Þjóðviljinn - 16.04.1967, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.04.1967, Blaðsíða 13
Sunmtida'gur 16. aprfl 1967 — X>JÓÐVILJINN — SlÐA Samskiptí Sovétr. og Kína Framhald al 9. síðu. izt á sveif með afturhaldssinn- um í auðvaldslandi gegn sósí- alistískri vinaþjóð sem átti hendur sínar að verja. Það má vera ljóst af því sem ég hef sagt hér áður að ég tel ekki að ágreiningurinri um þetta mál hafi verið nein meginorsök vin- slitanna. Það er þó rétt að í landamæradeilum Kína og Ind- lands sem stóðu næstu 3—4 ár- in hölluðust Sovétríkin, ef nokkuð var, fremur að málstað Indverja og féllust m. a. s. á að veita þeim hernaðaraðstoð meðan enn gat litið svo út að erjurnar á landamærunum yrðu meiri og stórfelldari en reynd- in varð. Ég hef áður látið í ljós þá skoðun að Kínverjar hafi haft réttinn sín megin í þess- ari deilu. Þó vil ég ékki þver- taka fyrir að Sovétríkin hafi vegna skákstöðu sinnar í tafli heimsmálanna haft gildar á- stæður til þess að reyna að halda vinfengi við Indland sem á þeim tíma a.m k., í stjóm- artíð Nehrus, var enn ein helzta máttarstoð þriðja heimsins. En vist er það að ekki var sú af- staða sem Sovétríkin tóku í þessu máli til þess fallin að jafna ágreining þeirra viðKina. Þessi ágreiningur hefur auð- vitað komið fram i mörgum heimsmálum og liggur þar kannski næst við að nefna mismunandi afstöðu til Banda- ríkjanna. Þar hefur þó aðal- lega verið um að ræða gagn- kvæmar og marklitlar ásakan- ir beggja að hinir væru hand- bendi eða hjálparkokkar banda- rískra heimsvaldasinna. Kín- verjar hafa auðvitað fulla á- stæðu til að telja Bandaríkin höfuðóvin sinn og því eðlilegt að þeim hafi líkað illa sú við- leitni sovétstjórnarinnar síð- asta áratug að bæta sambúðina við þetta forusturíki auðvalds- heimsins. Þó skyldi ekki lagt of mikið upp úr þessum ágrein- ingi. Utanríkisstefna kínversku alþýðustjórnarinnar hefur yfir- leitt mótazt af mikilli raun- sýni, og engin ástæða til að ætla annað en þeir gætu alveg eins og Sovétrfkin séð sér hag í að leita samkomulags um modus vivendi við Bandaríkin. Ég leiði hjá mér hinar hvim- leiðu deilur um það hvort rík- ið hafi reynzt Vietnömum bet- ur, eðá öllu heldur hvort hafi svikið Vietnama herfilegar. Vi- etnamar reyna sjálfir eftir fremsta megni að komast hjá því að gera upp á milli þess- ara tveggja bakhjarla sinna. Ég sagði áðan að utanríkis- stefna Kínverja hefði yfirleitt mótazt af raunsýni. Þessu verð- ur þó ekki haldið fram fortaks- laust. Þótt hyggindi og var- færni hafi oftast ráðið í skipt- um þeirra við aðrar þjóðir hef- ur það ekki ævinlega veriðsvo. Og ég vildi leyfa mér að halda þvi fram að þegar þeir hafa brugðið út af meginreglu sinni, íþegar þeir hafa að ástæðulausu eða ástæðulitlu egnt aðra til andstöðu við sig eða fullsfjand- skapar, þá hefur það stafað af :þvf að þeir hafa hagað sér gagn- ;vart öðrum á sama eða svipað- an hátt og þeir saka Sovétríkm um að hafa komið fram við sig, iþ.e. af hroka, tillitsleysi til annarra, skilningsleysi á þeim sérstöku aðstæðum sem hver þ.ióð býr viðí Þetta á þannig við um skipti þeirra af t.d. Júgóslövum, Kúbumönnum og Indónesum, sVo að dæmi séu nefnd. íhlutun kínverskra kommúnista í málefni kommún- istaflokka í öðrum löndum hef- ur ekki gefizt betur en afskipti sovézkra kommúnista af málum kínverska flokksins. Ég hef nú tæpt á nokkrum þeim atriðum 'sem ég tel skipta máli til glöggvunar á deilum kínverskra og sovézkra komm- únista. Ég geri mér fyllilega Ijóst að mörg og veigamikil at- riði hafa orðið útundan sem á- stæða hefði verið til að nefna. Ég sagðist í újpphafi ekki vera þess um kominn að kveða upp