Þjóðviljinn - 19.04.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.04.1967, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. apríl 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g ★ ÆSKAN OG SOSiALISMINN Ritstjóri: Leiíur Jóelsson. Ritnefnd: Jón Sigurðsson, Sigurður Magnússon, Vernharður Linnet. Hin leiðin' í hernámsmálunum Um undan farin ár hefur ver- ið allgóð samstaða og samstarf með andstöðumönnum hersetu hér á landi í Samtökum her- námsandstaeðinga. 1 þessum samtökum hafa þeir unnið að íslenzkum þjóðernismálum, enda þótt margt bæri á milli um ýmis önnur þjóðfélags- vandamál. Hafa samtök þessi um skeið haft forystu fyrir þjóðraeknismönnum, og þar hafa þeir mætzt í einni stórri fylkingu. Ætla má, að í Samtökum hemámsandstaeðinga hafi ís- lenzkir landvarnarmenn hlotið hinn æskilegasta vettvang t;l ráða og starfa, þótt margt standi til bóta þar sem og víð- ar. Hafa skoðanir manna eðli- lega tiðum verið skiptar í þess- um samtökum um einstök at- riði, viðbrögð og aðgerðir. En eins og í öllu félagi var slíkur munur ævinlega jafnaður á fé- lagslegum grundvelli, enda tengdi þjóðrækni menn föstum böndum. Hin þjóðrækna stefna Sam- taka hemámsandstæðinga er skýlaus og skýr. Má lesa hana m.a. í samiþykktum síðasta landsfundar þeirra að Bifröst mi í sumar. Samtökin vinna að tafariansri uppsögn „varnar-** samningsins við Bandaríkja- menn, úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu og yfirlýsingu ævar- anda hiutleysis íslands í stór- veldaátökum. Þau beita sér gegn hvers konar erlendri á- sælni á íslenzkri grund, en fyr- ir reisn íslenzks þjóðernis og þroska íslenzkrar menningar. Þau vinna að því, að Islend- ingar verði friðflytjendur, en ekki ófriðaraðiljar; sjálfstætt fólk, en ekki Ieppar. Og þannig hafa Samtök her- námsandstæðinga unnið gott starf, og er þó mestur httutur þess óunninn enn. „Hin leiðin" kemur fram Sem endranær í íslenzkri sögu er nú vift ramman reip aft draga um íslenzkt sjálfstæfti og þjóðmenningu, Því hljóta þeir, er þessu vilja vinna, aft skipa sér í eina fylkingu. Slík fylk- ing er Samtök hernámsandstæft- inga. Það er illt verk og óvina- fagnaður að gerast til að riftia henni. Samt sem áður hefur það nú gerzt, sem æva skyldi. Á þingi sínu síðast liðið haust samþykktu ungir Framsóknar- menn nýjar tillögur um þessi mál. Stóðu að þeim margir þeir, er gott starf hafa unnið í Sam- tökum hemámsandstæðinga. Hugðust þeir nú vinna að þess- um máJlum með öðrum flokks- bræðrum sínum, en utan sám- taka þjóðræknismanna, cnda voru ekki ráft við þau höfft. Framsóknarmenn eru mál- rófsmenn miklir, og hefur miik- ils sundurþykkis gætt um þessi mál í röðum þeirra. Nú skylrli misklíð þessi iöfnuð' fyrir kosn- ingar. og gerðu mcnn með sér bræðralag um íslcnzk þjóftern- ismál, enda bera þessar tillögur þess vissulegan vott. Nokkrar umræður hafa orðið um tillögur þessar,. enda var til þess ætlazt. Áttu ungir Fram- sóknarmenn fund um þær við ÆskuJýðsfylkinguna f vetur, oa nú nýlega vörpuðu ungir Sjálf- stæðisflokksmenn á þær skaerri birtu sinni, að þeim finnst, og af frábærri tölvísi, enda