Þjóðviljinn - 15.04.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1967, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. april 1967 — ÞJÓÐVTLJINlsr — SlÐA g bokmenntir Að taka mið af nokkr- um sérstæðum dæmum Halldór Laxness: íslend- xngaspjall. Helgafell 1967. á sém freistast til að taka sér penna í hönd til að skrifa um síðustu bók Laxness, fsléndíngasp.iall, kemst í tals- vérðan vanda. Þetta kver er tilorðið sem langur kafli, skrif- aður fyrir Skandínavíu, til að bæta honum við Skóldatíma. Það er því ekki nema eðlilegt að margt er í þessari bók af gamalkunnum hlutum, saman dregið ýmislegt það sem höf- undur hefur áður birt um sjálf- an sig og ísland og íslendinga. En um leið verður bókin frá- leitt afgreidd sem útdráttur eða endurtekning, ýmsar riýjar á- herzlur eru gerðar, dregið fram ýmislegt með skýrari hætti en áður. Þótt víða sé komið við í Is- lendíngaspjalli er flest af því tilbrigði við eitt og sama stef: hvernig er að vera rithöfundur á íslandi. Mér hefur skilizt að ýmsir menn sakni þess, að ekki skuli gerð rækilegri grein fyrir þessari spurningu í bók- inni en raun ber vitni, að þar sé ekki að finna ítarlega grein- argerð fyrir lífsskilyrðum höf- undar með niðurstöðum og öðru sém fylgja bæri. Slíkur söknuð- ur er ef til vill eðlilegur, en gæta ber að því að hánn sting- ur í stúf við þá aðferð sem höf- undur sjálfur virðist hafa sett ser með svofelldum orðum: „Til þess að forðast ofbeinar ályktanir, sem skjaldan eru ein- hlítár til skýringar málum er fróðlégt að taka mið af nokkr- um sérkennilegum dæmum“. * Mér virðist reyndar að þessi bók sé einmitt fyrst og frémst samsafn „sérkennilegra daema“ til skýringar á afstöðu skáldsins og afstöðubreyting- um. Dæma, sem sett eru fram með svipuðum hætti og skémmtilegur, orðhagur og út- smogihn samræðumaður gerir í æðruleysi á góðri stundu þeg- ar háski sá og ástríðuhiti sem fylgir volki lífsins eru í nokkr- um fjarska. Og það er blátt á- frám góð skemmtun að því að hlýða á manninn, og þau sér- kennilegu dæmi eru einatt svo ísméygileg að þau vekja upp margar grunsemdir og þetta litla kver verður furðulega rúmt. Þau dæmi sem nefnd eru og dómar sem þeim eru tengdir vékja upp mismunandi við- brögð eins oé að líkum laétur. Minningar um flákk ungs manns sem vildi kynnast „landi, þjóð og tungu“ eru blátt áfram fallegar, það er hlýleg gaman- semi yfir frásögn af ágætum vinum höfundar úr prestastétt, samanburður á bókaútgáfu hér og erlendis kemur mörgum sjálfsagt skemmtilega á óvart. Og þá væri illa farið ef ekk- ert hvetti til andmæla. Líklega þykir ýmsum yngri rithöfund- pm heldur en ekki léttúðarfull ummæli Halldórs Laxness um Ilalldór Laxness afkomu skálda: þeir eiga allt- af von á rúgbrauði eða salt- fiski hjá frænku í bænum ell- egar fórnfýsi eiginkonunnar. Við vitum að rithöfundar á ÍSlandi sem gefa sór tíma til að vinna að bókmenntum eru manna fátækastir — og er það ekki líklegt að í ríku þjóðfé- lagi reynist slíkir menn frænd- færri jafnvel en í samfélagi þar sem lítt efnaðir menn eru í miklum meirihluta? Og ekki fæ ég skilið andúð Halldórs Laxness á „pappírsböku" sem hann kaliar svo, og