Þjóðviljinn - 15.04.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. apríl 1967 — 32. árgangur — 85. tölublað.
Framhaldsaðalfundur Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík að Hótel Sögu á
mónudaginn klukkan 20.30
□ Framhaldsaðalfundur Alþýð ubandalagsins í Reykjavík verð-
ur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu n.k. mánudagskvöld og hefst hann
klukkan 20.30.
Frumvarp þriggja þingmanna AlþýSubandalagsins:
A tvinnuleysis tryggingasjóður luni
verkafólki til íbúSahúsabygginga
Aðgang að lánum þessum hafi þeir félagsmenn verkalýðsfélaganna,
sem ekki eiga rétt til byggingarlána úr neinum lífeyrissjóðum
Þjóðviljinn
morgun
jr
ö
★ Á morgun, sunnudag, er
Þjóðviljinn 16 síður, efnið
mikið og fjölbreytt. Með-
al annars:
★ Samskipti Sovétríkjanna
og Kína. — Nokkur atriði
til glöggvunar eftir Ás-
mund Sigurjónsson.
★ Meira Og Minna Sundur-
laust — spjall frá Kaup-
mannahöfn.
★ Hann fann gull Spánar-
konungs. Frásögn af múr-
aranum sem var heppn-
astur gullgrafara.
-k Parísarpistill, Eins og
roskin hefðarfrú sem
kann að halda sér til, —
eftir Hlöðver Sigurðsson.
★ Moskvubréf: Landar í
heimsókn. — eftir Ingi-
björgu Haraldsdóttur.
Listahátíðin
Noregi — í
í Björgvin í
vor.
Íþróttasíða: Sagt er frá
heimsmethafanum í há-
stökki, Brumel, og viðtöl
eru við fyrirliða FH og
Fram í handknattleik, en
þessi lið keppa til úrslita
í 1. deild í dag.
Utan úr heimi —
síða.
Skákþáttur. —
hom. — Fréttir.
haldssaga og
fleira efni.
mjmda-
Föndur-
— Fram-
sitthvað
■ ★ Loks er að geta þess að
birtar verða myndir af
frambjóðendum Alþýðu-
j bandalagsins í Reykjavik
! við alþingiskosningamar
• í sumar.
!
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■«■■•■■■■■■
□ Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir
Eðvarð Sigurðsson, Einar Olgeirsson og Geir
Gunnarsson, hafa lagt fram frumvarp sem miðar
að því að tryggja þeim verkamönnum og öðrum
félagsmönnum verkalýðsfélaganna, sem ekki hafa
rétt til iána úr lífeyrissjóðum aðgang að lánum til
íbúðabygginga úr atvinnuleysistryggingasjóði.
Eðvarð Sigurðsson flutti fram-
söguræðu sína um málið á þing-
fundi seint í gærkvöld og verður
sagt frá henni í blaðinu síðar,
en lagafrumvarpið er í þrem
greinum og er efni þeirra sem
hér segir:
1. gr. — Þeir félagsmenn
verkalýðsfélaga, sem eigi hafa
rétt til lána úr lífeyrissjóðnum,
skulu eiga rétt á að fá að láni
úr atvinnuleysistryggingasjóði
af sérreikningi verkalýðsfélags
síns í sjóðnum 125 þús. kr.
Skulu þeir og hafa þennan rétt,
þótt þeir fái lán frá húsnæðis-
málastjórn og aukalán þau, sem
úthlutað er til efnalítilla með-
lima verkalýðsfélaga samkv. lög-
um nr. 97 22. des 1965, sbr. lög
nr. 19 10. maí 1965, um Hús-
næðismálastofnun ríkisins, 7. gr.
B-Iið.
Stjórn viðkomandi verkalýðs-
félags úthlutar Iánunum, en
stjórn atvinnuleysistrygginga-
sjóðs ávísar þeim síðan til hús-
næðismálastjórnar, er sér um af-
greiðslu þeirra og síðar um inn-
heimtu.
Lán þessi skulu vera til 33 ára
og greiðast með jöfnum afborg-
unum á 30 árum, en vera af-
borgunarlaus fyrstu þrjú árin.
Vextir skulu vera 4%. Tryggja
skal greiðslu lánanna með 1.
eða 2. veðrétti í viðkomandi
íbúð.
2. gr. — Stjórn verkalýðsfélags
má og veita jafnhátt lán og
það, sem um ræðir í 1. gr., úr
sérreikningi verkalýðsfélags í
Árshútíð Sósíalistafélags
Reykjavíkur verður í kvöld
Ár&hátíð Sósíalistafélag Reykja-
víkur veröur haldin í Tjamar-
búð í kvöld, laugardag, og hefet
hún með borðhaWi klukkan sjö.
