Þjóðviljinn - 19.04.1967, Blaðsíða 1
Heita vatnið þraut eftir eins dags frost
Miðvikudagur 19. apríl 1967 — 32. árgangur — 88. tölublað.
■ í>að brást ekiki frekar venju í vet-
ur að um leið og kólnac& í veðrktu brást
hitaveitan í gömlu hverfunum hér í borg-
inni. Strax í fyrrakvöld þraut heita vatn-
ið á svæðum eins og Skólavörðuholtinu
og nágrenni og í gær entist heita vatnið
ekki nema fram eftir deginum á þessum
sömu svæðum, t.d. var það þorrið í húsum
i<?>-
við Bergþórugötuna um ki. 6 síðdegis.
■ Nokkrir reiðir íbúar í þessum hvert-
um hringdu til Þ’jóðviljans í gær út af
þessu og kemur blaðið kvörtunum þeirra
hér með á framfæri við forráðamenn hita-
veitunnar en sjálfsagt skella þeir skoll-
eyrunum við öllum kvörtunum erns og
jafnan áður.
-i
Málm- og skipasmiðir knýja á um samninga og boða
Skyndiverkföll í fióra daga
Fram til málefnalegrar sóknar til
sigurs framboði Alþýðubandalagsins!
Svo sem getið er á öðrum
stað í blaðinu í dag var Guð-
mundur Ágústsson hagfraeð-
ingur einróma kjörinn for-
maður Alíþýðuband alagsi ns í
Reykjavík á framhaldsaðal-
fundinum að Hótel Sögu í
fyrrakvöld.
1 stuttu ávarpi, sem hinn
nýkjömi formaður flutti, er
hann tók við fundarstjóm
bakkaði hann fráfarandi for-
manni, Magnúsi Torfa Ólafs-
syni, félaigsstjóm og nefndum
bau störf, sem unnin voru við
erfið skilyrði frumbýlisins
að undirbúningi kosningabar-
áttunnar á sl. vori og undir-
búningi landsfundar Albýðu-
bandalagsins. Hann kvaðst
vænta bess að beir menn sem
kynnu nú að vera haldnir
stundarbreytu og aðrir beir
sem finna hjá sér skýran
hljómgrunn fyrir málefnum
Albýðubandalagsins liggi ekki
Guðmundur Ágústsson.
á liði sínu við að leysa af
hendi bau störf sem vinna
barf og miða að bví að fá
bokað frarn breytingum 4
þjóðfélaginu til hagsbóta fyr-
ir vinnustéttimar og bjóðar-
heilddna.
Síðan mælti Guðmundur
Ágústsson eitthvað á bessa
leið:
— Eitt meginskilyrði bess,
að þessum samtökum megi
auðnast að dafna og öðilast
fjörlega þróun er það að með-
al annars félagsstarfs fari
fram rökræður og athugun a
afmörlcuðum sviðum þjóðfc-
lagsmála hverju sinni og það
þá ekki sízt innan hópa fé-
lagsmanna, áhugamannahópa
um ákveðin málefni.
Yngri menn, sem fáir sjá
sérstakan tilgang í þvi að
kljást um gömul bitbein þurfa
á rökstólum að halda — rök-
ræðum sín á mifli og við aðra
— til þess að setja skoður.
sína fram og þá ekki síður
til þess að laða fram nánari
skilning á eðtti bess afmarkada
máfefnis, sem tiil umræðu er
hverju sinni.
Það verður eitt meginverk-
efni komandi stjórnar aðieita
uppi þau margvislegu form,
sem heizt henta þróun skdin-
ings félagsmanna og skilgrein-
ingar bjó'ðfélaigslegra vanda-
máia hér á landi.
Menn sem hafa góða mögu-
leika til að fjalla um málefni.
ræða og rökstyðja, sjá filjót-
lega tilgangsleysi þess að
velta stöðugt vönigum viðmat
á einni persónu eða annarri
— með samfarandi hnýfilyrð-
um.
Verkefni það hið næsta, sem
A Iþý ðuband&lag ið í Rvík
stendur frammi fyrir — og
ekki þarf að fjöiyrða um —
er að starfa að málefnalegri
sókn og sigri framiboðslista
bess í kosningunum eftirtæpa
tvo mánuði.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Guðmundur Ágústsson var
einróma kjörinn formaður
□ Guðmundur Ágústsson hagfræðingur, skrif-
stofustjóri hjá Alþýðusambandi íslands, var ein-
róma kjörinn á framhaldsaðalfundinum í fyrra-
kvöld.