líklega felur í sér meiri menningar- byltingu en varð þegar Gúten- berg leysti skrifara af hólmi. Þessar ódýru bækur, pappírs- bökur, sem þurfa hvorki að vera „ljótar“ né „leiðar“ hafa sannarlega komið á framfæri við skynsama unglinga kynstr- um af ritum, vísindalegum og fágurbókmenntum, sem ella væru fullkomið leyndarmál sárafámenns lesendahóps. ★ Margt má finna í Íslendínga- spjalli sém gefur tilefni til mjög persónulegra athuga- sémda. Þar segír m.a.: „Ára- tugum saman var ég altaðþvi bannhelgur á heimilum, í lestr- arfélögum og í bókasöfnum víðsvegar um land, útflæmdur ] hjá menntastofnunum og menn- | íngarforkólfum og heilar sveit- i ir og sýslur skipulagðar á móti þessum auma höfundi. Allan þennan tima voru íslenzkir stalínistar næskim einir um að lofa það dót sem ég var að setja saman, kanski ekki svo mjög af því þeim þætti það gott, heldur af því þeir von- uðu að ég væri eins ærlegur stalínisti og þeir“. — Aldur minn er ekki það hár að ég muni nema lítinn part af þessu skemmtilega tímabili íslenzkrar menningarsögu. En það stóð reyndar furðulega lengi. í heimavistarmenntaskóla í byrj- un sjötta tugs aldarinnar var man ég, þorri dreifbýlismanna, sem svo eru kallaðir, ennþá sannfærður um að Halldór Lax- ness væri lúsugur, klæminn og hörmulega sérvitur. Á þeim aldri eru menn bardagaglaðir, og ég man ekki lengur hvort rauðliðar vörðu meiri tíma til að halda uppi vörnum fyrir „Kiljan“ eða bóndann í Kreml. Það segi ég satt. Við vissum að sjálfsögðu ekki neitt um Stalín en trúðum á hann engu að síður; við trúðum á „Kilj- an“ og hann hafði skrifað um Stalín. Svona geta fyrirbærin tengzt saman á merkilegan hátt. ★ Að mínu viti er síðasti þáttur þessarar bókar merkastur, Flatneskja á íslandi heitir hann. Þar er talað á einstak- lega skemmtilegan hátt um „andlega jafnaðarstefnu“ Is- lendinga — við aðhyllumst, segir höfundur, fortakslaust jöfnun verðmæta. Auðvitað er minnzt á þær hliðar þessa máls sem mega teljast jákvæðar: okkur íslendingum hefur enn tekizt að vera í allnánu kall- færi hver við annan, menn láta sér ekki stöður eða metorð verða sér tiltakanlegan fjötur um fót í samskiptum. Hitt skipt- ir þó meira máli: ádrepa höf- undar á þá jöfnun verðmæta sem birtist í skeytingarleysi íslendinga, virðingarleysi þeirra fyrir ágætum afrekum, vel unnu verki, sem verður til þess að skussum og hálfvelgjumönn- um hlotnast sá stuðningur sem þeim ber, sem sinna viðfangs- efnum sínum af sannri alúð — og einstök afreksverk verða „ekki framin öðruvísi en af til- Framhald á 7. síðu. BIRTINGUR Maður spyr sjálfan sig stundum að því hvort rit eins og Birtingur ætti ekki að stunda það að láta hvert hefti shúast um ákveðin efni fyrst og fremst, að hvert hefti hefði einhvern heildarsvip. í fyrsta hefti þessa árs er eins og votti fyrir þeirri viðleitni. Þar eru tvær alllangar greinar um finnskar nútímabókmenntir, önnur þýdd, hin eftir Thor Vilhjálmsscgi. Þegar svona vill til, því ekki að ganga lengra — því ekki ein eða tvær nýjar smásögur finnskar, blautar af pennanum, ellegar ljóð? Þýddu ljóðin í þessu hefti koma annars frá Rússlandi, Spáni og Póllandi, eitt frá hverju