Þjóðviljinn - 15.04.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.04.1967, Blaðsíða 3
lausandjagur 15. aprfl 1967 — ÞUÖÐVEUWaStN — SÍBA Hálf mil jón manna mótmælir Vietnamstríði í USA í dag NEW YORK 14/4 — Á morgun, laugardag, verður efnt til mestu mótmælaaðgerða hingað til gegn Vietnamstyrjöld- irrni í Bandaríkjunum. Er búizt við að um hálf miljón manna taki þátt í mótmælafundum og kröfugöngum í borgunum New York og San Francisco. ur mjög stundað það að senda þatldökka hermenn fram í fremstu viglínu. Lögreglan í New York hefur mikinn viðbúnað í sambandi við þessar aðgerðir, og hefur hann ekki orðið meiri síðan Krúsjof forsætisráðherra, Sovétríkjanna kom til borgarinnar 1960. Lög- reglan óttast að ræðumenn á Samtöik sem kalla sig „Voiiher- ferð“ standa að baki mótmæla- aðgerðum þessum. Meðatl ræðu- manna á mótmælafundum verða hinn kunni blökkumannaleiðtogi Martin Luther King og ýmsir aðrir sem hafa látið mikið að sér kveða í baráttu fyrir kyn- þáttajafnrétti í Bandaríkjunum. Má vera þetta standi í einhverju sambandi við það að bandaríska herstjómin í Suður-Vietnam hef- N-Kórenmenn gengu af fundi PANMUNJON 14/4 — Liðsfor- ingjar frá Norður-Kóreu gengu æfir af fundi vopnahlésnefndar- innar í Panmunjon og er sagt að það sé J fyrsta sinn að það gerist síðan Kóreustyrjöldinni lauk fyrir fjórtán árum. Til alvarlegra átaka hefur komið á landamærum Suður- og Norður- Kóreu undanfama daga. Afhugasemd Til þess að koma í veg 'yrir aflan misskilning skal það tekið fram, að dvalarvöggustofa sú, sem Reykjavíkurborg rekur á Hlíðarenda hefur starfað þar um árabil. Fyrir sem næst tveimur árum flutti stofnunin í hús sem Thorvaldsensfélagið hafði safn- að fé til og síðan hefur hún í daglegu tali verið kölluð Thor- valdsensvöggustofan, þó að Thor- valdsensfélagið eigi ekki aðild að rekstri hennar. Þá féll á einum stað niður orð í grein minni hér í blaðinu í gær og gerbreyttist merking málsgreinarinnar við það. Rétt er hún þannig: Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því, hve háska- legar afleiðingamar gátu orðið fyrir bömin síðar í Kfi þeirra. A.B.S. mótmælafundum kunni að missa stjóm á áheyrendum sínum. Hún hefur og áhyggjur af því að sama dag kemur herskip frá Suður-Vietnam með um 5000 her- menn sem særzt hafa eða beðið örkuml í stríðinu. 1 San Fransisco verður að lík- indum ekki eins mikið um að vera og í New York en þó er búizt við að um 100 þúsund manns taki þátt í mótmælaað- gerðum. Þátttakendur frá öðrum borgum eru þegar lagðir af stað til þessara borga tveggja, sumir í langferðabílum, eðrir fótgang- andi. Verkamannafíokkurínn beii af- hroð í borgarstjórnarkosningum LONDON 14/4 — Verkamannaflokkurinn beið mikið af- hroð í borgarstjómarkosningunum í London. Tapaði hann haía farið fram siðan á meirihluta sem hann hefur haft síðan 1934 og hlaut aðeins manudag- haidsmenn hafa unn- 18 sæti í borgarráði en íhaldsmenn 82. Því hafði verið spáð að um 6,5% atkvæða færðust yfir til íhaldsflokksins en í reynd urðu það um 12% Samningum um Gíb- raltar nú var afíýst Tryggingarsjóður Framhald af 1. síðu. þessi mikla sameign verkalýðs- félaganna, sem hvert þeirra á sinn sérreikning í, notist hvað lán til íbúðarhúsabygginga snert- ir eins og lífeyrissjóður væri. Skuhi lánin vera að minnsta kosti 125 þús. kr., og er þá reiknað með, að viðkomandi fái 75 þús. kr. aukalán þau, sem ráð er gert fyrir til efnalítilla meðlima verkalýðsfélaga samkv. lögum nr. 97 22. des. 1965. Fengi viðkomandi eigi slíkt lán, mætti lánið út