DAGSKRA:
L Avarp: Páll Bergþórsson,
formaður félagsins.
2. Einleikur á fiðlu: Jakob
Hallgrímsson. Undirleik
annast Jónas Ingimundarson.
3- Sverrir Kristjánsson,
Ies upp.
4. DANS.
Aðgöngumiðar fást á skrifstofu
Sósialistafélagsins í Tjamsrg. 20.
Skemmitnefndin.
atvinnuleysistryggingasjóði, og
með þeim kjörum og kvöðum,
sem þar er fyrir mælt, til fé-
lagsmanna verkalýðsfélaga, sem
ekki eiga rétt á láni úr Iífeyris-
sjóði, til endurbygginga á íbúð
eða kaupa á eldri íbúð, enaa
fullnægi slík íbúð kröfum heil-
brigðisyfirvalda og byggingar-
samþykkta.
3. gr. — Lög þessi öðlast
þegar gildi. Skal úthlutað sam-
kvæmt þeim í fyrsta sinn á ár-
inu 1967 til viðbótar þeim lán-
um, er húsnæðismálastjórn þá
veitir, eða út á þær umsóknir,
sem húsnæðismálastjórn hefur
tekið gildar til lánveitinga á
því ári, en eigi getað sinnt að
sinni vegna lánsf járskorts.
f greinargerð segja flutnings-
menn: — Frumvarp þetta er
flutt til þess að tryggja þeím
verkamönnum og öðrum með-
limum verkalýðsfélaga, sem eigi
hafa rétt til lána úr lífeyris-
sjóðum, rétt til aukalána í íbúð-
arhúsabyggingar. Er hugmynd-
in sú að tryggja með þessu móti,
að atvinnuleysistryggingasjóður,
Framhald á 3. síðu.
Líðan Adenauers
svipuð og í gær
BONN 14/4 — Líðan Adenauers,
fyrrum forsætisráðherra Vestur-
Þýzkalands, sem nú liggur alv-
arlega sjúkur á heimili sínu í
Rhoendorf, var að mestu ó-
breytt í dag, hálfum sólar-
hring eftir að tilkynnt var að
líf hans væri í hættu. Sonur
Adenauers, Georg, sagði í dag,
að faðir sinn væri enn þungt
haldinn, en hann hefði átt góða
nótt og sofið vel.
Þing var rofið
í Grikklandi
AÞENU 14/4 — Panojotis Kan-
ellopoulos, forsætisráðh. Grikk-
lands, rauf í dag þing rétt áður
en greiða átti atkvæði um van-
trauststillögu á stjóm hans, sem
aðeins hefur setið í ellefu daga.
Kanellopoulos naut fylgis að-
eins 101 þingmanns af 300 og
vissi að stjórnin mundi falla við
atkvæðagreiðsluna. — Stjórnar-
kreppur hafa verið mjög tíðar
í Grikklandi á síðustu árum.
Sverrir Kristjánsson
Norskir sérfræðingar staðfesta að háski sé af olíustöðinni
Mótmæli íbúanna á Hvaleyrarholti
gegn benzíntönkunum báru árangur
□ Brunavarnareftirlit ríkisins hefur nú lagt
bann við því að Olíustöðin í Hafnarfirði fái að reisa
fleiri benzíntanka í birgðastöð sinni á Hvaleyrar-
holti, en framkvæmdir voru þegar hafnar þar á
staðnum að fengnu leyfi bæjaryfirvalda í Hafnar-
firði. Bannið
fræðinga.
er byggt á umsögn norskra sér-
Eítiis og áður hefur verið sagt
frá í Þjóðviljanum sendu íbúar
á HvialeynaPholtí í Hafnarfirði
nýlega áskorun til bæjarstjómar
Hafnarfjarðar um að Olíufélag-
inu h.f. verði synjað um leyfi
til að reisa fleiri benzíngeyma í
birgðastöð sinni, á Hvaleyrar-
holtí.
Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar
sinntu í éngu þessari áskomn
sem var undirritað atf nær öll-
um fbúum á Hvaleyrarholti, og
leyfði fyrir sitt leyti að þama í
hyggðinni miðri fengi Olíufélag-
ið að reisa tvo stóra benzín-
tanka tfl viðbótar sex sem fyrir
væru.
Nú hefur það hins vegar gerzt
a>ð BrunavaTnareftirlit rikisins
hefur bannað að þessir tankar
verði reistir. Að því er Bárður
Daníelsson, forstöðumaður bruna-
vamaeftirlitsins sagði Þjóðviljan-
um í gær var leitað eftir umsögn
norskrá sérfræðinga um þetta
mál.