endanlega dóma eða algilda úr- skurði um deiluatriðin. Þeir sem vilja hinni róttæku verx- lýðs- og þjóðfrelsishreyfingu vel hljóta að harma þessa sundrungu í röðum hennar. Þó' er mér næst að halda að hér' eigi það við að fátt sé svo með) öllu illt að ekki boði nokkuð. gott. Hugmyndafræðilegur á- greiningur kínverskra og sov- éakra kommúnista hefur þann- ig orðið til þess að í eittskipti fimmköllum. Um einlægni konungshollra Dana verður ekki efazt, en hjá ýmsum sýnist hún þó haldast nokkuð í hendur við ábatavon- ina, a.m.k. eru þeir ófáir dönsku framleiðendurnir og við- skiptaaðilarnir sem telja það mikils virði að geta flaggað hinni konunglegu hirð á vöru- merkjum sínum eða verzlunar- pappírum; hvað skyldu þeir t.d. vera margir sem auglýsa á vöruumbúðum sínum: Lever- andör til det Kgl. danske hof? En hin konunglega hirð er ekki bara talin góð auglýsing hjá athafnamönnum einkafram- fyrir öll hefur verið vikið frá þeim einstefnusjónarmiðum sem kunna að hafa haft sitthvaðtil síns ágætis á vissu skeiði, en myndu vera hreyfingunni fjöt- ur um fót við þau skilyrði sem henni eru nú búin. Þau orð Bertolts Breehts hafa enn sannazt að kommúnisminn sé það eirifalda sem erfitt sé að gera. Hverjuín sósíalista er hollt að hafa þau orð jafnan í huga — og nú líður varla sá dagur að við séum ekki minnt- ir á þau. Cins og áður var getið verður mikið um dýrðir í sumar þeg- ar Margrét ríkisarfi og Hinrik prins verða gefin saman í hjónaband. Búizt er við þús- undum erlendra fréttamanna til Kaupmannahafnar í tileíni hjúskaparins, og er reyndar gert ráð fyrir að þeir dveljist þar í borginni nokkra næstu daga á eftir og fylgist þá með aðalhátíðahöldunum í sam- bandi við 800 ára afmæli höf- uðborgar Danmerkur. Þau há- tíðahöld verða mikil og fjöl- breytt — og segir nokkuð frá þeim í næstu grein. I.H.J. Meira og minna sunduriaust Framihald af 7. síðu. greiða fargjald, hópazt saman með látum á almannafæri, kast- að reykbombum á Amalíuborg- artorgi, efnt til hommabrúð- kaups á ráðhústorgi, þ.e.a.s. „gefið saman“ með tilhlýðilegri viðhöfn ungmenni af sama kyni; einstaka provoar hafa gengið með áletruð skilti á fjölförnum götum (í vetur sást t.d. einn af eldri provo-kyn- slóðinni við storkagosbrunninn á Strikinu með skilti þar sem á var letrað „Mere hash til Martin“), aðrir hafa borið fram „kröfur“ um að fá greidda 25 aura í hvert skipti sem þeir nota almenningssalerni i(!) og svo framvegis. Sv„„. eru 1 ^ provoanna jafn fáránleg og klæðnaður þeirra er afkáraleg- ur og óhreinn, enda líta flest- ir á „hreyfinguna" sem mein- lítið grín unglinga, tízkufyrir- bæri sem grípur um sig meðal ákveðinna aldursflokka en hjaðnar síðan eins og bóla þeg- ar tímar líða eða tekur á sig nýjar myndir. Þó hafa lögregluyfirvöldin i Kaupmannahöfn tekið spor- vagnaævintýri provoanna al- varlega — og að sjálfsögðu sýnt festu þegar lítilsvirðing hefur verið sýnd þjóðhöfðingjanum eða hans fólki öllu. Því að Dan- ir eru að því er virðist lang- flestir hollir sínum kóngi, drottningu, prinsessum og prinsum; það fer ekki íramhjá neinum sem til Danmerkur kemur að þar er konungdæmi, allstaðar brosa þau Friðrik kóngur og Ingiríður drottning til manns niður af veggjum, hvort sem komið er inn í gisti- hús, veitingastaði. skip eða verzlanir — og vangamynd konungs geymir maður í buddu eða vasa á krónupeningum og taksins, heldur er líka allt sem í kringum hana snýst, skraut- legt og gamaldags og snobbað, óspart notað til að draga að útlenda ferðamenh, og létta jafnframt á pyngju þeirra. Það fer yfirleitt og hefur far- ið á undanförnum árum heldur lítið fyrir andstæðingum kon- ungsdæmisins