Þjóðviljinn - 15.04.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVHJXNN — kaugardagur 15. aprfl 1961.
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósfalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Augíýsingastj.: Siguröur T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólaivörðust 19.
Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð kr. 7.00-
Dýríin, dýrðin
J^ðlilegar stjórnmálaumræður eru í því fólgnar að
vandamálin séu lögð fyrir almenning á raun-
sæjan og heiðarlegan hátt, greint í senn frá því
sem vel sé ástatt um og hinu sem miður fari, lögð
fram úrræði og skírskotað til dómgreindar al-
mennings. Þannig ber stjórnarvöldum að hegða
sér þegar þau ganga til þeirrar úttektar á þjóðar-
búinu sem felst í almennum kosningum. En mál-
íflutningur viðreisnarmanna í útvarpsumræðunum
var sannarlega ekki af þessu tagi. Ræður þeirra
allra áttu einn samnefnara: á íslandi eru ekki nein
vandamál, allt hefur verið leyst á þann bezta hátt
sem hugsanlegur er, viðreisnarstjómin er eins og
guð almáttugur þegar hann leit yfir sköpunarverk
sitt og sá að það var harla gott. Hverskonar gagn-
rýni var hafnað á skilyrðislausan hátt, og þegar orð
voru ekki talin hrökkva til tók Jóhann Hafstein
að berja húsgögn alþingis til þess að sýna þykkju
sína í garð þeirra vanþakklátu manna sem neituðu
að dásama hina skuggalausu glansmynd.
J>að skal dregið í efa að jafn bamalegur málflutn-
ingur tíðkist annarsstaðar á byggðu bóli.um
þessar mundir, og það er til marks um pólitíska
dóongreind almennings hvor't þvílíkur boðskapur
er tekinn gildur. Öll þjóðin veit að vandamálin
eru mikil og stórfelld, þeir sem stutt hafa stjóm-
arflokkana ekki síður en aðrir. Meginhluti fram-
leiðsluatvinnuveganna er á opinberu framfæri;
uppbætur, niðurgreiðslur og styrkir jafngilda hátt
í tveimur miljörðum króna á ári; tvöfalt eða þre-
falt örari verðbólga en í nágrannalöndunum hefur
enn á ný grafið undan verðgildi og gengi íslenzku
krónunnar; atvinnuöryggið hefur verið mjög valt
að undanförnu; íslendingar eru eftirbátar ann-
arra í að tryggja eðlilegt samhengi milli þjóðar-
tekna annarsvegar og vinnutíma og kaupgjalds
hins vegar; lausung og spákaupmennska eru al-
varlegar og vaxandi þjóðfélagsmeinsemdir. Allt eru
þetta staðreyndir sem hver maður hlýtur að við-
urkenna, hverjar svo sem stjórnmálaskoðanir hans
eru og hvaða úrræði sem hann kann að aðhyllast.
En hvað á að segja um forustumenn sem neita að
viðurkenna staðreyndir? Eru þeir menn líklegir
til að leysa vandamál sem engin vandamál þykj-
ast sjá? Eða er aðferð þeirra ef til vill sú að reyna
enn að blekkja kjósendur með marklausu skrumi
til að afhenda þeim völd, en hagnýta síðan völd-
in eftir kosningar til þess að framkvæma úrræði
sem ekki er talið þorandi að kynna nú?
jgú var tíð að æði margir íslenzkir kjósendur
fylgdu leiðtogum sínum í blindni og litu aðeins
á stjórnmálaumræður sem skemmtiatriði, eins-
konar íþróttamót. En þessi tími er liðinn. Æ fleiri
kjósendur eru að efla með sér sjálfstæða dóm-
greind; þeir vilja fá að kynnast vandamálunum,
rökræða um lausn þeirra og móta síðan niðurstöð-
ur sínar. Þeir pólitíkusar sem halda áfram að
syngja dýrðin, dýrðin, án þess að eiga hinn hreina
tón lóunnar, munu fá að kynnast því að æ færri
nenna að hlusta á þá. — m.
Brýr á Eldvatn hjá Ásum, Jök-
ulsá á Sólheimasandi og víðar
Eins og getið hefur verið í ið venulegur farartálmi um hjá Ásum árið 1965. Var sii Við könnun á þykkt hraum
fróttnm licfcmr mi fvrir ÁIViineH 1.onX ca -i i n x •«
Eins og getið hefur verið i
fréttum, liggur nú fyrir Alþingi
tillaga ríkisstjómarinnar til
þingsályktunar um endurskoð-
un vegaáætlunar fyrir árin
1967 og 1968.
í þessari áætlun er gert ráð
fyrir smíði nokkurra stórbrúa,
sem ekki hafa verið áður á
áætluninni og er gerð svofelld
grein fyrir þörf þessara fram-
kvæmda í greinargerðinni sem
tillögunni fylgir.
Gljúfurholtsá og Bakka-
holtsá í ölfusi
Endurbygging þessara brúa
var ekki áður í vegaáætlun, en
talið er óhjákvæmilegt að end-
urbyggja þær í ár vegna flutn-
inga á þungum vélahlutum að
Búrfellsvirkjun, en brýr þessar
eru 41 árs gamlar og hafa ver-
ið venulegur farartálmi um
langt skeið.