Þá voru kosnir átta menn til
viðbótar í stjórn Allþýðubainda-
lagsins í Rvík. Stungið var uipp á
15 mönnum og var koeið á milli
þeirra í leynilegri atkvæða-
greiðslu. Þegar kosningiu Jaukvar
komið fram á nótt og bar sem
vitað var að atkvæðatailning
myndi talca langan tíma lagði
fundarstjóri Magnús Torfi Ól-
affeson fráfarandi formaður, til
að frekari störfum aðailfundarins
yTði frestað, b-e. kosningu vara-
stjómar, endurskoðenda og full-
trúaráðs. Var sú tiilaga sam-
þykkt. Hinn nýkjömd formaður
tók þá við fundarstjórn og flutti
áyarpsorð sem getið er á öðrum
stað.
I stjómiina voru kjörin: Idla
Ingólfsdóttir fóstra, Böðvar Pét-
ursson, verzlunarmaður, Sigurjón
Þorbergsson framkvæmdastjóri,
Sigurdór Sigurdórssom prentari,
Adda Bára Siigfúsdóttir veðurfr.,
Bjöm Ólafsson vieirikfræðingur,
Haraddur Steinþórsson kennari og
Guðmundur Ásgeirsson verka-
maður.
Afgreiðsla laganna
Eins og getið var í biaðdnu í
gær voru lög Alþýðubandalagsms
í Reykjavík sambykkt á fram-
haddsaðalfundinum í fyrrakvöld.
Frumvarp það til laga, sem
meirihluti stjórnar félagsins stóð
að, var samþyklct án breytimga.
Ein breytingartiilaga kom fram
frá minnihluta stjómar, Páli
Bergiþórssyni og Björgúlfi Sig-
urðssyni. Lögðu þeir tii að 3. gr.
laganna orðaðist svo: „Alþýðu-
bandafegið i Rvík er samfylking-
arsamtök reykvískrar alþýðu.
Hver sá Reykvíkingur, sem náð
hefur sextán ára aldri getur geng-
ið í bandaiagið- Nú lýsa félags-
samtök í Rvík stuðningi við Al-
þýðuibandalagið og hljótaþámeð-
limdr þeirra sömu réttindd og
sikyldur og aðrir einstaklingar í
bandalaginu".
Þessi breytinigartillaga varfedld
með 174 atkvæðum gegn 142. 13
seðlar voru auðir við atkvæða-
gredðsluna og 1 ógitldiur.
Síðan var 3. gr. samþykkteins
Framhald á 3. síðu.
Magnús Torfi Ólafsson, fráfar-
andi formaður Alþýðubandalags-
ins í Rcykjavík.
□ í fréttatilkynningu
sem Þjóðviljanum barst
í gær f rá Málm- og skipa-
smiðasambandi íslands
segir að sex sambands-
félög hér í Reykjavík, í
Ámessýslu og á Akur-
eyri hafj boðað vinnu-
stöðvanir dagama 25. og
27. apríl og 9. og 11. maí
n.k. til þess að knýja á
um samningsgerð við at-
vinnurekendur en samn-
ingaviðræður milli þess-
ara aðila hófust í septem-
bermánuði sl. en hafa
áranffur borið.
Fréttatilkynning Málm- og
skipasmiðasam'bandsins er svo-
hljóðandi:
„Eftirtallin félög í Málm- og
.skipasmiðasamibandi Is'iands hafa
boðað vinnustöðvun félagsmanna
sinna briðjudaiginn 25. og firnmtu-
daginn 27. apríi n.k. og briðju-
daginn 9. og fimmtudagimn 11.
maí n.k.:
Félag járn iðnaðarmanna, Fé-
lag bifvélavirkja, Félag blikk-
smiða, Sveinafólag skdpasmiða,
Járniðnaðarmainnafélag Ames-
sýsiu og Sveinafólag járniðnað-
armairma, Akureyri.
Samningaviðræður þessara fé-
laiga við atvinnurekendur hófust
26. sept. si. og hafia á tímabil-
inu verið haidnir nokikrir samn-
ingafundir án árangurs.
Deilunni var vísað til sátta-
semjara ríkisins 16. febrúar s.l.
og hefur hann haldið einn sátta-
fund síðan, sem einnig varð ár-
angurslaus.
Á fundum i féiögunum, sem
haldnir voru í mairz sl. varsam-
býkkt að flela trúnaðarmanna-
ráðum félaganna að boða vinnu-
stöðvanir til bess að knýja á um
samningaigerð.
Tiilögur félaiganna hafa verið
um tWsvarandi kjaralbætur til
handa málmiðnaðarsveinum og
jafn kaupháirogkauphærri laun-
begar bafa fengið á sl. ári.
Samningsbundið kaup málm-
iðnaðarsveina og skipasmiða er
nú eftir 12 ár frá því að nám
hefst kr. 2.792,00 á viku, en
Framhald á 3. síðu.
Vidreisnin grefur undan járniðnaðinum:
Bjarmi sendur utan í viBgeri?