atvinnuleysis- tryggingasjóði vera hærra. — Með þessu móti gætu þeir með- limir verkalýðsfélaga, sem eigi hafa aðgang að lífeyrissjóðum og oft eru mjög tekjulágir menn, fengið aflrífleg lán til íbúðabygg- inga, til þess að gera þeim kleift að ráðast í slíkar bygg- ingar. Öruggt er, að atvinnuleysis- tryggingasjóður mwndi standa undir þessum lánveitingum, a.m. k. svo lengi sem ekki verður stór- fellt atvmnuleysi hér á landi, og engir æitta meiri rétt á að fá að njóta Mrta úr þessum mikla sjóði en einmift eigendur hans, meðlimir verk alýðsfél ag- anna. Þá er gert ráfð fyaár í 2. gr. að hægt sé að veifa slíkt lán sem um getur í 1. gr. tfflL end- urbygginga á íbúð eða kaupa á eldri íbúð, en nú er mjög erfrtt pð fá dík lón eða að heita má ókleift. LONDON 13/4 — Brezka stjórn- in hefur aflýst samningum við spænsku stjómina um Gíbralt- ar, sem áttu að hefjast í næstu viku, og um leið lýst því yfir að eini flugvöllurinn í þessari brezku nýlendu verði notaður eins og áður þrátt fyrir tak- markanir Sjánverja. í gær tilkynntu spænsk yfir- völd að hvorki brezkar farþega- flugvélar né hemaðarflugvélar mættu skerða lofthelgi við flug- tak og lendingu, en þar með verður mjög erfitt að nota flug- völlinn. Bretar hafa hinsvegar svarað með því að aflýsa samn- ingaviðræðum og tilkynnt að enginn sem ætli að fara til eða LOS ANGELES 13/4 — Kvik- myndaleikkonan Judy Garland hefur fengið skilnað við fjórða mann sinn, leikarann Mark Her- ron. Judy Gariand, sem nú er 44 ára, segir að Herron hafi dmkkið eins og svampur. frá Gíbraltar skuli breyta ferða- áætlunum sínum. Spánverjar og Bretar hafa nú mánuðum sam- an deilt um réttarstöðu og póli- tíska framtíð Gíbraltar. Ihaldmönnum hefði nægt að fá um 5,5% atkvæða tilfærslu en fengu að meðaltali um 12% og sumstaðar allt að 20%. Það er mjög aOgengt i Bretlandi að stjómarflokkurinn bíði talsvert afhroð í bæjar- og sveitastjóm- arkosningum sem fara fram skömmu eftir þingkosningar . en aldrei fyrr hefur sveiflan í kjör- fylgi orðið jafn stór og nú. Það getur því ekki farið hjá því að þessi mikli ósigur dragi pólitískan dilk á eftir sér, enda þótt tæp fjögur ár séu til þing- kosninga. Úrslitin eru ekki endi- lega vottur um hrifningu kjós- enda af íhaldinu, en líklegra er að margir traustir fylgismenn Verkamannatflokksins hafi sýnt óánægju sána með þvi að sitja heima. Verkamannaflokkurinn hafði 64 fulltrúa af 100 í fráfarandi borgarstjórn. Ekki hefur flokk- Frakkar hafa áhyggjur af olíunni úr Torrey Canyon SAINTBRIEUX 14/4 — Margar þúsundir sjálfboðaliða og sjóliða vora í kvöld að sigri komnir í baráttu við olíubrák fráolíuskip- inu Torrey Canyon, sem strand- aði við strönd Suður-Englands fyrir skömmu. En um leið voru brír stórir skammtar af olíu á floti skammt undan landi og fylgdust íbúar strandhéraðanna áhyggjufullir með vindbreytingum — snúist vindur til norðvesturs rekur oh'- una í land. Það var einmitt breytt vindátt sem rak »ð landi urinn aðeins misst meirihlutann í London, sem hann hefur ráðið síðan 1934, heldur og beðið mikið afhroð í sýslustj ómarkosningum, ið meirihluta í tíu sýslum (count- ies) Dg unnið samtais 150 full- trúa í þeim þrjátíu sem kosið hefur verið í að undanfömu. Það er og í frásögur færandi að í- haldsmenn hafa unnið í vígi Wil- sons forsætisráðherra í Lancas- hire. Mik/ar breytingar gerðar á stjórn Ungverjalands BUDAPEST 14/4 — Miklar breytingar hafa verið gerðar á stjórn Ungver'jalands — og hafa verið skipaðir nýir menn í stöður forsætisráðherra, forseta og