Þjóðviljinn - 19.04.1967, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — MlðviktidaguT 19. aprfl 1967.
JOHN FOWLES:
SAFNARINN
40
M. Þér hafið aldrei sagt mér
hvernig Mabel lítur út.
C. Hún er vansköpuð. Með
taugalömun. Voða skörp. Vill
alltaf vita allt um það sem mað-
ttr er að gera.
M. Getur hún ekki gengið?
C. Svtvlítið um húsið. Við urð-
nm að fara út með hana í hjóla-
stól.
M. Ég hef kannski ekki séð
hana.
e. Þér hatfið ekki misst af
miklu.
M. Vorkennið þér henni ekki?
C. Það er eins og maður verði
stanzlaust að vorkenna henni.
Það er Annie frænku að kenna.
M. Haldið áfram.
e. Það er eins og hún geri
allt umhverfis sig vanskapað
líka. Ég get ekki lýst því. Alveg
eins og engir aðrir hafi rétt til
Nýja
þvottahúsið
Sími: 22916.
Ránargotu 50.
20% afsláttur af öllu
taui — miðast við 30
stykki.
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
að vera heilbrigðir. Bg á ékki
við að hún sé beinlínis að kvarta.
En hún sendir manni augnaráð
og maður verður að fara óskap-
legai varlega. Ef ég segi kannski
í hugsunarleysi eitthvert kvöldið,
að ég hafi næstum misst af
strætó í morgun og orðið að
hlaupa eins og vitlaus maður, þá
er alveg öruggt að Annie frænka
myndi segja: Þakkaðu fyrir að
þú ert fær um að hlaupa. Mabel
myndi ekki segja neitt. Hún
myndi bara horfa á mann.
M. En sá viðbjóður!
C. Það var voðalegur vamdi að
tala.
M. Af hverju stunguð þér ekki
af? Leigðuð yður herbergi?
C. Mér datt þaö oft £ hug.
M. Þvi að þar voru sjálfstæðar
konur. Þér voruð eins konar
riddarar-
C. öllu heldur næturvörður.
(Tilraunir hans til kaldhæðni
voru svo átakanlegar).
M. Og nú eru þær í Ástralíu
og koma sektarkennd inn hjá
hinu frændfólkinu.
C. Ég býst við þvi.
M. Skrifa þær bréf?
C. Já. Ekki Mábel.
M. Viljið þér lesa eitt þeirra
fyrir mig einihvem daginn?
C. Af hverju?
M. Mér þætti það fróðlegt.
C. (Innri barátta). Ég fékk bréf
£ morgun. Ég er með það á mér.
(Miklir vafningar en loks tók
hann bréfið úr vasanum). Þær
eru vitlausar.
M. Gerir ekfcert. Lesið það
uppihátt. Al'lt saman.
Hann sat v» dymar og ég
prjónaði, prjónaði, prjónaði —
ég man bréfið ekki orðrétt, en
það var um það bil svona: —
Kæri Fred (hún kallar mig það,
sagði hann, hún kann ekki við
Ferdinand — rauður af blygðun).
Kærar þakkir fyrir bréfið þitt
og eins og ég sagði í síðasta
bréfi, þá eru þetta þínir pening-
ar. Guð hefur verið þér svo góð-
ur og þú mátt ekki láta góðleik
hans stíga þér til höfuðs, og ég
vildi óska að þú hefðir ekki
stigið þetta spor. Steve frændi
þinn sagði því fylgi eintómar
áhyggjur að eiga fasteign. Þú
svarar ekki spurningu minni um
ræstingakonu. Ég veit hvemig
karlmenn eru og mundu hvað
6agt er um hreinlæti sem dyggð
er gangi guðsótta næst. Annars
á ég ekki með að segja eitt eða
neitt og þú hefur verið mjög
gjafmiMur, Fred, Steve frændi
og drengimar og Gertie skilja
ekkert í því hvers vegna þú
komst ekki hingað með okkur
og síðast í morgun sagði Gert að
þú hefðir átt að vera hér, þinn
staður væri hjá Okkur, en þú
skalt ekki halda að ég sé van-
þakklát- Ég vona að Guð fyrir-
gefi mér, en þetta hefur verið
mikil reynsla og þú myndir varla
þekkja Mabel aftur, hún verður
sólbrún hérna, hér er ósköp
faliegt, en mér er ekki um allt
þetta ryk. Allt verður svo skít-
ugt og þeir lifa allt öðru vísi en
við heima, þeir tala ensku lík-
ara ameríkönum (meira að segja
Steve frændi) en okkur. Ég verð
sumpart fegin þegar ég kem aft-
ur heim í Blackstone-götu, ég
hef áhyggjur af öllum rakanum
og óþrifunum, ég vona að þú
hafir gert eins og ég sagði að
viðra út úr öllum herbergjum og
hvíta tauið og hafir fengið góða
ræstingakonu eins og ég sagði.