landi. Það var skemmtilegt að fá í þessu hefti endurprentun á grein Jóns Stefánssonar um myndlist — en sú grein get- ur einnig vakið upp dapurleg- ar hugleiðingar: okkur hefur Tímarit sem sagt ekkert farið fram í því að listamaður kunni að tala við mig eða þig um sína list. Nema síður sé. Einar Bragi skrifar um efni sem bryddað hefur verið upp á hér og þar: um óttann við samtímabókmenntir í bók- menntakennslu í landinu. Þar kemur m.a. fram fróðleg stat- ístík um þessa hluti. Thor Vilhjálmsson skrifar Syrpu og kemur víðar við en stundum áður: Steinbeck í Vietnam, sjónvarp, listasafn alþýðu, tíðindi af kvikmynda- gerð á íslandi. Þar er t.d. þessi partur úr blaðamanns- viðtali við íslenzkan filmkóng: F: Já, Njála . . . ja það er mikil bók. S: Já alveg reglulega. Svo er hún svo vinsæl. Það er náttúrlega af því hún er svo góð. Þess vegna verða bækur vinsælar. Það er af því að þær eru svo góðar. F: Ja það er þá ákveðið að kvikmynda Njálu? S: Já ég er búinn að ákveða það. En það kom náttúrlega 1il greina að taka ást á rauðu Ijósi. Hún er svo ansans ári góð nefnilega. En Njála hún er sko sígild. Hún er miklu frægari eins t>g sígildar bækur eru . . . Á.B. Ladislav Fialka stjórnar æfingu í flokki sinum. Frægur flokkur listamanna til íslands í ár? Tékknesk látbragðslist fer nií sigurför um víða veröld □ Ladislav Fialka er orðið þekkt nafn í evrópskri menningu. Fyrir hans til- stilli hefur tékkneskum látbragðsleik verið lyft í þær hæðir sem duga til al- mennrar viðurkenningar og er nú flokkur hans tal- inn sýna list sem stendur jafnvel ekki að baki sjálf- um meistara Marcel Mar- ceau, sem íslendingar 'kynntust í fyrra. Á þessu ári mun flokkur Fialka gera víðreist — og stend- ur í fréttatilkynningu frá Pragopress, að hann muni m.a. koma til fslands. Jafnvel þá er Ladislav Fialka var við ballettnám í Prag vissi hann að hann mundi ekki gefa sig að ballett að loknu námi, heldur vonaðist hann til að geta helgað sig látbragðslistinni, sem um þær mundir var svo til horf- ' in í Tékkóslóvakiu. Hann fékk nokkra nemendur aðra í lið með sér og unnu þeir saman að því að koma upp flokki lát- bragðsleikara. „Við urðum sjálfir að búa okkur til tækni látbragðsleiks- ins, segir þessi ungi listamað- ur, og það var erfitt, því við höfðum ekki möguleika til að kynna okkur þann árangur sem náðst hafði annarsstaðar í heiminum á þessu sviði. Þeg- ar við að nokkrum árum liðn- um bárum okkar túlkunarað- ferðir við aðferðir Marcels Marceau, kom það á daginn að við höfðum í aðalatriðum komizt að sömu niðurstöðum. Auðvitað eru okkar grundvall- arreglur aðrar að sumu leyti en þær sem Marceau byggir á. Þetta stafar af tvennu: við tók- um upp látbragðsleik sem dans- nrar sem höfðu hlotið akróbat- íska þjálfun, en Marceau var hinsvegar leikari“. Miklir möguleikar Mcð einni hreyfingu eða við- bragði getur látbragðsleikari breytt sér á svipstundu í hvern sem er — og samt verið áfram hann sjálfur. Hann getur jafn- vel breytt sér í marga menn — og hluti. Með hreyfingu get- ur hann skapað hvaða hlut sem er — reipi, fiðrildi, píanó, rit- vól. Með hreyfingu breytir hann sviðinu sem atvikin gerast, hann