Verða brýr þessar byggðar
með tveim akreinum og munu
falla inn £ framtíðarvegalínu
milli Hveragerðis og Selfoss.
Er áætlað að byggja báðar
brýmar í ár, en að Lands-
virkjun muni aðstoða við
greiðslu á helmingi kostnaðar
til næsta árs.
Um brýr nr. 10—23 er að-
eins um endurskoðun á áætlun-
um að ræða vegna breytts verð-
lags. Það á þó ekki við um
brú á Húseyjarkvísl á sýsluvegi
i Skagafirði. Engin áætlun lá
fyrir um þá brú, þegar vegaá-
ætlun var samin og því aðeins
um byrjunarfjárveitingu að
ræða.
Brú á Eldvatnið hjá Ásum.
Ný brú var byggð, á Eldvatn
hjá Ásum árið 1965. Var sú
brú 54 metra löng og kom i
stað 24 m langrar jámbitabrú-
ar með timburgólfi, sem byggð
var árið 1910. Þessi nýja brú
var byggð við hhðina á gömlj
brúnni sem var svo rifin. Þessi
nýja brú átti einnig að leysa
af hólmi jámgrindabrú frá
1930 hjá Stóra-Hvammi og veg-
inum austur í Eldhraun breytt í
samræmi við það.
1 hlaupi sem kom í Skaptá
x lok nóvember 1966, sópaðist
burtu klettur í miðri ánni, sem
gamla brúin hafði staðið á og
einn af millistöplum nýju brú-
arinnar einnig. Við þetta seig
brúin mikið og varð ófær til
umferðar. 1 flóðinu lækkaði far-
vegur árinnar um 5 metra og
foss, sem verið hafði nokkuð
neðan við brúnna, færðist upp
fyrir hana.
--------------------------------
Rætt við Jakob Hallgrímsson
Að æfa skalann í
öllum tóntegundum
Á árshátið Sósíalistafélags
Reykjavíkur sem verður hald-
in í Tjarnarbúð í kvöld er m.
a. á dagskrá einleikur Jakobs
Hallgrímssonar á fiðlu við und-
irleik Jónasar Ingimundarson-
ar, nemanda í Tónlistarskólan-
um. Þjóðviljinn ræddi stuttlega
við Jakob af þessu tilefni.
— Á árshátíðinni ætla ég
að leika tvö verk eftir gamla
meistara í útsetningu Kreislers,
sagði Jakob. — Verkin eru
Preludium og allegro eftir Pug-
Verkfall lyfja-
fræðinga áfram
Verkfall lyfjafræðinga sem
hófst á mánudaginn stendur enn
og hefur ekki verið boðað til nýs
sáttafundar með deiluaðilum:
lyfjafræðingum og apótekurum
Þeir héld-u sem kunnugt er fund
með Torfa Hjartarsyni, sátta-
semjara á sunnudaginn, en án
ái-angurs.
Blaðiö hafði í gær tal af Axel
Sigurðssyni, formanni Lyfjafræð-
ingafélags Islands, en ekki vildi
hann gefa miklar upplýsingar.
Kvað hann enga kvöldvörzlu
vera í apótekum og næturvörzl-
una að Stórholti 1 vera lokaða.
Mun þó vera hægt að fá lyf af-
greidd í neyðartilfellum og þá í
samráði við lækni.
Lausn frá 1. júlí
1 fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu um lausn Kristjáns
Kristjánssonar, yfirborgarfógeta,
frá embætti, féll niður að geta
þess, að honum er veitt lausn
frá 1. júlí n.k., og gegnir hann
því embættinu til þess tíma.
(F’rá dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu 13. apríl 1967.)
Seðlabankastjóri
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, við-
skiptamálaráðheira, hefur í dag
að fengnum_ tillögum bankaráðs
Seðlabanka íslands, skipað Davíð
Ölafsson, fiskimálastjóra, banka-
stjóra Seðlabanka Islands frá
1. ágúst 1967 að telja.
(Frá viðskiptamálaráðuneytinu)
nani og Variationir yfir tema
eftir Corelli, eftir Tartini og
Kreisler.
Jakob leikur annars með
Sinfóníuhljómsveitinni og kenn-
ir við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og við Tónlistar-
skólann í Hafnarfirði. Hann
byrjaði snemma að læra fiðlu-
leik og segir hér á eftir frá
námi sinu.
— Ég mun hafa verið fyrsti
nemandi Sigursveins D. Krist-
inssonar er ég hóf nám í fiðlu-
leik 7 ára gamall. Tólf ára að
aldri fór ég í Tónlistarskólann
og var kennari minn þar Björn
Ólafsson. Ég lauk prófi þaðan
fyrir tveimur órum og hélt þá
til Moskvu þar sem ég komst
að sem gestur við Konservat-
oríið eftir að hafa tekið inn-
tökupróf. Þetta er afskaplega
strangur skóli, ég var þar í
tvö ár og fyrra árið fór mest-
megnis í að reyna að ná þeirra
stíl, rússneska stílnum, sem
kenndur er þar í fiðluleik. Ég
þurfti að æfa skalann í öllum
tóntegundum þennan vetur og
fór því eiginlega lítið fyrir
músíkinni!
