Þjóðviljinn - 08.04.1967, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.04.1967, Síða 5
Laugardagur 8. april 1367 — ÞJÓÐVJXJENN — SÍÐA.. J Sannleikuriinn verður til þegar andstæður takast á P.jotr Kapitsa, einn fremsti kjarneðlisfræðinRur Sovétríkjanna, doktor í eðlisfræði og stærðfræði. Meðlimur Visindaakademiunn- ar síðan 1939 og í forsæti hennar síðan 1960. Forstjóri eðiis- fræðistofnunar Akademíunnar og prófessor við Moskvuháskóla Fæddur 1894. Starfaði í Cambridge 1921—1934 með Rutherford otr kynntist har Niels Bohr. Heiðursmeðlimur dönsku vísindaaka- demíunnar 1946. APITSA: Fyrir íimm árum hélt ég ræðu um hinn mikla rússneska vísindamann Lom- onosof. Ég hélt því fram að hann hefði ekki getað notfært sér snilligáfu sina til fulls. Það háði honum að störí hans voru ekki viðurkennd hvorki innan- lands né utan. Landar hans mátu hann meira sem skáld en sem vísindamann. Hann öðlað- ist ekki þá hamingju í starfi sínu sem snilld hans gerði hann verðugan. Ein af orsökum }>essa harm- leiks var einangrun hans frá heimi vísindanna. Önnur var sú, að Rússland var þá ekki vísindasamfélag. Á sama hátt og smekkur og menning sam- félagsins ákveður þroska list- anna í hverju landi, er þroska- Stig vísindanna háð því, hve þróað samfélag vísindamanna er. Sé ekki til háþróað og heilbrigt vísindasamfélag, þá munu framfarasinnuð vísindi heldur ekki verða til — það er sama hve margir Lomonosofar fæðast. En það er mjög mikið verk- efni að skapa framfarasinnað vísindasamfélag, og við gefum því ekki nægilegan gaum. Það er erfiðara að velja úr unga hæfileikamenn og ala þá upp. Það er nauðsynlegt að kenna samkvæmt áætlun breiðum hópi manna, sem er tengdur vísindunum. Við verðum að innræta þeim ást og virðingu fyrir vísindum, gefa þeim löng-. un og möguleika til að meta á hlutlægan hátt vísindaleg af- rek og til að styðja það sem í raun og veru er bezt í vís- indum. Aðeins það samfélag sem getur metið afrek rétt og skilið á milli þeirra og falskr- ar velgegni getur hjálpað vís- indunum — og listinni einnig — til að þróast eftir réttum leiðum. * JÚNOST: Þegar þér talið um kennslu er það ljóst að þér eigið við ungt fólk, því skóla- ganga er hlutskipti æskufólks. Hvert er það andrúmsloft sem þér álítið bezt til þess fallið að skapa félagslegan þroska og háleitar grundvallarreglur hjá séskunni? KAPITSA: Traust og heil- brigt almenningsálit getur að- eins orðið til í andrúmslofti líf- rænnar og virkrar hugsunar, í andrúmslofti leitar og skap- andi starfs. Það er óhjákvæmi- leg forsenda íyrir því að slíkt andrúmsloft verði til að ólík- ar skoðanir takist á, að menn skiptist á umdeildum skoðun- um, að umræður fari fram. Á síðgri árum höfum við stigið geysistórt skréf í rétta átt. en þar fyrir eru kappræður okkar ennþá lélegar, við sýn- um í þeim ekki nógan dugnað og hæfni. í þrettán ár — frá 1921 lii 1934 — vann ég í Bretlandi við Cavendish-rannsóknarstofn- unina, á þessum árum varð ég vísindamaður. Og öll þessi ár hrærðist ég í andrúmslofti kappræðna sem bæði fóru fram fyrir opnum tjöldum og að baki þeim. Oítast voru þess- ar kappræður vísindalegar, en Stundum um félagsleg efni. Þýðing þeirra verður ekki of- metin. Þegar öllu er á botninn hvolft eru umræður í sjálfu sér díaleklískar. Sannleikurinn verður til, þegar andstæður takast á. Allstaðar í vísindun- um þar sem engin barátta fer fram, , engar andstæður birt- ast, eru þau á leið til grafar, eru þau að jarða sjálf sig. Það er