getur breytt umhverfinu eða látið það hreyfast (til dæm- is með því að ganga á sama stað). Og látbragðslistin notar ekki aðeins rúm heldur tíma einnig: á nokkrutn sekúndum verður ungur maður gamall. mjór sproti að tré. í atriði, sem kallað er „Sirk- us“, sýna látbragðsleikarar skemmtilega reiðmennsku. Mjór ljósgeisli stýrir augum áhorf- anda ■— þegar ljósið fellur á efri hluta látbragðsleikarans sjá menn reiðmann í hnakki, sé því beint að fótum lista- mannsins sjá áhorfendur þjálf- aðan hest. Kveikir í íniyndunarafli „Sé látbragðsleikur vel unn- inn hefur hann sitthvað fram yfir aðrar tegundir leikhúss, segir Ladislav Fialka. Hann kveikir í ímyndunarafli áhorf- andans og þvingar hann til að beina huga sínum til þátt- töku. Eitthvcrt, tiltekið atriði er sýnt, sem ekki virðist skipta miklu máli, en hugsun áhorf- andans hefur komizt á hreyf- ingu á grundvelli þess sem hann virðir fyrir sér á sviðinu, 1 síðasta hefti bandaríska vikuritsins Time, sem er ákaf- lega víðlesið, eins og kunnugt er, birtist umsögn um Brekku- kotsannál Halldórs Laxness. sem komið heíur út hjá Crow- ell í þýðingu Magnúsar Magn- ússonar og nefnist „The Fish can sing“ (Fiskurinn getur sungið.) ★ Umsögnin er að mestu leyti i íormi endursagnar, eins og gjarnan tíðkast í þessu blaði. Að lokum segir blaðið á þessa leið: „Höfundurinn, Laxness. játar að hann sé sjaldséður fugl á íslandi: ákafamaður. Ástríð- ur hans hafa borið hann bæði og hann tekur afstöðu til þess, með eða á móti. Látbragðsleik- ur dregur alla hluti saman í sýn, sem áhorfandinn gerir sjálfur hlutlæga“. Og Fialka játar það sjálfur að það sé sér jafnan mikil ánægja að heyra frá áhorfendum sínum ummæli sem þessi:'„Eins og þú segir í þessu atriði . . .“ Hann kém- ur oft að máli við áhorfendur sína, sér til mikillar ánægju. Þessi staðreynd sýnir að lát- bragðsleikur er lifandi og ný- tízkuleg list og hverjir mögu- leikar hennar væru ef gmnd- vallaratriði hennar væru hag- nýtt betur í kvikmynd. 1 flbkki Fialka em fimmtán menn, níu látbragðsleikarar, fimm tæknimenn og einn rit- ari, og hefur hann á síðari ár- um ekki verið í Prag nema endrum og eins. Eftirspumin er mikil — flokkurinn hefur þeg- ar hlotið lof og prís í tuttugu löndum og heimsótt sum þeirra margsinnis. inn og út úr kaþólskri kirkju og kommúnistaflokki. Stjóro- málaskoðanir hans koma sjald- an fram í bókum hans en póesía hans þeim mun oftar. Laxness bregður ljóðrænu yfir ólíkustu atvik — allt frá því Jón á Skaganum útnefnir sjálf- an sig salernisvörð borgarinn- ar til mikillar umræðu, sem háð var á íslandi um það hvort leyfa ætti rakarastofur. Sem sögumaður á Laxness sameigin- legan með Brasilíumanninum Jorge Amado smitandi áhuga á sérkennilegu framferði alþýðu- fólks og mikla hlýju í garð þeirra ákveðnu fiska í manns- mynd, sem þora að synda gegn straumi". Símastúlka óskast Opinber stofnun óskar eftir að ráða frá 1. maí 1987 símastúlku á stórt skiptiborð. — Vaktavinna. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. apríl 1967, merkt „SÍMAVARZLA — 1967“. Umsögn um enska þýðingu á Brekkukotsannál í Time

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.