hef enn leitað að lausum steinum. Ég gæti grafið göng meðfram dyrunum. Ég gæti grafið göng alla leið út- En þau yrðu að vera tuttugu feta löng að minnsta kosti. öll þessi mold. Að híma í gildru innaní henni. Ég get það aldrei. Fyrr myndi ég deyja. Og það yrðu því að vera göng meðfram dyrunum. En til þess þarf ég tima. Ég verð að vera örugg um að hann verði i burtu að minnsta kosti sex klukkutíma. Þrjá tíma í göngin, tvo til að brjótast útum útidym- ar. Ég veit að þetta er eini möguleikinn, ég má ekki kasta honum á glæ, eyðileggja allt með lélegum undirbúningi. Ég get ekki sofið. Ég verð að gera eitfhvað. Ég ætla að skrifa um þegar ég hitti G. P. í fyrsta skipti. Garólína sagði, já, þetta er Miranda, bróðurdóttir mín. Og svb fór hún að segja honum allt mögulegt leiðinlegt um mig (það var á laugardagsmorgni og við vomm úti að kaupa inn) og ég vissi ekki i hvaða átt ég átti að horfa, þótt mig hefði lengi langað til að hitta hann. Hún hafði minnzt á hann áður. Mér féll strax vel hvemig hann kom fram við hana, kulda- legur án þess að gera neina til- raun til að leyna því að honum leiddist. Hann lagaði sig ekki eft- ir henni eins og allir aðrir. Hún talaði um harrn á leiðinni heim. Ég vissi að hún var hneyksluð á honum, þótt hún viMi ekbi við- irrkenna það. Tvö misfheppwuð hjónabönd hans og sú augtjósa staðreyind að han-n hafði ekki sérlega mikið álit á henni. Og þess vegna langaði mig tíl að verja hann frá upphafi. Svo hittum við hann einu sinni þegar við vorum á göngu á Hampstead Heath. Mig hafði langað til að hitta hann aftur og ég varð aftur vandræðaleg. Hvernig hann gekk. Stillilega, ekki kæruleysislega. í hlýrri, gamalli flugmannsúlpu. Hann sagði nasstum ekki neitt, ég skildi vel að í rauninni langaöi hann ekkert að vera með bkkur (með Carólínu), en hann gekk fram á okkur, haren hefur ekki séð hverjar við vorum aftan frá. Og ef til vill (nú geri ég mér grillur) var það dálítið sem gerð- ist meðan Carólína rausaði baki brotnu á sinn heimskulega fram- sæknu-nútímaikonu-hátt — aðeins augnaráð milli okkar. Ég skildi að hann var gramur og hann skildi að ég skammaðist mín. Og svo gekk hann með ykkur um Kenwood og earólína lét geisa. Alveg þar til hún kom að Rembrandt-myndinni og sagði: — Haldið þér ekki að hann hafi verið orðinn píreulítið leiður á öllu saman þegar hann var hálfn- aður — ég á við, mér finnst ég aldrei finna til þess sem ég ætti að gera. Skiljið þér? Og hún rak upp þennan tilgerðarlega hlust- aöu-á-mig hlátur. Ég stóð bg horfði á hann og allt í einu varð andlitið á hon- um eins og stirðnað, eires og hann hefði verið óviðbúinn. Það var ekki ætlunin að ég sæi bað, þetta voru aðeins smádrættir kringum munninn. Hann leit að- eins á hana. Eins og honum væri skemmt. En röddin gaf það ekki til kynna. Hún var ísköld. — Nú verð ég að fara. Sælar. Kveðjan var til mín. Hún afskrif- aöi mig — eða sagði: Þér getið þá þolað þetta? Ég á við (þegar ég lít til baka núna) að það var eins og hann vildi kenna mér eitthvað. Það var mitt að veljai. Hátt Carólínu eða hans. Og svo var hann horfínn, við tókum ekki einu sinni undir, og Carólína stóð og góndi á eftir honum og yppti öxlum bg leit á mig og sagði: — Jæja, það er naumast. Ég horfði á eftir honum þegar hann fór út með hendur í vös- um. Ég roðnaði. Carólína var BLAÐDREIRNG Blaðburðarfólk óskast í eftir'talin hverfi: Vesturgötu — Kvisthaga — Höfðahverfi BL- • I .Sri P|oovil|inn Toyota Corona Glæsilegur og traustur einkabíll. TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Ármúla 7 — Sími 34470. SKOTTA — Þú kaupir svo mikið drasl í þennan bílskrjóð að þú átt ekki einu sinni eftir fyrir einum bíómiða, hvað þá tveimur! Plaslmo ÞAKRENNUR OG NIDURFALLSPIPUR RYÐGAR EKKI ™ ™ - ÞOLIR SILTU OG SÓT, ÞARF ALDREI AÐ MÁLA MarsTradingCompany hf u IAUGAVEG 103 — SfJVK 17373 Bifreiðaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar s'jálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvotrm og bónum ef óskað er. Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24. ©ní inenlal SNJOHJOLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.