Fred, ég er hrædd um að þú
tapir þér alveg útaf öllum þess-
um peningum, það er svo mikið
til af útsmognu, óheiðarlegu fólki
(hún á við kvenfólk, sagði hann)
nú á tímum, ég ól þig upp eins
og ég gat bezt og ef þú gerir
eitthvaö rangt er eins og ég hefðd
gert það sjálf. Ég ætla ekki að
sýna Mabel þetta, hún segir að
þér falli það ekki. Ég veit þú ert
orðinn myndugur (orðinn tuttugu
og eins á hún við, sagði hann)
en ég hef áhyggjur af þér út af
öllu sem komið hefúr fyrir (hún
á við að ég sé munaðarlaus,
sagði hann).
Okkur leizt vel á Melbourne,
það er stór borg. 1 næstu viku
ætlum við til Brisbane að heim-
sækja Bob aftur og konuna hans.
Hún skrifaði svo elskulegt bréf.
Þau taka á móti okkur á stöð-
inni. Steve frændi, Gert og böm-
in biðja öll að heilsa. Sama ger-
ir Mabel og þín einlæg.
Svo segir hún að ég skuli ekki
hafa áhyggjur af peningum, þær
hafi nóg. Svo vonar hún að ég
hatfi náð í kvenmann sem nennir
að vinna, hún segir að ungar
stúlkur í dag kunni ekki að gera
hreint.
(Það varð löng þögn á eftir).
M. Fannst yður þetta notalegt
bréf?
C. Hún skrifar alltaf svona.
M. Mér verður óglatt af því.
C. Hún hefur aldrei fengið
neina skólagöngu að ráði.
M. Það er ekki málfarið. Það
er þessi andstyggilegi hugsunar-
háttur hennar.
C. Hún aunaðist mig.
M. Það má nú segja. Hún ann-
aðist yður og hún hefur haldið
þvi áfram. Hún hefur gert yður
að algerum hálfvita-
C. Kærar þákkir.
M. Já, en það er satt.
C. Já, auðvitað, þér hatfið rétt
fyrir yður eins og ævinlega.
M. Segið þetta ekki! (Ég lagði
frá mér prjónana og lokaði aug-
unum).
C. Hún ráðskaðist ekki nándar
nærri eins mikið með mig og
þér gerið.
M. Ég er ekki að ráðskast
með yður. Ég er að reyna að
kenna yður.
C. Þér kennið mér að fyrirffta
hana og hugsa eins og þér og
bráðum farið þér frá mér og þá
hef ég hreint engan.
M. Nú eruð þér að aumka
sjálfan yður.
C. Það er eitt sem þér skiljið
ekki. Fólk eins og þið þarf ekki
annað en fara inn í stofu og það
getur talað við hvem sem er,
þið skiljið alla skapaða hluti, en
þegar......
M. Nú er nóg komið! Þér eruð
nógu órólegur fyrir þótt þér far-
ið ekki að sífra líka.
Ég tók prjónana og lagði þá
frá mér. Þegar ég leit upp, stóð
hann þarna með opinn munninn
og reyndi að segja eitthvað. Og
ég vissi að ég hafði sært hann,
ég veit að hamn á skilið að vera
særður, en nú hafði ég sem sé
sært hann. Hann var ósköp nið- j
urdreginn að sjá. Og ég mundi ,
að hann hafði leyft mér að ganga !
um í garðinum. Mér fannst ég,
andstyggileg.