Var úrskurður þeirra sá að
bcnzínstöð af þessari stærð
mundi hvergi vera leyfð svo
nálægt byggð, og á þessari
niðurstöðu hinna norsku sér-
fræðinga er synjunin byggð.
Með þessum úrskurði hinna
norsku sérfræðinga og neitun
brunavai-naeftirlitsins um að
leyfa stækkun stöðvarinnar hafa
íbúamir á Hvaleyrariholti unnið
sigur f baráttu sinni gegn bæjar-
yfirvöldunum í Hafnarfirði í
þessti máli, en þau höfðu fyrir
sitt lejnti leyft stsdckun stöðvar-
innar, eins og áður segir.
Er ekki að efa að einungis fyrir
órofa samstöðu íbúanna í þessu
framhjá því sem þar kom fram.
Hins vegar gerðu bæjarfulltrúar
Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins sér sérstakt far um að
reyna að hæða Gisla fyrir for-
göngu hans í þessu máli, er mót-
mælin voru lögð þar fram.
Eins og rakið hefur verið í
Þjóðviljanum áður fékk Oliustöð-
in h-f. á sinum tíma að reisa
birgðastöð á Hvaleyrarholtí. Var
þá lítil sem engin byggð þar í
holtinu, en samt sem áður var
mikil andstaða gegn því að reist-
ir yrðu benzíngeymar svo nærri
bænum, og sériræðingar um
brunamál töldu það mjög var-
hugavert. Nú er hins vegar ris-
in byggð allt í kringum stöðina,
þar sem eru sex stórir benzín-
tankar t>g að miklum hluta geymt
þar flugvélabenzfn.
Br þvi naumast umdeilanlegt
lengur að af olíustöðdnni stafar
stórkostleg hætta fyrir fbúana
þarna, og sýnist þeim ekki þurfa
erlenda sérfræðinga til að sjá þá
augljósu staðreynd að þama get-
Framhald á 3. síðu.
Stórt olíuskip innan við hafnargarð í Hafnarfirði að lesta benzín á tankana í Olíustöðinni í Hafnar-
firði. Það þekkist hvergi f heiminum annars staðar að stór olíuskip hlaðin benzíni leggist að bryggju
inni í höfmim. — Þetta er einn háski sem Hafnfirðingum stafar af olíustöðinni.
máli hefur sá sigur unnizt. Því
að ástæða er til að halda að
Olíufélagið hafi áður talið sig
vera búið að tryggja það að Ieyfi
fcngizt bæði hjá bæjaryfirvöld-
um og brunatryggingareftk iiti,
þar sem framkvæmdir við stækk-
unina voru þegar hafnar.
Margir íbúar í grennd við olíu-
stöðina hafa beðið Þjóðviljann
að koma á framfæri þökkum til
Gísla Jónssonar fyrrverandi
slökkviliðsstjóra, sem hafði for-
göngu urn mótmæli íbúanna þar,
og samdi mjög ítarlega greinar-
gerð um málið sem fylgdi með
ákærunni til bæjarstjórnar. Þar
var bent á svo sterk rök fyr-
ir þvi að stórkostleg hætta staf-
ar af olíustöðirmi, að brunavarn-
areftirlitið gat ekki
Afengissala jókst um 21,8%
á fyrsta fjórðungi þessa árs
Þjóðviljanum hefur borizt yf-
irlit um áfengissöluna á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs. Heildar-
salan á öllu landinu nam kr.
110.760.338,00 en var á sama
tímabili í fyrra kr. 95.046.975,00.
Áfengissalan hefur því aukizt
um 20,7 miljónir króna eða um
21,8% á þessu tímabili.
Salan á einstökum útsölustöð-
um var sem hér segir:
Reykjavík 93.7 milj. kr. (80l4)
Akureyri 9>.9 milj. kr. ( 8.0)
ísafjörður 3.3 milj. kr. ( 2.8)
Siglufjörður 1.9 milj. kr. ( 1.6)
Seyðisfjörður 2.1 milj. kr. ( 2.2)
Keflavík 2.7 milj. kr.
Vestm.eyjar 2.2 milj. kr.
Áfengisútsalan í Keflavík var
opnuð 24. febrúar sl. og útsalan
í Vestmannaeyjum ekki fyrr en
10. marz svo að ljóst er af þess-
um tölum að verzlunin hefur ver-
ið allfjörug á báðum þessum
stöðum þennan fyrsta tíma eft-
ir opnunina.