□ Eins og rakið hefur
verið í blaðinu að undan-
förnu á jámiðnaður íslend-
inga mjög í vök að ver-jast
um þessar mundir, verkefn-
in hafa verið takmörkuð í
vetur og atvinna dregizt
mjög saman. Engu að síður
virðast valdhafarnir ætla að
halda áfram að senda verk-
efni úr landi; til að mynda
mun nú í ráði að senda
Bjarma til Noregs til við-
gerðar.
Eins og kunnugt er strandaði
Bjarmi á Stokkseyrarfjöru, og
tókst að lokum að ná honum út
aftur. Báturinn er hins vegar
talsvert skemmdur, og var leitað
tilboða í viðgerð. Þrjú íslenzk
fyrirtæki sendu tilboð, Stálsmiðj-
an, Landsmiðjan og Slippstöðin
á Akureyri. Reyndist tilboð
Stálsmiðjunnar iægst og mjög í
samræmi við kostnaðaráætlanir
þær sem verkfræðingar höfðu
gert. Hins vegar hafa þau und-
arlegu tiðindi gerzt að tilboðum
hinna íslenzku fyrirtækja hefur
alls ekki verið svarað, heldur
hefur tilboða verið leitað erlend-
is. Mun nú vera beðið eftir til-
boði frá norsku fyrirtæki og síð-
an mun í ráði að framkvæma
aðeins bráðabirgðaviðgerð hér-
FiramlhaBd á 3. síðu.
Meirihlutinn
Hafnarfirði
orðinn að
yiðundri
Eins og sagt var fra í
Þjóðviljanum í gær hefur
bæjarstjórnarmeirihlutinn i
Hafnarfirði enn gert sig að
viðundri og var þó ekki á
fyrri afglöp bætandi.
1 Þjóðviijanum á laugar-
dag var sagt frá því að
brunavamareftirlit ríkisins
hefði lagt bann við fram-
kvæmdum, sem bæjarstjómar-
meirihlutinn hafði verið bú-
inn að leyfa, vegna þess að
þær voru eklci í samræmi við
lög og reglur um öryggismál.
Algert einsdæmi
Nú hefur félagsmálairáðu-
neytið lýst fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðar ógittda vegna
þess að ekki var farið að
lögum hvorki um uppsetningu
hennar né afgreiðslu, og er
það fyrirskipun ráðuneytisins
að hún skuli tekin aftur til
lögmætrar afgreiðsiu, Mun
það algert einsdæmi að ráðu-
neytið skuli þurfa að gefa
slfkan únskurð.
Lög þverbrotln
Eins og fram kemur í úr-
skurði ráðuneytisdns hefur
bæjarstjómarmeirihlutinn í
Hafnarfirði þverbrotið lög
og reglur í samtbandi við sama-
ingu og afgeiðsiu fjárhagsá-
ætiunar. Eftirtektarvert er að
það eru þrir lögfræðingair sem
bera á þessu höfuðábyrgð
Árni Grétar Finnsson helzti
foringi Sjá'ifstæðismanna
bæjarstjóm, Ámi Gunnlaugs-
son, forseti bæjarstjómar og
foringi óháðra, og bæjarstjór-
inn Kristinn Ó. Guðmundsson
Mælirinn fullur
Einungis annað tveggja get
ur komið til í þessu máli: að
lögfræðingarnir hafi gert sér
grein fyrir þvi að meðferð
þeirra á málnnum braut
bága við lög og reglur, en ver
ið ráðnir í að beita valdníðslu
eigi að síður, eða þá hitt að
þeir hafi verið alls vankunn
andi um lagaákvæði um stjórn
bæjarmála og almenn fund
arsköp. Hvort heldur hér er
um að ræða ásetning þeirra
að brjóta Iög eða vankunn
áttu um Iög, þá furðar al
menning á þessum gjörðum
þeirra og finnst nú mælirinn
fullur.
Dæmdir óhæfir
Áður hefur bæjarstjórnar
meirihlutinn í Hafnarfirð
hlotið dóm bæjarbúa, eins og
fram hefnr komið í einróma
fundarsamþykktum borgara-
fundar og fundar allra verka
lýðsfélaga í bænum. Nú hafa
stjórnendur bæjarins einnig
hlotið dóm yfirboðara sinna
félagsmálaráðuneytinu. Eru
þessir dómar á einn veg, að
bæjarstjórnarmeirihlutinn sé
ekki til þess hæfur að hafa
með höndnm stjórn bæjarins
★
Úrskurður ráðuneytisin
var til umræðu í bæjarstjóri
í gær og var þá ákveðið að
taka fjárhagsáætlunina ti
lögmætrar meðferðar á næsta
fundi n.k. þriðjudag.