Ég gekk ti’l hams og sagðist
vera leið yfir því sem ég hefði
sagt og rétti honum höndina, en ,
hann vildi ekki taka í hana. Það
var skrýtið, en hann var næstum
virðulegur, honum var misboðið
(kannski var það rétt) og hann
sýndi það. Þá tók ég um hand-
legginn á honum og fékk hann
til að setjast aftur og sagði: Ég ,
skal segja yður ævintýri.
Það var einu sinni (sagði ég og
hann staröi svo bitur, svo bitur,
niður í gólfið) skelfilega ljótt
skrýmsli sem hafði rænt prins-
essu og sett hana í fangaklefa í
kastalanum hjá sér. Á hverju1
kvöldi varð hún að sitja hjá þvi
og það skipaði henni að segja:
— Þér erað svo fallegur, herra
minn. Og á hverju kvöldi sagði ,
hún: — Þú ert svo Ijótur, af- i
skræmið þitt. Og eitt kvöldið
sagði prinsessan: — Ef þú mynd-
ir gera þetta eða hitt, þá gæt-
irðu kannski orðið fallegur, en
skrímslið svaraði: — Ég get það
ekki, ég get það ekki. Þetta end-
urtók sig á hverju kvöldi. Hann
bað hana að ljúga og hún vildi
ekki gera það. Loks fór prins-
essan að hatfda að honum hlyti
að þykja gaman að vera ljótt
skrýmsli. En dag nokkurn sá
hún að hann var að gráta, eftir
að hún hafði sagt að harm væri
ljótur í fimmtugasta sinn. Þess
vegna sagði hún: — Þú getur
brðið svo fallegur, ef þú vilt
aðeins gera eitt. Viltu gera það?
Jó, sagði hann loks, hann lang-
aði að reyna. Þá sagði hún:
Gefðu mér frelsi. Og hann gaf
henni frelsi. Og allf í einu var
hann ekki ljótur lengur, hann
hafði verið prins í álögum. Og
hann fylgdi prinsessunni út úr
kastalanum. Og svo lifðu þau sæl
og glöð til æviloka.
Ég vissi samstundis að þetta
hafði verið heimskulegt af mér.
Ragmennska. Hann sagði ekkert,
hélt aðeins áfram að stara nið-
ur í gólfið.
Ég sagði: — Nú er röðin kom-
in að yður að segja ævintýri.
Hann sagði aðeins: — Ég elska
yður-
Og samt var þá meiri reisn yf-
Bernard kemur lóðrétt niður og sileppir þá strax steininum.
Hann lítur í kringum sig. Það liggur við að hann hrópi upp yfir
sig: þarna, þama er báturinn sem á að bjarga honum. Hann
eyndir að honum. Skipsbáturinn sem hefur verið falinn í helli
nokkrum nálgast fljótt og fjórir sterkir handleggir draga hann
um borð. — „Þakk, þakk, .......... Dafood“ stamar hann. Meira
getur hann ékki sagt. Nokkrir vænir sopar úr koníakstflösku hressa
hann við og hlýja honum. I>ví að þótt hann sé rennblautur verð-
ur hann nú að bíða myrkurs í köldum hedlinum i klettaveggnum.
Þvoið liárið nr I.OVliMi Shampoo — og flasan fer
SKOTTA
(B) King Fe«wt«> SyndicHc, ln<;„ WorM rjgty rcjefvej,
— Ég held að þaö taki því ebki fyrir ykkur að kaupa vegakort
ef þið eigið ekki fyrir meira benzíni!
KuMajakkar, ú/pur
og terylene buxur í úrvali.
O. L. Traðarkotssundi 3
(móti Þjóöleikhúsinu)
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR”
LINPARGÖTU 9 ■ REYKJAVIK SfMI 22122 — 21260
TRABANT EIGENDUR
V iðgerða verkstæði.
Smurstöð
Yfirförum bilinn
fyrir vorið
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði.
Dugguvogi 7. — Sími 30154.