löig- spekingar. Má segja, að aug- lýsingagildi tillagnanna hafi verið nýtt til þrautar. En enn er ófjallað um gildi þeirra í öðru tilliti. Sú ályktun 11. þings Sam- bands ungra Framsóknarmanna, er geymir þessara tillagna, hefst á þeim orðum, að þingið telji „aðild Islands að Atlantsihafs- bandalaginu eðlilega að ó- breyttum aðstæðum". Síðan eru raknir fyrirvarar lslendinga, er þeir gerðust oðilar þoss. E>á ítekar þingið þann vilja sinn, ,,að herinn hverfi af landi brott svo fljótt sem tiltækilegt os skynsamilegt þykir“, en, „að Is- lendingar eigi sjáilfir, við brott- för hersins, að taka við rekstri ratsjárstöðvanna og gæzlu nauðsynlegra mannvirkja Atl- antshafsbandallagsins hér á landi“. Þessar breytingar æskir þlngið, að fari svo fram, „að þær valdt hvað minnstri rösk- un á aðvörunarkerfi Atlants- hafsbandalagsins". Þingið rök- styður þá skoðun sína, að hið erlenda herlið skuli hverfa a.f landi brott, með væntanlegri friðarhorfum, en enn fremur með því, „að svo róttækar breytingar hafa orðið á hern- aðartæknd, að mikilvægi íslands sem hersföðvar hefur stór- minnkað“, en bætir við: „þótt á hinn bóginn sé augljóst, að hlutverk Islands í aðvörunar- kerfi A tlantsh a f.sþandalagsi n s i'— ratsjárkerfinu — muni verða talið At.lantshafslxTndaftngi nu nauðsynlegt enn um sinn“. Hinir ungu Framsóknarmenn vilja, „að þegar verði hafnar viðræður við aðildarþjóðir Ati- antshafsbandalagsins um gerð fjögurra ára áætlunar um brott- Pör bandaríska hersins af Is- landi, og að þjálfaðir verði ís- lenzkir sérfræðingar, sem tækju við starfrækslu ratsjárstöð\’- anna og gæzlu nauðsynlegra mannvirkja Atlantshafsbanda- lagsins stig af stigi.“ Kostnaö- inn greiði aðildarríki banda- lagsins sameiginlega eftir þvj’, sem um semst. Þá segir: „Komi til ófriðav, sem vonandi verður aldrei, hyrfi hið ísilenzka gæzlulið frá gæzlustörfum og tæki þess í stað við sérstöku hlutverki á sviði almannavarna.“ Þrátt fyrir allar þessar breyt- ingar fullyrðir þingið, „að ör- yggi Isilands yrði tryggt“, „og raunverulegt megingildi“ þess i Atlantshafs'bandalaginu „myndi ekki minnka'*. En hina beztu tryggingu þessa öryggis tellur þingið vera þá, „að aðild fs- lands að Atlantshafsbandalag- inu hefur það f för með sér, að árás á Island þýðir það sama og árás á öll aðildarriki Atlantshafsbandalagsi ns.“ Og þingið „telur enga ástæðu t.iil að ætla annað en, að aðildnrríkin myndu bregða skjótt og vel vlð, ef á þennan meginþátt Aflants- hafsbandalagsins reyndi." Undir lokin segir: „Ungir Framsóknarmenn telja, að ósk fámennrar þjóðar um að búa ein í landii sfnu án sambúðar við erlent herlið sé svo aug- Ijós, að þar þurfi ekki langan rökstuðning“, enda treystir þingið því fastlega, að þessum ákvörðunum Islendinga myndu aðildarþjóðir bandalagsins taka með skilningi. Svo mörg voru þau Fram- sóknarorð, en öll ályktunin á lélegu máli og með gnautar- legum stfl. Þegar af upphafi ályktunar þessarar má sjá glögglega, hversu mjög hún er andstæð þjóðræknisstefnu ísttenzkra her- námsandstæðinga. Og sem á líður lesturinn, vorður æ skýr- ara, hversu öll viðhorf eru met- in af sjónarhóli