þingforseta. Hinn nýi forsætisráðherra er Janos Fock, 51 árs gamall hagfræðingur. Fock tekur við af Guyla Kallai, sem hefur verið skipaður forseti þingsins. Um leið lætur Istvan Dóbi af embætti forseta sem hann hefur gegnt síðan 1952 og tekur Pal Losonczi við af hon- um. Dobi baðst lausnar fyrir elli sakir og heilsubrests. Fock hefur verið kommúnisti síðan á kreppuárunum. Eftir 1950 gegndi hann veigamiklum embættum í verkalýðshreyfingu Ungverjalands og atvinnulífi; hann hefur átt sæti í miðstjórn Verklýðsflokksins ungverska. Fyrstu verkefni hans verða fólg- in í því að stjóma framkvæmd framfaraáætlunar. Samkvæmt henni verður verðmyndun raun- særri en áður og sett í beinna samband við framboð og eftir- spum. Þá verður mjög dregið úr ríkisstyrk til fyrirtækja til að hvetja þau til vinnuhagræðíngar. Fundinum í Punta del Este lokið Markaðsbandalag í Ameriku fyrir 1985 Svíar gera nú tilraunir með áhrifamiklar getnaðarvarnir STOKKHÖLMI. — Sænska þing- ið hefur nú gefið leyfi til að gera tilrauntr með svonefndar fósturlátstöflur, sem ætlað er allmikið hlutverk f takmörkun barneigna- Sænska fyrirtækið Ferrosan hef- ur búið til lyf það, sem um er að ræða. Það hefur þegar verið Benzíntankar Framhald af 1. síðu. ur orðið stórslys ef eitthvad kem- ur fyrir. Nú þegar sigur er unninn i þvi máld, að stöðin verður ekki stækkuð er mikill hugur í íbúum í négrenni hennar að taka upp baráttuna fyrir því að stöðin verði fjarlægð þaðan með öllu, enda mun það hvergi þekkjast í heiminum að stórir benzíntankar séu svo til í miðju íbúðarhverfi. Hefur Þjóðviljinn aflað sér upp- lýsinga verkfræðinga um það að tiltölulega auðvelt sé tæknilega að flytja svo stóra tanka langa leið, þótt því fylgi töluverður kostnaður, — en öryggi íbúa í heilu hverfi verður vitasfculd aldrei metið til fjór. Nú er verið að byrja á stórri hafnargerð suður í Straumsvík og verður höfnin í eigu Hafnar- fjarðarbæjar, virðist því liggja beint við að allir benzíntankar Olíustöðvarinnar verði fluttir þaugað suðureftir, svo að losnað verði við þennan vágest úr fbúð- arhwertfium Hainarfjarðar. prófað í smáum sfcíl á konum sem höfðu fengið leyfi til fóstur- eyðingar. Tilgangur þessara til- rauna var só að komast að því, hvort lyf þetta gæti haft skað- leg áhrif á fóstrið ef að það kæmi ekki að titætluðum notum. Það var ekki hægt að sanna skaðleg áhrif, en í þessu sam- bandi hefur verið lögð áherzla á það að töflumar voru notaðar miklu síðar á meðgöngutíma en þær verða notaðar við hinar við- tækari tilraunir nú. Fósturlátstöflur, sem einnig eru kallaðar „töflumar —daginn eft- ir“, em hormónalyf eins og flest- þá olíu, sem þegar hefur valdið miklu tjóni bæði á baðströndum og á kræklingamiðum. Tjónið er metið á margar miljónir franka, en ríkisstjórnin hefur lofað að greiða þann skaða sjálf. Stjóm- in hefur verið mjög gagnrýnd fyrir að grípa ekki fyrr en raun bar vitni , til sinna ráða gegn olíuháskanum. t Sala á ferskum fiski í Rennes, stærstu borg Bretagneskaga, j PUNTA DEL ESTA 14/4 — hefur þegar minnkað um helm- Johnson forseti og forystumenn ing fyrir sakir tortryggni hús- ! átján ríkja í Rómversku Amer- mæðra. j íku hafa skuldbundið sig til að koma á fót markaðsbandalagi í Ameríku fyrir 1985. Forseti Ekvador, Arosema, skarst úr leik og undirritaði ekki samninginn. Gagnrýndi j hann harðlega stefnu Bandaríkj- anna í viðskiptamálum og sagöi að áætlun sú, sem lögð væri fram, og hefði átt að tryggja betri lífskjör fátækri alþýðu Rómönsku Ameriku, væri ekki í samræmi við óskir