Á síðara vetrinum fór að
koma í ljós árangurinn af skala-
stúdíinu og þá var tekið til
að æfa tónverk sem miðuðust
við hina og þessa tækni á fiðl-
una sem nauðsynlegt var að ná.
Þetta var strangt nám, en Rúss-
um nýtist miklu betur tíminn
en i skólum sem ég þekki til á
Vesturlöndum, þeir eru í skóla
10 mánuði ársins, taka aðeins
2 vikur í vetrarfrí og stutt
sumarfrí. Við Konseivatoríið
höfðum við aðeins 2 tíma fasta
í viku, en kennararnir höfðu
nægan tíma og ef þeir fundu
að það þurfti að aðstoða nem-
enduma kenndu þeir lengur,
tíminn skipti ekki höfuðmáli.
Ég bjó á stúdentagarði, við
annan mann í herbergi. Fyrri
veturinn var ég í herbergi með
arabískum fiðlara, sem æfði
sig og hlustaði á Heifetz til
skiptis. Seinni veturinn var ég
í herbergi með túrkúmensku
tónskáldi sem fór alltaf ofan
kl. 6 á morgnana og kópíerað
Bartók. (Mikrokosmos).
*— Svo að við víkjum að öðru,
hva: spilaðir þú fyrst opin-1
.Tnlcnh? I
JaJkob Hallgrímsson
— Þú mátt segja að ég hafi
spilað 8 ára á barnaskemmtun
í Austurbæjarskólanum, síðan
hef ég gutlað hingað og þangað.
— Er næg atvinna fyrir tón-
listarmenn á íslandi?
— Músíkant hér hefur yfir-
drifið nóg að gera, ekki sizt ef
hann hefur áhuga á fleinx í
músík en að vera virtuos, þar
eru þrengstu möguleikarnir.
— RH
Við könnun á þykkt hraun-
hellunnar, sem er austan við
ána, kom í Ijós, að hún er 15
metra þykk, en undir hennior
7 m þykkt lag af jarðvegi. Hef-
ur sá jarðvegur verið fyrir, þeg-
ar hraunið rann fram með
Skaftártungu 1789. Engin leið
var að sjá þetta fyrir, þar sem
hvergi í gJjúfrinu var annað að
sjá þama en heila klöpp.
1 lok janúar hrundi annar
millistöpull brúarinnar. Ráðgert
er að endurbyggja brúna á sama
stað, en lengja hana um 10 m
austur í hraunið, en nota stöpl-
ana að vestan. Er kostnaðurvið
þetta áætlaður 3 milj. kr.
Brú á Jökulsá á Sólheima-
sandi.
Brúin á Jökulsá á Sólheima-
sandi var byggð á árunum 1921
til 1922 og var þá höfð 200 m
löng vegna jökulhlaupa, sem
komu í ána.
Farvegur árinnar er mjög
grýttur á brúarstæðum, og
þegar brúin var byggð voru
engin tök á að grafa djúptfyrir
stöplum, þar sem beita varð
eingöngu handverkfærum.
Að þessum sökum hefur áin
grafið undan stöplunum nokkr-
um sinnum. Árið 1945 lokaðist
brúin á aðra viku af þessum
sökvm, og seig þá landstöpuil
að austan um 1 metra. Haustið
1965 hrundi vestari landstöpull
brúarinnar og var hún þástytt
um eitt haf eða 20 metra. í
janúar s.l. gróf enn á ný und-
an einum millistöpli með þeim
afleiðingum að öll umferð teppt-.
ist á aðra viku.
Þar sem brúin á Jökulsá *»r
eina samgönguleiðin fjTir alta
hyggðina í Vestur-Skaftafélls-
sýslu, þá er óhjákvæmilegt að
endurbyggja brúna þegar á
þessu ári, því að í nýju flóði
gæti hæglega farið svo, að brú-
in hryndi alveg, og það gæti
tekið marga mánuði að koma
upp bráðabirgðabrú.
Er nú ráðgert að endurbyggja
brúna nokkuð neðan við gömlu
brúna, þar sem reka má staura
undir stöpla. Er kostnaður við
þessa bnxargerð áætlaður um
12 miljónir kr.
ÞRJÁR NÝJAR BJCKUR
FRÁ HCIMSKRINCLU
Jórvík
ljóðabók eftir Þorstein írá Hamri.
Verð ób. kr. 250,00 — ib. kr. 300,00.
Jóhann Kristófer IX — X
eftir Romain Rolland. Sigfús Daðason
þýddi. — Lokabindi verksins.
Verð ób. kr. 330,00 — ib. kr. 420,00 —
skinnb. kr. 520,0.
Sagan af Serjoza
eftir Veru Panovu. Geir Kristjánsson þýddi.
Verð ób. kr. 230,00 — ib. kr. 280,00.
HEIMSK-RINGLA