hersetusinnans. Atiantshafsbandalagið og stefna þess er sá andi, sem þarna svífur yfir vötnunum. Sá vilji þingsins, að herinn hvcrfi af landi brott, styðst ekkii víð þann vilja, að Island vcrði friftlýst Iand, heldur við mat hcrnámsmanna á vænlegri friðarhorfum og minna hernað- argildi Iandsins. „Hcrnaðar- þótt allt kapp hafi sýnilega verið lagt á að sýna lesend- um þeirra fram á kunnustu og yfirsýn semjendanna. Þann- ig hefur maður nokkur, sem harla vel er inn undir hjá yf- irmönnum hins erlenda setuliðs sakir fylgispektar sinnar, bent á torveldi þess, að Islcndingar mcgi leggja til þann mannafla, cr til hinna Framsóknarlegu gæzlustarfa þarf. Eða hvaðan á að taka þetta fóllc úr íslenzku atvinnulífi? Þá enu tillögurnar ekki síð- ur varhugaverðar að því leyti, að þær eru settar fram rétt fyrir kosningar til Alþingis, en þeirra, þrátt fyrir allar þær breytingar, sem í aliþjóðamál- um hafa orðið. Islendingar hafa lönigum tal- ið sér til ágætis, að þeir hafa ekki her og hafa ekki haft um aildur. Vígsgang undir gjallandi herlúðrum l>ekkja þeir ekki nema frá útlendingum. Nú vilja ungir Framsóknarmenn cfna til íslenzkra „sérfra:ðingasvcita“. Eiga þær að bera einkennisbún- ing? Hafa borða cg skraut? — Áður er getið um óraunhæfi þessa. Mörgum orðum er í tillögun- um eytt á ,,breytingar.“ En hvað breytist? Vafasamt kosn- ingaloforð cr gefið um brottför hersins á ókomnum árum. Var ætlunin að öðrum kosti að haía hann hér til eilífðamóns? Að þcssum tillögum skal „megin- gildi“ Islands sem hlekks í hernaðarkeðju Atlantsliafs- bandalagsins hvergi skert. Is- land verður því sama skot- markið og áður, ef stórveldun- um kynni að verða á ófriður. En verði svo, skullu hinir ís- lenzku „sérfræðingar" hverfa frá hinum „nauðsynlegu mann- virkjum“ Atlantsihafsbandalags- ins. Hvað þá, á landið að vera „varnarlaust" með öllu, einmitt er á reynir? Tæplega er það vilji þeirra Framsóknarmanna. En hverjir skyldu þá ciga að koma í stað hinna íslcnzku „sérfræðinga“ utan erlendir hermenn að nýju? — Eru allar Samtök hernámsandstæðinga hafa unnið gott starf á undanförnuin árum. gildi“ er viðmiðun hcrnáms- manna; þetta orð lcikur ckki á tungu þjóðræknismönnum, cr þeir móta stefnu sína. Um alla tíð hefur þaft og verift citt að- arstefnumál hernámsandstöð- unnar, aft hvorki hcr, aukin heldur hernaðarmannvirki væru á landi hér. Aft þcssum tillög- um skulu þau eigi aðeins standa, heldur skulu og ís- lenzkir menn gerast til að starfrækja þau og gæta þeirra. Og ekki er fuglinn fagur á stélið, eða þekkja menn ekki leppunartóninn í hjalinu um „ósk fámennrar þjóðar“ um að FÁ að ráða sjálf fram úr mál- um sínum og án íhHutunar ann- arra eða beiðslukjökrið um góðfúslegan skilning náðarsam- legast? Eða man nú enginn Þorska- stríðið, ef íslendingar telja Atl- antshafsbandalagið tryggingu öryggi sínu? Af þessum tillögum cr þann- ig Ijóst, að þjóðræknismenn í Framsóknarröðum hafa goldift hið hrapallcgasta afhroð, og þaft því fremur sem flokkur þeirra tók þessar tillögur upp í stefnuyfirlýsingu sína á móli sínu nú í vetur. Er vissullega illt til þess að vita, að menn, sem umnið