auðveldara að láta sem and- stæðingur þinn sé ekki til en að rökræða við hann — en að snúa baki við honum, þekkja hann ekki, „loka hann úti'“, — það er sama og að baka vís- indunum, sannleikanum og samfélaginu tjón. ★ Kappræður skerpa skynsem- ina, styrkja skoðun manna og fjölga áhangendum sann- leikans. Kappræður eiga að vera uppalandi. En til að svo megi verða skiptir miklu að menn viti hvernig á að heyja kappræður. Að þessu leyti höf- um við ekki miklu af að státa — og er þá Vísindaaka- demian ekki undan skilin. Nefn- um til dæmis hvernig ráðstefn- um eða íundum er stjórnað. Hlutverk stjórnandans er venju- iega takmarkað við að segja fund settan og slíta honum og gæta þess að reglur séu haldn- ar. En hann á að stýra kapp- ræðufundi, setja íram vanda- mál, kynda undir þegar um- ræður dofna og hann á að draga saman niðurstöður þeirra að lokum. Cngt fólk verður að laera að deila af dugnaði af öfum sínum sem tóku þátt í bylting- unni. Þá var mælska göfug list því allt var orðinu háð. Það sem ég á við er að ungt fólk verður að þroska með sér þá list að skiptast frjálslega á skoðnnum undanbragðalaust og óttast ekki árekstra. * JÚNOST: Menn segja að ann- ar tveggja kappræðumanna hafi alltaf rangt fyrir sér. Gæti ræðustóll þar sem ólíkar skoð- anir koma fram ekki orðið vettvangur fyrir útbreiðslu rangra skoðana? KAPÍTSA: Vitleysa. í fyrsta lagi: Tveir kappræðumenn geta báðir haft rétt fyrir sér eða báðir rangt. í öðru lagi: Menn geta ekki þekkt sannleikann fyrirfram, og menn verða að þreifa sig áfram og prófa hann með því að láta andstæður takast á. í þriðja lagi: Vill- ur munu alltaf þoka þegar sannleikurinn knýr á, þrátt fyrir allar hindranir. í versta tilviki er hér aðeins spurt um tíma og íjölda íórnarlamba eins og mannkynssagan — allt frá dögum rannsóknarréttar- ins eða fyrr — sýnir. Og í fjórða lagi vil ég gjarna halda fram rétti manna til að gera yíirsjónir. Ég man samtal sem ég átti við Ilorace Lamb. Hann sagði mér að hann hefði hlust- að á íyrirlestur hjá Maxwell. Hann sagði að Maxwell hefði oft gert skyssur þegar hann skrifaði formúlur sínar á töfl- una. En Lamb iærði meira af þeirri staðreynd að Maxwell leitaði að villum sínum og leið- rétti }>ær en af nokkrum þeim bókum sem hann hafði lesið. Lamb urðu villur Maxwells það verðmætasta sem fram kom í fyrirlestrunum. Og ég hcld að yfirsjónir snjalls manns séu jafn fræóandi og sá árangnr scm hann nær. Ég hef sagt áður, að yfirsjónir, villur eru ekki gerfivísindi. Hitt eru gerfivísindi að vilja ekki við’urkenna yfirsjónir. Við getum sagt að yfirsjónir séu díalektísk aðferð til að prófa sannleikann. Menn mega aldrei ýkja þann skaða sem þær kunna að hafa í för með sér eða vanmeta gildi þeirra. ★ ÚNOST: Að því er visindin varðar þá eru þau ekki leng- ur andstæð þessari kenningu. En á hún aðeins við um vís- indin? KAPITSA: Það heid ég ekki. Lögmál þróunarinnar eru hin sömu allsstaðar en þróunin gengur misjafnlega hralt. Á veggnum hjá mér sjáið þér teikningu eflir Picasso. Þessi teikning fullnægir á etig- an hátt íorskrift klassískrar raunsæisstefnu. En næstum því allir njóta þessarar myndar. Að minum dómi eiga nútímamál- verk að bjóða áhorfandanum að taka þátt í skapandi list. Áhorfandinn á að hugsa og skapa verkið með málaranum. Þegar við horfum t.d. á þenn- an Dan Quijote eftir Pioasso sjáum við myndina hvor á sinn hátt. Hvor okkar leggur hluta af sjálfum sér í teikninguna því það er í henni nóg rúm til þess. Auðvitað er slik iist flóknari trl skilnings en t.d. málverk eftir Brjullof (rússn. 