og vonir fólksins. Samkvæmt ofangreindum samn- ingi skuldbinda ríkin sig til að fylgja sameiginlegri pólitískri á- ætlun um þróun einstakra svæða álfunnar og nánari samvinnu, sem leiði til þess að löndin verði ein efnahagsleg heild. ar getnaðarvarnairtöflur en sá er þó munurinn að þeim er ekki ætlað að koma í veg fyrir að egg konunnar frjóvgist heldur að koma í veg fyrir að frjóvgað egg nái þroska í leginu. Sænsk blöð hafa tekið vel und- ir þessi tíöindi og viðurkenna gildi þess að leita að nýjum og árangursrífcum meðölum til tak- mörkunar barneigna. Þetta er sett í samband við áætlanir um takmarkanir barneigna í vanþró- uðum löndum sem eiga við mat- vælaskort að glíma, en Norður- lönd hafa einmitt látið mikið til sín taka í þeim efnum. Maó sakaður um að koma á einræði með aðstoð hersins Er þá lokið þriggja daga fundi leiðtoga Ameríkuríkja í Evrópu og flaug Johnson forseti heim- leiðis þegar í dag. Nafnabrengl leiðrétt Þau æiðu mdstök urðu í frétt blaðsins í gær af stofnun hinnar íslenzku Vietnamnefndar að brenglingur varð í upptalningu einstaklingsfulltrúa er kjömir voru í stjóm nefndarinnar. Þar stóð: Jón Oddsson blaðamiaður en átti að vera: Jón Oddsson, stud. júr, Ólafur Jónsson, blaða- maður. Hafði nafn Ólafs faflið niður en tátli hans verið skeytt aftan við nafn Jóns Oddssonar. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. MOSKVU 14/4 — Tvö af stærstu blöðum Sovétríkjanna ákærðu í dag Maó Tsetung fyrir að reyna að koma á persónulegu einræði með aðstoð hersins. Málgagn kommúnistaflokksins, Pravda, Bíll brann 1 gærmorgun var slökkviliðið kvatt að Safamýri 65, en þar hafði kviknað í bifreið. Var bif- reiðin alelda er að var komið og gjöreyðilagðist. sagði í dag að ekki séu nein vandamál, hemaðarleg, efnahags- leg eða pólitísk ráðin lengur nema að herinn skipti sér af því. Herferðin gegn Líú Sjaósí forseta og Tsen Hsiaópíng líkist meir hallarbyltingu afturhaldssamra herforingja en pólitískri aðgerð og bætir blaðið við að fylgis- menn Maós noti fáfræði fóLks- ins til að æsa upp þjóðrembu og andsovézkar ástríður i Kína. Málgagn hersins, Rauða stjarn- an, sagði, að Maó noti herinn til að bæla niður andstöðu í flokkn- um og landinu yfdrleitt. Ritskoðun og leikdómarar gegn ádeilu um Johnson LQNDON — Fyrr í vikunni var mjög umdeilt leikrit, Mac- Bird, frumsýnt í London í hinu þekkta Theatre Work- shop, sem Joan Littlewood stjórnar. Þaðan kemur ein- mitt Kelvin Palmer, sem nú hefur stjórnað nokkrum leik- ritum fyrir Þjóðleikhúsið með miklum ágætum. Leikrit þetta er pólitísk skopfærsla eftir bandarískan höfund, Barbara Garson. Legg- ur hún Macbeth Shakespeares til grundvallar og skrifar leikrit um Kennedyættina. Johnson, Adlai Stevenson, MacNamara og bandarísk stjórnmál yfirleitt og er til- greindum nöfnum hagrætt aðeins lítið eitt. Hefur þeíha leikrit viða þótt mjög svívirði- legt, enda er MacBird (ali- as Johnson) þar látinn myrða hinn góða kóng sem heitir nafni sem minnir á Kennedy. Joan Littlewood hefur ekki fengið leyfi hjá ritskoðuninni til að sýna þetta verk opin- berlega, en verkið er sýnt á lokuðum klúbbsýningum og jafnan fyrir fullu húsi. Leik- stjórinn hefur farið mjög frjálslega með textann, kem- ur sitt hvað frá henni sjálfri og ýmislegt er tekið beint úr Shakespeare. Gagnrýnendur segjast glaðir yfir því að Joan Littlewood er aftur tekin til starfa á brezku leiksviði eftir nokkurra ára útlegð, en leik- ritinu velja þeir hin hæðileg- ustu orð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.