hafa gott starf og drjúgt að íslenzkum þjóðemis- málum í Samtökum hemáms- andstæðinga, skuli láta leiðast til að 'mæla fnam með slíkum tillögum. Hégómi og slagorð? Við þessar tillögur er og margt að athuga um einstök atriði. Verður hér fátt eitt tínt til. Tillögur þessar eru að mörgu leyti mjög óraunhæfar, enda framkvæmd þeirra mundi taka rúmt kjörtímabil þess, er tillit er tekið til samningstímans. Alþjóð veit, að Framsókn er ekki hvumpin við að breyta stefnu sinni þcgar eftir kosn- ingar hverjar. Og hvað ef ein- hverjir „sérfræðingar" kvæðu upp úr um, að friðarhorfur hefðu stóversnað, eða að Atl- antshafsbandalagið bara gæti ekki vorið án hersetu á ís- tenzkri grund til þess, að „raunverulegt megingildi" Is- lands minnkaöi ekki? Og hvað, ef stefnubreytingin væri ein- faldlega nefnd þessum nöfnum? — Óskandi væri að menn hefðu ekki astæðu til að spyrja svo. Þcss er og aft geta, að tillög- ur þessar eru undanhald frá stefnu íslenzkra þjóðræknis- manna. Krafa þcirra hefur ætíð veriö tafarlaus uppsögn her- setusamningsins. Eðli'lega mun framkvæmd slíkrar uppsagnar taka nokkurn tíma. Slíkt er framkvæmdaratriði. En brottför setuliðsins má framkvæma á skemmri tírna, meira en holfn- ingi skemmri tíma en tillilögur Framsóknarmanna kveða á um. Hví þenna drátt, og hví endi- lega þá svo langan tíma, að herinn yrði ekki íarinn fyrr en eftir tvennar Alþingiskosningar héðan í frá? Til þess að Fram- sókn fái „umþóttunartíma"? Tillögurnar eru og ekki að- cins undanhald, heldur í beinni andstöðu vift stefnu þjóftrækn- ismanna að því, er Atlants- hafsbandalagið varðar. Þjóð- ræknismenn stefna að úrsögn Islands úr bandalaginu. Ung- ir Framsóknarmenn telja aðiid landsins að því „eðlilega að ó- breyttum aðstæðum“, en þessar „óbreyttu aðstæður“ þekkir alil- ur aimenningur úr ræðu og riti hemámsmanna um árabil. Hef- ur þetta verið stöðugt viðkvæði þessar „breytingar" annað e.n hégómi og slagorð? Mönnum er Ijóst, hversu illa þjóftin þolir hina erlendu her- setu. Mönnum er ljóst, að al- þýða manna vill herinn af landi brott. Jafnvel ungum Sjálfstæðisflokksmönnum er að verða þetta ljóst, og hafa þeir þó þykkar höfuðskeljar, sé til þeirra talað um íslenzk þjóð- emismál. Er öll þessi „breyi- inga“-dýrft þcirra Framsóknar- manna til þess cins komin aft freista aft tæla og villa þjóð- ræknismcnn, jafnvcl utan raða Framsóknarflokksins, til að glopra atkvæðum sinum á hann í sumar? Já, óskandi væri, að menn hefðu ekki ástæðu til að spyrja svo. Peð í valdatafli Með þessum tillögum hefur Framsþkn ofið enn einn þráð- inn í hinn stjómmálalega blekkingavef hentistefnu sinnar. Þess er freistað að ginna þjóð- rækið fóllk til fylgis við her- námsstefnu flokksforystunnar með oröagjalfri. Og svo virðist að þetta hafi í fyrstu tekið að því, er varðar þá þjóðræknis- menn, er til þessa hafa hneigzt til fylgis við Framsóknarflokk- inn. Forysta Framsóknarflokksins leggur nú allt kapp á valdatafl sitt í komandi Alþingiskosning- um. TillöguT þær, er hér um ræftir, cru eitt pcðið í tafli þessu. Og ástæfta er, því miftur, til að ætla aft lies.su peði. verði fórnaft til