19. aldar málari). Fyrir skömmu las ég athuga- semd um Picasso eftir hinn fræga málara okkar, Pavel Ko- rin. Hann hafði verið í Banda- ríkjunum og séð verk eftir Picasso í Guggenheimsafninu og breytt skoðun sinni á Pic- asso. Þetta er mjög eftirtekt- arvert því Korín er að því er myndlist varðar fullkomlega opinskár og fullkomlega rétt- trúaður. Og svo verður hann allt í einu fyrir áhriíum frá Picasso! Það er augljóst að árekstrar milii mismunandi stíla og trúarjátninga í listum eru jafn þýðingarmiklir fyrir þróun listarinnar og barátta milli andstæðna fyrir vísinda- legar framfarir. Þetta hefur rétt einu sinni enn komið fram í sambandi við umræður um eínahagsmál í blöðum okkar, sem höfðu svo miklu hlut- verki að gegna í sambandi við undirbúning ákvarðana flokks- ins um breytingar á áætlana- gerð og stjórn iðnfyrirtækja okkar. ★ ÚNOST: Vel á mirmzt: Um- bæturnar í efnahagskerfinu, þær eru þýðingarmikill áfangi, sem fela í sér marga mögu- leika fyrir ungt fólk. En ósjald- an er látinn í ljós ótti um, nð okkar unga fólk sé ekki und- ir það búið að hafa frumkvæði í efnahagslifi. Það er ljóst að menn verða að biía sig í tíma undir það að standa á eigin íótum. KAPITSA: Auðvitað, við verðum að þroska smekk æSk-' unnar fyrir félagslegu lífi á alla lujid — því fyrr, þeim mun betra. Við verðum æ oft- ar vör við að aðeins ungt fólk býr yfir þeirri skaphöfn sem geri^ menn framfarasinnaða, meðan þeir sem gamlir eru vilja fyrst og fremst lifa í friði. Það nægir því ekki að segja að æskan sé framtíð okkar. Hún er einnig nútið okkar. Þegar menn eldast eru það aðeins þeir ungu, aðeins nemendur manna, sem geta bjargað mönnum frá andlegri stöðnun. Hver annar en nem- andinn getur kennt kennaran- um nokkuð? JÚNOST: I einni af síðustu ræðum yðar segið þér að rétt væri að stofna klúbb þar sem hægt væri að koma saman og ræða þýðingarmikil mál við frjálslegar aðstæður. f hvaða formi mynduð þér vilja íram- kvæma slíka hugmynd? KAPITSA: Menn verða að þekkja fólk betur en ég geri til að svara þeirri spurningu. Kafíihús væri t.d. ágætur stað- ur, en það þyrftu að gilda ein- hver ákvæði um gestahópinn þannig að ungt fólk gæti kom- ið á ákveðið kaffihús og vitað hvaða fólk það á von á að hitta og um hvaða hluti verður talað. Ef til vill ættum við að stofna sérstaka frístundaklúbba þar sem gestirnir hafa sameig- inleg áhugamál t.d. höggmynda- list og arkitektúr. Æskulýðs- búðir fyrir fólk frá ýmsum löndum. Yfirleitt eru ferðalög ungu fólki bráðnauðsynleg. Og við ættum að skipuleggja listsýningar í ýmsum fræðslu- stofnunum eins og við skipu- leggjum — að vísu of sjald- an — ljóðakvöld. ★ E’ g læt mig persónulegá dreyma um fræðslustofn- un eins og College de France, þar sem fremstu vísindamenn okkar gætu talað við unga menn um mál sem báðir hafa áhuga á. Mönnum skyldi heim- il ókeypis þátttaka og það yrðu engin próf, en möguleikar á fræðslu og sjálfsákvörðun gætu orðið mjög miklir. ímyndið yður að Kolmogorof (frægur stærðfræðingur) héldi fyrir- lestra um samband stærðfræði og skáldskapar, og Akímof tnn leikhús. Mér þykir mjög Leitt að við efnum sjaldan til slíkra funda og að tilviljun er látiq ráða þeim um of. Það væri einnig mögulegt að bjóða er- lendum vísindamönnum til að halda fyrirlestra, sömuleiðis rithöfundum og félagsmálaráð- gjöfum. T.d. Aragon og Mau- rois... já, því ekki að koma slíkri stofnun á