í Danmörku, lýð- veldissinnunum — gagnstætt því sem átt hefur sér stað t.d. í Svíþjóð. Helzt er að mönnum þyki kostnaðurinn af hirðhald- inu óhæfilega mikill. Til dæm- is hafa orðið nokkur blaðaskrif undanfarna mánuði vegna þess aukna kostnaðar sem ríkissjóð- urinn danski hefur orðið að taka á sig í sambandi við væntanlega giftingu Margrétar prinsessu og ríkisarfa og Hinr- iks prins. Þau verða gefin sam- an 10. júní í sumar og verður þá mikið um dýrðir i Kaup- mannahöfn. Um alllangt skeið hefur verið unnið að gagnger- um og dýrum endurbótum á einum hluta Amalíuborgar, þar sem þau hjón fá inni eftir gift- inguna. Og þjóðþingið hefur samþykkt, að tillögu ríkis- stjórnarinnar, að lauri ríkisarf- ans — eða framlag til hans úr ríkissjóði — hækki úr litlum 250 þús. kr. (dönskum) í 900 þús. kr. árlega, auk þess sem eiginmaður krónprinsessunnar fær í framtíðinni 75 þús. kr. á ári hverju í eigin vasa. Þetta framlag ríkissjóðs til Hinriks prins er auðvitað gert til þess að hann þurfi ekki að ganga til konu sinnar eins og hver annar ölmusumaður og biðja um fáeinar krónur í hvert skipti sem hann þarf á vasa- peningum að halda. 10 miljónum króna (d) á að safna meðal dönsku þjóðarinn- ar og kaupa fyrir höll utan Kaupmannahafnar handa ungu hjónunum. Það verður þjóðar- gjöfin til þeirra. ★ Jón Finnsson hæstaréttarlögmaðui Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) símar 23338 og 12343 SMURSTOÐIN Kópavogshálsi Sími 41991 Opin trá kl. 8—18. A fostudÖKum kl. 8—20. ☆ ☆ ☆ HEFUR ALLAR algengustu smurolíuteg- undir fyrir diesel- og benzínvélar. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. B.RI DG ESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávailt fyrirliggiandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Auglýsið í Þjóðviljanum Hamborgarar Franskar kartöflur Bacon og egg Smurt branð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178. Sími 34780. Geríð við bílana ykkar sjálf — Við sköpum áðstöðuna Bílaþjónustan Auðbrek>> 53. Sími 40-145. Kópavogi. ÍBÚÐA BYGOJENDUR Smíði á INNIHURÐUM hefur veriö sérgrein okkar um árabil Kynnið yður VERÐ GÆÐI AFGREIÐSLTJ FREST 14. SIGURÐUR ELÍASSON% Auðbrekku 52 - 54, Kópavogi, sími 41380 og 41381 TPUIO-FUNAP „ HRINGIR/í Halldór Krístinsson gaillsmiður. Oðinsgötu « Simi 16979 Nýja þvottahúsið Simií 22916. Ránargötu 50. 20% afsláttu- af öllu taui — miðast við 30 stykki. Smurt brauð Snittur brauð bcer við Óðinstorg. Sími 20-4-90. HÖGNI JÓNSSON Lögfræði- og fasteignastofa Bergstaðastræti 4. Sími 13036, heima 17739. Sængurfatnaður — Hvítnr og mislitur - ÆÐARDUNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUB DRALON SÆNGUB * SÆNGURVER LÖK KODDAVER riði* Skólavörðustíg 21. S Æ N G U R Endumýjuro gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fið- urheld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðuro Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. Simi 18740. (örfá skref frá Laugavegi) Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Bröttugötu 3 B. Sími 24-6-78. Snorrabraut 38 Þar sem ekki hefur tekizt að fá framlengt Ieigusamn- ingi um húsnæðið á Snorra- braut 38, verður verzlun- inni þar lokað um miðj- an aprfl n.k. Til þess tima seljum við allar vörur i verzluninni með miklum afslætti Athugið að allar vörur eru seldar með afslætti, hvort sem um er að ræða nýkomnar vörur eða eldri. # Eftir að verzluninni hefur verið lokað biðjum við við- skiptavini okkar að snúa sér til verzlananna á Lauga- vegi 38 eða Skólavörðu- stíg 13. Skálaoifrðustíg 36 Sími 23970. ÍNNHeiMTA iðonA&t&rðHF Vö CR öezt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.