þcss, aft Framsókn megi hljóta betri skákstöðu í baktjaldamakkinu um ríkis- stjóm, sem fram mun væntan- lega fara að kosningum lokn- um. Meginstefna Framsóknarfor- ystunnar er ekki þjóðrækin, ekki einu sinni „hin leiðin“, livað svo sem hún merkdr, held- til að öðlast þetta vald skal ur um fram allt annað vald. Og skrumi beitt. Til þess skulu stundaðar hausaveiðar at- kvæðasmalans. O'g því skal enn fómað áralöngu samstarfi og samvinnu íslenzkra þjóðræknis- manna. Og enn er ekki aíls getið. Slíkur metnaður og valdafýsn ræður gjörðum þeirra Fram- sóknarmanna, að gerður er bræðingur um málefni sem ís- lenzk þjóðernismál. Um slík mál er samið, selt og keypt, svo að sæmilegur heimilisfriður megi rfkja í hestaati og liana- slag borgaraflokkanna um sæt- in á Alþingi. Er þess aft vænta að menn láti sér lynda hrossa- kaup um slík mál? Tiil þess er vissulega illt að vita, að svo margir glöggir og reyndir þjóðræknismenn skuli láta blekkjast af þessum skolla- leik og hafa látið blekkjast um árabil. En skortur slíkra manna þjáir Framsóknarflokkinn vissulega ekki. „Baggi skoplítill" Fyrir sakir þessara tillagna verftur það hlutverk þeirra, sem ekki hafa látið yfirboft þessi og gyllinyrði slá móftu um vit sér, að vera menn við þessu frumhlaupi og benda þeim á, hvílíkt óþurftarverk hernáms- menn hér hafa unnið. En við- urtökur hernámsmanna við þessum tillögum sýna Ijóslega, hve vel þær falla þeim í geð. Ýmsir kunnir fylgismenn her- setu hér á landi hafa eindreg- ið fagnað þeim og flutt þær fram. Jafnvel ungir Sjálfstæð- isflokksmenn, styðjendur hins rammasta hernámsflokks, hafa taiið þær mjög koma til álita, enda þótt þeir hafi bent á á- róðrareðli þeirra og sýnt fram á óraunhæfi þeirra að ýmsu leyti. Virðist hemámsflokkun- um þrem hafa þokað fremur saman með þessum tillögum en sundur. Þannig eru þessar tillögur Framsóknarmanna af sauftar- húsi hersetusinna. Nú má öllum vera ljóst, að Framsóknarflokkurinn er éinn þriggja hemámsflokka í ís- lenzkum stjómmálum. Fram- sóknarfflokkurinn getur ekki lengur höfðað tii íslenzkrar þjóðemistilfinningar. Þjóð- ræknismenn þessa flokks hafa beðið algjöran ósigur fyrir hernámsmönnum og hermöng- Þetta frumhlaup Framsóknar- manna mun torvelda mjög alla samvinnu hinna þjóðræknu afla á landi hér. Þetta er hernáms- mönnum Ijóst, og því fagna þeir. Það mun og mjög hamla samstarfi vinstri flokkanna að kosningum af stöftnum, svo ekki sé minnzt á þann sennileika, aft Framsóknarfiokkurinn Ieiki hift sígilda bolabragð sitt við kjós- endur sína, aft snúa fyrirvara- laust vift blaðinu — og fórna peðinu. En hver hlutur þá kem- ur upp, veit engi. Hinum glögg- ustu mönnum hefur jafnvel ekki tekizt að uppgötva hið stuggvænlega andlega þró- unarferli valdabraskarans. En víst er, hver er hlutur hjóðræknismanna. Þeir munu halda á að berjast gegn af- sali landsréttinda og Iepptin vift erlent vald, en fyrir reisn ís- Ienzks þjófternis, vernd ís- lenzkra erfða og blóma £s- Ienzkrar menningar. Og á veg- leið þeirra er hinn Framsókn- arlegi bræðingur „baggi skon- lítiir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.