fót t.d. í sam- bandi við háskólann í Moskvu? Það er hægt að finna mörg ólík form fyrir slika starfsemi, ep það skiptir ekki mestu máli. Rómverjar voru t.d. vanir að halda kappræður í baðhúsum. Það er innihaldið sem skiptir máli. Án umræðu gerist engin þróun — þannig hljóðar eitt af þýðingarmestu lögmálum framfaranna. □ Sovézka tímaritið Júnost (Æska) birti fyrir skömmu athyglisvert viðtal við ein- hvern fremsta eðlisfræðing Sovétríkjanna og reyndar allra landa, prófessor Pjotr Kap- itsa. Fjallar viðtalið um merkileg efni: Nauð- syn frjálsrar umræðu og þýðingu þeirra fyr- ir þroskað almenningsálit í Sovétríkjunum. Viðtalið fer hér á eftir, örlítið stytt. [LÆ\ty©fS\[K? IFD@VDIL[L MENNINGA RB YL TING Það er engin lýgi að halda því fram, að viðtalið við einn ágætasta visindamann Sovétríkjanna, Pjotr Kapitsa, sem birt er hér á síðunni, sé merkilegt. Að vísu eru sjón- armið hans enginn nýr sann- leikur, en þau eru bæði við- feldin og skemmtilega fram sett. Hitt skiplir þó mestu, að viðtalið er nokkuð góður vitnisburður um það hvernig kappræðu reiðir af í Sovét- ríkjunum um þessar mundir og um leið vísbending um það á hvaða leið Sovétmenn eru í þeim efnum. Þeir sem fylgjast eitthvað með rás viðburða þar eystra taka að sjálfsögðu undir með Kapitsa er hann segir „við höfum stigið geysistórt skref í rétta átt“. Nú virðist sá tími víðs fjarri þegar það þótti til dæmis mestur glæp- ur að skrifa af skynsamlegu viti um erfðafræði — en slíkt athæfi kom í bága við kokka- bækur Lysenkos nokkurs sem sölsað hafði undir sig með pólitísku braski alræðisvald í )>eim vísindum. Um leið er )>að alveg rétt hjá Kapitsa að enn er kappræðan í Sov- étríkjum ekki nógu sterk, hreinskilin. Það er og mjög athyglisvert í þessu sam- bandi hve þróun í átt til frjálsra umræðna hefur geng- ið mishratt á ýmsum sviðum mannlegrar starfsemi. Ég geri ekki ráð fyrir því nð menn þurfi að vorkenna sovézkum vísindamönnum lengur fyrir sakir frelsisskorts, að minsta kosti ekki raunvísindamönn- um. í sumum greinum hug- vísinda er svigrúm fyrir skoðanamyndun og umræðu miklu þrengra — einkum í heimspeki og sumum greinum sögu; hinsvegar hafa hag- fræðivísindi tekið ótrúlegum framförum að þessu leyti. Innan lista á svipuð þróun sér stað: Þar gæti ég búizt við því að húsagerðarmenn og Ieikhúsmenn stæðu bezt að vígi, en myndlistarmenn verst — og svo mætti lengi raða *»r. Þessi )>róun er ákaflega merkileg — svo merkileg að það mætti vel kalla hana menningarbyltingu, og sleppa öllum gæsalöppum. Sem er þá íramhald af annarri menn- ingarbyltingu: þeirri að lands- mönnum var kennt að lesa og skrifa og dembt yfir]>á kynstr- um af ódýrum bókum. For- sendur þessarnr síðari menn- ingarbyltingar eru margar: bætt lífskjör, betra pólitískt andrúmsloft, en kannski á hún Ix> fyrst og fremst ræt- ur sínar að rekja til þeirrar ©inföldu Staðreyndar, að það ungt fólk sem hefur byrjað sjálfstæð störf hin síðari ár er svo miklu betur að séy um alla hluti en Þ ’ *ss. Leið þessarar menningar- byltingar er ekki bein eða greið og i henni gerast ekki stórtiðindi sem gætu orðið efni í æsilegar fréttir. Hún er ekki ómerkilegri fyrir það. Og einstaklega ánægjuleg fyr- ir þá sem hafa af eigin raun kynnzt þeirri andlegu og sið- ferðilegu niðurlægingu sem var — og er — samfara þvi að ritning skyggir á ' allar bækur, dýrlingur kemur í stað kappræðu, opinberun í stað leitar. Árni Bergmann. *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.